Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum HM karla í Kína Milliriðill I: Venesúela – Rússland .......................... 60:69 Pólland – Argentína ............................. 65:91  Lokastaðan: Argentína 10, Pólland 9, Rússland 8, Venesúela 7. Milliriðill J: Púertóríkó – Ítalía................................ 89:94 Spánn – Serbía...................................... 81:69  Lokastaðan: Spánn 10, Serbía 9, Ítalía 8, Púertóríkó 7. Milliriðill K: Brasilía – Tékkland .............................. 71:93 Bandaríkin – Grikkland ....................... 69:53  Bandaríkin 8, Brasilía 7, Tékkland 7, Grikkland 6.Milliriðill L: Ástralía – Dóminíska lýðveldið ........... 82:76 Frakkland – Litháen............................ 78:75  Frakkland 8, Ástralía 8, Litháen 6, Dóm- iníska lýðveldið 6. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Undankeppni EM U21 karla: Víkingsvöllur: Ísland – Armenía.............. 17 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – Fram.................. 19.30 Dalhús: Fjölnir – ÍR............................. 19.30 Í KVÖLD! Bandaríkin Utah Royals – Portland Thorns............. 1:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn á á 73. mínútu í liði Utah Royals.  Dagný Brynjarsdóttir lék allan tímann fyrir Portland. Svíþjóð Rosengård – Djurgården ....................... 3:1  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan tím- ann með Rosengård.  Guðrún Arnardóttir lék allan tímann með Djurgården en Ingibjörg Sigurðar- dóttir kom ekki við sögu. Guðbjörg Gunnarsdóttir er í barneignarfríi. Örebro – Kristianstad............................. 0:1  Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan tímann fyrir Kristianstad en Sif Atladóttir spilaði ekki. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Þýskaland Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Berghofen – Wolfsburg .......................... 0:2  Sara Björk Gunnarsdóttir lék fyrstu 75 mínúturnar fyrir Wolfsburg. Mönchengladbach – Leverkusen........... 1:2  Sandra María Jessen lék allan tímann með Leverkusen og skoraði fyrra markið.  Í KAPLAKRIKA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is FH-ingar tryggðu sér sæti í 2. um- ferð EHF-bikarkeppni karla í hand- bolta með sannfærandi 29:21-sigri á Vise frá Belgíu í síðari leik liðanna í Kaplakrika í gær. Fyrri leiknum lauk með 27:27-jafntefli og fer FH því áfram með samanlögðum 56:48- sigri. FH komst fljótlega í 6:2 og voru pirraðir belgískir gestir ekki nálægt því að jafna eftir það. Varnarleikur FH var til mikillar fyrirmyndar og tapaði Vise hverjum boltanum á fæt- ur öðrum framan af leik og FH svar- aði með auðveldum mörkum hinum megin. Þýski markmaðurinn Phil Döhler lék síðan glæsilega og varði 21 skot. FH er með betra hand- boltalið en Vise og það sást. Leik- urinn var mjög vel upp settur hjá FH-ingum. Þeir lágu vel til baka í vörninni og leyfðu gestunum að koma á sig. Varnarmenn FH eru stórir og sterkir og unnu þeir flest návígi og gáfu fá færi á sér. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur með sjö mörk og Einar Rafn Eiðsson skoraði fimm, en Ásbjörn Friðriksson var alls ekki síðri. Hann skoraði þrjú mörk sjálf- ur og stýrði skipinu af mikilli fag- mennsku í sókninni. Ásbjörn var með í kringum tíu stoðsendingar og mætti halda að hann væri með tíu augu. Hann sér hluti á handbolta- vellinum sem enginn annar sér. FH lítur mjög vel út í upphafi leik- tíðar og er alveg ljóst að liðið hefur alla burði til þess berjast um þá titla sem í boði eru hér á landi. Næstu andstæðingar FH í keppninni eru Arendal frá Noregi, sem ætti að vera sterkari andstæðingur en Vise. Haukar féllu úr leik í Tékklandi Haukar eru úr leik eftir 45:51- samanlagt tap gegn Talent Plzen frá Tékklandi. Tékkneska liðið vann fyrri leikinn á Ásvöllum, 25:20 og var ljóst að verkefnið yrði ærið fyrir Hauka á útivelli. Haukar komust fimm mörkum yfir og náðu þannig að jafna einvígið þegar seinni hálf- leikur var hálfnaður. Tékkarnir voru hins vegar mikið betri á lokakafl- anum og tryggðu sér sigurinn í leiknum og einvíginu. Halldór Ingi Jónasson var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. FH keyrði yfir Belgana  FH áfram í EHF-bikarnum eftir sigur á heimavelli  Varnarleikur og mark- varsla til fyrirmyndar  Ásbjörn dældi út stoðsendingum  Haukar úr leik Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Markahæstur Bjarni Ófeigur Valdimarsson er hér að skora eitt af sjö mörkum sínum fyrir FH í Evrópuleiknum gegn Vise í Kaplakrika í gær. Kaplakriki, EHF-keppni karla, síðari leikur, sunnudaginn 8. september 2019. Gangur leiksins: 2:2, 6:3, 8:4, 10:4, 11:7, 14:8, 17:10, 20:13, 23:15, 25:17, 26:18, 29:21. Mörk FH: Bjarni Ófeigur Valdimars- son 7, Einar Rafn Eiðsson 5, Leon- harð Þorgeir Harðarson 4, Arnar Freyr Ársælsson 4, Ásbjörn Frið- riksson 3/1, Ágúst Birgisson 3, Birgir Már Birgisson 2, Einar Örn Sindra- son 1. Varin skot: Phil Döhler 21/1. FH – Vise 29:21 Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Vise: Sergio Rola 4/1, Yves Vancosen 3, Matej Flajs 3, Adrien Cusumano 2, Sebastien Gava 2, Nuno Carvalhais 2, Banjamin Danesi 2/1, Vincent Bello 1, Thomas Mor- mont 1, Pierre Brixhe 1. Varin skot: Kevin Siraut 8, Rudi Schenk 7. Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: 720. Dómarar: Vadims Jaskins og Edu- ards Zabko frá Lettlandi.  FH vann samanlagt 56:48. Valskonur eru úr leik í EHF- bikarnum í handknattleik eftir sjö marka tap gegn sænsku deildar- meisturunum í Skuru í síðari leik liðanna í 1. umferð keppninnar í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með 31:24-sigri Skuru en fyrri leik liðanna á föstu- daginn síðasta lauk með eins marks sigri Vals, 23:22, og Skuru vann því einvígið samanlagt 53:47. Valskonur byrjuðu leikinn vel en síðan ekki söguna meir. Leikmenn liðsins gerðu sig seka um slæm mistök í sókninni og þá lak vörnin hjá Íslandsmeisturunum eins og gatasigti á löngum köflum í leikn- um. Valsliðið nýtti hornin illa og allt of fá mörk komu af línunni. Að sama skapi fengu ungir og óreynd- ir leikmenn tækifæri í leiknum og þar fór Ásdís Þór Ágústsdóttir mik- inn. Ríkjandi Íslands-, deildar- og bik- armeistarar eiga langt í land og liðið saknar sárlega reynslubolt- anna frá síðustu leiktíð. Það er því erfitt að sjá Hlíðarendaliðið leika sama leik á komandi keppnis- tímabili. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Markahæst Díana Dögg Magnúsdóttir að skora eitt af átta mörkum sínum. Áttu ekkert í sænsku deildarmeistarana Origo-höllin, EHF-keppni kvenna, síðari leikur, sunnudaginn 8. sept- ember 2019. Gangur leiksins: 2:3, 5:4, 6:5, 8:7, 10:12, 11:16, 12:20, 14:21, 16:26, 18:27, 22:29, 24:31. Mörk Vals: Díana Dögg Magn- úsdóttir 8, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 6, Sandra Erlingsdóttir 2/2, Lilja Ágústsdóttir 2, Auður Ester Gests- dóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1. VALUR – SKURU 24:31 Varin skot: Íris Björk Sím- onardóttir 16/1, Andrea Gunn- laugsdóttir 2. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Skuru: Ulrika Olsson 6/1, Vilma Matthijs Holmberg 6, Alex- andra Bjärrenholt 5, Cornelia Da- hlström 4, Elin Hansson 3, Mat- hilda Lundström 3, Daniela De Jong 2, Ronja Vesterlund 2. Varin skot: Rebecca Nilsson 7. Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: 258.  Skuru vann einvígið 53:47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.