Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 62

Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 62
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is PEPSI-DEILD KARLA heldur áfram í kvöld en þá fara fram tveir leikir. Sel- foss tekur á móti Breiðablik og Keflavík sækir Val heim. Báðir leikir hefjast klukkan 19.15 og verða í beinni leiklýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Undankeppni EM: Ísland-Spánn 21-18 (8-10) Mörk Íslands (skot): Rut Jónsdóttir 4 (5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (6), Dagný Skúladóttir 4 (7), Karen Knútsdóttir 3/2 (6/2), Þórey Rósa Stefánsdóttir 2 (2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2 (6), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 1 (2), Stella Sigurðardóttir 1 (8/1), Sunna Jónsdóttir (1), Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 17 (34/1, 50%), Guðrún Ósk Maríasdóttir 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 5 (Dagný 3, Anna Úrsúla, Þórey Rósa) Fiskuð víti: 3 (Anna Úrsúla 2, Arna Sif Pálsdóttir) Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Spánar (skot): Macarena Aguilar 5 (9), Marta Mangue 4 (7), Nely Carla Alberto 3/1 (4/1), Carmen Martin 3/1 (6/3), Begona Fernandez 2 (2), Elisabeth Pinedo 1 (4), Vanessa Amoros (1), Veronica Cuadrado (1), Beatriz Fernandez (3), Varin skot: Silvia Navarro 16 (37/2, 43%), Cristina Gonzalez 1/1 (1/1, 100%), Hraðaupphlaup: 4 (Aguilar 2, Martin, Pinedo) Fiskuð víti: 4 (Aguilar 2, Fernandez, Cuadrado) Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Øyvind Togstad, Noregi og Rune Christiansen, Noregi Vináttulandsleikur: Svíþjóð-Ísland 3-2 1-0 Zlatan Ibrahimovic (2.), 2-0 Ola Toivonen (14.), 2-1 Kolbeinn Sigþórsson (26.), 3-1 Christian Wilhelmsson (77.), 3-2 Hallgrímur Jónasson (90.+3). Lið Íslands: Hannes Þór Halldórsson - Hallgrímur Jónasson, Kári Árnason (83., Hólmar Örn Eyjólfsson), Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason - Rúrik Gíslason, Aron Einar Gunnarsson, Helgi Valur Daníelsson (66., Eggert Gunnþór Jónsson), Gylfi Þór Sigurðsson - Birkir Bjarnason (81., Jóhann Berg Guðmundsson), Kolbeinn Sigþórsson (58., Alfreð Finnbogason). ÚRSLIT HANDBOLTI Dagur Sigurðsson stýrði sínum mönnum í Füchse Berlin inn í Meistaradeildina á næsta tímabili í gær þegar Refirnir tryggðu sér 3. sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með því að vinna tólf marka stórsigur á TBV Lemgo, 36-24. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik en Dagur Sigurðsson gat leyft sér að hvíla hann í seinni hálfleiknum enda yfirburðirnir mjög miklir. Þetta var síðasti heimaleikur Alexanders með Füchse Berlin en hann er á leiðinni til Rhein- Neckar Löwen. Füchse Berlin hefur þriggja stiga forskot á HSV Hamburg en aðeins ein umferð er eftir. - óój Þýska úrvalsdeildin í handbolta: Füchse tryggði sér þriðja sætið DAGUR SIGURÐSSON Er að gera frábæra hluti í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Brendan Rodgers, stjóri Swansea, verður næsti stjóri Liverpool en enskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að hann væri búinn að samþykkja að gera þriggja ára samning. Liverpool kaupir upp samning Rodgers við Swansea og þarf að borga velska félaginu á bilinu 4 til 5 milljónir punda. Liverpool hefur verið stjóralaust síðan Kenny Dalglish var rekinn 16. maí síðastliðinn og fyrir aðeins tólf dögum hafnaði Rodgers viðræðum við Liverpool. - óój Enska úrvalsdeildin: Rodgers tekur við Liverpool FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sig- þórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skall- aði inn horn Gylfa Þórs Sigurðs- sonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upp- hafi leiksins og gáfum þeim allt- of mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strák- ana til að vera grimmari varnar- lega,“ sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugar- farið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar,“ sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikj- unum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vin- áttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undan- keppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kol- beinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk,“ sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á úti- velli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við,“ sagði Lars. - óój Íslenska fótboltalandsliðið skoraði tvö mörk annan leikinn í röð en þurfti aftur að sætta sig við tap: Þetta er að verða betra og betra hjá okkur ZLATAN SÝNDI SNILLI SÍNA Zlatan Ibrahimovic bjó til tvö mörk fyrir Svía á fyrstu 14 mínútunum. Hér er hann í baráttunni við Hallgrím Jónasson. MYND/AFP HANDBOLTI Ísland vann í gær einn sinn stærsta sigur frá upphafi þegar liðið lagði Spán í Vodafone- höllinni, 21-18. Glæsilegur sigur hjá stelpunum okkar sem skoruðu níu af fyrstu tíu mörkum síðari hálf- leiksins. Verður sá stundarfjórð- ungur lengi í minnum hafður. Sigurinn þýðir að Ísland á enn möguleika á að komast í úrslita- keppni EM sem haldin verður í Hollandi í desember. Ísland væri þá að komast á sitt þriðja stórmót í röð en ljóst er að með frammistöðu sinni undanfarna mánuði er Ísland heldur betur að koma sér á kortið í kvennahandboltaheiminum. Nú er fram undan hreinn úrslita- leikur við Úkraínu ytra um hvort liðið fylgir Spánverjum upp úr riðl- inum og til Hollands. Úkraína býr þó að því að mega tapa með tveggja marka mun og því ljóst að verk- efnið verður erfitt fyrir íslensku landsliðskonurnar. En þær sýndu í gær að þær eru vísar til að yfirstíga hvaða hindr- un sem er. Eftir slakan fyrri hálf- leik sýndu þær mögnuð tilþrif í þeim síðari. Munaði ekki síst um markvörslu Guðnýjar Jennýjar Ásmundsdóttur sem var frábær í seinni hálfleiknum. „Við vinnum þetta saman. Það er liðsheildin sem skiptir máli,“ sagði Jenný, eins og hún er kölluð, af mikilli hógværð eftir leikinn. „Sem betur fer gekk allt upp á rétt- um tíma í seinni hálfleik eftir slen í þeim fyrri. Gústi [Ágúst Jóhanns- son þjálfari] hamraði á því í hálf- leik að við gætum miklu betur sem og við gerðum.“ Ísland var tveimur mörkum undir í hálfleik en Spánverjar hefðu með réttu átt að vera með miklu meiri forystu. Aðeins þeirra eigin klaufagangur og kæruleysi kom í veg fyrir það. Þær virtust svo algjörlega gátt- aðar þegar Ísland mætti til leiks í síðari hálfleik með miklum krafti. Stelpurnar voru fljótar að nýta sér meðbyrinn sem hófst með frábærri vörn og markvörslu. „Við skerptum á ákveðnum þátt- um og gáfum í. Við vorum passívar í fyrri hálfleik en mun grimmari í þeim síðari. Fyrir vikið uppskár- um við þriggja marka sigur á einu besta landsliði heims,“ sagði Ágúst. Spánn vaknaði til lífsins þegar stundarfjórðungur var eftir og stillti í gríðarsterka 5-1 vörn sem stelpurnar lentu í basli með. „Við lentum í vandræðum. En það er reynsla og þolinmæði komin í liðið sem var ekki áður. Við höfðum trú á okkur og kláruðum leikinn,“ sagði þjálfarinn. Karen Knútsdóttir segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þegar það tapaði fyrir Úkraínu í október síðastliðnum. „Við æfðum svo vel í nóvember og áttum svo gott mót á HM í desember. Við sýndum ákveðinn stöðugleika þar sem einkennir liðið enn í dag. Á HM sýndum við að við getum unnið bestu lið heims og að við erum að nálgast þau,“ sagði Karen en ítrekaði: „Það er bara hálfleikur í þessari baráttu. Nú er erfitt ferðalag fram undan til Úkraínu. Við höfum áður unnið þær með nítján marka mun en líka tapað fyrir þeim. En það er alveg víst að við ætlum ekki að sóa þessum sigri í kvöld. Við erum ekki hættar.“ eirikur@frettabladid.is Við ætlum ekki að sóa þessum sigri Ísland vann glæsilegan þriggja marka sigur á Spáni, sem vann brons á HM í desember, í undankeppni EM í gær. Sigurinn gefur Íslandi von um að komast á EM í Hollandi en til þess þarf sigur í Úkraínu um helgina. EM-DRAUMURINN LIFIR HJÁ STELPUNUM Hálfleiksræðan hjá Ágústi Jóhannssyni þjálfari kveikti í íslenska liðinu og stelpurnar lönduðu sigri eftir frábæran seinni hállfeik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.