Fréttablaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 26
26 31. maí 2012 FIMMTUDAGUR
Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmark-
miðum ESB, með því að ná samning-
um um innlimun Íslands, er að ná
yfirráðum yfir stórum hluta Norð-
ur-Atlantshafsins með aðgengi að
Norður-Íshafinu. Án þessa aðgeng-
is getur Evrópusambandið aldrei
orðið það stórveldi sem það vill vera
í alþjóðlegu tilliti.“
Undanfarandi línur eru skrif-
aðar af ritstjóra Bændablaðsins,
Herði Kristjánssyni, en blaðið kom
út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í
raun með ólíkindum að lesa orð sem
þessi, frá manni eins og Herði, árið
2012. Það er að Evrópusambandið
ætli sér að innlima Ísland, til þess
að seilast til áhrifa á Norðurslóð-
um. Reyndar er þetta svo algerlega
út í bláinn, að þetta er í raun ekki
svara vert. En það er hins vegar
grafalvarlegt þegar maður eins og
Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra
blaðs, sem gefið er út af samtökum,
sem rekin eru að mestu leyti fyrir
almannafé, lætur frá sér ósannindi
sem þessi. Því ég er nánast 100%
viss um að Hörður veit betur. ESB
hefur engar áætlanir um að innlima
Ísland og ESB hefur EKKI innlimað
neitt land, sem gerst hefur aðildar-
ríki sambandsins. Hörður ætti að
spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja
okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Dan-
merkur eða Finnlands, um hvort
þau hafi verið innlimuð í ESB! Bret-
ar eiga sína olíu, Finnar sína skóga
og Svíar sitt járngrýti.
En hann getur hins vegar talað
við íbúa Eystrasaltsríkjanna um það
hvernig var að búa undir járnhæl
Sovétríkjanna, eftir að Jósef Stalín
innlimaði þau á tímum seinni heims-
styrjaldar. Öll Eystrasaltsríkin
gengu í ESB, í kjölfar hruns komm-
únismans upp úr 1990, og gerðust
þar með aðilar að samstarfi 27 lýð-
ræðisríkja Evrópu.
Þess vegna verða ummæli Harðar
að skrifast á tilfinningar, rétt eins
og annað „innlimunartal“ annarra
andstæðinga ESB.
Bændablaðið, sem segir sig vera
„málgagn bænda og landsbyggðar“
getur líka bætt við frasanum „og
andstöðu gegn ESB“ því umfjöllun
Bændablaðsins er nánast alfarið á
neikvæðum nótum varðandi ESB-
málið. Bændablaðið finnur ESB
hreinlega allt til foráttu. Blaðinu er
dreift ókeypis og kemur stundum út
í allt að 60.000 eintökum. Þá er því
einnig stundum dreift með Morgun-
blaðinu, sem berst jú af alefli gegn
ESB. Hins vegar er margt á huldu
varðandi rekstur Bændablaðsins
og hvergi er t.d. hægt að finna opin-
berar upplýsingar um rekstur blaðs-
ins, hvað þá ársreikninga. Hvers
vegna er það svo? Blað á borð við
Bændablaðið, sem ekki birtir opin-
berlega ársreikninga sína, getur
varla talist lýðræðislegur miðill.
Í lok greinarinnar segir Hörð-
ur að Íslendingar eigi mikið af
auðlindum, vatni og öðru slíku,
sem er alveg rétt. Svo segir hann:
„Við erum með öll bestu trompin á
hendi og hvers vegna ættum við að
afhenda þau stjórnmálamönnum úti
í Brussel.“ Það stendur hins vegar
ekki til og hefur aldrei staðið til!
Hvers vegna í ósköpunum ættum
við að gera það? Ísland er sjálfstætt
og fullvalda ríki og hefur fullan
yfirráðarétt yfir sínum auðlindum.
ESB getur ekki og ætlar sér ekki
að hrifsa þau frá okkur, hvorki með
innlimun né öðrum aðferðum.
Innlimun hvað?
Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnars-
dóttir, formaður Kvennahreyfing-
ar Samfylkingarinnar, því fram
að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig
situr í Kvennahreyfingu Samfylk-
ingarinnar, sé að skrifa fræðigrein
um pólitík og að greina orðræðu í
kosningabaráttu Ólafs Ragnars
Grímssonar í grein sem birtist á
Visir.is undir fyrirsögninni Orð
forsetans um „skrautdúkku“.
Grein Rósu Erlingsdóttur er
uppfull af fordómum og niðurlæg-
ing fyrir kynjaða orðræðugrein-
ingu ef það er sú staða sem á að
gefa þessari grein. Ég vil fyrst
nefna að þótt orðið skrautdúkka sé
stelpulegt orð þá geta karlar verið
skrautdúkkur ekki síður en konur.
Vissulega geta hugtök verið karl-
læg eða kvenlæg en það þýðir ekki
að merkingin verði eingöngu yfir-
færð á annað kynið. Orðið klapp-
stýra er líka kvenlægt hugtak sem
hefur verið notað í gildishlöðnum
tilgangi um forsetaframbjóðanda
en Rósa sér ekki ástæðu til þess
að rýna í áhrif þess.
Lítið fer fyrir eiginlegri
orðræðu greiningu í greininni og
ekki sýnt fram á réttmæti álykt-
ana sem í henni eru dregnar með
rökum eða gögnum. Fullyrðing-
in „Hér dylst engum að átt er
við Þóru Arnórsdóttur sem sam-
kvæmt skoðanakönnunum er helsti
áskorandi Ólafs Ragnars“ virð-
ist vera helsta niðurstaða grein-
arinnar. Orðalag af þessu tagi
þykir almennt ekki vera til sóma
í fræðaheiminum en hvað það er
sem engum dylst er að öllum jöfnu
ekki aðgengilegt fræðimönnum.
Rósa leitar í búðir Styrmis
Gunnarssonar þegar hún velur að
draga upp mynd af þjóðinni sem
er stjórnmálamönnum og fjöl-
miðlum hugleikin. En það er þjóð
sem klofin er í herðar niður. Þessi
lýsing á íslensku þjóðinni tilheyr-
ir orðræðu auðræðis og valdhafa
sem fara fram með tvíhyggjuna
að vopni þegar mikið liggur á að
hræða þjóðina til fylgis við mál-
efni. Blæbrigðum mannlegs skiln-
ings er fórnað á altari einhæfninn-
ar. Vissulega eru til málefni sem
hafa valdið deilum og ófriði en
yfirleitt er þetta ekki svart/hvítt
heldur hafa málefnin á sér margar
hliðar s.s. félagslegar, lögfræðileg-
ar, efnahagslegar og síðast en ekki
síst margþætta hagsmuni. Ófrið-
urinn stafar þó fyrst og fremst af
því að sífellt er gengið á rétt þjóð-
ar og einstaklinga fyrir sérhags-
muni valdhafa og auðræðis.
Rósa segir um Vigdísi Finnboga-
dóttur og EES-samninginn: „Í dag
nýtur samningurinn og nauðsyn
aðildar Íslands að EES almenns
samþykkis. Ekki heyrast lengur
þær raddir að Vigdís hafi gert mis-
tök með undirritun sinni“. Umræða
um embættisafglöp Vigdísar Finn-
bogadóttur er tabú á Íslandi. Vigdís
fylgdi valdhöfum af þægð og sneri
baki við þjóðinni en Rósa víkur að
þessu þegar hún segir: „hart var
tekist á um samþykki EES samn-
ingsins árið 1993. Þá var þrýsting-
ur gríðarlegur á Vigdísi Finnboga-
dóttur að skrifa ekki undir lög um
samninginn sem heimilaði afsal á
fullveldi þjóðarinnar“.
EES-samningurinn er frum-
forsenda hrunsins og það voru að
mínu mati alvarleg stjórnarfars-
mistök að bera samninginn ekki
undir þjóðina. Í ofangreindum
málflutningi Rósu má einnig lesa
að friður geti skapast um það að
stjórnvöld fari fram með ofbeldi
gagnvart þjóðinni. Það að „ekki
heyrist lengur þær raddir“ lítur
hún á staðfestingu um almenna
ánægju en spyr ekki hvort það
stafi af þöggun. Frjálst flæði fjár-
magns er baráttumál auðræðisins
sem ræður fjölmiðlum í landinu.
Þöggunin um hlut EES-samnings-
ins í hruni efnahagskerfisins er
gott dæmi um þá skoðanakúgun
sem ástunduð er af fjölmiðlum og
stjórnmálamönnum.
Rósa lætur sig ekki muna um
að taka forræði yfir því sem „ljóst
er“ þegar hún segir: „Ljóst er að
töluvert hefur áunnist í jafnréttis-
málum þau rúmu 30 ár sem liðin
eru frá kjöri Vigdísar Finnboga-
dóttur“. Ég veit ekki á hvern hátt
þessi setning varpar einhverju
ljósi á kynjaða orðræðu forset-
ans. Í þessari setningu speglast þó
sú snobbaða sýn að ef einhverjar
konur komist á toppinn þá hlýtur
öllum konum að líða betur jafnvel
þótt dritað sé yfir þær á vinnustöð-
um, lífsviðurværi þeirra og frelsi
ógnað með láglaunastefnu kvenna-
stétta og að þeim sé almennt haldið
í skefjum í þjóðmálaumræðunni.
Vissulega óska ég eftir því að
fá sterka konu í forsetaembættið.
Ég vil sjá konu í embættinu sem
af heilindum berst fyrir mann-
réttindum, kvenfrelsi og lýðræði.
Ég vil ekki sjá konu í embætti for-
seta Íslands sem er teflt fram af
körlum sem hyggja á að nýta sér
kynjaða vitund kvenna til þess að
koma annarri konu í forsetaemb-
ættið sem hlýðir kalli valdhafanna.
Fordómar úr Kvenna-
hreyfingu Samfylkingar
Ég er bara 5 ára og kenna á því fæ,“ söng skáldið um
árið. Reglulega kemur upp
umræða um 5 ára börn í leik-
skólum. Því miður sprettur sú
umræða sorglega oft upp vegna
hagræðingaraðgerða sveitar-
félaga og þ.a.l. gleymist oft að
ræða hvað er 5 ára börnum fyrir
bestu.
Sveitarfélög standa í einhverj-
um tilfellum frammi fyrir því að
framboð á leikskólarými annar
ekki eftirspurn á meðan grunn-
skólabörnum fækkar og hús-
næði stendur ónýtt. Þá kemur
upp spurningin hvort byggja á
nýjan leikskóla, stækka þá sem
fyrir hendi eru eða nýta það
húsnæði sem fyrir hendi er. Í
ljósi efnahagsástandsins virðist
það borðleggjandi að nýta tómt
grunnskólahúsnæði fyrir leik-
skóladeildir.
Það má hins vegar spyrja sig
hvort hagkvæmasta lausnin sé
alltaf sú besta til lengri tíma
litið. Hlutirnir ganga ekki endi-
lega best upp þar sem ákvarð-
anir eru teknar eingöngu út frá
einum sjónarhóli, þ.e. hags-
munum pyngjunnar, þar sem
markmiðið er að þétta í rifur og
stoppa í göt. Þá ræður skamm-
tímahugsun og þekkingarleysi
ríkjum en ekki hugmyndafræði
menntunar og skólaþróunar.
Dæmi um slíkt er að taka 5 ára
börn úr leikskólanum og færa inn
í tóma kennslustofu í grunnskól-
anum án þess að hafa fengið svör
við eftirfarandi spurningum:
1. Eru það hagsmunir barnanna
sem eru hafðir að leiðarljósi?
Leikskólagangan er 4-5 ár,
grunnskólagangan er 10 ár. Í leik-
skólanum er lagður grunnur að
öryggi og tengslum í umhverfi
sem er hannað með það í huga
að þétt utanumhald sé um hvert
barn. Færri börn eru á forsjá
hvers kennara og áhersla lögð á
að koma til móts við þarfir hvers
og eins á forsendum barnanna.
2. Hver á að kenna börnunum?
Grunnskólakennari hefur ekki
réttindi til þess að kenna leik-
skólabörnum og leikskólakenn-
ari hefur ekki réttindi til þess að
kenna í grunnskóla. Félag leik-
skólakennara semur ekki fyrir
leiðbeinendur í grunnskóla og
öfugt. Kjarasamningar eru auk
þess afar ólíkir hvað varðar
vinnutíma og ýmsar starfsað-
stæður. Hvað með undirbúning
og skipulagsdaga í viðkomandi
deild? Er 5 ára deildin opin í
jólafríinu og yfir sumartímann?
Er ekki ýmislegt sem þarf að
samræma til að 5 ára deild geti
verið „eðlilegur“ hluti af starf-
semi grunnskólans og þarf sú
samræming ekki að eiga sér stað
fyrst?
3. Hvað og hvernig á að kenna
börnunum? Á starfsemin að vera
skv. aðalnámskrá, skipulagi og
hugmyndafræði leikskóla eða
grunnskóla?
Þegar börn fara úr leikskól-
anum yfir í grunnskólann verða
mikil umskipti í lífi þeirra. Þau
tilheyra stærri hópum í grunn-
skólanum og kennsluaðferð-
irnar eru um margt ólíkar.
Leik- og grunnskólar byggja að
mörgu leyti á ólíkri uppeldis- og
kennslufræðilegri hefð. Leik-
skólastarf byggir á barnhverfri
hugmyndafræði þar sem þroski
og þarfir barnsins eru í fyrir-
rúmi. Leikurinn er meginnáms-
leið barnsins og kennslutæki leik-
skólakennarans.
Grunnskólinn byggir á
kennslumiðaðri hugmyndafræði
þar sem formlegt nám barnsins
er í brennidepli.
Fimm ára börnin í leikskól-
anum eru, ásamt sex ára börnun-
um í grunnskólanum, á mörkum
skólastiga. Þroski þeirra og þekk-
ingaröflun beinist að því að und-
irbúa þau undir lífið. Á síðasta
ári leikskólans finna börnin fyrir
sérstöðu sinni. Sú sérstaða birtist
í þeirri ábyrgð og þeim réttind-
um sem felast í því að vera elstur.
Börnin upplifa sig sem fyrir-
myndir og mikilvæg fyrir skóla-
starfið og yngri börnin. Þessi til-
finning byggir upp sjálfstyrk og
ábyrgðarkennd sem er eitt besta
veganesti út í lífið sem til er. Það
gefur auga leið að þessarar sér-
stöðu njóta þau ekki innan veggja
grunnskólans.
Ákvarðanir um menntun þurfa
umfram annað að byggjast á fag-
legum sjónarmiðum um hvernig
börn/fólk lærir best og mest á
viðkomandi aldursskeiði. Undir-
rituð hvetja yfirvöld skólamála
til að leita svara við þeim spurn-
ingum sem reifaðar eru hér að
ofan, áður en ákvarðanir eru
teknar sem geta verið fordæmis-
gefandi. Skammtímahugsun má
ekki ráða þegar nám barnanna á
í hlut heldur verður skýr stefna,
fagmennska og framtíðarsýn að
ráða ferðinni.
„Ég er bara 5 ára…“
ESB-aðild
Gunnar Hólmsteinn
Ársælsson
stjórnmálafræðingur
Menntamál
Ingibjörg Kristleifsdóttir
formaður Félags stjórnenda leikskóla
Björk Óttarsdóttir
varaformaður Félags stjórnenda
leikskóla
Haraldur Gíslason
formaður Félags leikskólakennara
Fjóla Þorvaldsdóttir
varaformaður Félags leikskólakennara
Forsetaembættið
Jakobína Ingunn
Ólafsdóttir
stjórnsýslufræðingur
Lítið fer fyrir eig-
inlegri orðræðu-
greiningu í greininni og
ekki sýnt fram á réttmæti
ályktana sem í henni eru
dregnar með rökum eða
gögnum.
Menntastoðir er tilvalin námsleið
fyrir þá sem vilja hefja nám að nýju.
Námið hentar þeim sem eru í fullri vinnu.
Skráning stendur yfir
í síma 580 1800
Ofanleiti 2 - 103 Reykjavík - Sími: 580 1800 - www.mimir.is
Langar þig í háskóla
en hefur ekki stúdentspróf?