Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
Veiðar Það er alltaf jafn gaman að fara niður á bryggju og ná sér í fisk. Þessir reyndu fyrir sér í höfninni Hafnarfirði í fallegu veðri í gærdag.
Kristinn Magnússon
Fjármálaráðherra
hefir nú kunngjört
hvernig haga eigi
ríkisrekstrinum næsta
ár. Að venju lýsir
hann því hvernig eigi
að auka við tekjur
þeirra sem minnst
hafa. Ég beið spennt-
ur útkomunnar, sem
kom mér ekki á óvart.
Það virðist vera að
ráðuneytismenn hafi frjálsar hend-
ur um hvernig skuli koma fram við
eldra fólk og ráðherrann trúir því
sem nýju neti sem lagt er fyrir
hann. Við kynninguna segir hann
svo ósatt meðvitað eða ómeðvitað
og skal ég færa rök fyrir því.
Eldri borgari sem er með 300
þúsund kr. tekjur í dag fær út-
borgað kr. 246.627 krónur þ.e.
36,94% skatturinn er 110.820 krón-
ur og persónuafslátturinn 56.447
krónur.
Á næsta ári lítur dæmið svona
út: Skatturinn af 300 þúsundunum
er 35,04% eða 105.120 krónur og
persónuafslátturinn 51.265 krónur.
Eftir standa 246.145 krónur, eða
482 krónum minna en á þessu ári.
Telur ráðherrann boðlegt að bjóða
okkur eldri borgurum upp á þessar
falsfréttir og skilur hann nú af
hverju fylgið hrynur af Sjálfstæðis-
flokknum?
Það má líka benda á
það að alþingi
ákveður ekki alla
skatta sem lagðir eru
á borgarana. Til er
skattur sem heitir
fasteignagjöld sem er
auðvitað bara auka-
útsvar sem bæjar-
félögin leggja á
íbúana. Það veit eng-
inn fyrir hvað er verið
að borga. Þetta kem-
ur auðvitað til af því
að hlutur bæjarsjóðanna af skatta-
kökunni er of lítill. Þessi gjöld
hækka ár frá ári mun meira en
hefðbundnar verðvísitölur.
Ég vona að þetta verði eitthvað
lagað í meðförum þingsins og hvar
eru hinir herskáu forystumenn
verkalýðsforystunnar? Ætla þeir
enn einu sinni að láta sína fyrrver-
andi félaga sitja í súpunni?
Eftir Arnór
Ragnarsson
»Ég vona að þetta
verði eitthvað lagað í
meðförum þingsins og
hvar eru hinir herskáu
forystumenn verkalýðs-
forystunnar?
Arnór Ragnarsson
Höfundur er talnaglöggur eldri
borgari með jákvæða lífssýn
og fv. blaðamaður.
Telur fjármálaráð-
herra að eldri
borgarar kunni
ekki að reikna?
Umönnun maka eða
náins ættingja með
langt genginn heilabil-
unarsjúkdóm er álag
sem enginn getur gert
sér grein fyrir hversu
mikið er fyrr en hann
reynir það sjálfur.
Viðkomandi stendur
vaktir 24/7 allan árs-
ins hring ef undan er
skildir þeir fáu tímar
dagsins sem þeir heppnu fá á með-
an ástvinurinn er í dagþjálfun eða
ef viðkomandi fær hvíldarinnlögn.
Fæstir telja það eftir sér að ann-
ast ástvin sinn og vilja ekki að það
spyrjist út hversu mjög það tekur
á. En við sem störfum hjá Alzheim-
ersamtökunum sjáum svo glöggt
hversu ómanneskjulegan toll þetta
getur tekið af viðkomandi. Auðvitað
vilja allir gera sitt besta fyrir þann
veika og það verður til þess að
umönnunaraðili setur sjálfan sig í
aftursætið, oft með mjög alvar-
legum afleiðingum.
Umönnun er bæði líkamlega og
andlega streituvaldandi og getur
því fljótt leitt til þess að menn
finna til þunglyndis. Við heyrum
fólk lýsa líðan eins og leiða, tóm-
leika, vonleysi og reiði og að það
fái jafnvel grátköst og missi áhuga
á því sem það áður hafði áhuga á
svo sem tómstundum, útivist eða
samlífi.
Þessir einstaklingar verða oft
veikir án „eðlilegra“ skýringa og er
ónæmiskerfinu þá oft kennt um.
Heilabilunarsjúkdómurinn veldur
því þannig að ekki aðeins einn
veikist heldur tveir með tilheyrandi
kostnaði fyrir samfélagið.
Þegar svo kemur að þeirri
neyðarstund að láta t.d. maka frá
sér inn á hjúkrunarheimili hellist
yfir aðstandandann
sektarkennd og sam-
viskubit.
Annað sem kemur
oft illa við umönnunar-
aðila, sérstaklega
maka, er að tekjur
heimilisins rýrna veru-
lega. Sjúklingur sem
greindur er á aldr-
inum 50 til 60 ára á
eftir mörg góð ár á
vinnumarkaði, en hon-
um er fljótlega eftir að
veikindin uppgötvast
kippt út úr atvinnulífinu. Allur
kostnaður sem fellur til vegna veik-
indanna leggst því á einn launþega
sem svo síðar neyðist oft sjálfur til
að hætta að vinna til að geta ann-
ast þann veika, kauplaust allan sól-
arhringinn.
En bíðum við. Það er hægt að
sækja um umönnunarbætur til
Sjúkratrygginga og eru þær heilar
85 þúsund krónur. Ef umönnunar-
aðilinn hefur neyðst til að hætta að
vinna, er orðinn 67 ára og þarf að
þiggja lífeyri frá Tryggingastofnun
er litið svo á að um bætur sé að
ræða og falla þá umönnunarbætur
viðkomandi niður. Þarna nýtur hið
opinbera svo góðs af því að þarna
er um mjög veikan þrýstihóp að
ræða sem hefur einfaldlega ekki
orku til að mótmæla.
Þessu þarf að breyta. Nógu erfitt
er að þurfa að hætta í góðri vinnu
og missa samskipti við góða vinnu-
félaga, sem skiptir verulegu máli
þegar ástandið heima er orðið
svona snúið, þó að ekki bætist ofan
á greiðsluerfiðleikar. Hið opinbera
hefur því ekki, enn sem komið er,
létt lífið fyrir aðstandendur og
sannast því það sem sagt hefur
verið að umönnunaraðilar eru einu
opinberu starfsmennirnir sem
vinna allan sólarhringinn, en kaup-
laust.
Margt væri hægt að gera að-
standendum til stuðnings. Sálfræði-
tímar eru t.d. jafn nauðsynlegir
þessu fólki og að draga andann, en
þeir eru því miður það dýrir að
margir sjá sér ekki fært að sækja
þá aðstoð. Þarna á það opinbera að
koma að málum.
Nú eru í vinnslu drög stjórn-
valda að stefnu í málefnum fólks
með heilabilunarsjúkdóma. Miklar
vonir eru bundnar við að í kjölfar
samþykktar verði til tímasett og
fjármögnuð áætlun um aðgerðir til
handa þessum hópi.
Samtök sem kallast „Call for
action on carers rights“ birti ný-
lega áskorun um að sem flestir taki
undir þessa yfirlýsingu:
Réttindi umönnunaraðila verða
að vera lögfest til að tryggja í
fyrsta lagi að allir umönnunaraðilar
hafi frelsi til að velja hvort og
hversu mikla umönnun þeir skuli
veita.
Í öðru lagi að umönnunaraðilar
fái nægan stuðning og aðstoð til að
tryggja sjálfum sér góða heilsu,
fullnægjandi fjárhag og félagslega
aðlögun, óháð aldri og kyni umönn-
unarþega, tekjum, menntun og
hvers kyns sérstökum þörfum eða
aðstæðum.
Ekki má mismuna fólki eftir bú-
setu.
Alzheimersamtökin leggja til að
þessi texti verði hluti af stefnu í
málefnum fólks með heilabilunar-
sjúkdóma.
Eftir Vilborgu
Gunnarsdóttur »Umönnunaraðili set-
ur sjálfan sig í aftur-
sætið, oft með mjög al-
varlegum afleiðingum.
Vilborg Gunnarsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Alzheimersamtakanna á Íslandi.
Er þetta í lagi?