Morgunblaðið - 10.09.2019, Side 12

Morgunblaðið - 10.09.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019 Rjóminnaf ísnum 10. september 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.0 126.6 126.3 Sterlingspund 154.92 155.68 155.3 Kanadadalur 95.2 95.76 95.48 Dönsk króna 18.616 18.724 18.67 Norsk króna 13.969 14.051 14.01 Sænsk króna 13.029 13.105 13.067 Svissn. franki 127.13 127.85 127.49 Japanskt jen 1.1768 1.1836 1.1802 SDR 172.39 173.41 172.9 Evra 138.91 139.69 139.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.2882 Hrávöruverð Gull 1504.95 ($/únsa) Ál 1761.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.81 ($/fatið) Brent ● Flugfélagið Ice- landair hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gærdag. Hækkaði félagið um 1,9% í 115 milljóna króna viðskiptum og nemur verð á hverju hlutabréfi félagsins 6,98 krónum. Bréf fé- lagsins lækkuðu um 4,6% á föstudag í kjölfar blaðamannafundar Michelle Roosevelt Edwards, einnig þekktrar sem Michelle Ballarin, um áform þess efnis að WOW air muni fljúga að nýju í október. Á þriggja mánaða tímabili hef- ur gengi Icelandair farið úr 11 kr. og lægst niður í 6,85 kr. á föstudaginn. Nokkuð grænt var um að litast í Kauphöll Íslands í gær. Fasteigna- félögin Eik og Reitir hækkuðu um 1,25% og 1,31%, í þessari röð, og hluta- bréf Regins um 0,24%. Arion banki hækkaði um 0,25%, Brim um 0,39%, Sjóvá um 0,6%, Festi um 0,8%, VÍS um 0,43% og Hagar um 1%. Mest lækkaði gengi Símans, eða um 0,64% í 358 milljóna króna viðskiptum, á meðan Eimskip lækkaði um 0,56% og Skelj- ungur um 0,51%. Þá lækkaði Kvika um 0,14%. Icelandair hækkaði um 2% í kauphöllinni Gengi Icelandair hækkaði um 2%. STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Norsk-íslenska netvafrafyrirtækið Vivaldi, sem smíðar samnefndan vafra, hefur nú sent frá sér útgáfu af vafranum fyrir Android-stýrikerfið í fyrsta skipti, en hingað til hefur að- eins verið hægt að nota Vivaldi-vafr- ann á borðtölvum. Jón Von Tetzchn- er, eigandi Vivaldi Invest sem á Vivaldi að fullu, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé bæði ánægjulegt og mikilvægt að geta nú boðið upp á farsímaútgáfu. Smíði Vivaldi-vafrans fer, eins og áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu, fram á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, en hjá fyrirtækinu starfa nú tugir manna á þessum þremur starfsstöðvum. „Við erum komin með 1,2 milljónir notenda að vafranum, og árstekjurn- ar eru um einn bandaríkjadalur á hvern notanda,“ segir Jón, sem þýð- ir þá að heildartekjur félagsins eru um 1,2 milljónir dala, eða jafnvirði 150 milljóna íslenskra króna. „Þessi farsímaútgáfa mun svo hjálpa mikið til við að fjölga not- endum enn frekar, enda nota menn netið að stórum hluta í farsímum í dag.“ Spurður hvort útgáfa fyrir iPhone sé á leiðinni segir Jón að hún sé á verkefnalista hjá fyrirtækinu. „Það er meira mál að gera útgáfu fyrir iPhone og við erum ekki komin langt með hana. Áherslan var fyrst lögð á að gera Android-útgáfu, enda er það stýrikerfi með rúmlega 80% af heimsmarkaðnum.“ Jón átti áður vafrafyrirtækið Opera, en sá vafri náði er mest lét 350 milljónum notenda. Jón seldi fyrirtækið með miklum hagnaði á sínum tíma. En ætlar hann að ná sama notendafjölda í Vivaldi? „Markmið okkar er einfaldlega að fara eins langt og hægt er. Það tók sinn tíma fyrir Opera að fara upp í 350 milljónir.“ Tapaði 400 milljónum króna Eins og fram kom á norska frétta- vefnum E24 um helgina nam tap Vivaldi 29,2 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði rúmra 400 milljóna íslenskra króna. Þar segir jafnframt að samanlagt hafi fyrirtækið tapað jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna frá stofnun árið 2013. Jón segir að Vivaldi sé sprota- fyrirtæki og það taki tíma að ná því að reka fyrirtækið réttum megin við núllið. „Staðan er sú að ég er sá eini sem kemur með pening inn í fyrir- tækið og þannig vil ég hafa þetta. Ég vil ekki hafa neina aðra með og hef sagt nei við alla sem hafa sýnt því áhuga. Þar á meðal eru mörg flott fyrirtæki. Við höfum trú á verkefninu og finnst mjög gaman að því sem við erum að gera, en það er augljóst að sem sprotafyrirtæki er- um við að eyða miklum peningum.“ Aðspurður segir Jón að fyrir- tækið muni ná því að reka sig rétt- um megin við núllið þegar búið er að ná notendafjöldanum upp í 3-5 milljónir. Ný Android-útgáfa hjálpi Vivaldi að fjölga notendum Vafrað Jón segir að símaútgáfa Vivaldi-vafrans hafi allt sem þarf í daglega notkun. Flestir notendur eru í Japan. Framþróun » Notendur hafa nú möguleika á að samstilla gögn á milli tölva og Android-síma. » Hægt er að taka skjáskot af heilum vefsíðum eða völdum hluta vefsíðna. » Vivaldi safnar ekki upplýs- ingum um notendur sína. » Vill vera valkostur við Google. » Ókeypis auglýsingalaus tölvupóstur í boði.  Notendafjöldi í dag er 1,2 milljónir  Eigandinn gerði áður Opera-vafrann Vel yfir 80% pantaðra Mercedes- Benz-bíla sem seldir verða hjá bíla- umboðinu Öskju á næsta ári verða annaðhvort rafbílar eða tengiltvinn- bílar að sögn Jóns Trausta Ólafsson- ar, forstjóra fyrirtækisins. Sú tala nam 24% í ár en 32% árið 2018. Ein ástæðan fyrir þessari breytingu er CAFE-stefna (e. Clean Air For Eur- ope) Evrópusambandsins sem gerir ríkar kröfur til bílaframleiðenda um að minnka kolefnislosun bílaflotans í álfunni. Markmiðið árið 2021 er að meðaltalskolefnisútblástur ný- skráðra bíla verði 95 grömm. „Bílaframleiðendur eru almennt að auka mjög hjá sér framboðið í tengiltvinnbílum og rafmagnsbílum. Framboðið er því að aukast mjög hratt. Sérstaklega í haust,“ segir Jón Trausti. Að hans sögn hafa fyrstu tvær sendingarnar af nýjum Merce- des-Benz ECQ-rafmagnsbílum selst upp auk þess sem flest módel frá fyrirtækinu verði einnig fáanleg í tengiltvinnútgáfu. „En það er greinilega aukin eftir- spurn eftir tengiltvinnbílum. Ný kynslóð þeirra býður upp á drægni allt að 100 km á rafmagninu,“ segir Jón Trausti. Samkvæmt tölum Bílgreinasam- bandsins varðandi nýskráða bíla í ágúst kom í ljós að nýskráningar á rafbílum hefðu aldrei verið fleiri en þá og nam hlutfallið 14,2% miðað við 7,3% fyrstu sjö mánuðina á undan. Enn fremur var hlutfall nýskráðra raf-, tengiltvinn- og „hybrid“-bíla í ágúst rúmlega 40%. Bílasala Mercedes-Benz EQC-bíllinn nýtur mikilla vinsælda hjá Öskju. Grænni bílar í afar mikilli sókn  CAFE-stefna Evrópusambands- ins áhrifamikil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.