Morgunblaðið - 10.09.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Deilihjólaleigan Framúrskarandi
deilihjólaleigan verður formlega
opnuð í dag, en hún mun veita ein-
staklingum tímabundinn aðgang í
gegnum snjallsímaforrit að reið-
hjóli fyrir ferðir sínar innan
borgarmarkanna. Deilihjólaleigan
býður upp á 100 hjól á 41 hjóla-
standi í í Reykjavík: í Vest-
urbænum og póstnúmerunum 101,
102 og 105 Reykjavík.
Fulltrúar deilihjólaleigunnar
sigruðu í samkeppni borgarinnar í
sumar um rekstur deilihjólaleigu á
höfuðborgarsvæðinu og verður
starfsemin rekin með stuðningi frá
borginni. Á deilihjólaleigan að
styðja markmið Reykjavíkur-
borgar um vistvænar samgöngur.
„Markmið okkar er að auka ör-
samgöngur í Reykjavík. Við sjáum
fyrir okkur að lausnir eins og reið-
hjól og rafmagnshlaupahjól verði
framtíðin í almenningssamgöngum.
Svolítið eins og er nú þegar farið
að gerast í öðrum stórborgum. Við
viljum vera forsprakkar í innleið-
ingu þess kerfis í Reykjavík,“
segir Eyþór Máni Stefánsson, 21
árs gamall framkvæmdastjóri
Framúrskarandi deilihjólaleig-
unnar.
Auk Eyþórs standa að deilihjóla-
leigunni tveir aðrir ungir menn,
Kormákur Atli Unnþórsson og
Pétur Magnús Pétursson.
Kramdi bílinn eftir útboðið
Eyþór segir þjónustuna góða
lausn fyrir fólk sem býr miðsvæðis
og vill lifa án þess að þurfa að eiga
bíl.
„Það er náttúrlega bara orðið
óhagstæðara. Það er hagstæðara
að nota þetta. Það sem við erum
að bjóða upp á fyrir heimamenn er
reiðhjól fyrir 3.500 krónur á mán-
uði sem ekki þarf að viðhalda. Þú
þarft ekkert að spá í að því verði
stolið og þarft ekki að læsa því
nema á stöðvunum okkar,“ segir
Eyþór.
Hann segist finna fyrir mikilli
vöntun á aðgengilegri þjónustu af
þessu tagi og ætlar sjálfur að nýta
sér þjónustuna.
„Ég kramdi bílinn minn eftir að
hafa fengið útboðið,“ segir hann og
hlær. Kveðst hann þegar reyna að
fara allra sinna ferða hjólandi og
segir það ganga vel.
Deilihjólaleigan verður að sögn
Eyþórs aðgengileg allan ársins
hring en reiðhjólin eru hönnuð til
að gagnast á öllum árstíðum.
Dekkjunum verður til að mynda
skipt út fyrir nagladekk á veturna
þegar ísing hefur myndast á veg-
um.
Eyþór segir sérstöðu deilihjóla-
leigunnar vera meiri en þeirrar
deilihjólaleigu sem Wow air hefur
áður boðið upp á. Kerfið er að
hans sögn danskt og í eigu fyrir-
tækisins Donkey Republic, sem er
starfrækt í yfir 50 borgum. Eyþór
segir að ólíkt kerfi Wow air sé
nýja kerfið hannað fyrir heima-
menn en ekki ferðamenn sér-
staklega. Jafnframt verða reið-
hjólastandar nýja kerfisins minni,
fleiri og dreifðari en þeir sem Wow
air bauð upp á. Auk deilihjólanna
verður hægt að læsa einkahjólum
við deilihjólastandana sem mun að
sögn Eyþórs byggja upp almenna
reiðhjólabogakerfið í borginni,
bæði fyrir deilihjól og einkahjól.
Deilireiðhjól nú aðgengileg
á 41 stað í Reykjavík
Hjólin verða aðgengileg allan ársins hring með hjálp snjallsímaforrits
Morgunblaðið/Eggert
Frumkvöðlar Eyþór, Kormákur og Pétur eru allir á því að reiðhjól séu framtíðin í samgöngum í borginni og ætla
sjálfir að nýta sér þjónustu deilihjólaleigunnar, sem mun bjóða upp á hjól á 41 stað í höfuðborginni.
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Ágætur gangur er í framkvæmdum
við nýja stólalyftu á skíðasvæðinu í
Hlíðarfjalli á Akureyri. Unnið er í
allt að rúmlega 1.000 metra hæð yf-
ir sjávarmáli og eru aðstæður til að
koma steypubílum upp að efstu
möstrum erfiðar vegna þess hversu
blautt er. Notuð er jarðýta til að
draga bílana upp og halda í þá á
leiðinni niður.
Nýja stólalyftan liggur úr um 500
metra hæð yfir sjávarmáli og upp í
rúmlega 1.000 metra. Reisa þarf 16
möstur og undirstöður. Er vinnan
við að slá upp fyrir undirstöðum og
steypa langt komin og verið er að
reisa þriðja mastrið.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins, segir
að aðstæður mættu vera betri.
Hann telur þó að framkvæmdum
ljúki fyrir veturinn en það fari eitt-
hvað eftir veðri og vindum. Fyrir-
hugað er að opna nýju lyftuna eftir
áramót, áður en skíðavertíðin nær
hámarki. helgi@mbl.is
Málin leyst Steypubílarnir spóla sig niður í aurinn en starfsmenn Skúta-
bergs leysa málið með því að láta ýtu kippa í þá á leiðinni upp.
Draga steypubílana
upp í Hlíðarfjall
Ný stólalyfta reist á skíðasvæðinu
Lögreglan á Suðurlandi áformar í
samvinnu við björgunarsveitir á
Suðurlandi að gera eftir tvær til
þrjár vikur aðra tilraun í leit að
belgíska ferðamanninum Björn De-
becker, sem hefur verið saknað frá
10. ágúst síðastliðnum. Talið er að
Debecker hafi farist þegar hann
reri á litlum plastbáti út á vatnið.
Fylgst hefur verið með vatninu
að undanförnu, en hlé var gert á
leitinni 22. ágúst síðastliðinn. Þá
hafði vatnið verið kembt, meðal
annars með kafbát í eigu Teledyne
Gavia sem skannaði botn Þingvalla-
vatns og tók um 50 þúsund ljós-
myndir af dýpstu hlutum þess. Yfir-
ferð á myndunum hefur enn ekki
leitt nýtt í ljós, segir Oddur Árna-
son yfirlögregluþjónn.
Lögregla hefur verið í góðu sam-
bandi við fjölskyldu og aðstand-
endur Björns Debeckers og þau
verið upplýst um leitina og stöðu
málsins almennt.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þingvallavatn Björgunarmenn leita.
Leit í biðstöðu
Karlmaður á fertugsaldri hefur
verið ákærður fyrir að hafa látið
farast fyrir að koma konu undir
læknishendur þegar hún veiktist
lífshættulega og lést úr bilun á mið-
taugakerfi vegna alvarlegrar
kókaíneitrunar. Konan var barns-
móðir mannsins, en hann á langan
brotaferil að baki.
Málið verður þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á fimmtudaginn.
Samkvæmt íslenskum lögum varð-
ar það fangelsi allt að tveimur ár-
um eða sektum að koma ekki öðr-
um til hjálpar sem er staddur í
lífsháska, að því gefnu að viðkom-
andi þurfi ekki að stofna eigin lífi
eða annarra í háska.
Maðurinn var á vettvangi þegar
konan missti meðvitund, en fór af
staðnum síðar. Fann lögregla
manninn daginn eftir.
Ákærður fyrir að að-
stoða ekki í lífsháska