Morgunblaðið - 10.09.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 10.09.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019 mikið til sín taka á miðsvæðinu. Willum var oftar en ekki miðpunkt- urinn í sóknaruppbyggingu liðsins og annan leikinn í röð skoraði hann gott mark. Miðverðirnir Ari Leifsson og Ísak Óli Ólafsson skiluðu hlut- verkum sínum vel og skoruðu báðir lagleg skallamörk. Alex Þór Hauks- son, sem kom inn í liðið fyrir Daníel Hafsteinsson, var sterkur á miðjunni og á köntunum sköpuðu Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Anderson usla í vörn Armena með hraða sínum og leikni. Eins og Willum skoraði Jón Dagur einnig í leiknum á móti Armenum. Þetta er spennandi lið undir stjórn Arnars Þórs Viðars- sonar og Eiðs Smára Guðjohnsen en það mun virkilega reyna á það í næsta mánuði þegar það sækir Svía heim og tekur á móti Írum. Strákarnir buðu upp á flugeldasýningu í Víkinni  Ísland burstaði Armeníu 6:1 og fer afar vel af stað í undankeppni EM Morgunblaðið/Eggert Bestur Willum Þór Willumsson fagnar marki sínu í Víkinni, en hann var besti maður vallarins. Í FOSSVOGI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Strákarnir okkar í U21 árs landslið- inu buðu upp á flugeldasýningu í blíðunni í Víkinni í gær þegar þeir burstuðu Armena 6:1 í öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumóts- ins. Ísland hefur þar með unnið báða leiki sína í riðlinum og er komið í toppsætið en þess ber þó að geta að Svíar og Ítalir hefja ekki undan- keppnina fyrr en í kvöld en þeir verða ásamt Írum þau lið sem keppa um efstu sætin ásamt vonandi Ís- lendingum. Getumunurinn var aug- ljós á liðunum en það tók þó íslenska liðið hálftíma að brjóta ísinn. Það gerði besti maður vallarins, Willum Þór Willumsson, með laglegri koll- spyrnu. Á tíu mínútna kafla gerði ís- lenska liðið nánast út um leikinn, en áður en fyrri hálfleikurinn var allur bættu Ísak Óli Ólafsson og fyrirlið- inn Jón Dagur Þorsteinsson við tveimur mörkum. Það var smá einbeitingarleysi og værukærð yfir íslenska liðinu fyrsta stundarfjórðunginn í seinni hálfleik og Armenum tókst að minnka mun- inn eftir mistök Patriks Gunnars- sonar á milli stanganna. Eftir að Ar- menar misstu mann út af með rautt spjald á 71. mínútu setti íslenska lið- ið á fulla ferð. Jónatan Ingi Jónsson og Brynjólfur Darri komu ferskir inn á og báðir skoruðu mark auk þess sem Jónatan lagði upp eitt. Í millitíðinni stangaði Ari Leifsson boltann í slá og inn og fimm marka sigur Íslendinga var staðreynd. Markmiðið sem liðið setti sér fyrir fyrstu tvo leikina náðist, en Ísland vann Lúxemborg í Víkinni á föstu- dagskvöldið 3:0. Willum Þór öflugur Eins og áður segir var Willum Þór besti maður vallarins, en hann lét 1:0 Willum Þór Willumsson 30. 2:0 Ísak Óli Ólafsson 34. 3:0 Jón Dagur Þorsteinsson 40. 3:1 Karen Melkonyan 60. 4:1 Jónatan I. Jónsson 73. 5:1 Ari Leifsson 75. 6:1 Brynjólfur D.Willumsson 79. I Gul spjöldÍsak Óli Ólafsson (Íslandi), Erik Vardanyan, German Kurbas- hyan, Hovhannes Nazaryan, Vah- an Bichakhchyan (Armeníu) ÍSLAND – ARMENÍA 6:1 I Rauð spjöldVahan Bichakhchyan (Armeníu) Dómari: Igor Pajac frá Króatíu Áhorfendur: 335. MM Willum Þór Willumsson M Ísak Óli Ólafsson Jón Dagur Þorsteinsson Alex Þór Hauksson Mikael Anderson Jónatan Ingi Jónsson Lokakeppni HM karla í Kína K-RIÐILL: Tékkland – Grikkland...........................77:84 Bandaríkin – Brasilía ............................89:73 L-RIÐILL: Dóminíska lýðveldið – Litháen ............55:74 Frakkland – Ástralía...........................98:100 O-RIÐILL: Japan – Svartfjallaland.........................65:80 Tyrkland – Nýja-Sjáland..................101:102 P-RIÐILL: Jórdanía – Senegal................................79:77 Þýskaland – Kanada .............................82:76 KÖRFUBOLTI Grikkland missti af sæti í átta liða úrslitum heimsmeist- aramóts karla í körfubolta, þrátt fyrir 84:77-sigur á Tékklandi í lokaumferð milliriðla í Kína í gær. Grikkir eru því á heimleið með stórstjörnuna Giannis Anteto- kounmpo innanborðs. Tékkar komust hins vegar áfram ásamt Bandaríkjamönnum, sem unnu Brasilíu 89:73 og fengu fullt hús. Annað firnasterkt Evrópulið situr eftir því Litháen komst ekki áfram. Ástralía hefur unnið alla fimm leiki sína og fór áfram ásamt Frökkum en liðin mættust í gær og Ástralía sigraði 100:98. 8-liða úrslitin hefjast í dag þegar Argentína og Serbía mætast annars vegar og Spánn og Pólland hins vegar. Síðari tveir leikir átta liða úrslitanna eru spilaðir á miðvikudag og þá eigast við Bandaríkin og Frakkland annars vegar og Ástralía og Tékkland hins vegar. Tékkar, sem komnir eru í 8-liða úrslit á HM, máttu sætta sig við tap fyrir Íslandi í undankeppninni fyrir HM í Laugardalshöllinni fyrir einu og hálfu ári, 76:75, eftir mikla spennu. sport@mbl.is Antetokounmpo á heimleið Giannis Antetokounmpo Elvar Örn Jónsson fór mikinn fyrir lið sitt Skjern þegar liðið fékk Lemvig í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Leiknum lauk með 34:27-sigri Skjern en Elvar Örn skoraði sjö mörk og var markahæstur. Þá gaf Selfyssingurinn tvær stoðsendingar að auki, en Skjern leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 18:14. Björgvin Páll Gústafsson varði fimm skot í marki Skjern, en Patrekur Jóhannesson þjálfarar liðið, sem er með 2 stig í áttunda sæti deildarinnar eftir fyrstu tvo leiki sína. Þráinn Orri Jónsson og liðsfélagar hans í Bjerringbro- Silkeborg unnu stórsigur gegn SönderjyskE, 35:21. Þrá- inn Orri komst ekki á blað en Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði eitt mark fyrir SönderjyskE. Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað hjá tapliði SönderjyskE. Þá unnu Rut Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Esbjerg 23:19-útisigur gegn Holstebro en Rut skoraði ekki í leiknum. bjarnih@mbl.is Selfyssingurinn markahæstur Elvar Örn Jónsson EM U21 karla 1-RIÐILL: Ísland – Armenía.......................................6:1 Undankeppni EM karla 2020 C-RIÐILL: Eistland – Holland ....................................0:4 Norður-Írland – Þýskaland......................0:2 Staðan: Þýskaland 5 4 0 1 17:6 12 Norður-Írland 5 4 0 1 7:4 12 Holland 4 3 0 1 14:5 9 Hvíta-Rússland 5 1 0 4 3:10 3 Eistland 5 0 0 5 2:18 0 E-RIÐILL: Aserbaídjan – Króatía ..............................1:1 Ungverjaland – Slóvakía ..........................1:2 Staðan: Króatía 5 3 1 1 10:5 10 Slóvakía 5 3 0 2 9:7 9 Ungverjaland 5 3 0 2 7:6 9 Wales 4 2 0 2 4:4 6 Aserbaídsjan 5 0 1 4 5:13 1 G-RIÐILL: Lettland – N-Makedónía..........................0:2 Pólland – Austurríki .................................0:0 Slóvenía – Ísrael ........................................3:2 Staðan: Pólland 6 4 1 1 8:2 13 Slóvenía 6 3 2 1 12:5 11 Austurríki 6 3 1 2 13:6 10 Ísrael 6 2 2 2 11:11 8 N-Makedónía 6 2 2 2 8:8 8 Lettland 6 0 0 6 1:21 0 I-RIÐILL: Rússland – Kasakstan ..............................1:0 San Marínó – Kýpur .................................0:4 Skotland – Belgía ......................................0:4 Staðan: Belgía 6 6 0 0 19:1 18 Rússland 6 5 0 1 18:4 15 Kýpur 6 2 1 3 11:6 7 Kasakstan 6 2 1 3 8:9 7 Skotland 6 2 0 4 5:13 6 San Marínó 6 0 0 6 0:28 0 Svíþjóð Växjö – Linköping ................................... 1:0  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leik- inn með Linköping. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.