Fréttablaðið - 31.05.2012, Síða 70
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR58
SUMARFRÍIÐ
„Ég verð sennilega mest í 101
Reykjavík í sumar. Lakkalakk
er að fara að flytja svo ég verð
á fullu í að koma því í stand.
Ég elska að vera í bænum á
sumrin því þá iðar hann af lífi
og mannfólki. Sundlaugarnar
og pallurinn heima er alveg jafn
gott og sólarströnd á Spáni.“
Ása Ottesen, eigandi vefverslunarinnar
Lakkalakk.com.
Dansarinn Linda Ósk Valdimars-
dóttir var stödd í Svíþjóð fyrir
helgi þar sem hún var við upptök-
ur á sænska sjónvarpsþættinum
Rampljuset. Þættirnir njóta mik-
illa vinsælda meðal sænskra ung-
menna og hafa töluvert áhorf.
Linda Ósk er eigandi dans-
skólans Rebel Dance Studio og
dansar að auki með Rebel-dans-
flokknum. Hún segir framleið-
endur Rampljuset hafa séð dans-
myndbönd hennar á Netinu og í
kjölfarið fengið hana til að koma
fram í þáttunum sem sýndir verða
í ágúst. Þættirnir eru hæfileika-
keppni fyrir börn og unglinga í
anda X-Factor þáttanna og eru
sýndir í sænska ríkissjónvarpinu.
„Frænka mín benti konu að
nafni Guðrún Hauksdóttir á mig,
en hún sér einmitt um að fá fólk
í þættina. Það eru fjögur atriði
sem keppa í hverjum þætti og ég
keppti á móti töframanni, beat-
boxara og tvíburum sem sýndu
listir á einhjóli,“ segir Linda Ósk
sem hreppti annað sætið. Óvana-
legt er að keppendur í Ramp ljuset
komi utan Svíþjóðar enda er þátt-
urinn ætlaður sænskum börnum
og ungmennum. Þátturinn fer
að sjálfsögðu fram á sænsku og
þurfti Linda Ósk að gera sér upp
sænskukunnáttu á meðan hún
hlýddi á umsagnir dómaranna.
„Ég brosti bara og kinkaði kolli
á meðan dómararnir töluðu við
mig enda skildi ég ekki orð. Þau
þýddu allt svo fyrir mig eftir tök-
urnar.“
Linda Ósk stundar helst street-
dans en einnig djassdans, nútíma-
dans og hiphop og hélt nokkur
dansnámskeið í Malmö á meðan
á dvöl hennar stóð. Aðsóknin á
námskeiðin var svo góð að Linda
hyggst fara aftur út í haust og
halda fleiri. „Þetta verður von-
andi ágætur stökkpallur fyrir
mig inn í danssenuna úti og það
var frábært að hafa getað nýtt
tækifærið og komið Dance Rebel
út fyrir landsteinana. Mér hafa
einnig boðist nokkur starfstilboð
í Svíþjóð sem ég er að íhuga og
það er ekki útilokað að ég flytji
þangað í haust,“ segir Linda Ósk
að lokum.
Rebel Dance Studio heldur
námskeið hér á landi í næstu
viku. Frekari upplýsingar má
nálgast á heimasíðu dansskólans
rebeldance studio.is. - sm
Keppti í sænskum þætti
Í SÆNSKA SJÓNVARPINU Linda Ósk
Valdimarsdóttir, dansari, kom fram í
hæfileikakeppninni Rampljuset sem
sýnd er á SVT.
Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg
Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúba-
dorar, eru nýkomnar heim til
Íslands eftir sex vikna tónleika-
ferðalag um Evrópu. Stúlkurn-
ar ferðuðust á eigin vegum til tíu
landa og komu meðal annars óvænt
fram með hljómsveitinni Bombay
Bicycle Club í Amsterdam.
„Við vorum sjálfboðaliðar í
Slóvakíu í fyrrasumar og spiluð-
um svolítið þar. Það var maður
sem heyrði í okkur í eitt skipt-
ið og sendi okkur póst þar sem
hann bauð okkur að koma út í vor
og spila hér og þar um Slóvakíu.
Hann sá alfarið um að skipuleggja
alla tónleikana fyrir okkur og að
auglýsa þá,“ segir Brynja, en þær
stöllur héldu utan um miðjan apríl.
Brynja og Þorbjörg fóru víða
á þessum sex vikum og stoppuðu
aðeins í þrjá daga á hverjum stað
fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær
dvöldu í eina viku. „Við byrjuð-
um í Danmörku og fórum svo til
London, Nantes, Rómar, Búdapest,
Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam
og enduðum loks í Berlín. Þetta
var svolítið stressandi en alveg
ótrúlega skemmtilegt ferðalag og
við lentum í mörgum ævintýrum,“
segir Brynja og nefnir í því sam-
hengi þegar vinkonurnar fengu
óvænt að stíga á svið með hljóm-
sveitinni Bombay Bicycle Club, en
meðlimir sveitarinnar eru vinir
Þorbjargar.
„Við komumst að því að þeir
yrðu í Brussel og Amsterdam
á sama tíma og við og mæltum
okkur mót. Þeir báðu okkur svo
um að syngja með sér á tvennum
tónleikum sem var mjög óvænt en
skemmtilegt,“ útskýrir Þorbjörg.
Aðspurð segir Brynja heim-
sóknirnar til slóvenska bæjarins
Danska Stiavnica og til Þránd-
heims í Noregi hafa staðið upp úr
ásamt því að hafa verið beðin um
eiginhandaráritun af slóvenskum
aðdáendum eftir eina tónleikana.
„Við spiluðum sex sinnum í Slóvak-
íu og eignuðumst nokkra aðdáend-
ur í kjölfarið. Nokkrir vildu eigin-
handaráritanirnar okkar og það
var svolítið merkileg upplifun.“
Þorbjörg segir erfitt að nefna
eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr
enda hafi ferðin verið mikið ævin-
týri frá upphafi til enda. „Ætli
fólkið sem við kynntumst standi
ekki upp úr sem það skemmtileg-
asta við ferðina. Og það að hafa
fengið að syngja með Bombay
Bicycle Club,“ segir hún.
Brynja hefur dansnám við
Listaháskóla Íslands í haust og
því er óvíst um framtíð tónlistar-
ferils hennar en Þorbjörg er stað-
ráðin í því að halda áfram að sinna
tónlistinni og stefnir á að gefa út
geisladisk næsta haust.
sara@frettabladid.is
BRYNJA BJARNADÓTTIR: UPPLIFUN AÐ GEFA EIGINHANDARÁRITANIR
STIGU ÓVÆNT Á SVIÐ MEÐ
BOMBAY BICYCLE CLUB
ÆVINTÝRALEG TÓNLEIKAFERÐ Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir eru
nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Fyndnasti maður Íslands, Daníel
Geir Moritz, leikur í nýjum íslensk-
um gamanþáttum sem verða sýndir
í haust. „Þetta er ferli sem er að fara
af stað hjá ákveðnum grínhópi sem
ég tilheyri ekki,“ segir hann en er
annars þögull sem gröfin um þætt-
ina.
Hálft ár er liðið síðan Daníel Geir
var valinn fyndnasti maður Íslands
og síðan þá hefur hann haft í nógu að
snúast í uppistandi sínu. „Þessi vetur
var alveg frábær og frá miðjum apríl
og fram í miðjan maí var mikil ver-
tíð.“ Grínmyndbönd hans á Face book
hafa einnig vakið athygli, auk þess
sem hann hefur reynt fyrir sér sem
útvarpsmaður á Rás 2. Hann hefur
mikinn áhuga á að starfa meira á
þeim vettvangi í framtíðinni.
Meðfram gríninu stundar Daníel
Geir meistaranám í ritlist og er
þessa dagana að semja dramatískt
gamanleikrit. Aðalpersónan er
maður á elliheimili sem fær barna-
barn í heimsókn sem hann þolir ekki.
„Það væri gaman að setja þetta upp
einhvern tímann. Ég held að þetta sé
mjög skemmtilegt, þótt ég segi sjálf-
ur frá.“
Daníel byrjaði að vinna á auglýs-
ingastofu í janúar en entist ekki lengi
þar. „Ég er að kappkosta við hvað ég
kemst lengi upp með að fá mér ekki
fasta vinnu.“ Í sumar heldur
hann fyrirlestra fyrir unglinga í
vinnuskólum. „Ég er menntaður
kennari, sem margir vita kannski
ekki. Ég er að fara yfir hvað stend-
ur vinnuskólakrökkum til boða og
að þeir þurfi ekkert að óttast
draumana sína.“ - fb
NÓG AÐ GERA
Fyndnasti maður
Íslands er með mörg
verkefni á sinni
könnu.
Leikur í nýjum gamanþáttum