Morgunblaðið - 10.09.2019, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ram Nath Kovind, forseti Indlands, og Savita
eiginkona hans heilsa hér Ólafi Ragnari Gríms-
syni, fyrrverandi forseta Íslands, á sérstakri
móttökuathöfn sem haldin var á Hótel Nordica í
gærkvöldi. Heimsókninni er ætlað að styrkja
tengsl ríkjanna og mun Indlandsforseti halda
erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands í hádeginu í
dag um samvinnu ríkjanna í umhverfismálum.
Forsetahjónin heimsækja Þingvelli á morgun.
Flytur erindi um græna samvinnu ríkjanna
Forsetahjón Indlands í opinberri heimsókn til landsins
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 212. tölublað 107. árgangur
SJÓNRÆNT
SPRELL OG
SKEMMTUN DEILIHJÓLIN MÆTT
DAGSKIPUNIN
HJÁ HAMRÉN
ER SIGUR
VISTVÆNAR SAMGÖNGUR 6 ÍSLAND - ALBANÍA 25FÍGARÓ Á FLEYGIFERÐ 28
Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for-
maður skipulags- og samgönguráðs
Reykjavíkur, segir það skýrast
næsta vor hvenær fyrsti áfangi
borgarlínu verði tekinn í notkun.
Hann verði annars vegar frá mið-
borg til Ártúnshöfða og hins vegar
frá miðborg og í gegnum Vatns-
mýrina til Hamraborgar í Kópa-
vogi.
„Þegar þróunaráætlun borgarlínu
kemur sjáum við nákvæmlega skref
fyrir skref hvernig framkvæmdin
verður. Hvað varðar fjármögnun er
þetta einn og sami áfanginn.“
Samkeppni um Fossvogsbrú
Fyrsti áfanginn kallar m.a. á
brýr yfir Sæbraut og Fossvog.
Áformað er að efna til samkeppni
um Fossvogsbrú í haust en
brúarsmíðin hefur ekki verið
tímasett.
Sigurborg Ósk segir mögulegt
að fyrsti áfangi borgarlínu verði
tekinn í notkun í nokkrum skref-
um. Jafnframt séu breytingar á
leiðakerfi Strætó í undirbúningi.
Markmiðið sé að hlutfall íbúa á
höfuðborgarsvæðinu, sem býr
innan 400 metra frá strætóbiðstöð
með 7-10 mínútna tíðni hækki úr
26% í 62%.
Breytingarnar verði unnar sam-
hliða innleiðingu borgarlínu. Hins
vegar kunni tíðnin að vera komin á
sumum leiðum á undan borgar-
línunni. Áformað er að þétta byggð
við borgarlínuna.
1. áfangi borgarlínu verður mögulega innleiddur í þrepum Lækjartorg-Ártún
verður fyrsta leiðin Fleiri búi nálægt strætóbiðstöðvum með örari tíðni vagna
Nýtt strætókerfi í áföngum
MFyrsti áfanginn .... »10
Lögreglufélög
Norðurlands
vestra, Austur-
lands og Suður-
lands hafa öll lýst
yfir stuðningi við
ályktun Lands-
sambands lög-
reglumanna þar
sem lagst er
gegn hug-
myndum ríkis-
lögreglustjóra um eitt lögreglu-
embætti.
Þessu greindu lögreglufélögin
frá í yfirlýsingum sem þau sendu
frá sér í gær. Þar segir að félögin
telji að með þessum hugmyndum sé
ríkislögreglustjóri að reyna að af-
vegaleiða umræðuna. »4
Lögreglufélögin
styðja Landssam-
band lögreglumanna
Verði af sameiningu Fljótsdals-
héraðs, Seyðisfjarðar, Borgar-
fjarðar eystri og Djúpavogs mun
sveitarstjórn nýs sveitarfélags fela
svokölluðum heimastjórnum í gömlu
sveitarfélögunum hluta af valdi sínu.
Kveðið er á um þessa tilfærslu á
valdi í tilraunaákvæði í sveitar-
stjórnarlögunum og heimilt er að
nýta það í tvö kjörtímabil. Komi til
þessarar sameiningar verður því
beitt í fyrsta sinn.
Heimastjórnirnar myndu þá fara
með ákvörðunarvald varðandi nær-
þjónustu á viðkomandi svæðum, m.a.
hvað varðar deiliskipulag, veita ýms-
ar umsagnir og um friðlýsingar.
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á
Fljótsdalshéraði, segir að með þessu
fyrirkomulagi sé leitast við að mæta
gagnrýni sem komið hafi upp við
sameiningar. Þá sé markmiðið að öll
stjórnsýsla verði skilvirkari með
þessu fyrirkomulagi. »14
Tilraunaákvæði hugsan-
lega beitt í fyrsta sinn
Boris Johnson, forsætisráð-
herra Bretlands, sagði í gær-
kvöldi að hann hygðist ekki óska
eftir því að útgöngu landsins yrði
frestað þrátt fyrir ný lög sem
kveða á um að hann geri það ef
ekki næst nýtt brexit-sam-
komulag við leiðtoga ESB-ríkja
fyrir 19. október. Johnson sagði
þetta á þinginu áður en það var
sent heim í fimm vikur. Þingið
verður sett 14. október og Breta-
drottning flytur þá stefnuræðu
stjórnar Johnsons. The Telegraph
segir að forystumenn Verka-
mannaflokksins ætli að leggja
fram vantrauststillögu á hendur
stjórninni 22. október, eftir að at-
kvæði verða greidd um stefnu
stjórnarinnar. » 13
AFP
Fer frá John Bercow kvaðst í gær ætla að
láta af embætti forseta neðri deildarinnar.
Ætlar ekki að biðja
um frestun á brexit
Undanfarna tólf mánuði hafa Ís-
lendingar tapað háum fjárhæðum í
netsvikamálum. Mörg aðskilin mál
eru að baki þessum brotum og í
einstaka málum er um afar háar
fjárhæðir að ræða.
Þetta er mat G. Jökuls Gísla-
sonar, rannsóknarlögreglumanns
hjá LRH. Algeng svindlleið er að
senda tölvupósta með fjárkröfum.
Slíkir póstar eru flokkaðir í lágstig
og hástig. Á lágstigi berst einföld
beiðni um greiðslu en á hástigi
hafa svikahrapparnir komist inn í
tölvukerfi fyrirtækja eða stofnana
og búið til reikninga og færslur á
bak við þá sem virðast trúverðug.
Þá er fyrirmælasvindl einn al-
gengasti flokkurinn, en þar er
sendur falsaður tölvupóstur með
fyrirmælum til gjaldkera um að
borga og látið líta út fyrir að
tölvupósturinn komi frá forstjóra
eða stjórnarformanni fyrirtækis.
Greint var frá því í Fréttablað-
inu í gær að erlendum tölvuþrjót-
um hefði tekist að brjótast inn í
tölvukerfi HS Orku og svíkja það-
an út á fjórða hundrað milljóna
króna. Jökull sagðist ekki vilja
svara til um hvort það væri
stærsta málið sinnar tegundar
hér á landi, en sagðist vita um
annað netsvikamál gagnvart ís-
lenskum aðila af sömu stærðar-
gráðu. » 4
Háar fjárhæðir sviknar út
Hrappar nota fjölbreyttar aðferðir Mörg aðskilin mál