Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Göngin eru ekki gerð fyrir okkur starfsmenn Mjólkárvirkjunar, þótt sumir hafi haldið því fram, og breyta engu um rekstur virkjunar- innar,“ segir Steinar R. Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði. Hann hefur haldið landsmönnum upplýstum um gang verksins í gegnum áhugahóp á Fa- cebook enda getur hann fylgst með hluta framkvæmdanna út um gluggann í vinnunni. „Mönnum fannst vanta upplýs- ingar um gangagröftinn í upphafi. Tilkynningar eftirlitsmanna Vega- gerðarinnar skiluðu sér ekki nógu vel til almennings. Menn vita af okkur hér skammt frá göngunum og það var alltaf verið að hringja í mig til að spyrja hvernig gengi. Ég ræddi við eftirlitsmennina um það hvort ekki mætti setja tilkynningar þeirra inn á Facebook. Til var óvirkur hópur sem er opinn fyrir innlegg og ég fór að setja tilkynn- ingarnar þar inn,“ segir Steinar. Hann hefur einnig sett inn eigin myndir og skrif, eftir því sem tæki- færi hafa gefist. Hann byrjaði á þessu eftir fyrstu sprengingu haustið 2017, lengst af vikulega, en sjaldnar eftir að verk- takarnir sprengdu sig í gegn. Framtakið hefur mælst vel fyrir. Margir þakka Steinari fyrir og nú eru yfir 2.100 meðlimir í facebook- hópnum. „Ef pistillinn var ekki kominn inn eftir vikuna fóru menn að hringja og spyrja hvað væri að.“ Opnuð að ári Gerð Dýrafjarðarganga hefur gengið vel og stóráfallalaust hjá verktökunum Suðurverki og Metrostav. „Það hefur allt gengið upp enda þrautþjálfaður mann- skapur sem sinnir þessu ákaflega vel,“ segir Steinar. Í haust og vetur vinna verktak- arnir að klæðningum, lögnum og vegagerð inni í göngunum og bygg- ingu skála við gangamunna og að lagningu vega og smíði brúa til að tengja göngin við þjóðvegakerfið. Göngin eiga að vera tilbúin til notk- unar í september á næsta ári og er ekkert sem bendir til annars en það gangi eftir. „Mesta breytingin verður að með göngunum fæst heilsárstenging á milli norður- og suðurhluta Vest- fjarða,“ segir Steinar en Hrafns- eyrarheiðin er nú lokuð yfir vetur- inn. Dýrafjörður hefur því verið endastöð að vetrinum en með opn- un ganganna verður hann miðsvæð- is. Sama má segja um Mjólkárvirkj- un, sunnan ganga. Dynjandisheiði, sem liggur úr Arnarfirði og niður í Vatnsfjörð, verður þó áfram farar- tálmi í þessari tengingu en undir- búningur er hafinn að vegagerð þar. Þá liggur gamall og lélegur vegur um Arnarfjörð til Bíldudals. Vakta virkjanir á Vestfjörðum Steinar segir að starfsmenn Mjólkárvirkjunar sæki alla þjón- ustu til Bíldudals og yfir hávetur- inn fara þeir þaðan með báti til vinnu. Úthaldið er langt og veður geta verið hörð þannig að vakta- skiptin dragast stundum. Virkjunin verður alltaf í sínu landslagi og samgöngurnar breyta litlu fyrir raforkuframleiðsluna. Þó verður lagður rafstrengur í gegn- um göngin og það styrkir teng- inguna og eykur afhendingarör- yggi. Langstærsti hluti raforkufram- leiðslu á Vestfjörðum kemur frá Mjólká. Starfsmennirnir vakta einnig aðrar virkjanir í fjórðungn- um og þegar eitthvað kemur upp á, vegna línuslita eða annars, grípa þeir til aðgerða í samvinnu við stjórnstöð Landsnets. Steinar segir að raforkukerfið á Vestfjörðum sé brothætt, meðal annars vegna þess að það sé tengt við landskerfið með aðeins einni línu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hófsá Unnið er að smíði brúa á Mjólká og Hófsá í Arnarfirði, vegagerð að göngunum og uppsteypu vegskála. Uppi í fjallinu sér til syðri gangamunnans. Þakklátir fyrir upplýsingar  Steinar R. Jónasson hefur haldið landsmönnum upplýstum um gang fram- kvæmda við Dýrafjarðargöng  Göngin munu tengja byggðir Vestfjarða saman Dýrafjarðargöng Steinar R. Jónasson stendur við gangamunnann. „Dagurinn í dag hefur verið dimmur fyrir Væringja, meðlimi þess og evrópskar miðaldabarda- gaíþróttir í heild.“ Þetta segir á fésbókarsíðu Reykjavik HEMA Club, nýs miðaldaskylminga- klúbbs, en a.m.k. tveir þjálfarar miðaldaskylmingaklúbbsins Vær- ingja sögðu sig frá klúbbnum og stofnuðu ofannefndan Reykjavik HEMA Club eftir að einn stofn- enda Væringja, Ríkharður Leó Magnússon, kom fram í fjölmiðlum sem forystumaður Norðurvígis. Kemur þetta einnig fram á fésbók- arsíðunni þar sem segir að nýi klúbburinn verði ekki á neinn hátt tengdur Væringjum eða Norður- vígi. Samtökin Norðurvígi eru nýnas- istasamtök með tengingar við Norrænu mótstöðuhreyfinguna. Voru það menn á vegum Norður- vígis sem gengu um Kársnesið í Kópavogi á föstudag og dreifðu nasistaáróðri. Sömuleiðis komu félagsmenn í Norðurvígi saman á Lækjartorgi í Reykjavík og dreifðu áróðri sínum. Tilkynnt var um veru þeirra þar og mætti lög- regla á staðinn. Ræddi hún við mennina og tók niður nöfn þeirra. Stofnandi formaður nasistasamtaka Á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekkt- um orsökum í hundum í Noregi. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og samkvæmt síðustu upplýsingum er talið að á annan tug hunda hafi drepist en þeir gætu verið fleiri. Í frétt frá Matvælastofnun segir að hún hafi tekið ákvörðun um að heimila ekki innflutning hunda frá Noregi þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggi fyrir. Helstu einkenni sjúkdómsins eru blóðug uppköst og niðurgangur. Norska dýraheilbrigðisstofnunin vinnur nú ásamt norsku matvæla- stofnuninni (Mattilsynet) að grein- ingu í samráði við dýralæknahá- skólann í Noregi og þá dýraspítala sem hafa haft veika hunda til með- höndlunar. Fjöldi sýna hefur verið tekinn til rannsóknar og fjórir hundar hafa verið krufðir. Flest til- fellin hafa komið upp í Ósló og ná- grenni. Um er að ræða mjög bráð veik- indi sem draga hundana til dauða á u.þ.b. sólarhring jafnvel þrátt fyrir mikla meðhöndlun. Þó eru dæmi um hunda sem sýna vægari einkenni og virðast hafa komist yfir veikindin. Stöðva innflutning hunda frá Noregi Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú fíkniefnamál sem upp kom þegar erlendur karl- maður reyndi að smygla tæpum 700 grömmum af kókaíni til lands- ins. Að sögn lög- reglu var maðurinn að koma frá Madríd á Spáni 1. september og viðurkenndi hann fyrir tollgæslu í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar að hann væri með fíkniefni innvortis. Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók manninn og færði á lögreglu- stöð. Þar skilaði hann af sér sam- tals 70 pakkningum af fíkniefninu, að því er lögreglan greinir frá í til- kynningu. Hann sætir nú gæsluvarðhaldi og rannsókn málsins er í höndum lög- reglunnar á Suðurnesjum. Tekinn með 700 grömm af kókaíni Kókaín Var með 70 pakkningar innvortis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.