Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 52
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR40 Í Kúlunni, minnsta sviðssal Þjóð- leikhússins, var á laugardaginn frumsýnt íðilfallegt verk. Hinn snjalli brúðulistamaður Bernd Ogrodnik hefur enn og aftur dottið niður á góða frásögn sem smellur að aðferðum hans við sína listsköp- un. Í agnarlitlu þorpi á suðrænum slóðum hanga nokkur hvítkölkuð hús á sjávarkambi, fyrir utan er hafið endalaust, stórt og magnað. Inni í einu þessara litlu húsa býr hann, þessi maður sem leggst til atlögu við stóra og kannski stærsta fiskinn í sjónum. Hemingway segir söguna og flest höfum við lesið hana, heillast af henni en kannski ekki alveg botnað í mikilfengleik hennar. Ætli það sé ekki einfaldlega baráttan, drepur þú mig eða drep ég þig, eða eins og tilvitnun úr bókinni hljóm- ar: „Maðurinn er ekki gerður til að bíða ósigur. Það er hægt að granda manni en ekki sigra hann.“ Listamaðurinn Bernd Ogrodnik kemur með töfratrommu sem flyt- ur okkur inn í storm einhvers stað- ar úti á hafi og með því að bregða henni upp fáum við í ljósinu fyrst að sjá gamla manninn í bátnum sínum. Gamli maðurinn birtist okkur í mismunandi stærðum. Sá agnarlitli rær og er heillandi að sjá hvernig þreytulegar hreyfing- ar gamals manns skila sér í rykkj- óttu togi og tini eins og gömlum mönnum er tamt. Lýsingin sem Lárus Björnsson á heiðurinn af gerði nú heldur ekki lítið til þess að lyfta áhorf- endum inn í þetta ævintýri, sama má segja um öll hljóð hvort sem þau voru frá hvissandi öldum eða gargandi máfum. Egill Ólafsson sagði okkur söguna með djúpri fullorðinslegri og rólegri röddu, og sömuleiðis fór hann með hlutverk Santiagos með rólyndi sem aðals- merki. Ungur Valgeir Skagfjörð léði drengum Manolin rödd sína, sakleysislega og tæra, og skapaði góða andstöðu við hina reynslu- miklu rödd hins gamla. Það er óhætt að segja að hvert einasta atriði er unnið af alúð, hæfileika og virðingu fyrir verk- inu sem og áhorfendum. Bernd Ogrodnik er einstakur á þessu sviði á Íslandi. Það er nú varla hægt að státa sig af því að þau menningarmál er varða metn- aðarfullt starf í þágu barna séu mörg eða mikil. Því er það synd og hreinlega skömm að svo góður listamaður geti ekki fengið að dafna hérlendis, en fram hefur komið að Bernd Ogrodnik starf- ar nú við listiðkun sína í Kanada. Nær væri nú að rétta honum lista- mannalaun og gera hann að Borg- arlistamanni. Hér færir hann okkur fullorðna fólkinu heillandi sýningu á klassísku bókmennta- verki, en það er víst alveg öruggt að hún mun einnig heilla börn. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Einkar hugljúft, fallegt og heilsteypt sjónlistaverk. Leikhús ★★★★★ Gamli maðurinn og hafið Handrit og brúðugerð, sviðsmynd og flutningur: Bernd Ogrodnik; Sögumaður: Egill Ólafsson; Leik- raddir: Egill Ólafsson og Valgeir Skagfjörð; Sviðsmynd og leik- munir: Frosti Friðriksson, Högni Sigurþórsson og Bernd Ogrodnik; Ljósahönnun: Lárus Björnsson; Hjóðupptaka Halldór Bjarnason Sýnt í Kúlunni í ÞjóðleikhúsinuHEILSTEYPT Sýningin Gamli maðurinn og hafið er afar vel heppnuð. HUGLJÚFUR HEMINGWAY Píanóleikararnir Anna Guðný Guðmundsdóttir og Tinna Þor- steinsdóttir leiða saman flygla sína á Listahátíð og flytja verk- ið Amen séð í hugsýnum eftir Olivier Messiaen í fyrsta sinn á Íslandi. Í ár eru tuttugu ár liðin frá dauða hins framsækna franska tónskálds. Messiaen samdi verkið árið 1943 og var það með fyrstu verkunum sem hann samdi eftir að hann var látinn laus úr fangabúðum nasista. Árni Heimir Ingólfsson tónlistar- fræðingur flytur stuttan inngang á undan tónleikunum og gefur tón- leikagestum innsýn í litríkan tón- heim Messiaen. Tónleikarnir verða í Norður- ljósasal Hörpu klukkan 11.30 á sunnudaginn, 3. júní. Flytja verk Messiaen MESSIAEN Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Tinna Þorsteinsdóttir koma fram á hádegistónleikum í Hörpu á sunnudag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.