Morgunblaðið - 10.09.2019, Side 20
20 MINNINGAR
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Leikfimi með Hönnu kl. 9-9.45. Brids kl. 12.15. Bónusbíllinn, fer frá
Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur kl. 12-16. Kóræfing, Kátir
karlar kl. 12.45. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir inni-
pútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl.
14.45-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld kl. 20 í Dal, neðra safnaðarheimili
kirkjunnar. Allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Fuglatálgun kl. 13. Brids og kanasta kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunleikfimi með
Rás 1 kl. 9.45. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Saumastofan; pokar o.fl. með
leiðsögn kl. 10-11.30. Leikfimi kl. 13-12.40. Bónusrútan kemur kl. 14.40.
Leshópur kl. 13. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15.
Bústaðakirkja Félagsstarf eldri borgara í Fossvogsprestakalli,
Bústaðasókn og Grensássókn verður í safnaðarsal Bústaðakirkju og
hefst miðvikudaginn 11. september. Samveran byrjar kl. 13 og er til kl
16, spil, föndur, framhaldssaga og kaffið góða hjá Sigurbjörgu. Hug-
leiðing og bæn og Jónas Þórir verður við píanóið. Hólmfríður djákni
sér um stundina. Allir hjartanlega velkomnir.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.30.
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12, súpa og brauð á vægu
verði eftir stundina. Vilborg frá Hjálparstarfi kirkjunnar er gestur okkar
í dag. Verið hjartanlega velkomin í gott samfélag.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Myndlist með Margréti kl. 9-12. Thai chi kl. 9. Leikfimi
kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarhópurinn Kríurnar kl. 13.
Brids kl. 13. Sídegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jóns-
húsi kl. 14.45. Vatnsleikfimi kl. 7.30/15.15. Qi-gong í Sjálandi kl. 8.30.
Liðstyrkur Ásgarði kl. 11.15. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía í Ás-
garði kl. 12.45. Línudans Sjálandi kl. 13.30/14.30.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl.
9-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl.
10.30. Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Jóga kl. 11-12. Glervinnustofa
með leiðbeinanda kl. 13-16. Allir velkomnir.
Grensáskirkja Á þriðjudögum er kyrrðar- og fyrirbænastund í
Grensáskirkju kl. 12. Létt máltíð á eftir gegn vægu gjaldi og síðan
samverustund sem endar með kaffi um kl. 14.
Guðríðarkirkja. Félagstarf eldri borgara miðvikudaginn 12. septem-
ber kl. 13.10. Fyrsta samvera félagsstarfsins nú í haust. Helgistund í
kirkjunni, fyrirbænir, söngur. Síðan verður spjall og kynning á starfinu
fram að áramótum. Kaffiveitingar kr. 700.- Hlökkum til að sjá ykkur,
sr. Leifur, Hrönn og Lovísa. Prjónakvöld kl. 20 fyrsta samvera á þessu
hausti, kaffisopi í boði.
Gullsmári Myndlist kl. 9, botsía kl. 9.30, silfursmíði kl. 13, kanasta kl.
13, tréskurður kl. 13, leshópur kl. 20 (leshópur aðeins fyrsta þriðjudag
hvers mánaðar).
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30. Hádegismatur kl. 11.30.
Bónusbíllinn kl. 12.15. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45
og hádegismatur kl. 11.30. Brids í handavinnustofu kl. 13, gönguferð
um hverfið með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Lagt af stað kl. 8.45 frá Borgum; Korpúlfum boðið í heim-
sókn í Heilsuborg. Sjúkraþjálfari mun taka á móti hópnum og kynna
starfsemina. Listmálun hefst með Marteini í BORGUM kl. 9 og frjáls
postulínsmálun kl. 9.30. Botsía kl. 10 og 17 í Borgum. Leikfimishópur
Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 og spjallhópur í listasmiðju í Borgum kl. 13.
Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30.
Neskirkja Krossgötur kl. 13. Ferðasögur úr heimsreisu, Kristján
Gíslasson heimhornaflakkari. Samfélag, fróðleikur, kaffi og kruðerí.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, trésmiðja kl. 9-
16, opin listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
kaffihúsaferð kl. 14, Hugleiðslan kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Samfélagshúsið Aflagranda 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Botsía
kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Félagsvist kl. 13. Vatnslitun kl. 13 með
leiðbeinanda, ókeypis. Bíó í miðrými kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri
30, kl. 13.30. Helgistund á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í safnaðar-
heimili kirkjunnar kl. 14. Ath. Púttið í Risinu hefst þriðjudaginn 17.
september.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið kl. 10-16. Heitt á könn-
unni kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er kl. 11.30-
12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl. 13.15 og
Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu kl. 14.30–15. Allir
velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, Skák kl. 13, allir velkomnir.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
LOK
Á POTTA
HEITIRPOTTAR.IS
HÖFÐABAKKA 1
SÍMI 777 2000
Bókhald
NP Þjónusta
Sé um liðveislu við
bókhaldslausnir o.þ.h.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Rað- og smáauglýsingar
✝ Eiríkur GunnarÓlafsson fædd-
ist í Keflavík 15.
janúar 1936, næst-
elstur í tíu systkina
hópi. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 4. sept-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru Ólafur Ingi-
bersson og Marta
Eiríksdóttir sem
eru bæði látin. Systkini Eiríks
voru Ingiber sem er látinn, Stef-
án, Sverrir, Jóhann, látinn,
Hulda, Albert, Reynir, Hjördís
og Ólafur Már Ólafsbörn.
Eiríkur var kvæntur Hrafn-
hildi Gunnarsdóttur en þau giftu
sig á jóladag árið 1955. Börn
þeirra urðu fjögur en aðeins
þrjú þeirra lifðu og komust til
fullorðinsára. Þau voru Ólafur
Þór Eiríksson, f. 19.6. 1955, d.
6.7. 2014, fyrrverandi sambýlis-
kona hans var Ólöf Anna Jóns-
dóttir, synir þeirra Sveinn Sig-
urður, Eiríkur Unnar og Daníel
Hrafn. Ólafur Þór giftist seinna
SvitlönuEiríksson.
Ásgeir Eiríksson, f.
7.4. 1957, maki Ólöf
Jónsdóttir, börn
þeirra Berglind,
Gunnar Þór og Jó-
hannes Snorri.
Marta Eiríksdóttir,
f. 1.5. 1961, maki
Friðrik Þór Frið-
riksson, dóttir
Mörtu er Hrafn-
hildur Ása Karls-
dóttir og Hafsteinn Þór er sonur
Friðriks Þórs. Fjórða barn Ei-
ríks og Hrafnhildar var stúlku-
barn sem fæddist andvana 3.10.
1968.
Barnabörn og barnabarna-
börn eru nú 23 talsins.
Eiríkur stundaði nám við
Skógaskóla frá 1950-1952. Hann
lauk námi frá Loftskeytaskól-
anum og réðst svo til Flugmála-
stjórnar Íslands þar sem hann
starfaði sem rafeindavirki í 44
ár á Keflavíkurflugvelli.
Jarðarförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 10.
september 2019, klukkan 13.
Elsku elsku pabbi minn, þá
ertu farinn heim á vit forfeðra
þinna, heim til allra þeirra sem
ég trúi að taki vel á móti þér.
Farinn með alla frasana með
þér, alla brandarana og kímnina.
Elsku pabbi minn, svo góður
kall, svo heiðarlegur, umhyggju-
samur og hlýr. Barngóður afi.
Traustur eiginmaður. Mikill
hundavinur. Pabbi minn sem ég
elskaði að hlæja með. En hann
gat verið kaldhæðinn húmorinn
hans pabba, eins og þegar hann
spurði mig hvort ég kæmi ekki
örugglega í jarðarförina hans en
það gerði hann nokkrum sinnum
með glettni. Svarið mitt var á
sömu nótum, að ég væri ekki
viss um hvort ég hefði tíma eða
það færi eftir því hvaða veitingar
yrðu í erfidrykkjunni. Svona gát-
um við fíflast og meintum ekkert
með þessum orðum, heldur vor-
um bara að leika okkur, aðeins
að kitla kímnigáfuna og ögra
hvort öðru á góðlátlegan hátt.
Pabbi minn var Keflvíkingur í
húð og hár, hæfileikaríkur, flink-
ur og klár, dulur en fullur af
glettni, stríðni og leik. Frábær
pabbi sem auðvelt var að líta upp
til, hann gat allt og vissi allt, sér-
staklega var hann veðurglöggur.
Maður tók því ekkert mark á
veðurfréttum heldur hringdi í
pabba sem vissi nákvæmlega
hvernig veðrið yrði. Það var í
eðli hans að lesa í veðrið. Svona
vil ég muna pabba minn, áður en
hann veiktist af alzheimers sem
rændi hann verksvitinu og
gleðinni oft á tíðum. Þá var ekki
alltaf auðvelt að umgangast
elsku pabba minn. En það rofaði
til í sumar þegar frábær umönn-
un starfsfólks D-álmu deildar
HSS hjálpaði honum að líða bet-
ur með bættri lyfjagjöf og betri
skilningi okkar aðstandenda á
sjúkdómnum. Þá opnaðist aftur
kærleiksgáttin á milli mín og
elsku pabba míns, sem mér þótti
svo vænt um. Það var gott að fá
að kveðja pabba minn á fallegan
hátt, að eiga aftur með honum
góðar stundir undir lokin.
Ég samgleðst með honum
núna og veit að hann er á góðum
stað, laus við allar blekkingar
heilans, þar sem sálin hans fær
að fljúga hærra. Þar sem gleði
og hlátur ríkir, endalaus ham-
ingja vil ég trúa. Ég brosi þegar
ég minnist elsku pabba með
þakklæti fyrir allt sem ég fékk
að upplifa með honum, bæði súrt
og sætt, allt þetta kenndi mér.
Það síðasta sem ég hvíslaði í
eyra hans var takk fyrir lífið,
elsku pabbi minn. Takk fyrir að
vera svona góður pabbi. Hjarta
mitt er einnig fullt af kærleika
og þakklæti til allra þeirra sem
önnuðust pabba á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja, einstakt
starfsfólk sem á skilið fálkaorð-
una.
Elsku mamma mín var líka
ótrúleg eins og alltaf. Þessi
klettur í lífi okkar hinna, hvernig
hún hjúkraði honum heima fyrir
og einnig eftir eigið hjartaáfall í
sumar. Mögnuð hún mamma
mín.
Þessi dásamlega eldri kynslóð
sem er smátt og smátt að hverfa
af sjónarsviðinu hefur kennt
okkur svo margt. Að gefast ekki
upp, að halda áfram og vera
sterk í lífsins ólgusjó. Guð blessi
fallega minningu pabba míns og
umvefji hann englagleði og hlátri
í himnaríki. Ég veit að ég á eftir
að sakna þín. Hlakka til þegar
við hittumst aftur og mun brosa
þegar ég minnist þín, elsku kall-
inn. Og pabbi … Láttu þig
dreyma eða segðu annan brand-
ara!
Marta Eiríksdóttir.
Elsku besti afi minn.
Frá því ég man eftir mér hef
ég alltaf verið mikil afastelpa. Þú
átt sérstakan sess í hjarta mínu
og munt alltaf eiga. Ég er þakk-
lát fyrir allar góðu minningarnar
sem ég á um þig. Ég var alltaf
litla barnið í þínum augum þó að
ég væri orðin fullorðin. Þú vildir
passa upp á að ég hefði það gott.
Við höfum alltaf verið svo góðir
vinir og átt einstakt samband.
Það var gaman að grínast með
þér og þú hafðir alltaf áhuga á
að vita hvað væri að frétta af
mér og Boga. Síðustu árin sastu
mikið í hægindastólnum þínum
og það var notalegt að sitja hjá
þér og spjalla saman.
Ég var heppin að alast upp í
sama bæ og þið amma og naut
ég oft samvista við ykkur. Það
var alltaf notalegt í Háholti 5 og
við brölluðum ýmislegt saman
þar. Ég man alltaf eftir því þeg-
ar við gerðum lítið snjóhús í
garðinum ykkar og settum síðan
kerti inn í það, mér fannst það
töfrum líkast. Þú varst líka alltaf
til í eitthvert glens og sast stillt-
ur í stól eitt skiptið án þess að
segja orð á meðan ég setti rúll-
urnar hennar ömmu í hárið á þér
og þóttist dekra við þig eins og á
snyrtistofu.
Þær voru ófáar sumarbú-
staðaferðirnar með þér og
ömmu. Þú varst svo duglegur að
vinna uppi í bústað, alltaf úti að
brasa og leggja net í vatnið. Ég
fékk oft að hjálpa til við vinnuna
en fannst frekar erfitt að sjá lif-
andi silunga í netinu. Þú leyfðir
mér stundum að sleppa lifandi
fiski aftur út í vatnið.
Þú sóttir oft vinnubílinn þinn
á leiðinni heim úr sveitinni og
alltaf sat ég með þér í vinnubíln-
um heim til Keflavíkur og amma
keyrði hinn bílinn. Þú baðst mig
um að syngja Hafið bláa hafið
alla Reykjanesbrautina, þú hafð-
ir svo gaman af söng. Ég man
þegar ég sat í bílnum, horfði út á
hafið og söng fyrir þig sama lag-
ið aftur og aftur. Það er ein
uppáhalds minningin mín.
Þú hefur alltaf hvatt mig
áfram og fylgdist vel með hvern-
ig mér gekk í skólanum. Þegar
ég vissi ekki alveg hvað ég vildi
læra eftir stúdentinn hvattir þú
mig til að læra hjúkrun. Þú sagð-
ir að þá gæti ég hjúkrað þér þeg-
ar þú værir orðinn gamall og las-
inn. Ég ákvað að læra hjúkrun
og sé ekki eftir því en þú ert
hluti af ástæðunni fyrir því vali,
elsku afi minn.
Eftir að ég sagði þér að ég
væri ófrísk á þessu ári pældirðu
mikið í bumbunni og spurðir allt-
af um hana. Þú sagðir mér að
fara varlega með magann, sem
ég hef að sjálfsögðu alltaf gert.
Það var svo gaman að sýna þér
sónarmyndirnar, þér fannst
þetta ótrúleg tækni og hafðir svo
gaman af að sjá litla krílið á
mynd. Ég bjóst við að þú myndir
lifa að sjá þegar krílið væri kom-
ið í heiminn en ég veit að þú
munt vaka yfir því og fylgjast
með frá öðrum stað.
Þú kvaddir okkur á friðsælan
og fallegan hátt og þó að ég
muni sakna þín veit ég að þér
líður betur núna. Ég sé þig fyrir
mér með vel sykrað kaffi í hönd
að spjalla við ættingja þína og
vini sem eru fallnir frá.
Ég veit að þú vakir yfir okkur
öllum og litla barninu í bumb-
unni minni.
Hvíldu í guðs friði.
Þangað til við hittumst næst,
elska þig elsku afi minn,
Hrafnhildur Ása Karlsdóttir.
Hann Eiríkur Óla Ingibers er
búinn að kveðja okkur allt of
snöggt. Ég átti ekki vona á því
að hann væri á förum þegar ég
heimsótti hann á sjúkrahúsið í
ágúst. Við Eiríkur vorum búnir
að vera félagar og vinir í næst-
um 80 ár.
Þegar við vorum að alast upp
þá voru um 200 m á milli heimila
okkar. Ég man enn eftir því þeg-
ar við urðum vinir átta ára gaml-
ir, ég var þá í öðrum bekk hjá
Guðlaugu á Framnesi og þá kom
Eiríkur í bekkinn því hann þurfti
ekki að fara í fyrsta bekk, þar
sem hann var bæði læs og skrif-
andi þegar hann kom í skólann í
fyrsta skiptið.
Á fyrsta degi hófst vináttan
okkar því hann var settur á stól
við sama borð og ég. Eftir
barnaskóla fórum við saman á
Skógarskóla og vorum þar í tvo
vetur. Eftir skólagöngu þá unn-
um við saman í fiski á vetrum en
á sumrin fór ég á síldaveiðar.
Þegar við stofnuðum fjöl-
skyldur okkar og komum yfir
okkur húsnæði þá losnaði sam-
bandið um tíma. En það kom
saman á ný þegar Eiríkur og
Hrafnhildur byggðu sér hús á
Háholti en við Malla á Langholti,
þá vorum við aftur orðnir ná-
grannar.
Við ferðuðumst mikið saman
gegnum árin, ótal Spánarferðir
en siglingin í Karabíska hafinu
og sigling í ám og skurðum í
Englandi eru ógleymanlegar.
Síðar á ævinni bjuggum við hvor
sínum megin við höfnina í Kefla-
vík.
Það má segja að við höfum
verið með augun hvor á öðrum
alla ævi. Á öllum þessum árum
urðum við aldrei ósáttir hvor við
annan.
Við Malla erum afar þakklát
fyrir þessa löngu og góðu vináttu
alla tíð.
Við viljum votta Hrafnhildi og
fjölskyldu hennar okkar dýpstu
samúð.
Guðjón (Gaui) og
Marín (Malla).
Eiríkur Gunnar
Ólafsson
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019