Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 54

Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 54
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR42 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Danmörk lumar á ýmsu góðu í tónlist. Ein af þeim dönsku sveitum sem hefur verið að vekja athygli undanfarið í hinum alþjóðlega heimi indí- poppsins er Giana Factory. Hún er skipuð þremur stelpum, Loui Foo sem syngur og spilar á raftrommur, Sofie Johanne sem spilar á bassa og hljóðgervla og Lisbet Fritze sem spilar á gítar. Þær hafa verið starf- andi frá því 2008 og gáfu út sína fyrstu stóru plötu, Save the Youth, í heimalandinu ári seinna. Fyrir nokkrum vikum kom platan svo út í Bandaríkjunum og Evrópu í tvöfaldri útgáfu. Tónlist Giana Factory er rafpopp, svolítið melankólískt á köflum. Þær stöllur nota gamla hljóðgervla sem gefur tónlist- inni þægilegan retró-hljóm. Giana Factory varð eigin- lega til fyrir tilviljun. Stelp- urnar þekktust og höfðu spilað í ýmsum hljómsveit- um. Þegar tvær þeirra voru á tónleikaferðalagi í London með samlöndum sínum í The Raveonettes hittu þær James Allan úr skosku hljómsveitinni Glasvegas sem spurði þær hvort þær væru ekki í hljómsveit og hvort þær vildu ekki hita upp fyrir Glasvegas í Kaupmanna- höfn tveimur vikum síðar. Þær sögðu já takk, æfðu nokkur lög í snarhasti og spiluðu á tónleikunum í Kaupmannahöfn og á fleiri tón- leikum með Skotunum. Síðan hafa þær spilað mjög víða, voru meðal annars að klára stóran Evróputúr nú í vor. Á nýju útgáfunni af Save the Youth eru, auk laganna sem voru á frum- útgáfunni, lög af EP-plötunni Bloody Game, demóupptökur af sumum laganna og endurgerðir af nokkrum þeirra, meðal annars eftir Trente- möller, Autolux og Glasvegas. Fín poppplata. Dönsk stelpuverksmiðja Á UPPLEIÐ Danska kvennatríóið Giana Factory hefur vakið verðskuldaða athygli. > PLATA VIKUNNAR Sigur Rós - Valtari ★★★★ ★ „Sigur Rós tekur stóra beygju með rólegri og hrífandi plötu.“ - TJ > Í SPILARANUM Kira Kira - Feathermagnetik Melchior - Matur fyrir tvo Hafdís Huld - Vögguvísur Diplo - Express Yourself Margir aðdáendur Guns N‘ Roses þurftu að fara heim af tónleikum þeirra í Manchester áður en þeir sáu hljómsveitina svo mikið sem stíga á svið. Axl Rose og félagar eru þekktir fyrir óstundvísi sína og héldu þeir uppteknum hætti í M.E.N.-höllinni í Manchester á þriðjudags- kvöld. Þrátt fyrir að hafa átt að hefja tónleikana tíu um kvöldið létu rokkar- arnir ekki sjá sig fyrr en korter yfir ellefu. Við tóku þriggja tíma maraþon tónleikar og fór fólk ekki heim til sín fyrr en tvö um nóttina. Samkvæmt Gigwise.com er talið að um fjörutíu prósent áhorfend- anna hafi þurft að yfirgefa tónleikahöllina fyrr til að ná lestinni heim til sín. Einn aðdáandinn sem hélt út alla tónleikana skrif- aði á Twitter að það hefði verið vel þess virði að komast ekki heim til sín fyrr en sjö um morguninn. Áhorfendur fóru heim ÓSTUNDVÍS Axl Rose á tónleik- unum í Manchester. NORDICPHOTOS/GETTY Erlendir dómar um Valtara Sigur Rósar hafa verið að hrúgast inn að undanförnu. Gagnrýnendur eru flestir jákvæðir en margir virðast samt hafa búist við meira frá hljómsveitinni. Erlendir fjölmiðlar eru yfirhöfuð jákvæðir í garð nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtara, sem kom út fyrr í vikunni. Margir tala um að tónlistin sé fallegt afturhvarf til eldra efnis þó svo að einhverjir kvarti yfir því að ekkert óvænt eða nýtt sé að finna á plötunni. Þegar litið er á vefsíðuna Meta- critic, sem tekur saman einkunna- gjöf helstu fjölmiðla, kemur í ljós að Valtari fær mjög góða meðal- einkunn, eða 76 af 100 mögulegum. Þrátt fyrir það er gripurinn með næstlægstu einkunnina af þeim sex hljóðversplötum sem hafa komið út með Sigur Rós. Aðeins frumburðurinn Von er neðar á list- anum með 68 af 100, sem kemur kannski ekki á óvart enda er hún líkast til sú tilraunakenndasta og innhverfasta af þeim öllum. Tímaritið Rolling Stone gefur Valtara þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Þar segir að upphafslagið Ég anda setji tón- inn fyrir mýkstu og þægilegustu plötu Sigur Rósar til þessa. Tíma- ritið Clash giskar á að hafmeyjar hlusti á Sigur Rós en gefur plöt- unni aðeins sex í einkunn af tíu. Dagblaðið The Guardian gefur Valtara þrjár stjörnur af fimm. Þar skrifar gagnrýnandinn að tónlistin hverfi fullauðveldlega í bakgrunninn. Það sé synd því mikil fegurð sé til staðar í lög- unum. NME gefur Sigur Rós sjö af tíu í einkunn og segir plötuna vera afturhvarf til ( ), svigaplötunnar frá árinu 2002. „Ef þú ert ekki nú þegar dyggur aðdáandi Sigur Rósar mun þessi plata örugglega ekki breyta neinu þar um. En ef þú ert það muntu alveg örugglega heillast. Hefðbundið efni eins og þetta hefur sjaldan hljómað jafn- fallega.“ Allmusic splæsir fjórum stjörn- um á Valtara. „Á yfirborðinu virð- ist hljómsveitin hafa tekið skref aftur á bak. En í staðinn fyrir að endurtaka gamalt efni er þetta ein besta platan hennar. Hún sýnir tónlistargetu sveitarinnar á fág- aðan og æðisgenginn hátt og þarna eru nógu miklar tilfinningar til að valda stórflóði.“ Vefsíðan Pitchfork er ekki eins hrifin og gefur henni aðeins 6,1 af 10 í einkunn. „Sigur Rós hefur sannað að hún getur búið til fal- lega, ófyrirsjáanlega og melódíska tónlist. Valtari vill vera falleg en nær ekki lengra en það,“ skrifaði gagnrýnandinn. Hér heima hefur Valtari feng- ið mjög góða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins. „Hún krefst fullr- ar athygli hlustandans. Gefi maður henni séns uppsker maður hins vegar ríkulega.“ freyr@frettabladid.is Hefðbundið en fallegt GÓÐIR DÓMAR Nýjasta plata Sigur Rósar, Valtari, hefur fengið jákvæða dóma hjá erlendum gagnrýnendum. Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 24. - 30. maí 2012 LAGALISTINN Vikuna 24. - 30. maí 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Loreen ..................................................................Euphoria 2 Jason Mraz .............................................. I Won’t Give Up 3 KK ................................................................................ Frelsið 4 Valdimar ............................................................ Þú ert mín 5 Greta Salóme / Jónsi.................................Never Forget 6 Carly Rae Jepsen ...................................Call Me Maybe 7 Tilbury ................................................................Tenderloin 8 Michael Teló ..........................................Ai se eu te pego 9 Train ........................................................................Drive By 10 Magnús Þór / Jónas Sigurðsson ..................................... ..............................................Ef ég gæti hugsana minna Sæti Flytjandi Plata 1 Ýmsir .................Eurovision Song Contest 2012: Baku 2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 3 Sigur Rós ...................................................................Valtari 4 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 57 5 Bubbi Morthens......................................................Þorpið 6 Ýmsir .........................Gleðibankinn: 25 ár í Eurovision 7 Tilbury .....................................................................Exorcise 8 Adele .................................................................................. 21 9 Ýmsir ...........................Hot Spring: Landmannalaugar 10 Mugison ....................................................................Haglél Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.