Morgunblaðið - 10.09.2019, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
LögmálMurphyser um þau
álög sem menn
upplifa stundum
að allt það sem
getur hugsanlega
farið úrskeiðis í
einhverri atburðarás geri það.
Dæmi um slíkt óstuð eru mörg,
sum gömul og sum ný og
standa mislengi. Sum eru úr
heimi ævintýranna og knúin
áfram af ímyndunaraflinu. Eða
eru falin í ræmum kvikmynd-
anna, eins og Naked Gun 2½
þar sem allt fer öfugt frá
fyrsta ramma til hins síðasta.
Stundum verða aðeins örfáir
vitni að því þegar lögmálið
kvíðvænlega tekur völdin, en
stundum eru það full 50 þús-
und sem verða vitni að mætti
þess á staðnum og milljónir
fastar við sjónvarpsskerminn.
Dæmi um þetta síðasta var
landsleikur Frakklands og
Albaníu, andstæðinga okkar í
riðli knattspyrnunnar. Við
upphaf leiks Frakkands og
Albaníu stóðu liðin í heiðurs-
stellingum ásamt dómgæslu-
mönnum, fyrirfólki og fimmtíu
þúsund öðrum. Þjóðsöngur
Andorra var leikinn. Lang-
flestir áheyrenda gátu ekki
vitað að neitt væri að. En
skyndilega var minnihluti við-
staddra orðinn algjörlega æfur
og lét það ekki fara framhjá
neinum.
Það tók samtals yfirgengi-
lega langar 10 mínútur til að
komast að því hvað hefði farið
úrskeiðis.
Eftir að ró komst á og mann-
skapurinn hafði stillt sér upp á
ný gerði þulur gestgjafanna
vart sig. Hann bað leikmenn
og áheyrendur Armena! afsök-
unar, en nú mættu þeir treysta
því að hinn rétti þjóðsöngur
þeirra yrði leikinn. Kveikju-
þráðurinn var orðinn mjög
stuttur þegar þarna var komið
og dugði ekkert minna en að
Macron forseti Frakklands
talaði beint við starfsbróður
sinn í Albaníu án millilend-
ingar í Andorra og Armeníu og
bæði hann og þjóðina fyrir-
gefningar frá innstu hjartans
rótum.
Fyrirrennari Macron var
grátt leikinn af lögmáli
Murphys, svo eftirminnilegt
varð. Fyrst bárust fréttir af
ástarbralli Hollande forseta og
töldu sumir fréttaskýrenda að
fréttunum hefði verið lekið til
að styrkja veika stöðu forseta
Frakklands, því að afstaða
Frakka til slíkra mála sé allt
önnur en gengur og gerist hjá
gegnköldum þjóðum Skandin-
avíu. En svo ágerðust lekarnir
og ljóst orðið að Murphy sjálf-
ur hélt um spottana. Kannanir
sýndu að Rómeó í forsetahöll-
inni væri ekki að
hafa neitt upp úr
krafsinu. Þá lak
ljósmynd af for-
seta Frakklands
þar sem hann sat
hokinn á böggla-
bera vespuhjóls
aftan við hnarreistan leyni-
þjónustumann, sem stýrði.
Þarna þóttu endaskipti hafa
verið höfð á hátigninni sem
leika á um franskan forseta.
En fylgið minnkaði ekki mikið
þrátt fyrir það. En daginn eftir
birtist sama myndin aftur og
hafði verið stækkuð og þá kom
í ljós að vespan var ekki einu
sinni frönsk heldur ítölsk og
eftir það voru Hollande allar
bjargir bannaðar og veikar
vonir hans um endurkjör guf-
aðar upp.
Íhaldsmönnum í Bretlandi
þykir Murphy hafa límt sig
óþægilega fast á foringjann í
forsætisráðherrabústaðnum
fræga þessa 40-50 daga sem
hann hefur búið þar leigulaust.
Hin lánlausa frú May náði að
bæta sex prósentustigum við
fylgi Íhaldsflokksins í skyndi-
kosningum sem hún efndi til 8.
júní 2017. Það var ekki svo lítið
afrek.
En hún stefndi í þær kosn-
ingar með fremur nauman
meirihluta, bætti við sig sex
prósentustigum en missti þó
meirihlutann og varð í kjölfar-
ið að kaupa sér stuðning frá
systurflokki á Norður-Írlandi
til að geta sagst hafa starf-
hæfan meirihluta. Á hann gekk
í hennar tíð og hélt svo áfram
að hrökkva af honum eftir að
Boris Johnsons axlaði ábyrgð
og nú er hann kominn í veru-
legan mínus.
Að stórum hluta til er það
vegna þess að honum var
nauðugur sá kostur að reka
fimmtu herdeild flokksins í
einu lagi úr flokkshúsum eftir
að hún lagðist á sveif með
Verkamannaflokknum. Slíkt
er pólitísk dauðasök. Af hverju
var sá brottrekstur óhjá-
kvæmilegur? Vegna þess for-
dæmis sem ella hefði verið
gefið. En einkum og sér í lagi
þó vegna þess að þótt forsætis-
ráðherranum tækist fljótlega
að merja í gegn nýjar kosn-
ingar yrði hann að byrja á að
vinna 21 auka þingmann til að
jafna við fimmtu herdeildina,
sem situr á svikráðum, áður en
hann reyndi að vinna viðbótar
þingmenn til að komast aftur í
meirihluta og svo enn allmarga
til að vera kominn með sæmi-
lega öflugt bakland. Það þyrfti
mjög mikla heppni til að ná öll-
um þeim markmiðum. Og það
yrði óhugsandi nema ljóst væri
að lögmáli Murphys hefði ver-
ið ýtt algjörlega til hliðar um
nægilega langt skeið.
Það eru óneitanlega
spennandi tímar
fram undan, að
minnsta kosti fyrir
okkur áhorfendur}
Slegist við Murphy
Í
dag verður 150. löggjafarþing Alþingis
sett. Í framhaldi af því mun fjármála-
ráðherra leggja fram frumvarp til
fjárlaga 2020 sem kynnt var í síðustu
viku. Núna höfum við tækifæri til þess
að forgangsraða í þágu framtíðarinnar og
þeirra sem minnst mega sín. Það er margt
fróðlegt í þessu frumvarpi, ýmislegt auðvitað
til bóta en því miður margt sem er það síður.
Í frumvarpinu er það enn og aftur staðfest
að þetta er ríkisstjórn þeirra ríku og eigna-
miklu, en ekkert er gert til þess að jafna leikinn
og ekkert kemur meira inn í ríkiskassann frá
auðmönnum og enn stendur til að lækka
bankaskattinn á næstu árum. Sannarlega er
jákvætt að lækka eigi lægsta skattþrepið og
fæðingarorlof verði lengt en flestar koma þess-
ar aðgerðir inn vegna lífskjarasamningsins.
Hins vegar er staðreyndin sú að persónu-
afslátturinn er lækkaður, milliþrepið hins vegar hækkað
en fólk með ofurlaun borgar áfram jafn mikið til sam-
félagins.
Á sama tíma er áhugavert að skoða framlög til stofnana
ríkisins, en framlög til málefnasviðs háskólanna, fram-
haldsskóla og þróunarsamvinnu lækka á milli ára. Þá er
sömuleiðis áhugavert að skoða þær stofnanir sem mikið
var rætt um að styrkja á síðasta þingi vegna vanmáttar
þeirra að sinna lögbundnum verkefnum sínum vegna van-
fjármögnunar, en framlög til að mynda til Matvælastofn-
unar lækka töluvert á milli ára. Þar þarf að gera mun
betur, en það er fátt mikilvægara fyrir at-
vinnulífið í landinu en að eftirlitsstofnanir
landins séu í stakk búnar til að sinna verk-
efnum sínum hratt og örugglega, sem því
miður hefur verið nokkur misbrestur á.
Við umræðu um fjárlög á síðasta þingi lagði
þingflokkur Samfylkingarinnar fram skýrar
breytingartillögur og það munum við einnig
gera við þessi fjárlög. Við viljum verja vel-
ferðina. Við viljum leggja meira til skólanna,
bæta kjör aldraðra, öryrkja og barnafólks.
Við viljum þó ekki síður styðja við atvinnulífið
og leggja til að mynda meira í nýsköpun og
rannsóknir, lækka tryggingagjaldið og styðja
sérstaklega við lítil og meðalstór fyrirtæki.
Það eru fjölmörg stór mál fram undan, en
eins og reynslan hefur sýnt okkur er oft erfitt
að segja til um hvert stóra málið verður. Oft
eru það litlu málin sem koma á óvart. Það er
þó eitt mál sem ég held að við séum í það minnsta flest
sammála um að skiptir meira máli en nokkurt annað
næstu árin, en það eru viðbrögð okkar við hamfarahlýn-
uninni. Ríkisstjórnin hefur sett af stað ýmis verkefni en
við þurfum að gera miklu betur. Þar ætlum við í þing-
flokki Samfylkingarinnar að leggja okkar af mörkum í
vetur líkt og áður.
Gleðilegt nýtt löggjafarþing, kæru lesendur, vonandi
farnast okkur betur en á því síðasta.
Pistill
Tækifæri til að gera betur
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Albertína
Friðbjörg
Elíasdóttir
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sveitarstjórn nýs sameinaðssveitarfélags á Austurlandimun, verði sameining sam-þykkt, fela heimastjórnum í
gömlu sveitarfélögunum hluta af valdi
sínu. Heimastjórnirnar munu fara
með ákvörðunarvald varðandi nær-
þjónustu á viðkomandi svæðum, með-
al annars um deili-
skipulag og til að
veita umsagnir um
veitinga- og versl-
unarleyfi og um
friðlýsingar, svo
dæmi séu tekin.
Þessi til-
færsla á valdi
grundvallast á til-
raunaákvæði í nú-
gildandi sveitar-
stjórnarlögum.
Komi til sameiningar á Austurlandi
verður þessu ákvæði beitt í fyrsta
skipti.
Mega vísa til bæjarstjórnar
Þrír menn verða í hverri heima-
stjórn, tveir sem kosnir eru beinni
kosningu af íbúum á hverju svæði og
einn fulltrúi sem sæti á í bæjarstjórn.
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á
Fljótsdalshéraði og formaður sam-
starfsnefndar, segir að verði ágrein-
ingur um mál í heimastjórn geti hvaða
fulltrúi sem er vísað málinu til bæjar-
stjórnar til úrlausnar. Hann bendir á
að kveðið sé á um það í lögunum.
Heimilt er að nýta þetta tilrauna-
ákvæði í tvö kjörtímabil, samkvæmt
lögunum. Björn segir mikilvægt að
horfa til lengri tíma og segir að það
kæmi ekki á óvart að ákvæðið yrði fest
í sessi í sveitarstjórnarlögum ef það
gengur vel í nýja sveitarfélaginu. Seg-
ir hann að það sé einnig skilningur
ráðuneytisins.
Samstarfsnefndin vinnur að
undirbúningi sameiningar Fljótsdals-
héraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar
eystri og Djúpavogs. Endanlegar til-
lögur nefndarinnar verða kynntar á
íbúafundum í byrjun október og kosið
verður um sameiningu 26. október.
Björn segir að heimastjórnum sé
ætlað að mæta þeim sjónarmiðum
sem oft hafi komið upp við samein-
ingar að fólkið á jaðrinum kvarti yfir
því að það hafi lítil áhrif. Einnig sé tal-
ið að stjórnsýslan verði skilvirkari
með því að hafa ákveðna þætti á valdi
nærsamfélagsins í stað þess að ákveða
allt á miðlægum fundum.
Stjórnskipulagið verður einnig
einfaldað á þann hátt að aðeins verða
þrjú fagráð starfandi, þ.e. byggðaráð,
fjölskylduráð og umhverfisráð. Þar
fyrir utan verða ýmsar nefndir, svo-
kölluð notendaráð. Hlutverk og
ábyrgð fagráðanna verður veigameira
en áður. Þau funda vikulega, á dag-
vinnutíma. Björn segir að með því
skapist möguleiki fyrir fulltrúa að
sinna sveitarstjórnarmálum í hluta-
starfi.
Þurfa að sameinast
Nú eru 26 fulltrúar í sveitar-
stjórnunum fjórum en verða 11 í nýrri
bæjarstjórn. Ef litið er til alls stjórn-
kerfisins sitja þar nú 113 fulltrúar í
stjórnum, ráðum og nefndum en þeim
fækkar í 42.
Borgarfjarðarhreppur er með
rúmlega 100 íbúa og þarf að sameinast
öðru sveitarfélagi í síðasta lagi fyrir
kosningar 2022. Sama er að segja um
Fljótsdalshrepp, sem ekki er í þessum
sameiningarviðræðum, en er með lið-
lega 70 íbúa. Djúpavogshreppur og
Seyðisfjarðarkaupstaður eru með
færri en 1.000 íbúa og þurfa að sam-
einast öðrum fyrir kosningar árið
2026. Eina sveitarfélagið í þessum
potti sem ekki verður knúið til að-
gerða er Fljótsdalshérað með 3.600
íbúa.
Heimastjórnir ráði
ákveðnum málum
Morgunblaðið/Eggert
Jaðar Djúpivogur liggur lengst frá kjarnanum, Egilsstöðum, en þar verð-
ur sett á fót heimastjórn sem fær völd yfir málum í nærsamfélaginu.
Björn
Ingimarsson
Sérstakt landsþing Sambands
íslenskra sveitarfélaga sam-
þykkti á föstudag að mæla
með því að Alþingi samþykki
þingsályktunartillögu ráðherra
sveitarstjórnarmála um
stefnumótandi áætlun í mál-
efnum sveitarfélaga til 2033
og aðgerðaáætlun. Verði lög-
um breytt í þessa veru mun
sveitarfélögum, sem nú eru
72, fækka um 14 við kosn-
ingar 2022 þegar lágmarks-
fjöldi íbúa verður 250 og enn
meira fjórum árum síðar þeg-
ar íbúafjöldi sveitarfélags þarf
að vera yfir 1.000. Eftir það
gætu sveitarfélögin orðið um
30 talsins. Nokkur sveitar-
félög mótmæltu áformum um
lögþvingun við sameiningu
sveitarfélaga í umsögnum í
samráðsgátt sveitarfélaga og
hvöttu ríkisstjórn og Alþingi
til að virða sjálfsákvörðunar-
rétt íbúa.
Mælt með
lögþvingun
SÉRSTAKT LANDSÞING