Morgunblaðið - 10.09.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
Veitingar af öllum stærðum,
hvort sem er í sal eða
heimahúsi
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
60 ára Sigursteinn
ólst upp í Neðri-
Hundadal í Dölum og
á ættir þar að rekja
langt aftur. Hann er
bóndi í Neðri-
Hundadal og er með
sauðfjárbúskap. Sigur-
steinn er formaður Búnaðarfélags Mið-
dala.
Maki: María G. Líndal, f. 1959, bóndi,
skrifstofustjóri á Fellsenda hjúkrunar-
heimili og rekur eigin bókhaldsþjónustu.
Börn: Guðmundur Líndal, f. 1977, og
Sigurdís Elísa Lilja, f. 1979. Barnabörnin
eru sjö.
Foreldrar: Hjörtur Einarsson, f. 1918,
2013, bóndi í Neðri-Hundadal, og Lilja
Sveinsdóttir, f. 1925, d. 2016, kennari.
Sigursteinn
Hjartarson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einhver gæti gefið þér góð ráð
varðandi fjármálin í dag. Hlustaðu vel. Ef
þú getur komið böndum á fjármálin mun
þér líða betur.
20. apríl - 20. maí
Naut Dagurinn hentar vel til hugleiðslu og
ferða út í náttúruna. Þú ættir ekki að vera
í kringum fólk sem þér líður ekki vel ná-
lægt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt ekki annars úrkosta en
taka því sem að þér er rétt þessa dagana.
Hlátur er allra meina bót.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur í mörgu að snúast og
skalt fá fólk í lið með þér til að leggja
hönd á plóg. Kapp er best með forsjá og
hafirðu það í huga fer allt vel.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Tilvalið er að snúa við blaðinu í dag
hvað varðar heilsuna. Fjölskyldan hefur
setið á hakanum, hvernig væri að gera
eitthvað fyrir hana.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Hlustaðu á hjarta þitt því þar er
svörin að finna. Umkringdu þig góðum
vinum og segðu þeim hvað þú kannt vel
að meta þá.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ástarmálin ganga vel þessa dagana.
Ekki vorkenna sjálfri/sjálfum þér. Það
hafa það margir verra. Breyttu mótbyr í
sigur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Haltu fast utan um þína eigin
buddu. Vertu vakandi fyrir því hversu
miklu þú eyðir og ekki kaupa hluti sem þú
hefur ekki efni á.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þér takist ekki að breyta
skoðunum annarra er alveg öruggt að
málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg.
Gerðu sömu kröfur til annarra og þú gerir
til þín.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þig langar mikið að hafa trú á á
vissri manneskju en það styttist í að svo
verði ekki mikið lengur ef hún sýnir ekki
lit. Stutt ferðalag er í kortunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Maki þinn kemur þér á óvart.
Þér verður hælt fyrir vel unnin verk og
jafnvel er stöðuhækkun í vændum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Reyndu að vera samningalipur en
þú getur haft mikil áhrif um þessar mund-
ir. Kapp er best með forsjá.
umboðið á Íslandi var síðar formlega
stofnað 17. júní 1970 af Páli og Elínu
og voru þau einu starfsmennirnir
þegar fyrstu bílarnir eru afhentir frá
fyrirtækinu sem þá var til húsa á
Ránargötu í Reykjavík. Síðar bætt-
ust við starfsmenn bæði úr fjölskyld-
unni og vinahópnum. Með mikilli
Páli að kaupa fyrirtækið en þá gekk
reksturinn erfiðlega og japanskir
bílar ekki hátt skrifaðir hér á landi.
Þau slá til, selja íbúð sína og bíl fyrir
kaupunum og svo fór að Páll varð
þjóðþekktur og ávallt kenndur við
Toyota.
P. Samúelsson ehf. Toyota-
P
áll Breiðdal Samúelsson
fæddist 10. september
1929 í reisulegu timbur-
húsi sem stóð við Tún-
götu 1 á Siglufirði. Hann
gekk fáein ár í barnaskóla Siglu-
fjarðar og vann aukavinnu á síldar-
plönunum og í ýmsu snatti í bænum
enda líf og fjör á síldarárunum. En
lífið var ekki alltaf auðvelt, 11 ára
gamall hefur hann misst báða for-
eldra sína. Móðuramma Páls, Mál-
fríður Anna, býr á heimilinu og ann-
ast fjölskylduna eftir bestu getu
meðan hún lifði. Páll fer því ungur að
heiman til vinnu og er m.a. sendur í
sveit í Skagafjörð, bæði inni í Fljót-
um sem og á Sauðanesi.
Veturinn 1947-48 fer hann í hér-
aðsskólann í Reykholti í Borgarfirði
en ekki er til peningur til frekara
náms þar svo hann kemur aftur
norður á Siglufjörð. Fer síðar í Iðn-
skólann á Siglufirði og eftir stutt
nám þar liggur leiðin suður til
Reykjavíkur með viðkomu á Skaga-
strönd þar sem hann bætir við sig
meiraprófsskírteini til að geta ekið
fólksflutningabílum meðal annars.
Páll kemst í vinnu hjá stórfyrir-
tækinu Íslenskum fiski hf. sem er í
eigu Vigfúsar Friðjónssonar fjöl-
skylduvinar og velgjörðarmanns.
Hjá honum lærði hann viðskipti auk
þess að sitja einn vetur verslunar-
nám samhliða vinnunni sem og ýmis
námskeið bæði í Reykjavík og Lond-
on. Páll stofnar ásamt tengdaföður
sínum félagið B. Sigurðsson sf. sem
seldi fisk til Danmerkur og flutti inn
marmelaði, baunir og krydd og ýmsa
matvöru. Síðar fékk félagið umboð
fyrir innflutning á plastkössum frá
framleiðandanum Superfoss Embal-
lage. Voru þeir brautryðjendur í inn-
flutningi og sölu á þessum plastköss-
um sem breytti miklu í fiskvinnslu á
Íslandi.
Toyota á Íslandi
Það var snemma sem áhugi fyrir
bílum vaknaði og voru Páll og
tengdafaðir hans Bogi hluthafar í
Japönsku bifreiðasölunni hf. og unnu
þau Páll og Elín hjá fyrirtækinu og
sáu um rekstur þess um tíma. Svo fór
að undir lok 7. áratugarins bauðst
eljusemi og framtíðarsýn byggðu
þau hjónin, ásamt fjölskyldu og sam-
starfsfólki, upp eitt af stærstu fyrir-
tækjum landsins sem varð þekkt fyr-
ir nýjungar í markaðs- og
starfsmannamálum. Samhliða
rekstri Toyota-umboðsins komu þau
að stofnun Lexus-umboðsins, Arctic
Trucks á Íslandi og í Noregi sem og
vinnuvélaumboðsins Kraftvéla. Árið
2005 má segja að Páll og Elín ákveði
að skila ævistarfi sínu áfram til nýrra
aðila og næstu kynslóðar til frekari
uppbyggingar þegar þau selja fyrir-
tækin.
Framtíðarsýn og framkvæmda-
gleði hafa einkennt Pál í öllu hans
starfi, hafa þar skógrækt og um-
hverfisvernd af ýmsum toga skipt
hann mestu máli. Einnig hefur hann
stutt með mikilli ánægju margskonar
menningarverkefni víða um land, þó
hvað mest sennilega í sínum gamla
heimabæ Siglufirði.
Páll er mikill íþróttamaður og æfði
ungur að árum hlaup og var lang-
hlaupið hans besta grein. Skíðin hef-
ur hann stundað alla tíð og nýtur
þess að vera til fjalla bæði hér heima
og víða í Ölpum Evrópu og laxveiði
hefur hann stundað í áratugi. Enn-
fremur hefur Páll verið í hinum
merka leikfimihópi Valdimars Örn-
ólfssonar sem æfði saman um
margra ára skeið í íþróttasal Há-
skóla Íslands.
Samhliða vinnu hefur hann fundið
tíma til að taka þátt í félagsstörfum,
hér áður fyrr með Skíðafélagi
Reykjavíkur en sennilega fyrst og
fremst með Skógræktarfélagi Ís-
lands. Páll var sæmdur riddara-
krossinum 17. júní 2005 fyrir framlag
sitt til viðskiptalífs og menningar. Í
dag er skógræktunin honum mest
hugleikin og þá helst í landi þeirra
Elínar í Biskupstungum þar sem þau
hafa byggt upp sitt annað heimili.
Fjölskylda
Eiginkona Páls er Elín Sigrún Jó-
hannesdóttir, f. 11.5. 1934, versl-
unarmaður og húsmóðir. Foreldrar:
Móðir hennar var Sigurlaug Auður
Eggertsdóttir f. 9.6. 1914, d. 23.7.
2012, frá Vindheimum í Skagafirði.
Uppeldisfaðir Elínar var Bogi Óskar
Páll Samúelsson verslunarmaður – 90 ára
Hjónin Elín og Páll gengu í hjónaband fyrir rúmum 58 árum.
Byggði upp Toyota á Íslandi
Að sinna ræktinni Páll ásamt Björgvini Eggertssyni og Sigurjóni Kristinssyni.
Ingimunda Guðrún Þorvaldsdóttir
(alltaf kölluð Munda), Grænumörk 2
Selfossi, er 90 ára í dag.
Munda er ættuð frá Ströndum í Stein-
grímsfirði. Hún á sex börn, 15 barna-
börn og 21 langömmubarn.
Hún verður heima á afmælisdaginn.
Árnað heilla
90 ára afmæli
40 ára Þórhildur er
Akureyringur en býr í
Reykjavík. Hún er
orku- og umhverfis-
verkfræðingur frá
Tækniháskólanum í
Þrándheimi og er með
doktorspróf í kolefnis-
jöfnuðum byggingum frá sama skóla.
Þórhildur er framkvæmdastjóri hjá
Grænni byggð. Hún er varaformaður
Landverndar.
Maki: Egil Ferkingstad, f. 1979, töl-
fræðingur hjá Decode.
Börn: Tvíburarnir Óðinn og Elma, f. 2009.
Foreldrar: Kristján Baldursson, f. 1945,
byggingatæknifræðingur, og Þórey Ey-
þórsdóttir, f. 1943, sálfræðingur og lista-
kona. Þau eru búsett í Vesturbænum.
Þórhildur Fjóla
Kristjánsdóttir
Til hamingju með daginn