Morgunblaðið - 10.09.2019, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Læknavísindin segja
okkur að frumur
mannslíkamans endur-
nýi sig. Hverju líffæri
er viðhaldið og stjórnað
frá stjórnstöð heilans
svo allur líkaminn sé
heilbrigður, frískur,
heill. Öll líffærin starfa
svo öll heildin megi
njóta heilbrigðis og vel-
líðanar saman í sömu
verund. Allt starf er innt af hendi til
blessunar heildinni, í sömu tilveru, í
sama heimi, sömu veru.
Samfélag og þjóðfélag mannanna
mætti sannarlega taka sér starf
mannslíkamans til fyrirmyndar. Sú
vitund og þroski, sem felst í því að
starfa heildinni til blessunar myndi
skapa hamingjusamt og sambúðar-
hæft samfélag fólks. En hið ofanrit-
aða þarf að nema og temja sér, ef slíkt
samfélag á að ganga eins og reglu-
verk líkamans, gangverk véla mann-
anna og himinhnatta hönnuðar al-
heimsins. Sértrúarflokkar hafa lagt
áherslu á velferð allra meðlima sinna
og beina meðlimum sínum á rétta
braut ef eitthvað fer úrskeiðis, svo
söfnuðurinn allur megi dafna.
Mannkyn jarðarinnar er tengt
sterkum böndum. Við erum ein teg-
und þó að mislit séum á hörund, eins
og tegundir blóma sem birtast í regn-
bogans litum. Við erum eitt kyn,
mannkyn í misjöfnum útgáfum, en
skyld blóðböndum um alla heima og
geima, því við erum ein fjölskylda,
mennskar verur, sem ætlað er að
vinna saman, sem frumur sama lík-
ama og að skilja mikilvægi hvers og
eins.
Blóðið sem fer út í litlu tá er sama
blóðið og berst til heilans. Blóðið sem
fer um þarmana er sama blóðið og
gefur vörunum sinn líflega lit og svo
mætti lengi telja. Margir stórættaðir
menn eiga sér sterkan bakhjarl, sem
hefur eflst af vinnu verkamanna á
lægstu launum í mannlegu samfélagi.
Vér skulum því ekki líta niður á annað
fólk. Vér erum allir sama tegund,
sama blóðið í raun. Vér erum sama
kyn, sama blóð, sömu
ættar um aldir alda.
Ef við mennirnir gæt-
um komið á þessu vit-
undarástandi um ein-
ingu mannkynsins gæti
margt breyst til batn-
aðar. Þar sem við öll er-
um í sama líkama eins
og frumur ættum við að
leggja okkar af mörkum
til að vinna heildinni
gagn og þar með sjálf-
um okkur í leiðinni.
Þjóðfélög eru ekki
góð og heil, ef þjóðfélagshópar deila
og eiga í erjum. Þegar samfélags-
hópar líða órétt og þjáningar og eig-
ingirndin ræður för er þjóðfélagið
sjúkt og mein ræna einstaklingana
friði og ró, fjöri og lífsgleði í sjúku
deyjandi umhverfi.
Mannkynið er ein fjölskylda og
þegar hluti af því líður þjáningar hef-
ur það margvísleg áhrif á heildina.
Þess vegna áreita lúxusvandamálin
hina efnameiri eða svo lengi, sem fá-
tækir líða óréttlátan skort í ómann-
eskjulegum aðstæðum. Margan þarf
því ekki að undra þótt margir efna-
meiri sofi ekki á næturnar eða eigi við
ýmsan vanda að stríða, þegar þján-
ingar manna berast þeim eftir braut-
um, sem tengja mannkynið órjúfan-
legum „ósýnilegum“ böndum í
tilverunni, því við erum sama veran,
sem finnur til því hún er sjúk.
Að elska náungann og líkna þeim
sem eru sjúkir eru aðgerðir sem
munu öllum að gagni koma. Báðir
hóparnir, sá sem gefur og hinn sem
veitir móttöku, munu báðir njóta
blessana góðverkanna því við erum
sama tegund í sama heimi, sömu veru.
Heildinni til heilla
Eftir Einar Ingva
Magnússon
» Við erum ein fjöl-
skylda, mennskar
verur, sem ætlað er að
vinna saman, sem frum-
ur sama líkama.
Einar Ingvi Magnússon
Höfundur er áhugamaður um
samfélagsmál.
einar_ingvi@hotmail.com
Ég fylgdist með
komu varaforseta
Bandaríkjanna þegar
hann kom í opinbera
heimsókn til landsins
á dögunum. Lífið í
höfuðborginni tók á
sig heldur ógeðfellda
mynd, þar sem vopn-
aðir varðmenn voru á
hverju strái og um-
ferðin var meira og
minna sett í hnút þar sem þessi
höfðingi fór um. Það sem vakti þó
meiri athygli mína voru fánarnir
sem alls staðar blöktu við hún. Ís-
lenski fáninn var lítt áberandi
heldur blasti við fáni hinsegin
fólks þ.e. gulur, rauður, grænn,
blár og fjólublár. Ég velti fyrir
mér hvort búið sé að skipta okkar
gamla fána út? Það hlýtur að vera
sjálfsögð kurteisi þegar um opin-
bera heimsókn er að ræða að
þjóðfáni okkar sé hafður í öndvegi
en ekki einhver marglit dula.
Það má vel vera að þessi vara-
forseti hafi einhverjar vafasamar
skoðanir á hinum ýmsu kyn-
hvötum manna, en er þetta ekki
fulllangt gengið í galskapnum?
Mér finnst að þessi
karl megi bara hafa
sínar skoðanir á mál-
um og við Íslend-
ingar, sem teljum
okkur vera umburðar-
lyndastir allra þjóða,
verðum bara að una
því að aðrir séu okkur
ekki sammála.
Hinsegin hvað?
Ég átta mig raunar
ekki á á hvaða veg-
ferð við erum. Í
nokkur ár hafa verið haldnir svo-
kallaðir hinsegin dagar, þar sem
allir fjölmiðlar keppast við að
auglýsa göngu þeirra sem eru
einverra hluta vegna öðruvísi en
aðrir. Götur eru málaðar í regn-
bogalitum og fólk fer í skrúð-
göngur í alls konar skrautlegum
fatnaði til að vekja athygli á mál-
staðnum. Hvaða málstað? Að
vera eitthvað öðruvísi en fjöldinn.
Þarf þjóðfélagið virkilega að fara
á annan endann þótt einhverjir
séu öðruvísi en aðrir? Nú í ár
þótti ekki nægilegt að hafa einn
dag til að vekja athygli á þessu
hinsegin heldur þurfti heila viku.
Hvers eiga þeir að gjalda sem
ekki eru hinsegin? Það virðist
enginn áhugi á að vekja athygli á
þeim.
Verulega áhyggjufullur
Ég er að verða verulega
áhyggjufullur vegna orðræðu sem
er í gangi varðandi þessi mál.
Börn og unglingar eru mjög við-
kvæm gagnvart þessum hlutum og
þegar svo er komið að Siggi
frændi er einn góðan veðurdag
orðinn Anna frænka finnst mér
mælirinn vera fullur. Maður fær
það einhvern veginn á tilfinning-
una að það sé orðið tískufyrirbæri
hvort maður er karlkyns, kven-
kyns eða jafnvel hvorugkyns. Við
Íslendingar höfum miklar áhyggj-
ur af því hve fjölgun þjóðarinnar
er lítil og ekki er líklegt að þeir
sem ekki vita hvers kyns þeir eru
muni bæta mörgum við.
Er búið að skipta um þjóðfána?
Eftir Guðmund
Oddsson » Þegar Siggi frændi
er einn góðan veður-
dag orðinn Anna frænka
finnst mér mælirinn
vera fullur.
Guðmundur Oddsson
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
gumodd@gmail.com
Flestir álíta svo að
hér búi friðelskandi
þjóð. Á Íslandi er
enginn her, ekki hafa
verið stríðsátök og
almennir lög-
regluþjónar ganga
ennþá um götur án
þess að vera gráir
fyrir járnum. Hér
láta ráðamenn sjá sig
án þess að vera með
lífverði og blanda geði við fólk án
þess að óttast um líf sitt.
Þannig að það vakti furðu þeg-
ar varaforseti Bandaríkjanna
kom í örstutta heimsókn hve
mikinn viðbúnað hann þóttist
þurfa að hafa til að tryggja ör-
yggi sitt. Þvílíkur farsi! Það hefði
verið betur að hann hefði haldið
sig heima í Bandaríkjunum þar
sem vopnaburður almennings er
frekar regla en undantekning og
fréttir af skotárásum eru tíðar.
Þar hefði hann getað setið í skot-
heldu rými og haft þennan fund á
Skype.
Hugsið ykkur: Þetta umstang
fyrir fund og dvöl sem varði ekki
einu sinni sólahring! Tvær flug-
vélar, herflugvélar,
þyrlur og sérútbúnir
bílar sem þurfti að
flytja sérlega til
landsins fyrir utan
allt hávopnaða
fylgdarliðið. Sumir
þykjast vera mikil-
vægari en aðrir.
Okkar ráðamenn
fljúga með áætl-
unarvél á fundi til
útlanda og sumir
jafnvel í almannafar-
rými.
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri fær hrós hjá mér. Hann
mætti eldhress á hjóli í Höfða og
átti erfitt með að komast inn því
yfiröryggisstjóri vildi ekki trúa
að hann væri „ekta borgarstjór-
inn“ því hann væri á slíku farar-
tæki. Nú efast ég um að menn
eins og Pence, sem afneita ennþá
loftslagsbreytingum, skilji þessi
skilaboð. Hér gat maður borið
saman ótrúlega sóun og sótsvört
kolefnisspor hjá Bandaríkja-
manninum og vistvæna hegðun
borgarstjórans. Katrín Jakobs-
dóttir gerði líka rétt að fara á
annan fund sem var fyrir löngu
ákveðinn þann dag og gat því
hitt Pence einungis örstutt. Og
hún lagði áherslu á að ræða lofts-
lagsmálin. Ég vona svo sannar-
lega að okkar litla land gefi ekki
færi á því að verða leiksoppur
stórveldanna í auknu vígbún-
aðarkapphlaupi. Við eigum ekki
að taka þátt í slíku og hugsa okk-
ur vandlega um hvort við viljum
umsvif Bandaríkjahersins í aukn-
um mæli í okkar friðsæla landi.
Eða hvort við viljum láta draga
okkur inn í deilur Kínverja og
Bandaríkjamanna.
Og við viljum ekki frekjugang
ráðamanna frá stórum og vold-
ugum löndum heldur ráða sjálf
hverja við bjóðum velkomna og
hvernig og hvenær við erum
tilbúin að taka á móti þeim.
Friðelskandi þjóð
Eftir Úrsúlu
Jünemann »Ég vona svo sannar-
lega að okkar litla
land gefi ekki færi á því
að verða leiksoppur
stórveldanna í auknu
vígbúnaðarkapphlaupi.
Úrsúla Jünemann
Höfundur er kennari á
eftirlaunum og leiðsögumaður.
ursula@visir.is
Jóhannes Nordal telur, að Ólafur
Thors hafi haft áhyggjur af því, þegar
hann þurfti að láta sverfa til stáls
gegn öðru fólki í stjórnmálum. Þá hafi
hann „farið með áhyggjurnar heim“.
Viðbrögð hans hafi ekki alltaf blasað
við á yfirborðinu. „Hann tók allt, sem
hann fjallaði um, föstum tökum. Ég
tel hann mesta stjórnmálamann sem
ég hef átt samstarf við,“ segir dr. Jó-
hannes, „og þann stjórnmálamann-
inn, sem mér þótti vænst um sem
manneskju.“
(Sjá Matthías Johannessen: Ólafur
Thors 1. og 2.)
Auðun vestfirski
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Afmæli Sjálfstæðisflokksins:
Enn af Ólafi Thors