Fréttablaðið - 31.05.2012, Síða 16
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR16
Umsjón: nánar á visir.is
R
eginn hefur verið
starfandi frá árinu
2009. Helgi segir
félagið hafa verið
stofnað til að taka
við fasteignum og
fasteignafélögum sem Landsbank-
inn eignaðist í kjölfar fullnustu-
aðgerða. „Fyrsti stjórnarformað-
ur Regins, Ásmundur Stefánsson,
markaði mjög skýra sýn fyrir
félagið í upphafi. Það átti að rekast
algjörlega á viðskiptalegum for-
sendum og vera aðgreint frá bank-
anum. Þessi sýn kom sér vel þegar
við vorum að undirbúa skráningu
félagsins. Hluti af því ferli var að
aðlaga eignasafnið þannig að það
hentaði skráningu. Það höfum við
til dæmis gert með því að selja
allar eignir sem teljast þróunar- og
uppbyggingareignir aftur til dótt-
urfélags í eigu Landsbankans. Nú
eru einungis vel tekjugefandi eign-
ir inni í félaginu. Það er strax hæft
til að skila góðum arði og hagnaði
af leigutekjum.“
Skiptist í þrjár einingar
Reginn skiptist í þrjár einingar:
Smáralind, Egilshöll og önnur
atvinnuhúsnæði. Að sögn Helga
er Smáralind mjög gott félag með
98 leigutaka og 98 prósent útleigu-
hlutfall. „Þar er langstærsti leigu-
takinn Hagar, skráð félag sem er
ráðandi á sínum markaði. Við
eigum í mjög góðu samstarfi við
Haga.
Við höfum auk þess lagt mikla
áherslu á að styrkja Smáralind
og réðumst í markaðsátak í fyrra
til að styrkja félagið með nýjum
leigutökum, sem tókst afar vel.
Við ætlum að halda því áfram, að
stækka inn á við. Við ætlum ekki
að fara að byggja við, enda er
búið að byggja nóg af verslunar-
fermetrum á Íslandi fyrir næstu
árin.“
Næststærsta eignin í safni Reg-
ins er Egilshöllin. Þar er stærsti
leigutakinn Reykjavíkurborg
sem leigir hluta hússins undir
alls kyns íþróttastarfsemi, dag-
heimili fyrir fatlaða og ýmis-
legt annað. Auk þess leigja Sam-
bíóin, Keiluhöllin og World Class
aðstöðu í Egilshöllinni. Helgi
segir að útleiguhlutfallið í Egils-
höll hafi verið núll prósent þegar
eignin var færð inn í Regin. Nú
er það 100 prósent. „Þarna er
30 þúsund manna byggð í næsta
nágrenni, nánast öll í hjólafæri.
Við erum núna að fá 3.500 manns
inn í húsið daglega.“
Þýðir ekki að þenja sig
Þriðja stoðin í Regin er annað
blandað atvinnuhúsnæði. Í þeirri
stoð er útleiguhlutfallið lægra en í
hinum og segir Helgi það skýrast
að mestu af því að þar eru nýjar
eignir sem félagið hefur enn ekki
komið í útleigu. Hann telur félagið
hafa náð gríðarlegum árangri við
að koma eignum í útleigu, sérstak-
lega í samstarfi við leigutaka. „Í
dag ræðst enginn í fjárfestingar
nema að hafa tryggt sér tekjur.
Það er þannig með allt okkar
húsnæði. Við ráðumst aldrei í
fjárfestingar í því nema að hafa
tryggt okkur tekjur. Í mörgum
tilvikum höfum við gert það í
samstarfi við leigutakana og það
hefur gengið vel. Það er nauðsyn-
legt að sýna hógværð á markaðn-
um. Það þýðir ekki að þenja sig út
í nýtingu og fjárfestingum. Það
eru bara aðrir tímar.“
Miklir vaxtarmöguleikar
Að sögn Helga eru um 80 pró-
sent af leigusamningunum sem
Reginn hefur gert nýir. Þeir voru
Reginn ætlar sér að vaxa hratt
Fasteignafélagið Reginn, sem er að fullu í eigu Landsbankans, verður skráð á hlutabréfamarkað um miðjan júní. Um er að ræða
aðra nýskráningu félags frá bankahruni og fyrsta fasteignafélagið sem fer aftur á markað. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins,
sagði Þórði Snæ Júlíussyni frá miklum vaxtarmöguleikum, samkeppni og slæmum fjárfestingum í geiranum fyrir bankahrun.
VILJA VAXA „Áætlanir miða við að eignasöfnin okkar geti vaxið um 30 prósent á næstu tveimur árum án þess að félagið þurfi
að leita nýs hlutafjár,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Allt hlutafé Landsbankans í Regin verður selt í útboði
dagana 18. og 19. júní næstkomandi. 65 prósent þess
verður selt til fagfjárfesta og verður tilboðsgengið 10,9 til
14,1 króna á hlut. 35 prósenta hlutur verður síðan seldur
á útboðsgengi eða tilgreindu hámarksgengi í gegnum
áskriftir að kaupverði á bilinu 100 þúsund til 50 milljónir
króna.
Því mun Landsbankinn ekki selja hlut til kjölfestu-
fjárfestis eins og gert var með Haga, fyrsta nýskráða
félagið eftir hrun. Helgi segir það hafa verið ákvörðun
eigandans, Landsbankans, að fara þessa leið. „Það hefur
oft verið leitað eftir kjölfestufjárfestum, með mjög mis-
jöfnum árangri. Við þekkjum það fyrir hrun hvernig það
fór. Í okkar tilviki á markaðurinn að vinna vinnuna sína
og það munu í kjölfarið örugglega myndast einhverjir
kjölfestuaðilar, til dæmis lífeyrissjóðir, sem gætu unnið
saman í að styrkja svona félag og koma að stjórn þess
samkvæmt þeim leikreglum sem gilda á hlutabréfamark-
aði. Það þarf að heyrast í eigendum og þeir þurfa að vera
sterkir bakhjarlar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt
að tryggja hagsmuni smærri hluthafa. Landsbankinn er
þarna að sýna gott fordæmi og að hann þorir að hugsa
öðruvísi með því að leita ekki að kjölfestufjárfesti heldur
að fara með allt í útboð.“
Ætla ekki að selja hlut til kjölfestufjárfestis
Lykilstærðir hjá Regin
Fjöldi fasteigna 30
Fjöldi leigutaka 174
Útleiguhlutfall 94%
Meðallengd leigusamninga 8,4 ár
Áætlaðar rekstrartekjur 2012 3,3 ma kr.
Vaxtaberandi skuldir 17,9 ma. kr.
Virði fjárfestingaeigna 25,7 ma. kr.
Handbært fé 2,1 ma. kr.
Áætlað virði hlutafjár* 15-18,3 ma. kr.
*Samkvæmt verðmati sem
fyrirtækjaráðgjöf Virðingar vann.
gerðir eftir hrun. „Margir þeirra
eru því á mjög lágu verði. En í því
felast líka tækifæri fyrir vöxt og
auknar tekjur. Eiginfjárhlutfall
okkar í dag er 35 prósent. Í fjár-
festingastefnu félagsins segir að
það ætli að vaxa og á vaxtartíma-
bilinu ætlar Reginn að viðhalda
því hlutfalli yfir 25 prósentum.
Við erum því þegar með sveigjan-
leika til að fjárfesta í nýjum eign-
um. Félagið á lausafé upp á tvo
milljarða króna, það skilar góðum
arði á hverju ári og við ætlum að
nýta það fé til að vaxa. Áætlan-
ir miða við að eignasöfnin okkar
geti vaxið um 30 prósent á næstu
tveimur árum án þess að félagið
þurfi að leita nýs hlutafjár.“
Hann telur mikil tækifæri
liggja í því að stækka eignasafnið
ef tækifæri gefast og jafnvel taka
yfir önnur fasteignafélög sem eru
sum hver löskuð eftir bankahrun-
ið og hafa ekki gengið í gegnum
þá endurskipulagningu sem þau
hafa þurft á að halda. „Við erum
næststærsta félagið í dag. Reitir,
samkeppnisaðili okkar, er stærsta
félagið. Það er búið að endur-
skipuleggja allt eignasafnið hjá
okkur og bókfært virði eigna er
allt samkvæmt stöðlum. Það er
mjög varfærið mat. Reitir eiga
eftir að fara í gegnum endur-
skipulagningu. En við teljum að
það sé rúm fyrir þrjú öflug félög á
markaðnum. Fasteignafélög þurfa
að vera sterk og því þarf að sækja
fram. Það verður þó að horfa
svakalega vel á arðsemi verkefna.
Það má ekki ráðast í fjárfesting-
ar sem ekki skila tekjum. Það var
eitt af því sem olli þessu hruni hjá
okkur, það var fjárfest án þess að
til væru tekjur á móti.“
Mikil samkeppni
Ljóst er að mikil samkeppni verð-
ur á næstunni á milli félaga og
sjóða sem sérhæfa sig í kaupum
á atvinnuhúsnæði. Hún kemur
til af tvennu; miklu framboði af
slíkum fasteignum og litlu fram-
boði af fjárfestingartækifærum
fyrir fagfjárfesta. MP banki til-
kynnti til að mynda um stofnun
Fasteignasjóðs Íslands fyrr í þess-
um mánuði, Stefnir, sjóðstýring-
arfyrirtæki í eigu Arion banka,
hefur sett á fót framtakssjóð sem
fjárfestir í atvinnuhúsnæði og
Íslandsbanki tilkynnti í gær um
stofnun fasteignafélagsins FAST-
1 í samvinnu við lífeyrissjóði og
Tryggingamiðstöðina.
Helgi hræðist ekki samkeppn-
ina. „Það er lykilatriði fyrir fast-
eignamarkaðinn að félag eins og
okkar sé skráð á markað. Það
vinnur að eðlilegri samkeppni.
Ég sé samt ekki hvernig sum
þessara félaga eiga að ganga með
góðu móti. Það er ekki nóg að taka
eignasöfn inn í sjóði. Það þarf að
reka þessar fasteignir, sinna við-
haldi og svo framvegis. Þetta er
flókinn rekstur. Ég sé ekki alveg
fyrir mér hvernig fyrirkomulagið
á að vera í þessum fasteignasjóð-
um. Það þarf að reka fasteignirn-
ar með alvöru félögum til að fast-
eignasöfnin skili sem mestum
árangri.“
MILLJARÐA hagnaður varð á rekstri Íslandsbanka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Eigið fé
bankans nam 129,4 milljörðum í lok tímabilsins og hækkaði um fimm prósent á ársfjórðungnum.5,6