Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 12
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
KRÓNUR var meðalverðið á kílói af tekexi í maí
samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Verðið er
næstum það sama og í maí 2006, sem var 510 krónur.
Taka á tillit til líkams-
þyngdar og hlaupastíls
þegar hlaupaskór eru keypt-
ir. Skaði getur hlotist af ef
hlaupaskórnir eru orðnir of
gamlir eða eru ekki réttrar
gerðar. Nokkurra mínútna
hlaup í sérstöku greiningar-
tæki í verslun gefur ekki
endilega til kynna hvort
þörf er á innan- eða utanfót-
arstuðningi.
Norski sjúkraþjálfarinn Hege
Godheim, sem hefur sérhæft sig
í fótameiðslum, segir í viðtali
á vef viðskiptablaðsins Dagens
Næringsliv að ein af algengustu
ástæðunum fyrir hlaupameiðslum
sé vegna þess að keyptir eru skór
sem ekki passa.
Godheim dregur í efa ágæti
þess að kaupa skó eftir nokkurra
mínútna hlaup í greiningartæki
í verslun. Hún segir að þá hlaupi
viðskiptavinurinn aðeins í nokkr-
ar mínútur. Það sé auðvitað betra
en ekkert. Hins vegar sýni bæði
rannsóknir og reynslan að röng
lending komi betur í ljós eftir
hálfrar klukkustundar hlaup eða
þegar menn eru farnir að þreyt-
ast.
Sjúkraþjálfarinn segir það
mikilvægt að velja skó eftir eigin
hlaupastíl en ekki eftir því hvern-
ig menn vilji hlaupa. Það geti
verið erfitt og tímafrekt að breyta
um stíl. „Maður á að segja frá því
í versluninni ef maður er ekki
léttur á fæti og verður þreytt-
ur eftir 15 til 20 mínútna hlaup,“
segir hún. Jafnframt sé nauðsyn-
legt að greina afgreiðslumanni frá
þeim meiðslum sem hlotist hafa
við hlaup. Við kaupin eigi að hafa
í huga hvort hlaupið sé á malbiki
eða möl, hver líkamsþyngdin er,
hvernig lendingin er eftir helm-
ing vegalengdarinnar, hversu oft
er hlaupið og hversu langt.
Á fréttavef norska ríkisút-
varpsins bendir Joakim Særheim
sjúkraþjálfari á að mikilvægt sé
að reima hlaupaskóna rétt til þess
að koma í veg fyrir meiðsl. Reima
eigi skóna fast en ekki þannig
að það sé óþægilegt. Einnig eigi
að reima skóna eins hátt upp á
ristina og mögulegt er þar sem
það dregur úr álaginu á fótinn.
Tor Fauske, framkvæmdastjóri
verslanakeðjunnar Löplabbet,
ráðleggur þeim sem ætla að kaupa
nýja hlaupaskó að taka þá gömlu
með sér í verslunina. Þeir geti
gefið vísbendingu um hlaupastíl-
inn. Hann bætir því við að skórn-
ir eigi að vera þægilegir strax í
fyrsta skokktúrnum.
Godheim segir ekki skynsam-
legt að kaupa hlaupaskó á laugar-
dögum þar sem þá sé oft við störf
afleysingafólk sem mögulega hafi
ekki jafnmikla reynslu og þekk-
ingu og aðrir starfsmenn.
ibs@frettabladid.is
Skór sem ekki passa
valda meiðslum
SKOKKAÐ Þeir sem hlaupa oftar en þrisvar í viku ættu að eiga fleiri en eitt par af
hlaupaskóm til þess að þeir endist betur, að því er segir á vef verslanakeðjunnar
Löplabbet. NORDICPHOTOS/GETTY
Munnskol inniheldur oft bakteríu-
drepandi efni og séu þau tekin inn
í of miklum mæli getur myndast
þol gegn sýklalyfjum. Þetta eru
niðurstöður rannsóknar Anne Scheie,
prófessors og tannlæknis, sem greint
er frá á vef danska ríkisútvarpsins.
Scheie varar við notkun munnskols.
Hún segir að heilbrigðir einstaklingar
þurfi ekki að nota slíka vöru. Þeir eigi
í staðinn að læra að nota tannbursta
og tannþráð rétt.
■ Heilsa
Munnskol getur skaðað heilsuna
GÓÐ HÚSRÁÐ
Geymið salatið í eldhúspappír
Salat sem er selt í pokum
blotnar fljótt og verður ólyst-
ugt sé það geymt í umbúð-
unum. Til þess að koma í veg
fyrir slíkt er gott að geyma sal-
atið í eldhúspappír í íláti. Örk
af pappírnum er sett neðst í
ílátið og salat ofan á. Síðan er
önnur örk af pappír sett ofan
á og salat þar ofan á. Með
þessari geymsluaðferð fer
vökvinn í salatinu í pappírinn
og salatið helst betur ferskt.
515
Bestu kaup sem Jón Jósep Snæbjörnsson, betur
þekktur sem Jónsi Í svörtum fötum Eurovision-fari,
hefur gert um ævina eru tveir Skoda Octavia Diesel-
bílar. Spurður hvers vegna segir hann þá einfaldlega
framleiða eldsneyti. „Þeir eyða ekki eldsneyti, það
þarf að tappa af þeim!“ Þessir bílar eru fjölskyldubíl-
arnir á heimili Jónsa og
hafa reynst þeim mjög vel.
„Þetta eru alveg dýrindis
bifreiðar, bila aldrei og
„lúkka“ æðislega.“
Jónsi fer að hlæja þegar
hann er spurður hver hans
verstu kaup séu. „Ég held að
það hafi verið BMW-bifreið.
Sú gerði sér lítið fyrir og stútaði
gírkassa sem kostaði helminginn af
virði bílsins.“ Þann bíl átti Jónsi í tvö ár áður en
hann seldi hann og keypti Skoda Octavia. „Og í
dag á ég tvo þannig.“
NEYTANDINN: JÓN JÓSEP SNÆBJÖRNSSON SÖNGVARI
Skoda Octavia bifreið
Jónsa framleiðir eldsneyti
Aðalfundur Klakka ehf.
8. júní 2012
Aðalfundur Klakka ehf. verður haldinn föstudaginn 8. júní 2012
að Ármúla 3, 5. hæð, Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 13:00.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2011.
2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2011 ásamt skýrslu endur-
skoðenda lagður fram til staðfestingar. Ákvörðun um greiðslu
arðs og jöfnun taps fyrir síðastliðið reikningsár.
3. Kosning stjórnar.
4. Kosning endurskoðunarfélags.
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
6. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Klakka ehf.
7. Önnur mál.
Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í
hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund.
Framboð til stjórnar félagsins skal berast skriflega til stjórnar eigi síðar
en fimm dögum fyrir aðalfund.
Fundargögn verða afhent á aðalfundardegi frá kl. 12:30 á fundarstað.
Reykjavík, 31. maí 2012.
Stjórn Klakka ehf.
Klakki ehf.
Síðumúla 28
108 Reykjavík
Sími 550 8600
www.klakki.is
Samfélagsstyrkir
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Landsbankinn veitir 10 milljónir króna í samfélagsstyrki,
til 20 verkefna í fyrri úthlutun fyrir árið 2012.
Nánari upplýsingar á landsbankinn.is.
Umsóknarfrestur til 4. júní.