Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS Stjórnendur hjá Amazon hafa beð- ist afsökunar á því að hafa fyrir mis- tök sent hundr- uðum kaupenda nýjustu skáldsögu Margaretar Atwood, The Testaments sem er framhald á The Handmaid’s Tale frá 1985, viku of snemma. Formlegur útgáfudagur skáldsögunnar er á morgun, 10. sept- ember, en í síðustu viku fóru að birt- ast færslur á samfélagsmiðlum frá lesendum sem pantað höfðu bókina hjá Amazon sem glöddust yfir því að fá bókina viku fyrir formlegan út- gáfudag. Samkvæmt frétt The Guardian er áætlað að um 800 manns hafi fengið skáldsöguna of snemma. Félag bókaútgefanda í Bandaríkj- unum brást ókvæða við og fordæmdi vinnubrögðin hjá Amazon. Almenn- um bóksölum væri gert að undirrita trúnaðarsamninga vegna bókarinnar og heita því að geyma bækurnar í læstum hirslum fram að formlegum útgáfudegi og því væri brot Amazon óásættanlegt. „Við biðjumst afsök- unar á þessum mistökum. Við metum mikils samband okkar við höfunda, umboðsmenn og útgefendur. Við hörmum þau vandræði sem við höf- um valdið félögum okkar í bóksölu- bransanum,“ segir í yfirlýsingu Amazon. Margaret Atwood 800 lesendur fengu bókina of snemma Ellefu konur hafa stigið fram og sakað óperu- söngvarann Plá- cido Domingo um kynferðislega áreitni og ósæmi- lega framkomu á síðustu þrjátíu ár- um. Þær bætust í hóp þeirra átta kvenna sem stigu fram í umfjöllun AP sem birtist um miðjan síðasta mánuð. Angela Turner Wilson er ein nýju kvennannna. Hún söng á móti Domingo í óperunni Le Cid árið 1999 þegar hún var 28 ára. Í umfjöll- un AP segist hún hafa verið sér með- vituð um að hlutverkið gæti skipt sköpum fyrir feril hennar. Hún lýsir því að kvöld eitt stuttu fyrir sýningu hafi Domingo stillt sér upp fyrir aft- an hana og stungið hendi inn undir kjól hennar og brjóstahaldara og klipið hana í brjóstið. „Þetta var vont, því hann kleip fast,“ segir Wil- son við AP og lýsir því hversu slegin og niðurlægð hún hafi verið á eftir. Domingo er einn þekktasti óperu- söngvari samtímans. Hann hefur sungið yfir 4.000 sýningar og leikið 150 ólík hlutverk. Hann er listrænn stjórnandi Óperunnar í Los Angeles. Þegar fyrstu ásakanir birtust í ágúst ákvað stjórn óperunnar að hefja rannsókn á þeim. Samtímis aflýsti fjöldi sinfóníuhljómsveita tónleikum sínum með Domingo. Placido Domingo Fleiri konur ásaka Domingo um áreitni Nakedness nefnist sýning sem Júl- íanna Ósk Hafberg opnaði fyrir helgi á Coocoo’s Nest. „Júlíanna út- skrifaðist nýlega úr skapandi leið- toga- og verkefnastjórnunarskól- anum Kaospilot í Árósum þar sem aðaláhersla hennar var á tilfinn- ingagreind, sjálfskoðun og að búa til örugg rými til tjáningar á því. Fyrir það útskrifaðist Júlíanna með BA-gráðu í fatahönnun frá LHÍ,“ segir í tilkynningu. Á Nakedness má sjá teikningar hennar af nökt- um módelum unnar á síðustu þrem- ur árum. Allar eru teikningarnar unnar á í mesta lagi fimm mínútum. Sýningin stendur út september. Rými Júlíanna Ósk sýnir teikningar. Nakedness á Coocoo’s Nest Friðrik Rafnsson hlaut um helgina Ísnálina 2019 fyrir þýðingu sína á Þrír dagar og eitt líf eftir Pierre Lemaitre. Í rökstuðningi dómnefndar seg- ir: „Sagan sjálf er frumleg glæpasaga sem segir söguna frá sjónarhorni barns og morðingja og fellur þannig í þá hefð glæpasagna sem kannski hófst með Glæpi og refsingu Dostoj- evskís. […] Þýðandanum tekst af- bragðs vel að halda utan um þessa fremur viðkvæmu frásagnaraðferð, sem flækist enn frekar af því að sögumaðurinn talar að einhverju leyti í gegnum bernskuminningar sínar.“ Þýðingin sé því vel heppnuð að öllu leyti og Friðrik vel að verðlaununum komin í harðri sam- keppni við aðra þýðendur.“ Friðrik Rafnsson hlýtur Ísnálina Friðrik Rafnsson Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Nýverið gaf dömukórinn Graduale Nobili út fimm tónlistarmyndbönd sem voru tekin upp í lok mars í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalt- eyri við Eyjafjörð. Á meðal verk- anna sem tekin voru upp eru „Draumalandið“ eftir Sigfús Ein- arsson og Guðmund Magnússon, „Ave Verum Corpus“ eftir Francis Poulenc og eistneska tónverkið „Lauliku Lapse- põli“ eftir Veljo Tormis. Var eist- neska verkið tek- ið upp á meðan kórinn stóð og söng á tíu sentí- metra íshellu. Í samtali við Morgunblaðið segir Þorvaldur Örn Davíðsson, kórstjóri Gradu- ale Nobili, að ástæðan fyrir því að síldarverksmiðjan á Hjalteyri varð fyrir valinu sem upptökustaður sé fyrst og fremst sá framúrskarandi hljómburður sem þar er að finna. Hörkufrost kom á réttum tíma „Okkur langaði til þess að gera þessa tónlist sem við erum að syngja aðgengilegri. Ekki síður langaði okkur að hljóðrita tónlistina í þessu flotta rými sem Verk- smiðjan á Hjalteyri er,“ segir Þor- valdur spurður um ástæðu þess að kórinn fór í þessa viðamiklu mynd- bandaframleiðslu og segir: „Og þar með auka kannski í leiðinni áhuga á Hjalteyri og Eyjafirði.“ Verkin fimm voru tekin upp hvert í sínu rýminu í Verksmiðj- unni, þ.e. verksmiðjunni sjálfri og lýsistankinum. Eistneska verkið „Lauliku Lapsepõli“ var sem sagt tekið upp í gömlum lýsistanki í átta stiga frosti og stóð kórinn ofan á tíu sentímetra íshellu meðan á upp- tökum stóð. Þó að ekki megi heyra það á röddum söngkvennanna má í myndbandinu taka eftir rauðum eyrum og nefjum, enda var hóp- urinn í um tvo tíma við upptökur í tankinum. „Þegar við, ég og tækni- mennirnir, komum þarna norður degi á undan stelpunum sagði um- sjónarmaður Verksmiðjunnar mér að það væri svo mikið vatn í tank- inum sem mig langaði að taka upp í að það yrði örugglega ekki mögu- legt. Hitinn var í kringum frost- mark og það var íshella yfir, en hún dúaði ansi mikið þegar ég setti þungann minn á hana. Nema hvað. Nóttina eftir, áður en stelpurnar komu, gerði mikið hörkufrost og vatnið fraus rúma tíu sentímetra, og það var akkúrat nóg til þess að við gætum staðið þarna. Annars hefði vatnið náð okkur upp á brjóstkassa. Svo þetta var svolítið áhættuatriði, en það var okkur til lukku að þarna var um ungar og frískar söngkonur að ræða.“ Ekki verður sagan minna spennandi þeg- ar Þorvaldur útskýrir að þegar upp- tökum í tankinum var lokið hafi myndast nokkur röð á leiðinni út úr honum, enda hafi eini inn- og út- gangurinn verið lítið op. „Þá kom svolítið myndarleg sprunga í ísinn, þegar við stóðum öll í hnapp. Þá stóð okkur ekki alveg á sama.“ Eins og áður segir hafði hópurinn verið í um tvo tíma í tankinum áður en hann fór aftur út, og hafði fyrir verið í um 6 tíma í verksmiðjunni. „Við hefðum örugglega ekki getað verið mikið lengur, bara upp á þol- ið.“ Spurður hvernig hugmyndin um hljóðritun á Hjalteyri hafi vaknað segir Þorvaldur: „Ég bjó á Akur- eyri í sex ár og var alltaf rosalega hrifinn af þessum lýsistanki. Ég er líka tengdur í Árneshrepp, en í Djúpuvík er sambærileg verk- smiðja, með eins lýsistanki.“ Í minningu stofnandans Eins og áður segir er eitt verk- anna „Draumalandið“, í nýrri út- setningu Þorvaldar, sem var unnin var í minningu Jóns Stefánssonar, stofnanda kórsins. Spurður hvers vegna verkið, og hin fjögur, voru valin svarar Þorvaldur: „Þau voru valin með hljómburðinn til hlið- sjónar. Við þurftum eitthvað sem myndi þola góðan hljómburð, en einnig verk sem okkur finnst skemmtilegt að syngja.“ Graduale Nobili hefur verið í fremstu röð klassískra kóra um ára- bil. Var kórinn stofnaður um alda- mótin og hafa skilyrði fyrir inntöku verið að viðkomandi sé í tónlistar- námi til að geta tekið þátt í kórnum. „Þetta eru stelpur á aldrinum 18 til 26 ára, sem allar eru í tónlistarnámi eða hafa lokið sínu söngnámi. Við köllum þetta „dömukór“, þar sem þetta er svona mitt á milli þess að vera stúlknakór og kvennakór.“ Hefur kórinn aðsetur í Lang- holtskirkju, en fyrrverandi stjórn- andi og stofnandi kórsins, áður- nefndur Jón Stefánsson, Jónsi, var organisti í Langholtskirkju. „Þetta var svolítið áhættuatriði“ Dulúð Graduale Nobili í upptökum í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð þar sem kuldinn var mikill.  Graduale Nobili hefur sent frá sér fimm tónlistarmyndbönd frá Hjalteyri Þorvaldur Örn Davíðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.