Morgunblaðið - 10.09.2019, Síða 19
✝ Jón BjarniJónsson
(Dengsi í Ársól)
fæddist á Akranesi
24. janúar 1933.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vesturlands 18.
ágúst 2019.
Dengsi var
yngstur sjö barna
hjónanna Lovísu
Vilhelmínu Guð-
mundsdóttur, f. 8. apríl 1899, d.
25. desember 1966, og Jóns
Ágústs Þórðarsonar, f. 15. ágúst
1896, d. 9. júlí 1977, og kveður
nú síðastur sinna systkina.
Systkini hans voru: 1. Sólmund-
ur Gísli, f. 21. nóvember 1920. 2.
Egill, f. 13. febrúar 1922. 3.
Friðmey, f. 21. mars 1923. 4.
Helga, f. 28. janúar 1926. 5. Lúð-
vík Friðrik. f. 9. október 1927. 6.
Sólmundur, f. 18. janúar 1929.
Dengsi gekk í hjónaband með
Sigurlínu Erlu Kristinsdóttur, f.
8. júlí 1935, d. 3. ágúst 1999, þau
eignuðust 4 börn:
1. Sigurbjörg Kristín, f.
21.október 1958, hennar maður
Daniel Friðrik Haraldsson. Börn
a) Erla Björk Gunnarsdóttir,
maki Arthur Karlsson, börn:
andvana fædd, móðir þeirra Ey-
rún Gunnarsdóttir; e) Þóra Sig-
ríður Guðmundsdóttir; f) Erla
Sólbjört Jónsdóttir; g) Perla
Sólbrá Jónsdóttir. 4. Erlingur
Jónsson, f. 10. október 1969.
Börn a) Arnar Haukur Erlings-
son, kærasta Emma Larsen; b)
Viktor Goði Erlingsson; c) Adam
Andri Erlingsson, móðir þeirra
Hrafnhildur Erlingsdóttir
Dengsi var svo lánsamur að
hitta Þóru Sigríði Jónsdóttur, f.
24.12. 1934, Tótu, fyrir 21 ári
síðan og hófu þau sambúð á
Garðaflöt og svo á Sautjánda-
júnítorgi í Garðabæ. Hennar
synir eru: Jón Magnús, Ólafur
Þórður og Rúdolf Grétar,
tengdabörn, sjö ömmubörn og
tíu langömmubörn.
Dengsi ólst upp í Ársól á
Akranesi og vann lengst af hjá
HB og co. sem netagerðameist-
ari og verkstjóri til ársins 1998
en þá flutti hann suður og vann í
nokkrum deildum Húsasmiðj-
unnar til starfsloka.
Dengsi var mikill handverks-
maður og liggja handverk hans
víða um Akranes. Hann átti ým-
is áhugamál, stundaði golf og
módelsmíði ásamt að því að
mála listaverk.
Útför Dengsa frá Ársól fer
fram frá Akraneskirkju í dag,
10. september 2019, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Hallur Karl, Kol-
finna Sigurbjörg og
Móeiður Oddný; b)
Lilja Gunnars-
dóttir, maki Gísli
Karlsson, börn: Ró-
bert Leó og Styrm-
ir; c) Sigríður Lína
Daníelsdóttir; d)
Harpa Rós Daníels-
dóttir, kærasti Ás-
þór Loki Rúnars-
son. 2. Lovísa Vil-
helmína, f. 27. júní 1960, hennar
maður Sigurður Halldórsson.
Börn a) Aðalheiður Sigurðar-
dóttir, maki Gunnar Freyr
Gunnarsson, börn: Malín Erna
og Tómas Andri; b) Halldór Jón
Sigurðsson, maki Hera Birgis-
dóttir, börn: Hrafnhildur Kara,
Hilmar Rafn og Heiða Lovísa; c)
Aron Örn Sigurðsson, börn:
Lovísa Rós og Alexander Darri,
móðir þeirra Kristjana Ósk
Traustadóttir; d) Konráð Freyr
Sigurðsson. 3. Jón Bjarni Jóns-
son, f. 10. nóvember 1961, hans
kona Þórunnbjörg Sigurðar-
dóttir. Börn a) Eva Björg Jóns-
dóttir, kærasti Kristinn Geir
Guðnason; b) Sædís Björk Jóns-
dóttir; c) Sóley Jónsdóttir, and-
vana fædd; d) Birta Jónsdóttir,
Í dag er komin kveðjustund,
elsku pabbi. Þú varst mikill bar-
áttumaður og ætlaðir að vinna
þennan bardaga og verða 107 ára.
En eftir að þú komst á heima-
slóðir síðustu dagana fylgdi því
mikil sátt og sálin var tilbúin til að
grípa í englavængina sem biðu
eftir að hefja flugið á vit forfeðr-
anna inn í eilífðina.
Nú sit ég hér og held í heitu
hönd þína, minningarnar þeyta
manni aftur á bak til daga æsk-
unnar og pabbi stendur þar
fremstur í ljómanum, yngstur af
sínum systkinum, lítill strákur
sem lék sér með það sem fannst í
móunum og bjó sér til leikföng úr
því sem til féll. Þarna byrjuðu
hæfileikar hans að mótast, hug-
myndaflæðið blómstrar og hann
var aldrei iðjulaus, hann verður
alltaf að hafa eitthvað að gera.
Hann spilaði bolta með knatt-
spyrnufélagi Kára, var í skátun-
um og fór um Skagann á nýja
hjólinu sínu. Pabbi byrjaði
snemma að vinna og vann mörg
störf innan HB og co. Ég man eft-
ir pabba í Haraldarbúð þar sem
hann stóð brosmildur fyrir innan
búðarborðið með hvítu svuntuna
og afgreiddi brúna og hvíta krem-
kexið. Það var mikill akkur í að
hafa pabba í vinnu því hann gat
einfaldlega allt og leysti störf sín
100%.
Vinnan hans við sjóinn var
hans líf og yndi, hann stagaði í
veiðinetin, þreif þau og kom
þeim í bátana, málaði bátana,
málaði frystihúsin, skapaði
listaverk utan á og inn í húsin,
pantaði það sem vantaði til út-
gerðar, bólstraði húsgögn,
hannaði merki fyrir félög, smíð-
aði sér tvö einbýlishús, allt
handa okkur. Við vorum hans
stærsta happdrætti.
Við vorum umvafin kærleika
og kraftinum frá sjó og fjalli,
pabba og mömmu. Svo hurfum
við út í heiminn með gott vega-
nesti frá pabba og mömmu og
stækkuðum ættartréð. Svo
misstum við mömmu.
Pabbi fór aldrei í launkofa með
hve hann var virkilega stoltur og
heppinn með allan hópinn sinn,
hann vildi alltaf fullvissa sig að allt
væri í góðu lagi og allir hefðu það
gott. Pabbi var traustur maður,
hann lá ekki á skoðunum sínum ef
honum mislíkaði eitthvað, en þó
var alltaf stutt í glettnina og blik í
augum þegar hann horfir yfir all-
an hópinn sinn.
Það má segja að líf pabba hafi
verið tvískipt, fjölskyldulífið á
Skaganum og seinni árin í Garða-
bænum með Tótu.
Seinni árin einkenndust af
dansi og ferðalögum, Ítalía, París,
Spánn, garðyrkja, módelskipa-
smíði, mála myndir og skapa.
Pabbi var einstaklega laginn,
útsjónarsamur, listrænn og hefur
átt lífshlaup með öllu inniföldu.
Ég sit hér enn og held í köldu
hönd þína sem hefur verið þinn
töfrasproti og þú skilur eftir þig
slóð minjagripa í öllum formum.
Ég kyssi þig á kinn og segi „ég
elska þig pabbi minn.“ „Ég líka,“
segir þú. „Já ég veit að þú hefur
nú alltaf elskað þig,“ segi ég og við
horfumst í augu og þú brosir og
við skiljum hvort annað, kveðjan
var fyrir fullt og allt.
Ég er svo stolt og þakklát fyrir
þig, pabbi minn, takk fyrir allt og
allt. Bið að heilsa mömmu.
Elsku Tóta mín, þú ert gull að
manni, okkar samvera einkennist
af þinni góðu nærveru og þínu
stóra hjarta, takk fyrir allt sem þú
hefur verið pabba.
Lovísa og fjölskylda.
Nánast alla mína grunnskóla-
göngu var ég sótt af appelsínugul-
um kindabíl og mér skutlað í skól-
ann svo ég þyrfti ekki að ganga
fáeina metra í kuldanum. Það var
afi minn sem hugsaði svo vel um
mig og restina af barnabörnunum
því hann var einfaldlega um-
hyggjusamur og einstakur maður.
Afi minn var jafnframt mikill
listamaður og það var fátt sem
hann gat ekki græjað í höndunum.
Hann málaði listaverk, setti sam-
an módelskip, smíðaði, teppalagði,
eldaði og bara nefndu það – afi
gerði það af nákvæmni og alúð.
Afi minn var líka hláturmildur
og skemmti hann sér betur yfir
Tomma og Jenna en við öll barna-
börnin til samans. Hann hló smit-
andi hlátri sem dásamlegt var að
vera í kringum. Svo var hann
íþróttamaður mikill, bæði liðtæk-
ur á dansgólfinu og margverð-
launaður golfari.
Já, afi minn var hæfileikaríkur
með eindæmum og hefur gert mig
afar stolta í gegnum tíðina. Ekki
hefur honum þó tekist að arfleiða
mig að allri þessari handlagni og
listrænu hæfileikum. Ég gæti hins
vegar hafa erft eitthvað af hans
óbilandi þörf fyrir að skreyta hús-
ið hátt og lágt með jólaljósum fyr-
ir jólin.
Elsku afi minn, allar þessu dýr-
mætu minningar varðveitast að
eilífu og um hver jól mun ég bæta
við einni seríu í safnið og brosa til
þín út í eilífðina. Þú varst góður og
kærleiksríkur afi og langafi og við
erum þakklát fyrir allar stundirn-
ar okkar saman.
Hvíl í friði elsku afi Dengsi,
minning þín mun alltaf lifa.
Ástarkveðja,
Aðalheiður Sigurðardóttir.
Jón Bjarni Jónsson
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
✝ Árvök Krist-
jánsdóttir fæddist í
Fremraseli í Hró-
arstungu 10. sept-
ember 1954. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 25.
ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ingunn
Þorvarðardóttir, f.
1922, d. 2000, og
Kristján Ein-
arsson, f. 1921, d. 2005.
Systkini Árvakar: 1) Krist-
björg, f. 1946; maki Stefán Sig-
urðsson. Þau eignuðust þrjú
börn. 2) Guðfinna, f. 1948; maki
Kristján Magnússon. Þau eign-
Vilhjálmur Þ. Snædal. Þau eiga
fjögur börn. Einnig ólst sonur
Ástu, Haukur Arnar Árnason,
upp hjá foreldrum Árvakar en
hann á þrjú börn með fyrrver-
andi eiginkonu sinni, Svein-
björgu Harðardóttur.
Sonur Árvakar er Kristján
Svanur Eymundsson, f. 2.
september 1994.
Árvök ólst upp hjá foreldr-
um sínum í Fremraseli. Árið
1966 flutti fjölskyldan að
Þórðarstöðum í Fnjóskadal.
Þar bjó Árvök til vors 1979
þegar hún fluttist til Akur-
eyrar þar sem hún bjó æ síðan.
Árvök lauk landsprófi frá
Laugaskóla í Reykjadal og síð-
ar sjúkraliðanámi á Akureyri
og starfaði við sitt fag meðan
heilsan leyfði.
Útför Árvakar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 10.
september 2019, klukkan
13.30.
uðust þrjú börn. 3)
Þorvarður, f. 1950,
d. 1988. Fyrri
kona, Sigríður K.
Þórhallsdóttir. Þau
eignuðust þrjú
börn. Seinni kona,
Auður Garðars-
dóttir og eignuðust
þau eina dóttur. 4)
Einar, f. 1955;
maki Solveig D.
Guðmundsdóttir.
Þau eiga þrjú börn. 5) Ársæll, f.
1959; maki er Dóra Kristjáns-
dóttir. Þau eiga þrjú börn. 6)
Heiðrún, f. 1962.
Fóstursystir Árvakar er Ásta
Sigurðardóttir, f. 1945; maki
skírð því. Ég vissi þó ekki hvernig
hún tæki því og kjarkurinn var nú
ekki meiri en svo að ég fékk
mömmu til að ræða það við fóstur-
systur sína hvort hún væri til í að
deila nafninu sínu. Það var auð-
sótt mál og dóttir mín ber nafnið
stolt – nú sú eina í víðri veröld eft-
ir því sem við best vitum.
Árvöku frænku þótti vænt um
að fylgjast með nöfnu sinni, og
síðar bróður hennar, vaxa og
dafna. Hún kom oft til okkar á
nokkurra ára bili en heimsóknun-
um fækkaði þegar heilsunni hrak-
aði. Um síðustu jól brá í fyrsta
sinn út af þeirri hefð að hún kæmi
Þá er hún Árvök frænka mín
farin frá okkur. Langt fyrir aldur
fram, en þó í aðra röndina ef til
vill södd lífdaga. Það er sannar-
lega ekki heiglum hent að búa
stöðugt við heilsuleysi og van-
líðan.
Ég á óljósar minningar um Ár-
vöku frá því að ég var lítil stúlka
en ég var svo lánsöm að fá að
kynnast henni betur þegar ég var
orðin fullorðin. Þegar ég átti von á
mínu fyrsta barni, sem ég vissi að
væri stúlka, vildi ég gjarnan gefa
dóttur minni þetta fallega og sér-
staka nafn sem engin kona hafði
borið áður en hún frænka mín var
í mat til okkar annan í jólum, en
þá lá hún inni á spítala. Rjúpurnar
kúrðu rólegar í frystinum og biðu
þess að færi gæfist til að elda þá
hefðbundnu jólamáltíð – og sem
betur fer fengum við að njóta
þeirrar stundar saman. En um
næstu jól verður skarð fyrir skildi
annan dag jóla.
Ég vona heitt og innilega að
hún frænka mín elskuleg hafi við
andlátið öðlast allt það sem hún
trúði og treysti á. Megi guðinn
hennar taka vel á móti henni og
leiða hana inn í himnaríki – það er
svo sannarlega verðskuldað.
Urður Snædal.
Árvök
Kristjánsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Faðir minn og bróðir,
JÓN SVEINSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Fellsenda
föstudaginn 30. ágúst.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 12. september klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er
bent á hjúkrunarheimilið Fellsenda, kt. 520169-6019, banki
0312-26-839.
Halldór Páll Jónsson Ásta Svanhvít Sindradóttir
Eiríkur Sveinsson
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
KRISTRÚNAR AÐALBJARGAR
GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Gröf, Grenivík.
Sérstakar þakkir fá starfsmenn
dvalarheimilisins Grenilundar Grenivík og LSH við Hringbraut og
Hafblikssystur fá þakkir fyrir hjálp og stuðning.
Guðjón Indriðason
Sigríður Indriðadóttir
og fjölskyldur
Móðir mín,
KOLBRÚN ÞORLÁKSDÓTTIR
frá Skálum á Langanesi,
sem lést þriðjudaginn 27. ágúst, verður
jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn
13. september klukkan 13.
Einar Þór Rafnsson
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR SNORRA
INGIMARSSONAR.
Innilegar þakkir fær starfsfólk
blóðlækningadeildar 11 G á Landspítala fyrir góða umönnun.
Kolbrún Finnsdóttir
Áslaug Snorradóttir
Ingimar Guðmundsson Arna Björk Kristinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞÓRÐUR HARALDSSON
húsgagnabólstrari,
lést á heimili sínu föstudaginn
6. september.
Halla Sigríður Þorvaldsdóttir
Þorvaldur Þórðarson
Þorbjörn Helgi Þórðarson
Margrét Elín Þórðardóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota innsendi-
kerfi blaðsins. Smellt á Morgun-
blaðslógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn-
ingu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um
annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í inn-
sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar
verið sent er ráðlegt að senda
myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar