Fréttablaðið - 31.05.2012, Page 13
FIMMTUDAGUR 31. maí 2012 13
LAUGAVEGUR 77 Byggingarreitur er á
baklóðinni.
SKIPULAGSMÁL Óskað hefur verið
eftir heimild til að byggja hótel
á Laugavegi 77, þar sem meðal
annars Landsbankinn hefur verið
til húsa um árabil.
Í umsögn skipulagsstjóra
Reykjavíkur um erindið er bent á
að í deiliskipulagi fyrir nýbygg-
ingu á umræddri lóð séu skilmál-
ar um verslanir, þjónustustarf-
semi, skrifstofur og íbúðir.
Lagt er til að skilmálum verði
breytt þannig að hótel eða íbúðir
verði á efri hæðum en verslanir
og slíkt á jarðhæðinni í væntan-
legri nýbyggingu. - gar
Breytingar á Laugavegi 77:
Vilja reisa hótel
á bankabaklóð
DANMÖRK Danskur maður er nú
fyrir dómi í Óðinsvéum ákærð-
ur fyrir að aðstoða helsjúkan
föður sinn við að binda enda á
líf sitt.
Í dönskum miðlum segir að
slík dómsmál séu afar fáheyrð,
en fyrir fram er búist við því að
sonurinn muni játa sekt.
Hann er kærður fyrir að hafa
blandað 94 morfíntöflum út í
jógúrt sem faðir hans lagði sér
svo til munns og lést í fram-
haldinu. Enn er ósannað með
ótvíræðum hætti að lyfin hafi
dregið föðurinn til dauða.
Síðasta álíka mál kom upp
árið 1993 þegar maður fékk
hálfs árs skilorðsbundið fang-
elsi fyrir að aðstoða foreldra
sína við að stytta sér aldur. - þj
Dani fyrir rétti í Óðinsvéum:
Hjálpaði föður
við sjálfsmorð
ATVINNULÍF Fyrstu fjóra mánuði
ársins voru 407 fyrirtæki tekin
til gjaldþrotaskipta, sem er
fækkun um 23 prósent frá árinu
2011. Í apríl urðu 54 fyrirtæki
gjaldþrota, flest þeirra í bygg-
ingastarfsemi og mannvirkja-
gerð. Þetta kemur fram í gögn-
um Hagstofu Íslands.
Í apríl voru skráð 126 ný
einkahlutafélög og er það örlít-
ið minna en í sama mánuði í
fyrra þegar 145 ný einkahluta-
félög voru skráð. Á fyrstu fjór-
um mánuðum ársins hafa hins
vegar verið nýskráð jafn mörg
félög og í fyrra, eða 586. - kóp
Nýskráning stendur í stað:
Fjórðungi færri
gjaldþrot
ÞVOTTAEFNI FYRIR HVERT TILEFNI
STÓRÞVOTTUR
FRAMUNDAN?
HAFÐU ÞAÐ FÍNT
NÚ ER ÞAÐ SVART
Ekkert jafnast á við
Neutral Storvask til
að komast til botns
í þvottakörfunni.
Hentar fyrir þvott
af öllu tagi.
Silkihönskum, ullarteppum
og dúnúlpum hæfir 30 til
40 gráðu þvottur í höndum
eða vél með Neutral Uld-
og finvask.
Neutral Sort vask varðveitir
svartan glæsileikann svo hann
tapi ekki lit sínum. Upplitað er
bara ekki í tísku þessa dagana.
Fyrir alla muni, ekki láta
þennan lenda í hvíta
þvottinum.
Létt er að flokka
litríka sokka.
NÚ ER ÞAÐ HVÍTT HALTU LÍFI Í LITUNUM
Ensímin í Neutral Hvid vask
losa þig við erfiða bletti og
óhreinindi. Það skilar sér í
björtum og hvítum þvotti.
Fljótandi Neutral leysist vel
upp og hentar því líka vel í
handþvottinn.
Settu svolítið af Neutral Color
í hólfið og njóttu þess að fá
þvott inn jafn litríkan úr vélinni
aftur. Þetta er kröftugt, þú
notar bara lítið af dufti í
hverja vél. Fljótandi Neutral
Color endist líka og endist.
Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi
mælir með vörum frá Neutral
Dönsku astma- og
ofnæmissamtökin
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
N
AT
5
99
44
0
5.
20
12
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á NEUTRAL.IS
DÓMSMÁL Jón Steinar Gunnlaugs-
son hæstaréttardómari hyggst
stefna Þorvaldi Gylfasyni fyrir
dóm vegna greinar sem hann
skrifaði og birti í ritröð háskólans
í München í Þýskalandi í mars. Jón
Steinar telur að Þorvaldur hafi með
henni vegið að æru hans.
Jón Steinar ritaði grein um málið
í Morgunblaðið í gær. Það snýst um
greinina From Collapse to Constitu-
tion – The Case of Iceland, þar sem
Þorvaldur fjallar meðal annars um
þá ákvörðun Hæstaréttar að ógilda
kosninguna til stjórnlagaþings.
Í greininni segir Þorvaldur að
orðrómur gangi meðal íslenskra
lögfræðinga um að einn af dóm-
urum Hæstaréttar, sem hafi verið
staðfastur flokksmaður áður en
hann var skipaður dómari og
þá tekinn fram yfir þrjá hæfari
umsækjendur, hafi lagt drög að
einni af kærunum sem Hæstirétt-
ur, með sama dómara í broddi fylk-
ingar, tók til meðferðar og endaði
með ógildingu kosninganna.
„Það er ljóst af textanum að
þessu skeyti prófessorsins er beint
að mér,“ skrifar Jón Steinar. Fram-
ferðið sem hann sé sakaður um sé
áreiðanlega refsivert og hlyti að
varða embættismissi. Hann neyð-
ist því til að höfða meiðyrðamál á
hendur Þorvaldi og muni krefjast
ítrustu refsingar og miskabóta. - sh
Hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson ósáttur við grein í Þýskalandi:
Stefnir Þorvaldi fyrir meiðyrði
JÓN STEINAR
GUNNLAUGSSON
ÞORVALDUR
GYLFASON
STJÓRNSÝSLA 4.244 íslensk vega-
bréf voru gefin út af Þjóðskrá
Íslands í aprílmánuði. Til saman-
burðar voru gefin út 3.882 vega-
bréf í apríl 2011. Útgefnum vega-
bréfum fjölgar því um rúm níu
prósent milli ára.
Þessi aukning skýrist meðal
annars af því að hinn 23. maí
2006 styttist gildistími almennra
vegabréfa úr tíu árum í fimm
þegar örgjörva var bætt í öll
nýútgefin vegabréf.
Í maí á síðasta ári runnu fyrstu
vegabréfin með örgjörva út. - þj
Þjóðskrá Íslands:
Fleiri vegabréf
útgefin í ár
HLÉBARÐI ÚR SJÁLFHELDU Þessi hlé-
barði átti ekki í vandræðum með að
fara upp stiga, sem hafði verið settur
niður til hans svo hann kæmist upp úr
vatnstanki á Indlandi. NORDICPHOTOS/AFP