Morgunblaðið - 10.09.2019, Page 4

Morgunblaðið - 10.09.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019 Karlmaður á þrítugsaldri hefur ver- ið ákærður fyrir brot gegn vald- stjórninni með því að hafa í mars á þessu ári stungið göt á hjólbarða lögreglubifreiðar, hótað lögreglu- mönnum líkamsmeiðingum og lífláti og fyrir að hafa kveikt í teppum í fangaklefa og valdið frekari skemmdum í klefanum. Samkvæmt ákæru embættis héraðssaksóknara skar maðurinn göt á öll fjögur dekk lögreglu- bifreiðar sem stóð mannlaus í Vest- mannaeyjum. Þá hótaði hann ítrek- að sjö lögreglumönnum sem voru á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum og fjölskyldum þeirra líkamsmeið- ingum og lífláti. Maðurinn er einnig ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa borið eld og kveikt í tveimur teppum þegar hann var í fangaklefa á lögreglustöð- inni. Þá reif hann upp bólstraðan kodda og tætti hann. Auk þess að fara fram á að maður- inn verði dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni fer ríkislögreglustjóri fram á að manninum verði gert að greiða embættinu 119.000 krónur í bætur vegna tjóns á hjólbörðum. Gekk ber- serksgang í Eyjum Ásgeir Karlsson, yfirmaður grein- ingardeildar ríkislögreglustjóra, hefur sagt sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur, eftir 41 árs veru í því. Hann greindi frá því í samtali við mbl.is í gær að ástæðan væri um- mæli formanns félagsins um kvart- anir um ógnar og óttastjórnun inn- an embættis ríkislögreglustjóra og meðvirkni í efsta lagi stjórnenda. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá ályktaði stjórn Lands- sambands lögreglumanna að sú ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að láta fara fram stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra væri löngu tímabær. Embætti ríkislög- reglustjóra svaraði með yfirlýsingu þar sem meðal annars sagði að sú endurskoðun ætti að vera heildar- endurskoðun lögreglumála í land- inu. Hentugast væri að hafa einn lögreglustjóra á landinu öllu. Mbl.is greindi frá því í gær að deildarstjórar við embætti ríkislög- reglustjóra sendu um miðjan júní yfirlýsingu til dómsmálaráðherra þar sem lýst var yfir fullum stuðn- ingi við Harald Johannessen ríkis- lögreglustjóra. Segja þeir hann hafa stýrt embættinu af fag- mennsku og festu. „Haraldur Jo- hannessen hefur stýrt umbótastarfi innan embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar, og í krafti emb- ættisins staðið fyrir breytingum, framþróun og auknu jafnrétti,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. „Fjárhagsvandi lögreglunnar verð- ur eingöngu leystur á vettvangi Al- þingis og ríkisstjórnar. Opinberar deilur innan lögreglunnar eru falln- ar til þess eins að grafa undan trausti til hennar. Við hvetjum starfsmenn og stjórnendur lögreglu til að setja niður deilur sínar og snúa saman bökum samfélaginu til heilla,“ sagði þar enn fremur. Lögreglustjórafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagði að togstreita um fjár- muni ætti sér ekki stað milli lög- regluembætta í landinu. Nýlegar breytingar á skipan lögreglumála hefðu gefist vel. Þá lýsa Lögreglufélag Austur- lands, Lögreglufélag Norðurlands vestra og Lögreglufélag Suður- lands yfir stuðningi við ályktun Landssambands lögreglumanna. Hugmyndir um að lögreglan í landinu verði ein stofnun séu til þess fallnar að afvegaleiða um- ræðuna. Áfram styr um skipan lögreglumála  Deildarstjórar lýsa yfir stuðningi við ríkislögreglustjóra  Lögreglufélög styðja landssamband sitt Morgunblaðið/Eggert Lögregla Ekki virðist samstaða milli embætta um starfsaðferðir. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í gær að skipulag við jarðirnar Leyni 2 og 3 yrði auglýst að nýju og kynningarferli hæfist á ný. Nokkur umræða hefur verið að undanförnu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á jörðunum, en nokkrir íbúar og sumarhúsa- eigendur í nágrenninu hafa haft áhyggjur af umfangi fyrirhugaðs ferðamannaþorps sem eigandi jarðarinnar, Loo Eng Wah, hefur áformað að reisa þar. Segja fréttir ónákvæmar Haraldur Eiríksson, formaður skipulags- og umferðarnefndar, segir að um fimm athugasemdir hafi borist vegna skipulagsins á Leyni 2 og 3, sem sé svipað og gengur og gerist í þessum málum. Hann segir að áform landeiganda þar hafi breyst. „Það hefur eitt- hvað dottið út og því er ástæða til að kynna þetta bara allt að nýju,“ segir Haraldur. Hann bætir við að sveitarstjórnin íhugi að álykta um þann fréttaflutning sem verið hef- ur af málinu síðustu daga. „Okkur hefur þótt bera á óná- kvæmni í umfjöllun fjölmiðla af málinu, án þess þó að við viljum ásaka einn né neinn,“ segir Har- aldur, en búast má við ályktun sveitarfélagsins á fimmtudaginn. Skipulag verði auglýst að nýju  Fimm athugasemdir bárust nefndinni Yt ri- Ra ng á 1 Hella H o l t a - o g L a n d s v e i t Leynir ■ MiðfellÞjórs á Þjórs á Leynir í Landsveit K o rt ag ru n n u r: O p en S tr ee tM ap Netsvik á annan milljarð  Íslendingar hafa tapað háum fjárhæðum í netsvikamálum síðustu tólf mánuði  Óprúttnir erlendir aðilar brutust inn í tölvu HS Orku og sviku út háar fjárhæðir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslendingar hafa sennilega tapað meira en einum milljarði króna í netsvikamálum á síðustu tólf mán- uðum, að mati G. Jökuls Gísla- sonar, rannsóknarlögreglumanns hjá LRH. Hann sagði að mörg að- skilin mál væru að baki heildar- upphæðinni, flest lítil en í einstaka málum væri um háar fjárhæðir að ræða. Fréttablaðið greindi frá því í gær að erlendum tölvuþrjótum hefði tekist að brjótast inn í tölvu- kerfi HS Orku og svíkja út á fjórða hundrað milljóna króna. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, vildi ekki staðfesta þá upphæð í samtali við mbl.is. Hann sagði mál- ið snúast um greiðslur til aðila sem hefði komist inn í samskipti félags- ins við aðra aðila. Starfsfólk HS Orku komst að innbrotinu fyrir nokkru og lögreglan var strax látin vita. Í tilkynningu HS Orku sagði að félagið hefði ástæðu til að ætla að hægt yrði að endurheimta stór- an hluta fjárhæðarinnar. Efna- hagsbrotadeild héraðssaksóknara stýrir rannsókn málsins hér á landi. Auk þess koma erlend lög- regluyfirvöld að málinu. Jökull sagði algenga svindlleið að senda tölvupósta með fjárkröf- um af einhverju tagi. Póstarnir eru flokkaðir í lágstig og hástig. Á lág- stigi berst einföld beiðni um greiðslu en á hástigi hafa svika- hrapparnir komist inn í tölvukerfi fyrirtækis og búa til trúverðuga reikninga og allar færslur á bak við þá. „En það er ekki nóg að komast inn í tölvu, það þarf alltaf einhver í fyrirtækinu að gefa greiðslufyrir- mæli,“ sagði Jökull. Hann vildi ekki svara því hvort fyrrgreint mál HS Orku væri það stærsta sinnar tegundar. Ef rétt væri að upphæðin væri á fjórða hundrað milljóna kvaðst Jökull vita um annað netsvikamál gagnvart ís- lenskum aðila af svipaðri stærðar- gráðu. Hann vann samantekt um netglæpi á Íslandi og helstu brota- flokka. Fyrirmælasvindl (BCE) er einn algengasti og varasamasti flokkur- inn. Þá er sendur falsaður tölvu- póstur með fyrirmælum til gjald- kera um að borga. Látið er líta út fyrir að sendandi sé forstjóri eða stjórnarformaður fyrirtækisins. Góð venja er að hafa samband við sendandann eftir annarri leið en að svara tölvupóstinum beint og fá staðfestingu á greiðslufyrirmæl- unum. Einnig þarf að hafa varann á þegar reglulegur viðskiptavinur erlendis vill breyta greiðslufyrir- komulagi. Morgunblaðið/Golli Netsvik G. Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá LRH, telur að meira en milljarður hafi verið svikinn út úr Íslendingum undanfarið ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.