Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 18
18 31. maí 2012 FIMMTUDAGUR N ýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. Samkomulagið er gert til að vinda ofan af nauðasamningi frá árinu 2010 sem gekk út á að viðhalda einhverju bókfærðu virði á skuldum félagsins. Sá samningur, sem var byggður á óraunhæfum draumórum, tryggði bræðrunum meirihluta í stjórn Bakkavarar Group og stjórnar- taumana í undirliggjandi rekstrar- félögum fram á mitt ár 2014. Inn á þetta gengust forsvarsmenn líf- eyrissjóðanna. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að félög tengd bræðr- unum hefðu kostað þá meira en nokkur annar. Þeir voru nefnilega einnig aðaleigendur Existu, sem var stærsti eigandi Kaupþings fyrir hrun. Í nýlegri úttekt á lífeyris- sjóðunum í aðdraganda bankahrunsins kom fram að sjóðirnir hefðu tapað samtals 170,9 milljörðum króna á hlutabréfum og skuldabréfum sem útgefin voru af Existu og tengdum aðilum. Hlutdeild þessara aðila í heildartapi lífeyrissjóðanna vegna slíkra bréfa var 44 prósent. Við- skiptablokkin var því sú sem olli lífeyriskerfinu mestu tjóni. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að skuldabréf Bakka- varar Group hafi líkast til verið ein svívirðilegasta misnotkun á trúgirni og barnalegheitum sjóðanna sem átti sér stað fyrir hrun. Bréfin voru seld á tóma skel, enda voru allar undirliggjandi eignir Bakkavarar Group veðsettar upp í topp hjá öðrum kröfuhöfum. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að stjórn Existu, sem bræðurnir stýrðu, hafi selt 39,6 prósenta hlut í Bakkavör út úr Existu þann 10. október 2008, daginn eftir að skilanefnd var skipuð yfir Kaup- þing, stærstu eign Existu. Kaupandinn, sem lagði ekki fram neitt eigið fé, var félag í eigu bræðranna. Í hluta af samkomulaginu sem samþykkt var á aðalfundinum í síðustu viku fólst að þeir voru látnir skila þessum hlut til Klakka (áður Existu) sem nú hefur verið tekið yfir af kröfu- höfum. Á meðal þeirra eru lífeyrissjóðir. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að bræðurnir hafi fram- kvæmt ólögmæta hlutafjáraukningu í Existu í desember 2008 þar sem allir aðrir hluthafar, meðal annars lífeyrissjóðir, voru þynntir út. Í henni fólst að hlutafé í félaginu var aukið um 50 milljarða króna og einn milljarður greiddur fyrir það allt. Kaupandinn var félag í eigu bræðranna. Þetta samþykktu lífeyrissjóðirnir þrátt fyrir að salan á Bakkavarar- hlutnum og hin ólögmæta hlutafjáraukning séu enn til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Þrátt fyrir að sú rannsókn hafi leitt af sér yfirheyrslur og húsleitir í tveimur löndum. Þrátt fyrir að grunur sé um ætluð brot á almennum hegningarlögum og hlutafélagalögum sem við liggur áralöng fangelsisvist. Lífeyrissjóðirnir réttlæta aðgerðir sínar ugglaust með því að segjast vera að hámarka endurheimtur eigna sinna. Ljóst er að á þeirri vegferð hafa þeir kosið, ásamt íslenskum bönkum, að strjúka þeim sem fóru verst með þá. Þeir eru eins og gísl sem fellur fyrir kvalara sínum. Þeir eru haldnir Stokkhólmsheilkenni. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sjávar-útvegsráðherra, setur fram staðhæf- ingar um jákvæð áhrif af framsali kvóta. Opinber gögn sýna hins vegar að fullyrð- ingar Þorsteins eru rangar. Núverandi löggjöf um stjórn fiskveiða hefur yfirskuldsett sjávarútveginn, fært fáum gífurleg auðævi og komið í veg fyrir hagræðingu og framfarir sem ætíð verða í eðlilegu samkeppnisumhverfi. Óvíða í heiminum hefur einkavæðing almannaverðmæta gengið svo langt sem hér á landi undanfarna tvo áratugi. Allir vita, segir Þorsteinn, að skuldir útgerða eiga fyrst og fremst rætur í fjár- festingum í nýjum skipum og tækjum og viðbótaraflaheimildum. Staðreyndin er önnur. Rannsóknar- og þróunarmið- stöð Háskólans á Akureyri (RHA) segir í skýrslu frá maí 2010 að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum hafi frá 2003 ekki hækkað skuldir í sjávarútvegi. RHA telur að 40-50% af nærri 400 milljarða króna skuldaaukningu frá 1997 til 2008 sé vegna fjárfestinga í rekstri ótengdum sjávarútvegi og vegna gjald- eyris- og afleiðuviðskipta. Rúmur helm- ingur skuldaaukningarinnar er vegna kaupa á aflaheimildum á uppsprengdu verði. Verð á þorskkvóta fimmtánfaldað- ist frá 1995 til júní 2008, en féll þá í einu vetfangi um ríflega helming. Allir vita, nema Þorsteinn, að fáir tugir kvótahafa fengu að selja veiðiréttinn til langrar framtíðar á tilbúnu verði og færðu and- virðið í eigin vasa. Allir vita, segir Þorsteinn, að skulda- aukningin hefur leitt til betri nýtingar og arðsemi. Skýrsla RHA segir að engin framleiðniaukning hafi orðið í veiðum frá 1991 til 2008. Fiskiskipaflotinn hefur elst síðan framsalið var lögleitt og meðalald- ur togaraflotans er nú 27 ár samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þrátt fyrir að verð á íslenskum sjávarafurðum hafi frá 1991 til 2009 hækkað um 20% að raunvirði og þrátt fyrir að óverulega hafi verið fjárfest í skipum og búnaði á sama tíma segir RHA að efnahagsleg staða sjávarútvegsins hafi stórversnað. IFS Greining segir í nýlegri skýrslu að stór hluti útgerðarfélaga virðist vera yfirskuldsettur og þurfi á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda. Þetta er reynslan af 20 ára framsali Þorsteins Pálssonar. Fáir hafa efnast mikið og þjóð- in á að borga með því að neita sér um bætt lífskjör. Allt rangt hjá Þorsteini Sjávar- útvegsmál Kristinn H. Gunnarsson fv. alþingismaður Breytum eftir þörfum Guðbjartur Hannesson velferðarráð- herra var harður á því í samtali við Fréttablaðið í gær að staðið yrði við þær kröfur sem gerðar eru til öryggis sjúkrabíla. „Það er alveg klárt að við fylgjum þeim öryggiskröfum sem við setjum okkur sjálf,“ sagði ráð- herrann ákveðið. Reyndar kæmi til greina að slaka á aldurskröfum varðandi bílana og því hve mikið þeir mættu verða eknir. Það er ekkert sérstaklega erfitt að fylgja öryggiskröfum þegar þeim er einfaldlega breytt til að óbreytt ástand rúmist innan þeirra. Lilja fyrir rangri sök Á þessum stað var í gær sagt að Lilja Mósesdóttir hefði setið hjá við van- trauststillögu á ríkisstjórnina í apríl 2011. Það er rangt, hún studdi til- löguna. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Lilja sat hins vegar hjá við tillögu um þingrof og kosningar, sem kosið var um sama dag. Nýyrðasmíðin Íslendingar eru einkar lagnir við nýyrða- smíð og fáir lagnari en Vigdís Hauksdóttir. Í umræðum um IPA- styrki ESB, á þingi í gær, var deilt um hvort styrkirnir væru hluti af aðlögunarferli Íslands eður ei. Vigdís vildi svar við því strax, ef frumvarpið yrði samþykkt væri „Ísland sam- kvæmt íslenskum lögum að gerast hér aðlögunarþegi að þessu,“ sagði hún, og vísaði til ESB. Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra stóð á gati: „Þekking mín á íslensku máli er ekki nógu djúp til að ég skilji orðið aðlögunarþegi.“ kolbeinn@frettabladid.is Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Í kvöld á Stöð 2 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Lífeyrissjóðirnir eru með Stokkhólmsheilkenni: Að elska kvalarann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.