Fréttablaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 32
FÓLK|TÍSKA Mind Xtra fyrir konur eins og þig 20% afsláttur af öllum vörum þessa helgi Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is 25% afsláttur af öllum vörum frá X-Two til 2. júní Verslunin Belladonna á Facebook FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Tískuhönnuðurinn Jimmy Choo, sem er hvað þekktastur fyrir glæsilega og nýtískulega hælaskó sína, hefur nú opnað tískublogg. Hann fékk tískuljósmyndarann Eddie Newton í lið með sér til að hleypa síðunni Choo 24:7 af stokkunum þar sem götutíska fær að njóta sín. Gestir síðunnar eru hvattir til að senda inn myndir af sjálfum sér sem eru lýsandi fyrir þeirra persónulega stíl þar sem þeir eru í Jimmy Choo skóm eða með fylgihluti frá honum. Þeir félagar opnuðu síðuna til að koma til móts við þann mikla fjölda sem hefur áhuga á götutískuljósmynd- un og þá félagslegu þörf fólks að miðla tísku gegnum blogg. Úrval bestu myndanna birtist á síð- unni choo247.com þar sem hægt verð- ur að deila þeim áfram á Facebook, Twitter og Pinterest. Gestir síðunnar geta svo smellt á hlekk sem leiðir þá á heimasíðu hönnuðarins þar sem þeir geta keypt sambærilega vöru og er á myndinni. STÓRLAX Það eru ekki einungis óbreytt áhuga- fólk um tísku sem opnar tískublogg. Jimmy Choo hefur nú bæst í hópinn. NORDIC PHOTOS/AFP ■ VIRKNIN NÆR HÁMARKI EFTIR 8-24 TÍMA Brúnkukrem innihalda efnið dihydroxyacetone (DHA), en einnig eru til efni sem innihalda svokölluð „bronzers“ sem eru vatnsleysanleg litarefni. Þau brúnkukrem sem innihalda DHA verka þannig að DHA gengur í efnasamband við ákveðnar amínósýrur sem er að finna í ríkum mæli í efstu lögum húðarinnar. Við efnahvarfið myndast brún litarefni sem kölluð hafa verið „melanoidin“. Breytingar á lit húðarinnar koma fyrst fram um 1 klukkustund og ná hámarki eftir 8-24 klukkustundir. Liturinn dofnar síðan og hverfur á 5-7 dögum. heimild:visindavefur.hi.is HVERNIG VIRKAR BRÚNKUKREM? Breytingarnar koma fram eftir eina klukkustund. Þetta atvikaðist þannig að forráða-menn hins Konunglega Garðyrkju-félags, The Royal Horticultural Society (RHS), sáu sérsmíði sem ég hannaði á síðasta ári. Mér var sagt að það hefði orðið kveikjan að þeirri hug- mynd að í fyrsta sinn í sögu félagsins yrði gerður skartgripur fyrir „Chelsea Flower Show“ sem jafnframt yrði tengdur Diamond Jubilee, eða 60 ára valdatíð drottningar. Elísabet hefur opnað þessa árlegu blómasýningu 48 sinnum í valdatíð sinni. Í tengslum við sýninguna ár hvert er efnt til dýrindis galakvöldverðar og ég var beðinn um að smíða skartgripi sem minntu á blómið magnolíu. Ég smíðaði um 300 stykki og tók allt hönnunar- og vinnuferlið um það bil fjóra mánuði,“ út- skýrir Kristján. „Þegar fjórar vikur voru í sýninguna hafði RHS samband og bað mig að hanna og smíða nælu handa drottningu sem gefin yrði í tilefni 60 ára afmælisins. Við Ivonne vorum jafnframt beðin um að vera viðstödd þegar forseti RHS gaf drottningu næluna. Um 5.000 manns voru við opnun sýningarinnar.“ ÁNÆGÐ MEÐ GJÖFINA „Drottningin spurði hvort ég hefði smíð- að þessa nælu. Hún brosti breitt þegar ég svaraði því játandi og bætti við: „Ég smíð- aði hana handa þér.“ Hún virkaði ákaflega ljúf kona. Ég fékk mikið út úr því að sjá viðbrögð hennar. Hún skoðaði næluna vandlega og virtist mjög hamingjusöm með hana,“ segir Kristján ennfremur. Hann segist hafa skoðað mikið af kon- unglegu skarti, bæði á söfnum og í bókum áður en hafist var handa. „Ég fékk löngun til að gera eitthvað nútímalegt handa henni en við hönnunina var ég beðinn að hafa í huga blómið Iris Unguicularis. Nælan er úr hvítagulli og stílfært ís- lenskt víravirki myndar mynstur í blöðum blómsins. Hún ber yfir 100 eðalsteina, þar á meðal tourmaline, tanzanite, tsavorite demanta og safíra. Nælan er síðan með stórum náttúrulegum gulum demanti í miðju blómsins.“ HEFUR VAKIÐ ATHYGLI Kristján segir að þessi heiður hafi mikið gildi fyrir hann sem gullsmið og fyrirtæki þeirra hjóna. „Verkefnið hefur fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun. Ég hef unnið mikið að sérsmíði skartgripa en ég nota aðeins endurunnið gull, silfur og platínu. Hjá London Assay Office eru sannreynd gæði þeirra skartgripa sem framleiddir eru í Bretlandi og ef þeir standast prófun fá þeir merkingu með þar til gerðum málmstimpli. Í samvinnu við þá höfum við hannað og skráð stimpla sérstaklega fyrir endurunna málma. Því miður eru námuvinnslur í heiminum þar sem námuverkamenn vinna við mannsæmandi aðstæður, ör- yggi og full mannréttindi ekki nægilegar margar. Í ljósi þess höfum við ákveðið að vinna náið með bresku fyrirtæki sem sérhæfir sig í endurvinnslu og hreinsun eðalmálma,“ segir Kristján sem er að undirbúa stóra sýningu, Pavilion, í Somerset House í hjarta Lundúna, 13. - 17. júní. Okkur hefur verið boðið að taka þátt í annarri sýningu í haust sem kallast Goldsmiths’ Fair svo það er nóg að gera þessa dagana.“ HANNAÐI NÆLU HANDA DROTTNINGUNNI HEIÐUR Kristján Eyjólfsson gullsmiður býr og starfar í Englandi þar sem hann rekur eigið fyrirtæki ásamt konu sinni, Ivonne. Kristján varð nýlega þess heið- urs aðnjótandi að hanna og smíða barmnælu fyrir Elísabetu Englandsdrottn- ingu. Hann var spurður hvernig það hefði komið til. VEKUR ATHYGLI Kristján Eyjólfsson, gull- smiður í Englandi, hefur vakið mikla athygli fyrir skartgripi sína. DROTTNINGARLEG Nælan sem Elísabet Englandsdrottning fékk í tilefni af 60 ára valdatíð sinni. ALLTAF FÍN Hér er drottningin með næluna sem Kristján smíðaði og hannaði sérstaklega handa henni. HÖNNUÐUR MEÐ TÍSKUBLOGG Skóhönnuðurinn heimsþekkti Jimmy Choo hefur opnað tískublogg, choo247.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.