Fréttablaðið - 31.05.2012, Page 50

Fréttablaðið - 31.05.2012, Page 50
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR38 38 menning@frettabladid.is Ellert Grétarsson ljósmynd- ari hefur breyst úr virkj- unarsinna í náttúrurvernd- arsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykja- nessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamögu- leika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna nátt- úru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur,“ segir Ellert Grétarsson, ljósmynd- ari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og við- brögð og er á slóðinni http://issuu. com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformað- ar virkjanir á Reykjanesi mundu valda,“ segir hann og útskýr- ir nánar. „Í rammaáætlun ríkis- stjórnarinnar eru nítján virkjunar- kostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykja- nes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingar- flokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skilju- hús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjun- um er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti.“ Ellert kveðst hafa verið fylgj- andi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hóf- ust. „Ég var á þeirri línu að virkj- anir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víð- ast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunar- mál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkj- anaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orð- inn alveg eins og Ómar Ragnars- son en það stefnir í það.“ gun@frettabladid.is FRAMTÍÐARSÝNIN BREYTTIST Á SVEINSTINDI Á SVEIFLUHÁLSI Móbergshryggir eins og Sveifluháls, sem hafa orðið til við sprungugos undir jökli, finnast hvergi nema á Íslandi. VIÐ TRÖLLADYNGJU Sog er gil sem háhitinn hefur sett svip sinn á. MYND/ELLERT GRÉTARSSON Í KRÝSUVÍK Á hverasvæðinu í Seltúni er einstök litasinfónía. Þangað komu um 120 þúsund ferðamenn á síðasta ári. MYND/ELLERT GRÉTARSSON ARNARVATN ER FORN ELDGÍGUR Fyrir liggur tillaga um lagningu háspennustrengs yfir Sveifluhálsinn fram hjá Arnarvatni sunnanverðu. MYND/ELLERT GRÉTARSSON ELLERT GRÉTARSSON NÁTTÚRULJÓSMYNDARI „Það er eins og pólitísk hrossakaup hafi átt sér stað og Reykjanesinu sé fórnað fyrir einhver önnur svæði,“ segir Ellert um rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum. Leikritið Bastards – fjölskyldu- saga eftir Gísla Örn Garðarsson og bandaríska handritshöfundinn Richard Lagravenese verður sýnt í Borgarleikhúsinu á föstudags- og laugardagskvöld. Verkið er sam- starfsverkefni Borgarleikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaup- mannahöfn. Sýningarnar í Borgarleikhús- inu eru norræn uppfærsla verks- ins en hlutverkin verða í höndum danskra, sænskra og íslenskra leikara. Þaðan fer sýningin til Malmö og Kaupmannahafnar þar sem sýnt verður í leikhústjaldi sem tekur 690 manns í sæti. Sýningin verður svo frumsýnd á íslensku á næsta leikári í Borgarleikhúsinu með íslensku leikaraliði. Bastards á svið SÍÐASTA SÝNING að sinni á Ævintýrum Múnkhásens verður í kvöld klukkan sex. Hægt er að kaupa ósóttar pantanir við dyrnar. Sýningin, sem sýnd er í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, hefur fengið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda og er þetta 24. sýning verksins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.