Fréttablaðið - 31.05.2012, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGHeimasíðugerð FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 20122
Að nota opinn hugbúnað
Vefsíðufyrirtækið Emstrur sér-
hæfir sig í vefsíðugerð í Drupal-
vefumsjónarkerfinu sem er það
stærsta sinnar tegundar í heimin-
um í dag. Undanfarin ár hefur fyr-
irtækið sett upp fjölda vefja fyrir
fyrirtæki, stofnanir og einstak-
linga hér á landi og erlendis. Einar
Páll Svavarsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, segir vefina
spanna allt frá einföldum heima-
síðum fyrir einstaklinga til f lók-
inna upplýsinga- og samskipta-
síðna fyrir félög, stofnanir og fyr-
irtæki. „Drupal-vefumsjónarkerfið
er opinn hugbúnaður og því fylgir
mjög öflugt vefumsjónarkerfi sem
allir eiga auðvelt með að læra á og
nota. Það býður upp á mikla mögu-
leika, meðal annars fréttakerfi,
myndaalbúm, tengingar við sam-
skiptavefi eins og Facebook, vef-
verslun, bókunarkerfi fyrir ferða-
þjónustu, innri vefsíður og þannig
mætti lengi telja. Öllum vefsíðum
frá Emstrum fylgir öflug uppsetn-
ing fyrir leitarvélar og afar þægilegt
notendaviðmót.“
Ekkert mánaðargjald
Þar sem Drupal-vefumsjónarkerf-
ið er opinn hugbúnaður þarf ekki
að greiða sérstaklega fyrir notkun
þess segir Einar. „Þetta þýðir m.ö.o.
að ekkert mánaðargjald er inn-
heimt. Þjónusta okkar hjá Emstr-
um felst fyrst og fremst í því að
setja vefsíðuna upp í Drupal, velja
hagkvæmustu einingarnar miðað
við áform viðskiptavinarins og
koma upp vefsíðu með grunnefni
sem gerir hana líklega til árang-
urs. Og síðast en ekki síst að kenna
á kerfið. Í þessu felst mikill tíma-
sparnaður og hagkvæmni fyrir við-
skiptavininn.“
Fjárhagslega öflug fyrirtæki
velja Drupal
Einar segir vefumsjónarkerfið vera
mjög öruggt og stöðugt auk þess að
vera í stöðugri endurnýjun. Einn-
ig er það mjög sveigjanlegt og er til
dæmis auðvelt að byrja á einföld-
um vef og stækka sig upp í yfir-
gripsmeiri og flóknari vefi seinna
meir eftir aðstæðum. „Öflugir að-
ilar hérlendis hafa sem dæmi byggt
upp vefi sína í Drupal-kerfinu. Þar
má meðal annars nefna Háskóla Ís-
lands, Þjóðskjalasafn og Ríkisút-
varpið. Notendur Drupal erlend-
is skipta hundruðum þúsunda.
Þar má meðal nefna stórfyrirtæki
á borð við Warner Brothers Music,
MTV og nýlega skipti skrifstofa for-
seta Bandaríkjanna yfir í Drupal.“
Hvernig á að sigra leitarvélar?
Einar segir lykilatriði að leggja
áherslu á fallega hönnun, rétta
HTML-kóðun og CSS-stýringu í
samræmi við alþjóðlega staðla og
reglur. „Þetta eru lykilatriði þegar
kemur að gengi og möguleikum
vefsíðu gagnvart leitarvélum. Ef
hönnun og uppsetning er ekki í
lagi á vefsíðan litla möguleika á
netinu og leitarvélar vilja lítið við
hana kannast.“
Emstrur sérhæfa sig í
öflugum Drupal-lausnum
Kraftmiklar vefsíður sem henta einstaklingum, félögum, stofnunum og
stórum fyrirtækjum.
Drupal-vefumsjónarkerfið býður upp á mikla möguleika, segir Einar Páll Svavarsson,
framkvæmdastjóri. MYND/ÚR EINKASAFNI
Vefsíðufyrirtækið Allra Átta býður upp á úrval lausna á sviði internetráðgjafar,
veflausna og grafískrar hönnun-
ar. Björn Jóhannsson, markaðs-
stjóri Allra átta, segir að ýmsu
þurfi að huga að við hönnun og
rekstur góðs vefs. „Þarfagreining
og stefnumótun fyrir vefinn er
jafn mikilvæg og vefurinn sjálf-
ur. Huga þarf að því hver mark-
hópurinn er og hvernig hann og
fyrirtækið geta átt í samskiptum
gegnum vefinn. Einnig þarf að
huga vel að leitarvélabestun, líf-
tíma vefsins og samfélagsmiðlum
svo eitthvað sé nefnt.“
Leitarvélar skipta máli
Miklu máli skiptir að fá jákvæð-
ar niðurstöður úr leitarvélum, t.d.
Google. Þá þarf að hafa nokkra
þætti í huga segir Björn. Huga
þarf vel að textanum á síðunni,
undirsíðum og fyrirsögnum. „Hér
skiptir val á leitarorðum öllu máli.
Fyrst þarf að velja þau leitarorð
sem skipta mestu máli fyrir fyr-
irtækið, vöruna og atvinnugrein-
ina. Síðan eru þau keyrð gegnum
greiningartæki Google sem segir
þér hversu oft hverju orði var sleg-
ið upp í leitarvélinni. Í framhald-
inu eru þau orð notuð mest í texta
síðunnar sem oftast er leitað að.“
Björn segir slík vinnubrögð eiga
almennt við um þá aðila sem vilja
eiga viðskipti gegnum vefinn.
„Sem dæmi skiptir þetta netversl-
anir miklu máli og þá aðila sem
veita þjónustu gegnum vefinn, til
dæmis ferðaþjónustufyrirtæki.“
Snjallsímar og spjaldtölvur
breyttu miklu
Vefhönnun hefur breyst mikið
með tilkomu snjallsímans og
spjaldtölvunnar. Björn segir að
á tveimur árum séu flestir vefir
orðnir úreltir að einhverju leyti.
„Margir eldri vefir fyrirtækja og
stofnana sjást illa í snjallsímum
og spjaldtölvum. Þótt hægt sé
að útbúa sérvefi fyrir snjallsíma
og spjaldtölvur er þróunin sú að
hönnunin gangi í allar tegund-
ir tölva og síma.“ Björn nefnir að
forsíður vefja hafi þróast þannig
að þær séu lengri og stærri. „Not-
endur eru frekar tilbúnir til að
skrolla niður síðuna, en að fara
endalaust af einni undirsíðu yfir á
aðra. Þessa þróun má meðal ann-
ars sjá á fréttavefjum hérlendis.
Það sem gerðist á undan þessari
þróun var tilkoma skrolltakkans
á tölvumúsinni. Þannig að í dag
notar fólk snjallsíma, spjaldtölv-
ur og venjulegar tölvur á svipaðan
hátt.“ Þessi þáttur skiptir æ meira
máli enda eykst notkun slíkra
tækja ár frá ári. Björn nefnir sem
dæmi að stór hluti hótelpantana
í Bandaríkjunum fari fram gegn-
um snjallsíma.
Breytingar á útliti
Endingartími útlits og viðmót
vefs er frá tveimur upp í fimm ár
að sögn Björns. Þá skiptir máli í
hvaða atvinnugrein fyrirtækið er.
Best er að vinna efnið stöðugt og
gera breytingar á útliti á nokkurra
ára fresti.
„Ég mundi segja að þeir sem
vilja ná árangri á netinu þurfi að
gera reglulegar breytingar á inni-
haldi texta og mynda. Það skipt-
ir máli fyrir leitarvélar en einn-
ig fyrir viðskiptavini sem koma
frekar aftur á vefinn. Hvað varð-
ar útlit vefs er hægt að gera lág-
marksbreytingar á nokkurra ára
fresti.“
Veflausnir sem auka árangur fyrirtækja
Að mörgu er að huga þegar setja þarf á fót vef fyrir fyrirtæki og stofnanir. Allra Átta býður upp á lausnir fyrir alla aðila.
Stöðufundur með Siggu Lund og Birni markaðsstjóra þar sem verið er að fara yfir næstu skref í þróun vefsvæðisins www.siggalund.is
en stöðug þróun vefs er lykillinn að árangri. MYND/VILHELM GUNNARSSON