Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 34
FÓLK|SJÓMANNADAGURINN
06.00-12.00
Vakna milli 6 og 7 með
yngsta stráknum, fáum
okkur að borða. Vek
eldri bræðurna upp
úr sjö; sett í töskur,
borðað, allir út í bíl
og keyrt í skólann. Fer
stundum með þeim
inn og hlusta á söng-
stund. Komin heim um
9. Við taka heimilis-
störf, með litla krílið
á handlegg. Svo fæ ég
einhvern í heimsókn
eða fer sjálf. Stundum
farið í göngur með
öðrum mömmum og
teknar léttar æfingar.
12.00-18.00
Heimir, sá yngsti, sefur
milli 11 og 14. Þá er
tekið til, skúrað, rótað
í garðinum eða gengið
í önnur heimilisstörf.
Farið að ná í strákana í
skólann, skutlað á æf-
ingar, heimalærdómur,
borðað, þvegið og ann-
að. Oft eru fleiri börn
á heimilinu og mikið
tuskast og ærslast, svo
það er vanalega handa-
gangur í öskjunni.
18.00-00.00
Elda matinn, litli
drengurinn svæfður,
kem hinum í háttinn.
Frágangur og kannski
smá afslöppun. Vil
helst vera komin í
rúmið fyrir 23.
00.00-06.00
Svíf um í draumaland-
inu.
DAGUR Í LÍFI SJÓMANNSKONU
HEIMILIÐ KALLAR
24 TÍMAR Dagurinn byrjar snemma hjá Evu Björgu
Sigurðardóttur sem er með heimilið fullt af börnum. Við
taka dagleg heimilisstörf ásamt skutli í skóla og víðar.
06.00-12.00
Línan dregin frá fjögur
um nótt til svona
tíu um morguninn,
fisknum komið fyrir og
gert að. Þá er gengið
frá. Ég fæ mér svo að
borða og svo höldum
við af stað í land.
Erum á siglingu frá tíu
til tólf. En þetta er auð-
vitað misjafnt eftir því
hversu mikið fiskerí
er og hve langt er á
miðin.
12.00-18.00
Vanalega leggja menn
sig á heimleið frá 12-
16. Svo er aflanum
landað og gengið frá
til 18.
18.00-00.00
Borða og fer í sturtu,
kíki á veðurspá og
fleira. Lagt af stað á
miðin um níuleytið.
Fjögurra tíma sigling á
miðin. Tíminn nýttur
og menn leggja sig
enda orðnir vanir að
sofa í litlum stubbum.
Þó er alltaf einn sem
vakir við stýrið.
00.00-06.00
Línan er lögð frá eitt
til þrjú. Þá er borðað
eitthvað og kaffisopinn
teygaður. Frá fjögur er
línan dregin, en það
fer allt eftir fiskiríi
hversu langan tíma
það tekur.
DAGUR Í LÍFI SJÓMANNS
SJÓRINN KALLAR
24 TÍMAR Rafn Franklín Arnarsson rær frá Austur-
landi fjarri heimahöfn. Vinnudagurinn getur náð allt
að 22 tímum. Þá er unnið út í eitt og sofið í stubbum.
Hátíðinni Sjóaranum síkáta, sem hefst í dag, hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarin
ár og dagskráin verður glæsilegri
með hverju ári sem líður. „Allir ættu
að fá eitthvað fyrir sinn snúð, hvort
sem það eru börn, unglingar eða
eldra fólk. Þetta er sannkölluð fjöl-
skylduhátíð og við hvetjum fólk til
að renna til Grindavíkur. Það er ekki
nema hálftíma akstur frá Reykjavík,
svo er um að gera fyrir Sunnlend-
inga að keyra Suðurstrandarveginn,“
segir Þorsteinn.
BÆJARBÚAR TAKA ÞÁTT
Í aðdraganda hátíðarinnar er
bænum skipt í fjögur litahverfi;
Rautt, blátt, grænt og appelsínu-
gult. Í hverju hverfi er starfandi
hverfisstjóri og ýmsar nefndir, þar á
meðal skreytinganefnd sem sér um
almennar skreytingar í hverfunum.
Mikill keppnisandi hefur hlaupið í
fólk og hugmyndaríkar skreytingar
prýða hús og umhverfi. „Bærinn er
ótrúlega líflegur að sjá; gínum er
stillt upp á þök, sturtuklefar settir út
í garða, bátar málaðir og dregnir inn
á lóðir, ýmsar uppstillingar, skreyt-
ingar og annað skemmtilegt að sjá.“
Á föstudagskvöldið er heljarinnar
götugrill þar sem íbúar hverrar götu
grilla saman. Að því loknu sameinast
íbúar hvers hverfis í skrúðgöngu, öll
hverfin mætast svo hjá kirkjunni þar
sem gengið er niður að menningar-
húsinu Kvikunni niðri við höfnina.
„Það er stórbrotið sjónarspil að
sjá alla bæjarbúa, unga sem gamla
samankomna í litskrúðugum búning-
um með óteljandi blöðrur, á bílum
og vögnum, traktorum og fleiru að
fagna saman.“
KVÖLDSKEMMTANIR
Í kvöld mun Raggi Bjarna ásamt
einvala liði hljóðfæraleikara halda
tónleika þar sem flutt verða gömlu
sjómannalögin. Á veitingahúsinu
Kantinum verður svo reggýhljóm-
sveitin Hjálmar ásamt hljómsveit-
inni Funk That Shit sem hitar upp.
Á föstudagskvöld er svo götugrill og
skrúðganga sem endar með stór-
skemmtilegu bryggjuballi niðri við
höfn þar sem Páll Óskar mætir,
Ingó og Veðurguðirnir, Hreimur og
karlakór Sjómannaskólans ásamt
listamönnum úr heimabyggð. Í Salt-
húsinu spilar Grindvíska hljómsveit-
in R.I.P. og á Kantinum verða Úlfur
Úlfur og MC Gauti ásamt plötusnúði.
Á laugardagskvöldið verður ball
með Páli Óskari í íþróttahúsinu,
Skítamórall og Blúsmenn Andreu
Gylfa verða í Salthúsinu, Geirmund-
ur Valtýsson á Kantinum ásamt fleiri
uppákomum. Á sunnudagskvöldið
mætir hljómsveitin Valdimar og
heldur tónleika í Íþróttahúsinu og
rennur allur ágóði til björgunarsveit-
arinnar Þorbjarnar. „Þessi glæsi-
lega dagskrá, utan aðalsviðsins, er
sjálfstætt framtak þeirra sem eiga
skemmtistaðina hér í bænum. Þetta
er því að breytast í eina stærstu tón-
listarveislu sem haldin er hér á suð-
vesturhorninu.“
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ
Nóg er um að vera fyrir yngstu kyn-
slóðina og líklegra að hún nái ekki
að taka þátt í nema broti af þeim
viðburðum og uppákomum sem í
boði eru. „Það verða glæsileg atriði
á aðalhátíðarsvæðinu við höfnina.
Solla stirða og Skoppa og Skrítla
mæta á svæðið og sterkustu menn
Íslands munu etja kappi. Svo eru
hefðbundin leik- og tívolítæki,
reykköfun með leikhúsreyk fyrir 14
ára og eldri, veltibíll frá Sjóvá, lazer
tag, gokart bílar, ratleikur, báts-
ferðir, hestateyming, fornbílasýning,
sjópulsa, dorgveiði og brúðubíllinn,
ásamt ótal fleiri viðburðum.“
FLOTTASTA TJALDSVÆÐI LANDSINS
Vilji fólk gera sér ferð til Grindavíkur
og gista á tjaldsvæðinu er það vel
búið. „Þeir segja það helstu speking-
arnir í þessum málum að þetta sé
flottasta tjaldsvæði landsins,“ segir
Þorsteinn stoltur. Tjaldvæðið var
opnað 2009 og er alls 13.500 fermetr-
ar með tveimur leiksvæðum fyrir
börn með rólum, tveimur köstulum
og kóngulóarneti. Þjónustuhús á
tjaldsvæðinu er með fullkomnu eld-
húsi fyrir gesti til að elda, þvotta-
húsi, sturtum, interneti og fleiru.
SJÓMENN HEIÐRAÐIR
Aðalhátíðarhöldin eru á sunnudeg-
inum enda er það sjómannadagurinn.
„Þá eru sjómenn heiðraðir fyrir störf
sín og veittar heiðursviðurkenningar.
Svo er auðvitað kappróður og kodda-
slagur og fleira sem á sér áratuga hefð
á sjómannadegi. Þó að hátíðin vaxi er
haldið í hefðir og venjur, enda er upp-
runa og styrk okkar að finna þar.“
ANNAÐ Á DAGSKRÁ
Auk skemmtiatriða á aðalsviðinu
er fjöldinn allur af myndlistar-, ljós-
mynda- og handverkssýningum víðs
vegar um bæinn. Einnig er hand-
verksmarkaður á bryggjusvæðinu
þar sem hægt er að gera kjarakaup á
glæsilegum munum, fatnaði og öðru.
„Ekki má gleyma því að það eru
haldin Íslandsmót í ýmsu hérna um
helgina. Sterkasti maður Íslands, Ís-
landsmótið í netagerð, sjómanni og
kerlingahlaupi ásamt fleiri keppn-
um,“ upplýsir Þorsteinn. Allar nán-
ari upplýsingar um Sjóarann síkáta
er að finna á heimasíðu Grindavíkur:
www.grindavik.is.
SJÓARINN SÍKÁTI HEFST Í GRINDAVÍK
GRINDAVÍKURBÆR KYNNIR Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar, segir að á hátíðinni Sjóaranum síkáta,
sem fer fram um helgina, verði fjölbreytt dagskrá með eitthvað fyrir alla. Hann hvetur fólk í nærsveitum og víðar til að líta við.
STOLTUR AF HÁ-
TÍÐINNI
„Þetta er að breytast í
eina stærstu tónlistar-
veislu sem haldin er hér
á suðvesturhorninu.“
LITRÍK SKRÚÐ-
GANGA
Bænum er skipt upp
í fjögur litahverfi sem
sameinast svo í skrúð-
göngu um bæinn.
FJÖLSKYLDAN
OG SJÓ-
MENNSKAN
Fjölskyldulífið hjá
Rafni Franklín
Arnarssyni
og Evu Björgu
Sigurðardóttur er
kannski ekki eins og
það gerist hjá flest-
um. Rafn er sjómað-
ur og Eva heima-
vinnandi húsmóðir
og annast þrjá orku-
mikla stráka sem
þau eiga saman; 1
árs, 7 og 9 ára.
HÁLFT ÁRIÐ Í BURTU
Rafn rær hálft árið
frá Grindavík en
frá maí og fram í
nóvember fer hann
út á land og rær
þaðan. Fjarvistir
eru því miklar
stóran hluta árs.
Heimilislífið er mjög
breytilegt eftir því
hvaðan Rafn rær.
Það ríkir þó virðing
og skilningur á báða
bóga fyrir störfum
hvors annars.