Fréttablaðið - 31.05.2012, Page 22

Fréttablaðið - 31.05.2012, Page 22
22 31. maí 2012 FIMMTUDAGUR Ekkert einfalt samband ríkir milli skuldaaukningar eða skuldaminnkunar einstakra fyr- irtækja annars vegar og heild- arskulda þeirrar atvinnugrein- ar sem fyrirtækið tilheyrir hins vegar. Skoðum fjögur dæmi: Dæmi 1: Útgerðarfyrirtækið Bræður ehf. selur útgerðarfyrir- tækinu Systrum ehf. kvóta. Sölu- verðmæti 100 milljónir króna. Systur taka lán fyrir helmingi andvirðisins hjá Útgerðarbank- anum en greiða hinn helminginn með innistæðu á bankareikningi hjá sama banka. Bræður nota andvirði hins selda kvóta til að greiða niður 50 milljóna króna skuld við Útgerðarbankann og leggja afganginn inn á hlaupa- reikning sinn hjá sama banka. Skuldir Bræðra hafa lækkað um 50 milljónir, skuldir Systra hafa hækkað um sömu upphæð. Heild- arskuldir útgerðarinnar hafa ekki breyst við þessa aðgerð, þó svo Systur séu skuldsettari en þær áður voru. Dæmi 2: Útgerðarfyrirtæk- ið Útherji ehf. selur Innherja ehf. allan sinn kvóta að verðmæti 100 milljóna króna. Innherji tekur lán að upphæð 100 milljónir (með því m.a. að veðsetja óveðsettar eignir samtals að upphæð um 200 milljón- ir króna) og greiðir Útherja. Útherji notar féð allt til að kaupa öll hluta- bréf í fyrirtækinu Companero sem á og rekur hótel á Gran Canaria. Þátttöku Útherja í útgerð á Íslandi er þar með sjálfhætt. Heildarskuld- ir íslenskra útgerðarfyrirtækja aukast við þetta um 100 milljónir króna. Öll skuldsetningaraukning- in er tilkomin vegna kaupa á kvóta. En fjármununum sem fengnir eru að láni er í raun varið til kaupa á ferðaþjónustufyrirtæki á Kanarí- eyjum! Dæmi 3: Útgerðarfyrirtækið Systur ehf. kaupir nýtt skip fyrir 500 milljónir króna og fjármagnar með sölu eldra skips til skipasmíða- stöðvarinnar og með 400 milljóna króna láni hjá Útgerðarbankanum hf. Skuldir fyrirtækisins aukast um 400 milljónir króna, en eignir í formi varanlegra fastafjármuna aukast um sömu upphæð. Skuldir og eignir útgerðarinnar í heild aukast um sömu upphæð. Dæmi 4: Útgerðarfyrirtæk- ið Tengdasynir ehf. á óveðsettan kvóta upp á 200 milljónir króna. Fyrirtækið tekur lán að upphæð 100 milljóna króna með (ó)beinu veði í kvótanum og festir féð í hlutabréf- um í RecodeBlackHood (RBH) ehf. Í velheppnuðu útgáfunni af þessu dæmi reynist RecodeBlackHood hin mesta happahugmynd og eign- arhluti Tengdasona ehf. í RBH hækkar á nokkrum dögum í 500 milljónir króna. Í þessari útgáfu dæmisins aukast eignir útgerð- arinnar um 400 milljónir króna í kjölfar skuldsetningar Tengdasona ehf. á kvóta fyrirtækisins. Í hinni síður heppnuðu útgáfu sögunnar reynist RBH ófullburða viðskipta- hugmynd og fer á höfuðið nokkrum dögum eftir að Tengdasynir keyptu hlutabréfin. Skuldir Tengdasona ehf. (og útgerðarinnar í heild) eru áfram 100 milljónir eftir gjaldþrot RBH en eignir Tengdasona ehf. og útgerðarinnar í heild hafa rýrnað um 100 milljónir króna. Sé litið til eigna og skulda útgerð- arfyrirtækja á Íslandi frá árinu 1997 og fram að hruni kemur í ljós að eignir í formi varanlegra rekstr- arfjármuna hafa fremur minnkað en aukist. Verðmæti varanlegra fastafjármuna var um 70 milljarð- ar króna að nafnvirði bæði árin. Raunverulegt verðmæti fastafjár- muna dregst því saman á þessum tíma, enda eitt af markmiðum með stjórnvaldsaðgerðum á tímabilinu að draga úr fjárbindingu í veiði- tækjum. Skuldir útgerðarinnar jukust úr um 75 milljörðum króna árið 1997 í um 260 milljarða árið 2007. Með hliðsjón af dæmunum hér að ofan má ljóst vera að ekkert af þessari 190 milljarða króna skuldaaukn- ingu er tilkomið vegna fjárfestinga í skipum og veiðarfærum! Eignir útgerðarfyrirtækjanna í áhættu- rekstri og innistæðum á peninga- markaðssjóðum aukast úr 20 millj- örðum króna á tímabilinu í 100 milljarða króna. Hluti þeirrar eign- araukningar er væntanlega tilkom- inn vegna hækkunar á gengi undir- liggjandi eigna, sbr. velheppnuðu útgáfuna af dæmi 4. Kaup á nýjum pappírseignum er því líklega á bilinu 25-50 milljarðar króna. Samanlagt þýðir þetta að 190 milljarða skuldaaukning var notuð til að auka (pappírs)eignir fyrir- tækja í útgerð um 25-50 milljarða. Afganginum, 100 til 150 milljörðum á verðlagi ársins 2007, eða 150-300 milljörðum á núverandi verðlagi, hefur líklega verið varið til útrásar úr útgerð, svipað og lýst er í dæmi 2 hér að ofan. Eigendur útgerðarfyr- irtækja hafa þannig á áratugnum frá 1997 tekið verðmæti sem jafn- gilda tvö- til þreföldu verðmæti skipaflota síns út úr útgerðinni til notkunar í öðrum atvinnugreinum, innanlands og utan. Þannig hefur útgerðarmönn- um, fyrir tilstuðlan veðsetningar á kvóta, tekist að ráðstafa umtals- verðum hluta þjóðarauðæfa Íslend- inga. Sumar af þeim ráðstöfunum hafa sjálfsagt heppnast ágætlega, en margt illa. Það er eftirtektar- vert að málsmetandi menn á borð við sveitarstjóra vítt og breitt um landið sem og fyrrverandi sjávar- útvegsráðherrar telja það sáluhjálp- aratriði að eigendur útgerðarfyrir- tækja hafi áfram þann forgang að ráðstöfun þjóðarauðsins sem þeir hafa haft frá árinu 1990. Skuldasöfnun útgerðarinnar verður ekki skilin frá ráðstöfun þeirra fjármuna sem með skuld- setningunni var aflað. Þessari ein- földu staðreynd hefur lítt verið haldið á lofti í auglýsingaherferð útgerðarmanna undangengnar vikur. Þessi einfalda staðreynd virðist einnig hafa farið fram hjá jafnt virtum endurskoðunarfyrir- tækjum sem og hugsandi mönnum í viðskiptalífinu. Reikningar útgerð- arinnar sjálfrar sýna að fjármun- unum var ekki varið til fjárfest- ingar í skipum og veiðarfærum. Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjárfestingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvik- um ekki. Kannski hinir upplýsinga- glöðu útgerðarmenn upplýsi nánar um bæði vel og illa heppnaðar fjár- festingar sínar utan greinarinnar sem innan í nýrri auglýsingaher- ferð? Samhengi skuldanna Árið 1956 fór að bera á undar-legum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega van- sköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvika- silfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávar- fangi. Á næsta ári stendur til að skrifa undir nýtt alþjóðlegt sam- komulag gegn kvikasilfurs- mengun í Minamata. Það verður táknrænn og sögulegur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins, þar sem má segja að ótrúlega mikið hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum áratugum. Alþjóðasamningar hafa náðst um að minnka mengun frá skip- um, banna varp úrgangs í hafið og draga úr losun ýmissa hættu- legra efna, sem finna sér leið inn í fæðukeðjuna. Kjarnorku- endurvinnslustöðinni í Dounreay í Skotlandi var lokað og dregið hefur úr losun geislavirkra efna frá Sellafield, að hluta til vegna þrýstings frá nágrannaríkjum. Þrávirk lífræn efni mælast langt undir hættumörkum á Íslands- miðum og styrkur þeirra virðist standa í stað eða fara hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust fyrir áratug eða svo. Almennur skilningur er á því að hafið getur ekki verið í senn rusla kista og uppspretta fæðu og verðmæta. Nauðsynlegar aðgerðir og viðbúnaður Íslensk stjórnvöld voru fyrst ríkja innan OSPAR-samningsins til að vekja athygli á ógnun kjarn- orkuendurvinnslunnar á Bret- landseyjum fyrir fiskveiðar í Norður-Atlantshafi fyrir rúmum aldarfjórðungi. Íslendingar geta einnig þakkað sér árangur varðandi þrávirk lífræn efni að nokkru, með því að vekja athygli á vandanum á Ríóráðstefnunni 1992 og ýta í framhaldinu á gerð alþjóðlegs samkomulags. Slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt nema með góðri hjálp fleiri ríkja, frjálsra félagasamtaka og fjölþjóðlegra stofnana. Þar má nefna Norðurskautsráðið, en samantektir þess á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á lífríki og heilsu fólks fjarri uppsprett- um mengunar áttu drjúgan þátt í gerð Stokkhólmssamningsins um að draga úr losun þeirra. Því fer þó fjarri að sigur sé unn- inn. Aukin byggð og starfsemi við strendur, oft án nauðsynlegr- ar skólphreinsunar, veldur víða alvarlegri mengun á grunnsævi. Mengun af völdum plastagna og alls kyns rusls er vaxandi vanda- mál, sem leitað er lausna við. Aukin ásókn í olíuvinnslu á hafi úti, oft við erfiðar aðstæður, kall- ar á auknar öryggiskröfur og eft- irlit. Olíuslysið í Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt hve mikið tjón getur orðið við olíuvinnslu á hafs- botni og hve erfitt er að stöðva leka þar. Augu manna beinast nú mjög að olíuvinnslu á norður- slóðum með hopun hafíss, en þar eru allar aðstæður erfiðari og líf- ríkið viðkvæmara en á suðlægari slóðum. Þar er full ástæða til að fara varlega. Íslendingar þurfa einnig að huga að viðbrögðum við hugsanlegum stórauknum flutn- ingum á olíu með skipum með- fram ströndum landsins. Strand risaolíuskips hér við land gæti valdið stórfelldu tjóni á fiski- miðum og lífríki. Viðbúnaður við hugsanlegum slysum af því tagi hefur verið efldur, m.a. með til- komu nýs varðskips, bættu eftir- liti með skipaumferð og aukinni samvinnu við önnur ríki um við- brögð ef hætta skapast. Matvæli úr hreinu hafi Mengun sjávar er þó minnst til komin vegna stórslysa. Þótt mengun frá starfsemi á Íslandi sé lítil skiptir það okkur miklu máli að vera til fyrirmyndar, meðal annars til að viðhalda trúverðug- leika í alþjóðlegu starfi. Íslend- ingar geta ekki leyft sér að dæla út díoxíni langt yfir eðlilegum mörkum á sama tíma og ýtt er á önnur ríki að draga úr losun þrávirkra efna af því tagi. Átak í skólphreinsun þarf að halda áfram, því framleiðandi hágæða- matvæla getur ekki búið við gerlamengaðar strendur rétt hjá vinnslustöðvum. Góður árangur í baráttunni gegn mengun hafsins sýnir okkur mátt alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum og mikilvægi vöktunar og upplýs- ingagjafar. Þessi árangur á að vera okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut, en ekki til- efni til að sofna á verðinum. Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt Sjávarútvegsmál Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor Umhverfisvernd Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Í sumum tilvikum var fjármununum varið í skynsamlegar fjár- festingar innanlands eða utan. Í öðrum tilvikum ekki. Myndir sem segja WOW! Allar upplýsingar og skráning á: www.visir.is/wow WOW Náttúra WOW Fólk WOW Húmor Taktu þátt í ljósmyndakeppni WOW Air og Vísis. Sendu inn mynd sem segir WOW fyrir 30. júní og þú getur unnið flugmiða fyrir tvo til Evrópu! Flokkar: KEPPNIN HEFST Á M ORGUN!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.