Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 53
FIMMTUDAGUR 31. maí 2012 41 „Ég var lengi að hugsa mig um hvort það ætti að vera Eldborgin eða Bar 11 og Bar 11 varð fyrir valinu,“ segir forsprakkinn Seli. Rokkabillísveitin Langi Seli og Skuggarnir fagnar 25 ára starfs- afmæli sínu á Bar 11 um helgina með tvennum ókeypis tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. Þar verður farið yfir feril sveit- arinnar, sem ætlar að spila bæði gömul og ný lög. „Við ætlum að fara yfir ferilinn á okkar hátt. Við erum ekki duglegustu laga- höfundar landsins en lögin okkar fá að þróast og breytast á milli ára,“ segir Seli. Í tilefni af afmælinu ákvað hljómsveitin að gefa sjálfri sér veglega afmælisgjöf með því að fá til liðs við sig gítarleikar- ann Þorgils Björgvinsson. „Ég er rosalega ánægður með hann. Þetta léttir líka á gamla mann- inum.“ Auk Þorgils og Sela eru í bandinu þeir Jón Skuggi og Eric Qvick. Tónleikarnir verða teknir upp og hugsanlega gefnir út síðar á árinu. „Þetta er frekar sjálfhvert en okkur langar svolítið að heyra sjálfum hvernig við hljómum á tónleikum.“ - fb Fagna 25 ára starfsafmæli sínu AFMÆLI Langi Seli og Skuggarnir fagna 25 ára starfsafmæli sínu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Opið laugard. kl. 10-14 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 31. maí ➜ Tónleikar 20.00 Vocal Project, Poppkór Íslands, heldur vortónleika í Salnum Kópavogi. Miðaverð er kr. 2.000. 20.00 Raggi Bjarna syngur sjómanna- lögin í Salthúsinu, Grindavík. Tónleik- arnir bera yfirskriftina Hafið bláa hafið, sjómannalögin með Ragga Bjarna. Seinni tónleikar verða klukkan 22.15. Miðaverð er kr. 2.900. 20.30 Kór Neskirkju heldur tónleika í kirkjunni undir yfirskriftinni Söngur og sumarblóm. Aðgangur er ókeypis og sumarblómasala til styrktar kórnum að tónleikum loknum. ➜ Fræðsla 14.00 Fimmti opni fræðslufundurinn af ellefu á þessu ári í tilefni af 30 ára starfsafmæli Stoðar hf verður haldinn í hjálpartækjasal Stoðar að Trönuhrauni 8. ➜ Sýningar 18.00 Bjarni Sigurðsson verður með keramiksýningu hjá Fríðu Skartgripa- hönnuði á Strandgötu 43 í Hafnarfirði. Er sýningin hluti af Björtum Dögum í Hafnarfirði. ➜ Hátíðir 17.00 Listahátíðin í Reykjavík stendur nú yfir. Nánari upplýsingar á www. listahatid.is. ➜ Umræður 15.00 Haldin verður málstofa í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Frummælandi er Ásgeir Daníelsson. Efni málstofunnar er Lífeyrissjóðir, einkasparnaður, húsnæðiseign og fjár- málalegur stöðugleiki. ➜ Dans 20.00 Salsa Iceland býður í frían prufutíma í salsa fyrir byrjendur á Thor- valdsen Bar. SIST meðlimir bjóða fría kennslu í Taxi dönsum strax þar á eftir og er dansgólfið svo laust fyrir salsaóða til kl. 00.30. Ýmis tilboð á barnum. ➜ Tónlist 20.00 Samsara heldur tónleika fyrir framan verslunina Kailash við Strand- götu 11 í Hafnarfirði. Trúbadorinn Leo Gillespie mun einnig stíga á stokk. 21.00 Styrktartónleikar fyrir Kisukot verða haldnir á Græna Hattinum, Akur- eyri. Meðal þeirra sem fram koma eru Ingó Hansen og hljómsveitin Berklarnir. Aðgangseyrir er kr. 1.500 sem rennur óskiptur í Kisukot. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Fyrirlestrar 11.30 Bresk utanríkisstefna og Norð- urlöndin eftir síðari heimsstyrjöld eru til umræðu á ráðstefnu á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands, Sagn- fræðistofnunar og English-Speaking Union of Iceland. Fundurinn fer fram á ensku í Norræna húsinu. 12.00 Hr. Yves Frenot, framkvæmda- stjóri Frönsku pól-stofnunar Paul-Emile Victor (IPEV) heldur fyrirlestur í tilefni af komu skipsins Pourquoi Pas? til landsins. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni um Charcot sem Alliance française og Háskóli Íslands skipuleggur ár hvert og verður haldin í fyrirlestrarsal 132 í Öskju. 12.15 Arnar Eggert Thoroddsen tón- listargagnrýnandi og Hjálmar Stefán Brynjólfsson lögfræðingur flytja hádeg- iserindi í Hafnarhúsinu. Fyrirlesturinn er hluti af sýningu Hlyns Hallssonar og Jónu Hlífar Halldórsdóttur, KERFI. 12.15 Háskóli Reykjavíkur býður til fyrirlestraraðar undir yfirskriftinni Verkin tala í stofu V102. Ólafur Wallevik talar undir yfirskriftinni Er íslenskt best í heimi? - Umhverfisvæn steinsteypa. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.