Morgunblaðið - 10.09.2019, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
Í makindum Gott er að finna sér notalegan stað til að slaka á. Þessi myndarlegi köttur kom sér fyrir á bílþaki í Hlíðunum í Reykjavík og virti mannlífið fyrir sér. Svo virtist sem vel færi um hann.
Eggert
Biblían er grund-
vallarrit kristinnar
trúar. Og gyðingdóms,
gleymum því ekki.
Margar sögur hennar
er líka að finna í Kór-
aninum, helsta trúar-
riti múslíma. Og hún
er víst mest útgefna
bók í sögunni. Næst á
eftir Ikea-bæklingnum
sem rétt nýlega hefur
slegið hana út sem metsölubók, eft-
ir því er fréttir herma. Hún hefur
verið þýdd á flest tungumál heims-
ins. Hana er að finna á hótelum, í
fangelsum og á sjúkrahúsum um
allan hinn vestræna heim að
minnsta kosti. Það má þakka svo-
kölluðum Gídeonfélögum sem lengi
voru vel þekktir hér á landi fyrir að
heimsækja börn í skóla og gefa
þeim Nýja testamenti Biblíunnar.
Þangað til slíkt „óhæfi“ var bannað.
Alla vega á Íslandi, en ekki þar
sem ég starfa nú, í Svíþjóð, sem þó
telst afhelgaðasta land á Vestur-
löndum. En það er nú önnur saga
og best að passa sig á því að villast
ekki af leið. Sem sagt, Biblían er til
á mörgum heimilum. Og var til á
flestöllum hér á Ís-
landi þar til fyrir ekki
svo löngu. Hún er
næstum örugglega líka
til heima hjá þér, eða
alla vega hluti hennar.
Þessi sem Gídeon-
menn gáfu einhverjum
einhvern tímann í ein-
hverjum skólanum.
Hana. Þarna komu
þeir aftur. Það virðist
vera erfitt að tala um
Biblíuna án þess að
tala um þá.
En þó Biblían sé svona þekkt og
fræg og til á mörgum heimilum og
tölfræðilega líka heima hjá þér eða
foreldrum þínum eða afa og ömmu,
– þá af einhverjum ástæðum finnst
mörgum okkar erfitt að taka hana
niður úr hillunni eða upp úr kass-
anum eða skúffunni. Og lesa hana.
Og ef við gerum það og opnum
hana blöðum við mörg hratt í gegn-
um hana og skiljum hvorki upp né
niður. Finnst okkur alla vega. Enda
erfitt að átta sig á hvernig best er
að fletta upp í þessari undarlegu
bók. Og átta sig á henni. Og skilja
hana.
Og er hún ekki bara hundleiðin-
leg líka? Ekkert nema helgislepja
og gömul hjátrú og boð og bönn?
Ekkert sem kemur mér við? Eða
þér? Eða hvað?
Ég hef reyndar þá kenningu að
það sé ekkert svo erfitt að lesa
hana. Það er alla vega mín reynsla.
Það er bara spurningin um að
byrja og hafa gaman af. Ég held
reyndar einmitt að af því að svo
margir segja að þetta sé flókin og
illskiljanleg bók, þá séu það margir
sem leggi ekki í hana. Og allt of oft
nálgumst við hana líka af for-
dómum og gefum henni ekki tæki-
færi.
En Biblían er fyrir alla. Líka fyr-
ir tossa eins og mig og þig. Og hvað
er eiginlega tossi? Er það ekki ein-
hver sem hefur ekki trú á sjálfum
sér? En þarf bara að bretta upp
ermarnar og byrja á verkefninu?
Og þá kemur í ljós að það er auð-
vitað ekkert mál? Það sem fékk
mig til að opna augun fyrir Biblí-
unni og gefa henni tækifæri var
reyndar hvernig kennari minn í
guðfræðideild Háskóla Íslands, pró-
fessor Þórir Kr. Þórðarson, fékk
mig til að sjá mína eigin fordóma
gagnvart henni. Þannig var að þeg-
ar ég hóf nám á sínum tíma var það
með hálfum huga. Ég hef alltaf haft
mikinn áhuga á sögu og það var
eiginlega þess vegna sem ég fór í
guðfræðina, kirkjusagan og sagn-
fræðin. Og saga trúarbragðanna.
Biblían fannst mér aftur á móti
frekar úrelt fyrirbæri, gamaldags
og undarlegt. Svona eins og sannur
biblíutossi. En fyrsta haustið mitt í
náminu byrjaði ég á námskeiði um
Gamla testamentið, fyrri hluta Bibl-
íunnar, og það var prófessor Þórir
sem hélt utan um það. Og það
fyrsta sem hann sagði okkur nem-
endunum að gera var að lesa Gen-
esis, Fyrstu Mósebók, og skrifa svo
ritgerð um hvað okkur þætti um
hana. Ég gerði það af heilagri
vandlætingu. Í Genesis segir frá
sköpun heimsins á sjö dögum,
Adam og Evu og Eden og Nóa sem
varð mörg hundruð ára og Nóaflóð-
inu og eiginkonu Abrahams sem
eignaðist barn á gamals aldri og
alls konar þannig stórfurðulegum
hlutum. Svo ég tók mig til, settist
niður og skrifaði, að því er mér
fannst, leiftrandi gagnrýni á allt
þetta rugl. Hvernig er hægt að
taka mark á þessu, skrifaði ég?
Ánægður með sjálfan mig kvitt-
aði ég undir, sannfærður um að ég
myndi fá núll og skít og skömm
fyrir ritgerðina. Og með því ákvað
ég að hætta í þessu námi, láta þetta
vera mitt síðasta orð, og gera svo
eitthvað skynsamlegra við mitt líf.
En prófessor Þórir Kr. breytti
öllum þessum áætlunum mínum.
Hann gaf mér nefnilega 10 fyrir rit-
gerðina og skrifaði svo undir:
„Láttu ekki neinn taka frá þér
þessa gagnrýnu hugsun þína og
nýttu hana til að komast til botns í
því sem þessir textar vilja segja í
raun og veru.“ Ég man að ég var
alveg orðlaus. Hvað var maðurinn
að meina? Hvað hafa þessir textar
að segja?
Það sem eftir er ævinnar hefur
svo farið í að leita að svarinu við
þessari spurningu.
En nóg um mig. Hvað með þig?
Hefur þú gefið Biblíunni tækifæri?
Auðvitað er þetta gamall texti. Og
stundum undarlegur. En taktu
áhættuna. Og ég lofa þér að þú
munt ekki verða fyrir vonbrigðum.
Eftir Þórhall
Heimisson » Og er hún ekki bara
hundleiðinleg líka?
Ekkert nema helgi-
slepja og gömul hjátrú
og boð og bönn? Ekkert
sem kemur mér við?
Þórhallur Heimisson
Höfundur er prestur og hefur haldið
námskeið um Biblíuna um árabil.
thorhallur33@gmail.com
Biblían fyrir tossa