Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 31.05.2012, Qupperneq 61
FIMMTUDAGUR 31. maí 2012 49 Leikkonan Charlize Theron seg- ist vera orðin sérfróð um bleiu- skipti eftir að hún eignaðist son sinn Jackson. „Ég elska bleiuskipti, ég lýg því ekki. Og ég er orðin svo góð í þeim að ég gæti gert það sofandi. Ég hef þurft að kaupa bleiur í ólíkum löndum, því Jackson er á kynningarferðalagi með mér, og nú kann ég að skipta á japönsk- um bleium, spænskum, enskum og þýskum bleium. Bleiur eru svolítið ólíkar á milli landa og ég er orðin sérfróð um þær allar,“ sagði leikkonan um hið nýja hlut- verk sitt sem móðir. Sérfræðingur í bleium SÉRFRÓÐ Charlize Theron kveðst sérfróð um bleiuskipti. NORDICPHOTOS/GETTY Rapparinn Kanye West ku vera kominn í náðina hjá Kardashian- fjölskyldunni en hann hefur verið í sambandi með raunveruleika- stjörnunni Kim Kardashian í nokkra mánuði. Parið er ekki feim- ið við sviðsljósið en þau hertaka nú rauðu dreglana á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. West hefur nú miklar áhyggjur af móður kærustu sinnar, Kris Jenner, sem hefur aukið heimsókn- ir sínar til lýtalækna Los Angeles mikið. Móðir West lést árið 2007 eftir misheppnaða fitusogsaðgerð og hefur West biðlað til Jenner að fara varlega. Það mun eflaust ekki draga úr vinsældum raunveruleikaþáttanna um Kardashian-fjölskylduna þegar West fer að birtast á skjánum en hann hefur samþykkt að vera með í næstu seríu. Með áhyggjur af tengdó PÓSA Hvorki Kanye West né Kim Kar- dashian eru feimin við myndavélarnar og eru dugleg að stilla sér upp saman á rauða dreglinum í Cannes. NORDICPHOTOS/GETTY Fjölskylda og vinir leikarans Jeremys Renner hafa áhyggjur af því að ferill hans hljóti skaða af ofdrykkju hans. Renner á að hafa drukkið ótæpilega með máltíð á Chateau Marmont hótelinu í Los Angeles. „Jeremy var of drukkinn, sull- aði á sjálfan sig og röflaði,“ var haft eftir sjónarvotti. Heimildar- menn segja einnig að Renner hafi drukkið mikið á meðan hann var á kynningarferðalagi fyrir kvik- myndina Avengers. „Hann drakk heilu næturnar og vinum hans þótti nóg um. Ef hann tekur sig ekki á gæti þetta haft áhrif á feril hans,“ sagði heimildarmaðurinn. Talsmaður Renners neitar sögu- sögnunum. Óttast um feril Renners DREKKUR MIKIÐ Vinir Jeremy Renner hafa áhyggjur af drykkju hans. NORDICPHOTOS/GETTY Joshua Jackson og Diane Kruger voru á meðal gesta er sóttu góð- gerðamáltíð í Monte Carlo í vik- unni. Kruger, sem er þekkt fyrir góðan fatasmekk, klæddist kjól frá hönnuðinum Prabal Gurung og bar hálsmen sem innanbúðar- menn vilja meina að sé eins konar trúlofunargjöf frá Jackson. Kruger var áður gift franska leikaranum Guillaume Canet og hefur oft látið þau orð falla að hún vilji ekki gifta sig aftur. „Ég trúi ekki á hjónaband, ég trúi á skuld- bindingu hjartans. Það er ekki til sá pappír sem mun halda fólki saman ef það vill það ekki,“ sagði leikkonan sem gæti þó hafa snúist hugur í milli- tíðinni. Gætu verið trúlofuð TRÚLOFUÐ? Sögur eru um að Diane Kruger og Joshua Jackson hafi trúlofað sig á laun. NORDICPHOTOS/GETTY NÝTT www.facebook.com/Fronkex Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, dreitil af sultu og njóttu þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.