Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
✝ Jakob Þor-steinsson
fæddist 24. maí
1934 að Brekkna-
koti í Þistilfirði.
Hann lést að
heimili sínu í
Torreveja á Spáni
6. ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Sig-
fúsdóttir, f. 6.
febrúar 1899, d.
21. apríl 1969, og Þorsteinn
Stefánsson, f. 6. maí 1894, d.
12. júní 1957.
Systkini Jakobs eru Guðný
Soffía Þorsteinsdóttir, f. 30.
apríl 1921, d. 26. október 1996,
Ásmundur Þorsteinsson, f. 18.
júlí 1923, d. 24. október 2013,
Vilmundur Þorsteinsson, f. 18.
nóvember 1925, Fjóla Þor-
steinsdóttir, f. 8. apríl 1930, og
Kolbrún Þorsteinsdóttir, f. 26.
ágúst 1936.
Jakob giftist Jensínu Stefáns-
dóttur, f. 21. febrúar 1937, frá
Haugi í Miðfirði. Jakob og
Fjólu Jónsdóttur f. 23. febr-
úar 1946. Börn Fjólu eru
Garðar Berg Guðjónsson, f.
7. júní 1968, Valur Berg
Guðjónsson, f. 27. júlí 1970,
og Steinþór Sigurðarson, f.
2. apríl 1977.
Þau bjuggu í Reykjavík og
byggðu sér sumarbústað á
Arnarstapa. Jakob var með
réttindi til að smíða plast-
báta og smíðaði nokkra báta
og breytti fyrir sig og aðra.
Frá Arnarstapa reri hann
síðan á eigin bát á milli ann-
arra starfa en hann hafði
mestmegnis verið í vöru-
flutningum og sendibíla-
akstri.
Fyrir 20 árum seldu þau
sumarbústaðinn og keyptu
sér íbúð á Torreveja á
Spáni. Þar dvöldu þau yfir
vetrartímann, spiluðu golf
og þar tók hann virkan þátt
í starfi Íslendingafélagsins.
Oft á sumrin komu þau og
dvöldu í Bolungarvík þar
sem þau áttu lítið hús. Þaðan
reri Jakob á eigin bát þar til
hann varð áttræður. Þá
fluttu þau alfarið til Spánar
þar sem hann bjó til dánar-
dags.
Útförin fór fram í Torre-
vieja á Spáni 11. ágúst 2019.
Jensína byggðu sér
hús á Raufarhöfn
og bjuggu þar en
fluttu til Reykja-
víkur 1966. Jakob
starfaði þá sem
vöruflutningabíl-
stjóri milli Reykja-
víkur og Vopna-
fjarðar. Þau skildu
1973. Börn þeirra
eru Hafdís Guðný
Jakobsdóttir, f. 25.
júní 1957, í sambúð með Viðari
Sigurðssyni, synir þeirra eru
Jakob Marel og Þorkell Máni
Hafsteinn. Elvar Jakobsson, f.
31. janúar 1967, giftur Kristínu
Höllu Sigtryggsdóttur. Sonur
þeirra er Elvar Jens, f. 15. júlí
1999. Hafsteinn á fyrir tvo syni,
þá Kristófer Fannar, f. 13. febr-
úar 1991, og Arnór Inga, f. 8.
ágúst 1997.
Jakob giftist Þorbjörgu Guð-
brandsdóttur, f. 11. maí 1941,
d. 21. nóvember 2008. Þau
skildu.
Jakob giftist Steinþóru
Þann 6. ágúst lést Jakob,
fósturfaðir minn og vinur. Fyrir
33 árum kom hann óvænt inn í
líf okkar fjölskyldunnar þegar
hann og mamma kynntust.
Óhætt er að segja að hann kom
eins og ferskur andblær inn í líf
okkar. Þegar þau kynntust hafði
hún búið ein með okkur bræðr-
unum um tíma. Ég er elstur
okkar, næstur kemur Valur og
svo Steinþór langyngstur. Ég
var því vanur að vera „húsbónd-
inn“ á heimilinu. Við bræðurnir
heilluðumst strax af Jakobi og
hann tók okkur strax að sér og
húsbóndahlutverkið um leið.
Fjölskyldan varð strax samheld-
in með Jakob sem höfuð hennar
og reyndist hann okkur vel alla
tíð.
Jakob hafði ávallt unnið sjálf-
stætt og þegar ég var að hug-
leiða framtíðina hvatti hann mig
til þess sama. Ein af fyrstu sam-
eiginlegu minningunum var þeg-
ar ég 18 ára gamall ákvað að
fara út í sendibílaakstur. Þá
nýttust hans góðu ráðleggingar
vel. Jakob hafði gaman af bátum
og bátasmíði, kannski var það
honum í blóð borið því hann
sagði mér oft frá því þegar hann
sem strákur hjálpaði föður sín-
um við bátasmíðar norður í Þist-
ilfirði. Svo fór að þegar Jakob
síðar fór að smíða sér bát hjálp-
aði ég til og fékk strax áhuga á
að eignast bát og gera út.
Seinna rerum við oft samhliða
frá Arnarstapa og létum fara vel
um okkur í landlegum í sum-
arhúsinu sem Jakob og mamma
byggðu þar. Um tíma átti Jakob
heimasmíðaðan húsbíl sem hann
og mamma ferðuðumst á um allt
land. Hann bjó einnig í bílnum
meðan hann reri frá Tálknafirði
nokkur sumur. Í landlegum var
þá oft margt um manninn og
kátt á hjalla í bílnum hjá Jakobi
því hann var höfðingi heim að
sækja og hafði gaman af að fá
gesti og miðla af reynslu sinni.
Um aldamótin fluttu Jakob
og mamma til Spánar en jafn-
framt héldu þau heimili í Bol-
ungarvík þaðan sem hann hélt
áfram að smíða, gera við og
gera út báta. Frá Bolungarvík
rerum við oft samhliða og oft
var langt sótt eftir fiski. Hann
naut þess alltaf að vera á sjó og
þar vildi hann helst vera. Þrátt
fyrir að vera kominn á efri ár
gaf hann okkur yngri mönnun-
um ekkert eftir í sjósókn og
afla, slíkur var krafturinn og
eljusemin sem bjó í honum alla
tíð.
Óhætt er að segja að Jakob
vann mikið og oft langa vinnu-
daga. Eftir að hann fór að
dvelja á Spáni fann hann krafti
sínum farveg í golfi, sem hann
og mamma stunduðu af kappi
og miklu keppnisskapi. Einnig
tók hann virkan þátt í fé-
lagsstarfi Íslendinga í Torre-
vieja því hann var félagslyndur
og hafði gaman af manna-
mótum. Jakob var einstaklega
bóngóður, um það geta þeir fjöl-
mörgu sem til hans leituðu vitn-
að.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Jakobi og haft hann fyr-
ir fósturföður. Hann reyndist
mér, bræðrum mínum og ekki
síst mömmu stoð og stytta. Oft
var sagt um Jakob að hann væri
„gull af manni“. Í þeim orðum
endurspeglast hans persónuleiki
og þannig mun ég ávallt minn-
ast hans.
Garðar Berg Guðjónsson.
Jakob
Þorsteinsson
✝ GuðbjörtMagnúsdóttir,
Butta eins og hún
var oftast kölluð
af sínum nánustu,
fæddist í Vest-
mannaeyjum 31.
maí 1924. Hún lést
27. júlí 2019.
Framætt hennar
í föðurætt er úr
Barðastrandasýsl-
unni og móður-
ættin úr Austur-Landeyjunum,
báðir í marga ættliði aftur.
Foreldrar Buttu voru hjónin
Oddný Erlendsdóttir, f. 1883,
d. 1969, og Magnús Magnús-
son, f. 1882, d.
1961, skipasmiður
í Vestmannaeyjum
og smiður í
Reykjavík.
Hún var ein 10
systkina og átti
auk þess eina hálf-
systur sem dó ung.
Butta ólst upp
hjá foreldrum sín-
um og systkinum á
Bjarmalandi í Eyj-
um. Faðir hennar byggði húsið
árið 1921.
Útför hennar fór fram frá
Grafarvogskirkju 12. ágúst
2019.
Móðir mín, Guðbjört Magnús-
dóttir eða Butta eins og hún var
yfirleitt kölluð, ólst upp hjá for-
eldrum sínum og systkinum á
Bjarmalandi í Vestmannaeyjum.
Áður hafði fjölskyldan búið á
Dvergasteini og á Ingólfshvoli í
Eyjum.
Lífið hefur alveg örugglega
ekki verið dans á rósum hjá fjöl-
skyldunni á Bjarmalandi, ekki
frekar en hjá mörgum öðrum á
þessum tíma. Mamma talaði þó
alltaf hlýlega um sín uppvaxt-
arár í Eyjum og eins um for-
eldra sína og systkini.
Hún og Marta eldri systir
hennar voru þó sérstaklega nán-
ar og eyddu miklum tíma sam-
an. Ég gef mér það að Marta
hafi nánast gengið mömmu í
móðurstað, einungis 10 ára að
aldri, á meðan móðir þeirra átti
við veikindi að stríða og það hafi
tengt þær enn sterkari böndum.
Ég veit það ekki fyrir víst en
þær voru í það minnsta mjög
nánar.
Sonja dóttir Mörtu reyndist
mömmu algjör perla, var ótrú-
lega dugleg við að heimsækja
hana og rækta sambandið. Fyr-
ir það get ég seint þakkað minni
kæru frænku.
Mamma vann meira og minna
í fiskvinnslu frá 1950 og til 1988.
Þá var hún gangavörður í
Laugarnesskóla 1988-90 og í
Grandaskóla 1990-94.
Hún sótti Vesturbæjarlaug-
ina til fjölda ára og átti þar góð-
an vina- og kunningjahóp. Sá fé-
lagsskapur gaf henni mikið.
Hún hafði alltaf gaman af alls
kyns handavinnu og prjónaði,
heklaði og bróderaði eða hvað
þetta heitir allt saman langt
fram á níræðisaldurinn.
Hún slípaði steina og fór á
leirnámskeið.
Hún, eins og flest ef ekki öll
systkini hennar held ég, átti
stundum frekar erfitt með sýna
sannar tilfinningar sínar. Hún
sagði mér ekki oft beint út að
hún elskaði mig en ég veit að
hún gerði það. Sama má segja
um pabba. Þau voru ekki að
flíka tilfinningum sínum óþarf-
lega mikið, sérstaklega ekki ein-
hverju svona væntumþykjuhjali.
Ég veit að þau elskuðu mig
bæði, þó þau segðu það ekki oft
á dag. þau sýndu það meira í
verki. Það dugði og dugar mér.
Þau létu ansi margt eftir litla
prinsinum sínum.
Ég er svona reyndar líka, ég
á stundum erfitt með að tjá ást-
vinum mínum að ég elska þau
og er óheyrilega stoltur af þeim.
Börnin mín eru mun opnari til-
finningalega en ég og foreldrar
mínir, sem betur fer.
Mamma og pabbi hjálpuðu
okkur Öddu mikið með því að
passa Írisi þegar hún var lítil og
sækja hana og skutla þegar við
áttum ekki auðvelt með það.
Það var ómetanlegt.
Ég hef oft velt fyrir mér hvað
foreldrar mínir og þeirra kyn-
slóð hefur upplifað margar
breytingar á sínu æviskeiði.
Heimsstyrjöld, öll þessi tækni-
bylting á nánast öllum sviðum
sem þau þurfti að reyna að laga
sig að. Lífið var svo fábrotið
þegar þau voru ung og oft mikil
fátækt hjá mörgum. Ísland 1919
og Ísland 2019 eru tveir gjör-
ólíkir heimar. Það er þessari
kynslóð að þakka, að stórum
hluta, hvað við höfum það gott i
dag.
Við sem þjóðfélag sýnum
gamla fólkinu ekki að við kunn-
um að meta það.
Guð geymi þig, elsku
mamma.
Ástarkveðja, þinn
Símon og fjölskylda.
Elsku amma Butta mín.
Ég á svo margar yndislegar
minningar tengdar þér og afa
Óla. Ég var ótal oft hjá ykkur
bæði á Framnesvegi og á
Kaplaskjólsvegi. Það var alltaf
svo gott að koma til ykkar. Þú
dekraðir alveg við mig og varst
alltaf til í að spila langavitleysu,
kenna mér kapla eða hvað það
var sem mér datt í hug að biðja
þig um að sýsla með mér. Oft
vorum við líka bara að spjalla
um lífið og tilveruna og það var
alveg sama hvað ég spurði
margra spurninga – þú virtist
aldrei verða þreytt á því að
svara. Við fengum okkur yfir-
leitt fjallagrasaflatkökur með
hnetusmjöri og diet kók.
Ég á líka dýrmætar minn-
ingar úr Vesturbæjarlauginni
þar sem ég fékk að fylgja þér að
hitta vini þína sem þú hittir þar
á hverjum morgni. Mér fannst
rosalega flott að fá að koma
með þangað. Annað sem mér
fannst alveg rosalega flott var
að fá að fara með þér og Mörtu,
systur þinni, í Kolaportið um
helgar þar sem yfirleitt fylgdi
langur bíltúr. Ég hef líklegast
verið nýlega byrjuð í skóla – en
þið töluðuð alltaf við mig eins og
ég væri jafningi ykkar.
Þú varst einn af mínum klett-
um. Eins og þegar ég þorði ekki
að fara ein til Vestmannaeyja að
keppa í fótbolta því ég fékk
heimþrá, þá bókaðir þú þér ferð
þangað, varst mér innan handar
og veittir mér öryggi.
Ég er óendanlega þakklát
fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu.
Ég er þakklát fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig, allt sem þú
kenndir mér og þær fjölmörgu
stundir sem við áttum saman.
Ég elska þig og ég sakna þín.
Þín
Íris Björk.
Guðbjört
Magnúsdóttir
Við sökum hennar
Hönnu sem hefði
orðið 76 ára núna í
september. Að þekkjast og vera
vinkonur í rúma hálfa öld er góður
tími. Kynni okkar hófust þegar við
vorum allar au pair í Radlett,
Herts.. Englandi og höfðum við
nær dagleg samskipti. Ýmsar
skemmtilegar uppákomur og
margt var brallað á þeim tíma. Nú
síðustu árin hittumst við reglulega
og prófuðum kaffihús bæjarins.
Faðmur Hönnu var stór og hlýr,
hún sá skoplegu hliðarnar á mál-
um. Oft áttum við hressilegar sam-
ræður saman og ef pólitík bar á
góma hafði Hanna sterkar skoðan-
ir og allar vorum við sammála, gát-
um hlegið mikið að allri vitleysunni
og höfðum gaman af.
Við þökkum Hönnu samfylgd-
ina gegnum árin og minnumst
hennar ætíð.
Sigurveig Hanna
Eiríksdóttir
✝ SigurveigHanna Eiríks-
dóttir fæddist 7.
september 1943.
Hún andaðist 27.
júlí 2019.
Útför Sig-
urveigar fór fram
13. ágúst 2019.
Kæra Margrét
Eir og fjölskylda,
innilegar samúðar-
kveðjur.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri
það.
Því morgni eftir orðinn
dag
enginn gengur vísum
að.
(Bragi Valdimar Skúla-
son)
Jenný, Kristrún G.
(Kittý), Ragna, Kristrún
P. (Rúna).
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hanna Eiríksdóttir, önnur
tveggja skólasystra okkar úr
Leiklistarskóla Leikfélags
Reykjavíkur, féll frá á sama sólar-
hring og Hrönn Steingrímsdóttir.
Eru því aðeins fimm eftir af átta
manna hópi, því að Guðríður Lillý
Guðbjörnsdóttir féll frá á síðasta
ári. Það var lengi von okkar að
Hanna myndi sigrast á meininu,
því að einbeitni og kjarkur ein-
kenndi baráttu hennar.
Í þrjú ár, 1966-1969, þoldum
við súrt og sætt saman í skólan-
um, að sjálfsögðu mest sætt, því
að samdóma álit okkar er að það
hafi verið einhver skemmtilegasti
tími ævi okkar.
Hanna var mjög ábyrg í öllu
sínu námi í skólanum, vandvirk og
einstaklega gott að leika á móti
henni. Hún var afar hlýleg per-
sóna og hress og kát, en hún lét
engan ganga yfir sig. Ljóðalestur
var hennar sérgrein, innihald
ljóðanna lifnaði við. En það var
fleira sem prýddi hana, hún hafði
mjög góða söngrödd, en á þessum
tíma var ekki eins mikið lagt upp
úr söngnum í skólanum og nú er í
leiklistarnámi.
Og úr því að minnst er á söng-
inn, þá má nú greina frá atviki
einu.
Það var einn daginn að tveir af
nemendunum, sem voru að bíða
eftir kennaranum niðri í Tjarnar-
bíói, sungu hástöfum og af mikilli
innlifun og tilheyrandi túlkun
„Now is the night/here comes the
bride“ o.s.frv. um leið og þær
gengu niður af efri hluta salarins í
átt að sviðinu – en þegar þær voru
miðja vegu sjá þær sér til hrell-
ingar að kennarinn stendur í
tröppum inngangsins, sem þær
sáu ekki þegar þær voru uppi – og
söngnum lauk skyndilega, þær
þorðu varla að kyngja munnvatn-
inu. Hann hafði greinilega heyrt
þetta „flipp“. En kennarinn horfði
á þær drykklanga stund með sínu
nístandi og harða augnaráði og al-
geri þögn. Þær flýttu sér þá að
gera allt klárt fyrir senuna sem
þær áttu leika og hægt er að
ímynda sér á hvaða hraða hjarta
þeirra hefur slegið. Nema hvað,
rétt áður en þær byrja segir
kennarinn: „Hanna, ert það ekki
þú sem ert í lögfræðinni í háskól-
anum?“ „J j j ú,“ svaraði mín
(maður verður að ímynda sér
hljómfallið í þessu jú- i) og það fór
ekki á milli mála hvaða augum
okkar ágæti Gísli Halldórsson leit
svona tiltæki.
Þetta sæmdi ekki háskóla-
borgara.
En kannski var það lögfræðin
sem ýtti undir nákvæmnina í
vinnubrögðum í skólanum, því í
henni þarf nákvæmni og íhygli.
Að minnsta kosti þurfti það ekki
að vera lengsti textinn sem olli
mestri glímunni, jafnvel bara
einsatkvæðisorð, jafnvel bara
einn stafur. Minnisstætt er þegar
hún lék Amöndu í Glerdýrunum
eftir Tennessee Williams, en þar
voru það ó-in þrjú og því, því, því,
sem af mikilli þolinmæði var glímt
við þar til þau hljómuðu á hinn
eina sanna hátt.
Bæði gamanleik og hin alvar-
legu hlutverk hafði hún á valdi
sínu, en góður gamanleikur er
mikil kúnst.
Kynni okkar af Hönnu hafa
auðgað líf okkar.
Hafi hún þökk fyrir allt.
Hvíl í friði.
Útskriftarhópur 1969 frá Leik-
listarskóla Leikfélags Reykja-
víkur,
Guðríður Kristjáns-
dóttir,
Harald G. Haralds,
Helga Þ. Stephensen,
Kristín Á. Ólafsdóttir,
Þuríður Friðjónsdóttir.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGEIR KARLSSON
byggingameistari,
Brúnavegi 13, Hrafnistu,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
miðvikudaginn 6 september. Útför fer fram
frá Bústaðakirkju föstudaginn 13.
september kl. 13.
Sérstakar þakkir til Dýrfinnu Hansdóttur sjúkraliða Hrafnistu
Reykjavík ásamt starfsfólki fyrir góða umönnun.
Edith Randý Ásgeirsdóttir Jón Sigurðsson
Guðbrandur Ívar Ásgeirsson
Rut Bech Ásgeirsdóttir Arnar Geirdal Guðmundsson
Hjördís Bech Ásgeirsdóttir Guðni Birgir Sigurðsson
Þórdís Ásgeirsdóttir Steinar Helgason
Karl Þórhalli Ásgeirsson
Sigríður Bech Ásgeirsdóttir
Jóhanna Bech Ásgeirsdóttir
Ásgeir Magnús Ásgeirsson Jóhanna Harðardóttir