Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 8
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR8
KÖNNUN Þó fimm ný framboð séu
nú að búa sig undir kosningar á
næsta ári hafa þau ekki náð vopn-
um sínum, samkvæmt niðurstöðum
skoðanakönnunar Fréttablaðsins og
Stöðvar 2.
Tvö af nýju framboðunum, Björt
framtíð og Dögun, myndu ná þrem-
ur mönnum á þing hvort yrðu nið-
urstöður kosninga í takti við könn-
unina. Önnur myndu ekki ná sínu
fólki á þing. Rétt er að geta þess að
langt er til kosninga og ný framboð
ekki farin að kynna stefnu og fram-
bjóðendur fyrir kjósendum.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist
sem fyrr með mesta fylgið. Alls
segjast 43,7 prósent styðja flokk-
inn. Stuðningur við flokkinn hefur
lítið breyst frá síðustu könnun
Fréttablaðsins, sem gerð var í apríl.
Þá sögðust 42,6 prósent styðja
flokkinn, sem fékk 23,7 prósenta
fylgi í þingkosningunum 2009.
Verði niðurstöður kosninga í takt
við könnun Fréttablaðsins og Stöðv-
ar 2 fengi Sjálfstæðisflokkurinn 31
þingmann, nær tvöfalt fleiri en þá
16 sem flokkurinn hefur á að skipa
í dag.
Framsóknarflokkurinn nýtur
meiri stuðnings en Samfylkingin í
könnuninni. Nú segjast 15,8 prósent
styðja Framsóknarflokkinn. Það er
örlítið meira en í síðustu könnun,
þegar 14,6 prósent sögðust styðja
flokkinn, sem fékk 14,8 prósenta
fylgi í síðustu kosningum.
Miðað við þetta fengi flokkurinn
11 þingmenn, en er með 9 í dag.
Samfylkingin mælist nú með
stuðning 13,6 prósenta, og hefur
lækkað úr 14,8 prósentum í síðustu
könnun. Fallið er þó mun meira frá
kosningunum 2009 þegar 29,8 pró-
sent studdu flokkinn.
Færu kosningar á sama veg fengi
Samfylkingin níu þingmenn, en er
með 20 í dag.
Hinn stjórnarflokkurinn, Vinstri
græn, myndi heldur ekki ríða feit-
um hesti frá kosningum ef kosið
HEIMILD:
SKOÐANAKÖNNUN
FRÉTTABLAÐSINS OG
STÖÐVAR 2 DAGANA 23.
OG 24. MAÍ 2012
Fylgi stjórnmálaflokkanna
Kosn-
ingar
25.4.
2009
28.7.
2009
15.10.
2009
7.1.
2010
18.3.
2010
23.9.
2010
19.1.
2011
24.2.
2011
5. og
6.4.
2011
8.9.
2011
7. og
8.12.
2011
8. og
9.2.
2012
11. og
12.4.
2012
23.
og
24.5.
2012
50
40
30
20
10
0
Samstaða
43,7%
■ Björt framtíð 5,3%
■ Samstaða 5,1%
■ Dögun 2,7%
■ Hægri-grænir 3,9%
■ Lýðfrelsisflokkurinn 0,0%
15,8%
13,6%
9,2%
Ný framboð ná ekki vopnum
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með langmest fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stjórnar-
flokkarnir eru samanlagt með stuðning tæps fjórðungs kjósenda. Ný framboð ná alls sex mönnum á þing.
PAKISTAN, AP Shakil Afridi, pak-
istanski læknirinn sem aðstoðaði
bandarísku leyniþjónustuna við
að hafa uppi á Osama bin Laden,
hlaut ekki 33 ára fangelsisdóm
fyrir það heldur fyrir tengsl sín
við hryðjuverkasamtök í Pakist-
an.
Þetta kemur fram í úrskurði
dómstólsins, sem ekki birtist
opinberlega fyrr en skýrt var frá
efnisatriðum hans í pakistanska
dagblaðinu Dawn í gær.
Þetta gerir væntanlega það að
verkum, að Bandaríkjamenn eigi
erfiðara með að mótmæla dómn-
um, sem upphaflega vakti hörð
viðbrögð. Tengsl Pakistans og
Bandaríkjanna hafa verið erfið
undanfarið, ekki aðeins vegna
aðgerða bandarískra sérsveitar-
manna á síðasta ári í borginni
Abottabad, þar sem ráðist var
inn á heimili bin Ladens og hann
drepinn, heldur einnig vegna fjöl-
margra árása bandaríska hers-
ins í Pakistan sem sumar hverjar
hafa kostað almenna borgara og
pakistanska hermenn lífið.
Lögmenn og ættingjar Afridis
sögðu fyrr í vikunni að hann væri
saklaus og dómnum yrði áfrýjað
en sögðust þá ekki hafa séð sjálf-
an dómsúrskurðinn.
Afridi var um tíma héraðslækn-
ir í Khyber þar sem uppreisnarfor-
inginn Mangal Bagh og liðsmenn
hans njóta víðtæks stuðnings
meðal almennings en hafa átt í
átökum við pakistanska herinn.
Það var dómstóll í Khyber sem
dæmdi Afridi fyrir aðstoð við sam-
tök Mangal Baghs. - gb
Mál læknisins sem bar kennsl á Osama bin Laden verður æ flóknara:
Fékk 33 ára dóm fyrir hryðjuverkatengsl
ÆTTINGJAR OG LÖGMENN AFRIDIS
Höfðu ekki séð dómsúrskurðinn þegar
þau mótmæltu dómnum fyrr í vikunni.
NORDICPHOTOS/AFP
HEILSA Rúmur fjórðungur ESB-búa
yfir 15 ára aldri, 28%, reykir tóbak
að staðaldri, og 70% þeirra sem
reykja taka upp þann sið fyrir 18
ára aldur. Þetta kemur fram í nýrri
könnun Eurobarometer, en þetta er
svipað hlutfall og var í sömu könn-
un árið 2009.
Um helmingur aðspurðra hefur
einhvern tíma reykt og um 60%
reykingamanna hefur reynt að
hætta.
Framkvæmdastjóri heilsuvernd-
armála hjá ESB segir í yfirlýsingu
að þetta séu sannarlega slæm tíð-
indi, en þó sé ánægjulegt að sjá að
almennur stuðningur sé við hertar
reglur um sölu og markaðssetn-
ingu á tóbaki. - þj
Könnun á reykingum í ESB:
Rúmur fjórð-
ungur reykir
Lokað í laug vegna móts
Fram til 2. júní verða takmarkanir á
opnun Sundhallar Reykjavíkur vegna
sundmóts. Opið verður í potta og
sturtur allan daginn. Í dag er lokað
milli 11 og 17, á morgun milli 16 og
18 og á laugardag er laugin lokuð frá
13 til 15.
REYKJAVÍK
SVÍÞJÓÐ 72 ára gömul norsk kona
hefur verið dæmd í þriggja ára
fangelsi fyrir að hafa beitt eigin-
mann sinn ofbeldi í tugi ára.
Maðurinn lést í fyrra.
Undirréttur í norðurhluta Nor-
egs komst að þeirri niðurstöðu
að konan hefði beitt manninn
andlegu og líkamlegu ofbeldi frá
1969 til 2010. Börn hjónanna báru
vitni um að móðir þeirra hefði oft
ráðist á föður þeirra.
Málið var fyrst rannsakað eftir
að konan sakaði manninn um
ofbeldi. Þegar rannsóknin hófst
kom hins vegar í ljós að málinu
var öfugt farið. - þeb
Beitti mann heimilisofbeldi:
72 ára í fangelsi
fyrir ofbeldi
1. Hversu stór hluti sjúkrabíla hér
á landi stenst ekki kröfur velferðar-
ráðuneytisins um gæði og öryggi?
2. Hvaða heimsmeistaramót
stendur yfir í Reykjavík?
3. Með hvaða liði spilar fótbolta-
konan Fanndís Friðriksdóttir?
SVÖR:
Frí landslagsráðgjöf
til 1. júní
BM Vallá ehf.
Breiðhöfða 3
110 Reykjavík
Komdu til okkar og fáðu hugmyndir fyrir garðinn þ nn.
Sími: 412 5050
sala@bmvalla.is
b
m
va
ll
a
.is
Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt okkar,
veitir viðskiptavinum ráðgjöf og aðstoð við mótun
hugmynda og útfærslu.
Ráðgjöfin er án endurgjalds til 1. júní nk.
Eftir 1. júní eru greiddar 5.000 kr. fyrir ráðgjö
Ráðgjöfin fæst endurgreidd ef vörur til fram
eru keyptar hjá BM Vallá.
Hafðu samband við sölufulltrúa okkar
og pantaðu tíma.
i
fin
kv
a.
æmdanna
Hringt var í 1.326 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu
úrtaki miðvikudaginn 23. maí og fimmtudaginn 24. maí. Þátttakendur voru
valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og
hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef
gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk
er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er
líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?
Alls tóku 60,8 prósent í afstöðu til spurningarinnar.
Aðferðafræðin
1. Um helmingur 2. Heimsmeistaramót
samkynhneigðra í sundgreinum
3. Breiðabliki
yrði nú. Alls sögðust 9,2 prósent
styðja flokkinn í könnun Frétta-
blaðsins og Stöðvar 2. Það eru held-
ur fleiri en í síðustu könnun, þegar
8,6 prósent sögðust styðja flokkinn,
en langt undir 21,7 prósenta kjör-
fylgi.
Vinstri græn fengju sex þing-
menn, helminginn af þeim tólf sem
flokkurinn er með í dag, yrði þetta
niðurstaða kosninga.
Björt framtíð nýtur mests fylgis
af nýjum framboðum sem standa
kjósendum til boða. Um 5,3 pró-
sent segjast myndu kjósa flokkinn,
heldur færri en í apríl, þegar 7,2
prósent studdu hann. Þetta myndi
skila flokknum þremur þingsætum
í kosningum.
Samstaða fengi svipað fylgi,
5,1 prósent, og sama fjölda þing-
manna. Stuðningur við flokkinn er
svipaður og í apríl, þegar 6 prósent
sögðust styðja flokkinn.
Aðrir flokkar myndu ekki ná
mönnum á þing. Hægri-græn-
ir njóta samkvæmt könnuninni
stuðnings 3,9 prósenta og 2,7 pró-
sent myndu kjósa Dögun. Enginn
af þeim 800 sem tóku þátt í könn-
uninni ætlaði að kjósa Lýðfrelsis-
flokkinn.
brjann@frettabladid.is
Líklegt verður að teljast að fylgi Sjálf-
stæðisflokksins mælist hærra en það er
í raun og veru í könnun Fréttablaðsins
og Stöðvar 2, og sé í raun um 40
prósent, ekki nærri 44 prósent eins og
könnunin sýnir. Þetta má sjá sé rýnt í
svör þeirra sem þátt taka í könnuninni. Í
könnuninni er spurt í þrígang. Þeir sem
segjast óvissir eru spurðir tvisvar til við-
bótar, eins og fram kemur hér til hliðar.
Séu svör þeirra sem sögðust óvissir
í fyrstu spurningunni en tóku síðar
afstöðu til flokks skoðuð sést að þeir eru
mun ólíklegri til að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn en aðra flokka.
Sú aðferðafræði sem notuð er við
útreikning á niðurstöðum könnunarinn-
ar er hönnuð af sérfræðingum Háskóla
Íslands. Hún gerir þó ekki ráð fyrir því
að svo stór hluti þeirra sem þátt taka,
um 40 prósent, gefi ekki upp afstöðu til
eins flokks.
Með því að greina frekar afstöðu
þeirra sem sögðust óákveðnir í fyrstu
spurningunni má leiða að því líkur að
fylgi Framsóknarflokksins sé um 16
prósent og stuðningur við Sjálfstæðis-
flokkinn um 40 prósent. Þá er líklegt
að tæplega 16 prósent styðji Sam-
fylkinguna og 10 prósent Vinstri græn.
Fylgi við Bjarta framtíð er samkvæmt
þessu um 6 prósent og Samstaða nýtur
5 prósenta stuðnings. Þá myndu sam-
kvæmt þessu 2,7 prósent styðja Dögun
og 3,9 prósent Hægri græna.
Fylgi Sjálfstæðis-
flokksins ofmetið?
VEISTU SVARIÐ?