Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 60
48 31. maí 2012 FIMMTUDAGUR
Tónlist ★★★ ★★
Asonat
Love in Times of Repetition
Silkimjúkt og sefandi
Asonat er samstarfsverkefni tveggja vel
þekktra íslenskra raftónlistarmanna, Jónasar
Þórs Guðmundssonar og Fannars Ásgríms-
sonar. Jónas hefur mest notast við aukasjálfið
Ruxpin, en Fannar er annar helmingur dúós-
ins Plastic Joy. Ruxpin hefur gefið út nokkrar
fínar plötur bæði hjá hérlendum og erlendum
plötufyrirtækjum, síðast kom Where Do We
Float From Here? sem bandaríska útgáfan
n5MD gaf út árið 2009. n5MD gefur líka út
tónlist Asonat.
Tónlistin á Love in Times of Repetition er að stærstum hluta hæggeng,
mjúk og seiðandi raftónlist, þó að hún herðist aðeins í nokkrum lögum, t.d.
We Have Come So Far Again, Dandelions For You og Last Song (Almost).
Þeir félagar syngja báðir á plötunni, en auk þeirra syngja franska söngkonan
Oléna Simon, japanska söngkonan Chihiro Dunn og Kjartan Ólafsson úr
Ampop. Yfirbragð plötunnar minnir svolítið á listamenn í mjúku deildinni,
eins og Thievery Corporation eða Kruder & Dorfmeister, en hljómur Asonat
er samt kaldari, meira teknó.
Love in Times of Repetition er ágætis plata. Lögin eru misgóð og hún
nær aldrei að koma manni verulega á óvart, en hún stendur samt vel fyrir
sínu. Bestu lögin eru mjög vel samin og oft ná Asonat-menn að skapa flotta
stemningu með vönduðum hljóðheiminum. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Ágætis plata frá nýrri rafpoppsveit Jónasar Ruxpin og Fannars
úr Plastic Joy.
Sjónvarpskokkurinn kjaftfori
Gordon Ramsay var fluttur á
sjúkrahús eftir að hafa tekið þátt
í góðgerðaleik í fótbolta á leik-
vangi Manchester United, Old
Trafford.
Ramsay lenti í samstuði við fót-
boltakappann fyrrverandi Teddy
Sheringham með þeim afleiðing-
um að hann lá óvígur eftir í gras-
inu vegna bakmeiðsla.
Hann var fluttur
beint á sjúkrahús en
er núna á batavegi.
Meðal annarra sem
tóku þátt í leiknum
voru leikararnir
Gerard Butler,
Mike Myers,
Woody Har-
relson og Will
Ferrell.
Fluttur á
sjúkrahús
Á BATAVEGI
Gordon
Ramsay er á
batavegi eftir
samstuðið við
Sheringham.
Vinkonunum Sigríði Ellu
Jónsdóttur, Hrafnhildi Guð-
rúnardóttur og Kristínu
Kristjánsdóttur langaði að
hrista upp verslunarflóru
Kaupmannahafnar og opna
verslunina Karrusel með
íslenskri og erlendri hönn-
un í bland.
„Okkur langaði að hrista upp í
vöruúrvalinu hérna en þó að mark-
aðurinn sé stór finnst okkur hann
vera frekar einsleitur,“ segja vin-
konurnar og nú búðareigendurnir
Sigríður Ella Jónsdóttir, Hrafn-
hildur Guðrúnardóttir og Kristín
Kristjánsdóttir sem opna verslun
í Kaupmannahöfn á næstu dögum.
Búðin nefnist Karrusel og hafa
vinkonurnar tryggt sér verslun-
arhúsnæði á besta stað í bænum,
nánar tiltekið í hliðargötu frá
Strikinu. „Við ákváðum að kýla á
þetta þegar við vorum allar flutt-
ar út til Kaupmannahafnar en
þetta hefur lengi verið í umræðu í
vinahópnum hérna úti. Við höfum
allar mismunandi reynslu að baki
og smellpössum saman sem við-
skiptafélagar,“ segja stúlkurnar
en búðaropnunin hefur verið í
bígerð í eitt og hálft ár. „Hérna úti
tekur allt lengri tíma en heima,
það er miklu meiri skriffinnska
og rammi utan um allt.“
Sigríður, Hrafnhildur og Krist-
ín eru búnar að tryggja sér vörur
eftir 25 unga og efnilega hönn-
uði, bæði íslenska og erlenda,
sem verða til sölu í búðinni. „Við
höfum trú á að íslensku hönnun-
inni verði vel tekið hérna en hún
er bæði litríkari og kannski ekki
eins klassísk og hin danska. Nú
vonum við bara að Danirnir bíti
á öngulinn.“
Karrusel þýðir hringekja á
dönsku en stöllurnar vilja að við-
skiptavinir búðarinnar upplifi
ákveðna veröld þegar þeir koma
inn í verslunina. „Að fara inn í
Karrusel á að vera skemmtileg
upplifun og gefa kitl í magann
þar sem þú finnur einstaka og
fagra hluti allt í kring. Upplif-
unin á að skilja eftir sig ákveð-
in hughrif sem fólk tekur með
sér úr versluninni.“ Karrusel
opnar þann 8. júní á Knabro-
stræde 1a en hægt er að fylgj-
ast með búðinni á vefsíðunni
Karruselboutique.com. - áp
Opna Karrusel í Danmörku
VILJA GEFA KITL Í MAGANN Vinkonurnar Sigríður Ella Jónsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir og Hrafnhildur Guðrúnardóttir opna verslun
með íslenskri hönnun í hliðargötu frá Strikinu í Kaupmannahöfn. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS
Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas
FIMMTUDAGUR: TYRANNOSAUR 18:00, 20:00, 22:00
I AM SLAVE 18:00, 22:00 CORIOLANUS 20:00, 22:30
JANE EYRE 17:30 IRON SKY 20:00, 22:00 SVARTUR Á
LEIK (ENG. SUBS) 17:40, 22:00
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA.TYRANNOSAUR
****-The Guardian
****-Roger Ebert
6. JÚNÍ: SUMARTÍÐ (L’Heure d’été) eftir OLIVIER ASSAYS!SKEMMD EPLI
****-Morgunblaðið
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI I. S
GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
SNOW WHITE AND THE... KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
SNOW WHITE AND THE... LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12
MIB 3 3D KL. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10
MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10
THE DICTATOR KL. 3.30 - 6 - 8 - 10 12
LORAX - ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L SNOW WHITE AND THE... KL. 5.45 - 8 - 10.15 12
MIB 3 3D KL. 8 - 10 10
THE DICTATOR KL. 6 12
SNOW WHITE AND THE HUNTSMAN KL. 6 - 9 12
MIB 3 3D KL. 6 - 9 10
SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 8 10
THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10.30 12
GRIMMD: SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 10
SVARTUR Á LEIK KL. 10 16
SNOW WHITE 4, 7, 10(P)
MEN IN BLACK 3 3D 5.45, 8, 10.15
THE FIVE-YEAR ENGAGEMENT 5, 8, 10.25
LORAX 3D - ISL TAL 4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
POWERSÝNI
NG
KL. 10
www.laugarasbio.is
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
5%
EGILSHÖLL
16
16
V I P
1212
12
12
12
L
10
10
10
12
12
ÁLFABAKKA
GG U ÞÉ I ÁTRY Ð R M ÐA
12
L
10
AKUREYRI
16
16
16
YFIR 50 ÞÚS.
BÍÓGESTIR !
Total film Variety
16
16
KRINGLUNNI
12
12
10
MÖGNUÐ SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA
V FOR VENDETTA
KEFLAVÍK
16
12
JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE
EMPIRE
EMPIRE
JOHNNY DEPP
FRÁ MEISTARA TIM BURTON