Morgunblaðið - 10.09.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 2019
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Heimili &
hönnun
fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 27. september
Skoðuð verða húsgögn og innréttingar,
skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið,
litir og lýsing ásamt mörgu öðru.
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 23. september.
Íslenzka óperan endurfrum-sýndi vinsælustu (og aðmargra haldi beztu) klassískugamanóperu allra tíma sl.
laugardag við fullfermi gesta. Nú – í
fyrsta skipti á þessari öld – í Þjóðleik-
húsinu. Áður hafði maður séð upp-
færslu Íslensku óperunnar (ÍÓ) á
sama verki í þáverandi húsnæði
hennar í Gamla bíói 2004. S.s. í
smærri umgjörð þar sem bauðst
t.a.m. ekki notkun hringekju á sviði,
sem óhætt má segja að hafi verið full-
nýtt að þessu sinni.
Meðal annarra nýjunga má nefna
óvenjumargar frumraunir ungra
söngvara, er stóðu sig undantekn-
ingarlítið vel. Fyrir utan meira sjón-
rænt „sprell“ en áður hefur sézt í hér-
lendri óperuuppfærslu, þar sem
nánast allar persónur verksins voru á
fleygiferð um sviðið frá upphafi til
enda, þrátt fyrir á stundum eldkrefj-
andi aríur (en samt oftast án þess að
blása úr nös!)
Það má svo bollaleggja um til-
ganginn. Á með slíku flaumósa flóa-
sprikli að ná betur til forsenduminni
yngri kynslóða í neyzluhelsi markaðs-
væðingar á öld augans, þar sem tor-
sýnilegri skilaboð tónlistarinnar
sjálfrar mæta afgangi? Ræður nú
tízkukall tímans – og kannski líka
beinhörð arðsemisjónarmið, í beinni
samkeppni við offramboð skyndi-
afþreyingar?
Hvað sem því líður verður allavega
að hrósa einsöngvurum og kór
kvöldsins fyrir að standa betur undir
kröfum Mozarts en vænta mætti við
þessar orkufreku viðbótarkvaðir
stjórnenda leiks og sviðshreyfinga,
enda stundum nánast á mörkum hins
mögulega. Má reyndar stórefast um
að fyrri tíma óperustjörnur á við
Caruso og Flagstad hefðu látið bjóða
sér annað eins! En nú er öldin önnur.
Eins og gefur að skilja um jafn al-
þekkta óperu beinist athyglin ekki
sízt að frammistöðu einstakra ein-
söngvara, líkt og að afrekum frjáls-
íþróttamanna í ólympískum leik-
vangsgreinum. En þá vandast málið –
meður því að í mínum eyrum stóð að
þessu sinni varla nokkur verulega
fram úr samherjum að músíklegri
túlkun og færni; allra sízt með af-
stæðri hliðsjón af aldri og reynslu.
Óneitanlega er spurning hvort auð-
veldara hefði verið að skilja á milli
söngvaranna í sýnu ,hlédrægari‘
sviðsframkomu, samfara auknum
fókus á tónrænt inntak á kostnað ytri
leiktilþrifa. En í heild sá ég lítinn sem
engan afgerandi mun. Öll hlutverkin
voru í dágóðum höndum, og þyrfti að
leita að algerum smáatriðum til að
gera upp á milli hvers og eins.
Einmitt þetta var kannski hið mest
sláandi við þessa frumsýningu. Ótrú-
lega góð og fjölbreytt túlkun allra,
þrátt fyrir á köflum ómældar auka-
kröfur til leikrænna (og líkamlegra)
tilþrifa. Mér er fyrirmunað að skilja
hvernig slíkt er hægt – en það gerð-
ist!
Kórinn var hér nokkru fyrir-
ferðarminni en í ýmsum öðrum óp-
erum, en náði samt fullum hæðum
fyrri sýninga ÍÓ að krafti og sveigjan-
leika. Og hljómsveitin – burtséð frá
stakri ósamtekt í blábyrjun – hélzt
glampandi glæsileg allt til enda í lif-
andi samstillingu við einsönginn und-
ir greinilega vökulli stjórn Bjarna
Frímanns neðan úr gryfju.
Sú samstilling var vitaskuld einnig
sviðsnánd Þjóðleikhússins að þakka.
Ólíkt gímaldi Eldborgar var heyrðin
hér mun „intímari“. Söngvarar gátu
leyft sér veikari söng þá við átti en í
hinu mikla tónkvikuhólfi Hörpu og
stjórnandinn haft beint augna-
samband við jafnvel fjærst stöddu
persónur. Og áhorfendur gátu fylgzt
með hverju fótmáli í öllum bægsla-
ganginum, sem verður varla sagt um
öftustu sæti Eldborgar.
Það var engin spurning. Hér átti
Fígaró heima!
Hitt er svo annað mál hvernig
sjaldkomull gestur Þjóðleikhúss upp-
lifði vægast sagt naumt fótaplássið
milli sætaraða, ekki sízt í samanburði
við glerkistuna við höfnina, og vakti
það illan skyndigrun um að þrengt
hefði verið frá upphaflegri hönnun í
hagvaxtarskyni.
Minna mál hefði svo verið að
tryggja auðlæsari söngtexta á skjám
með því að einfalda uppskrúfaða
orðaröð þýðandans. Þótt kunni að
hafa tekið mið af sönghæfni
(virðingarvert í sjálfu sér) varð það
hins vegar aðeins til að gera óperu-
gestum lífið leitt á þeim ofsahraða
sem flaug um fjalir.
Að því slepptu má engu að síður
óska flytjendum og ÍÓ til hamingju
með í flesta staði vel heppnaða frum-
sýningu, er mun án efa laða marga að
góðu gamni næstu kvöldin.
Fígaró á fleygiferð
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
Dágott Óska má flytjendum og ÍÓ til hamingju með í flesta staði vel heppnaða frumsýningu, segir m.a. í gagnrýni.
Þjóðleikhúsið
Brúðkaup Fígarós bbbmn
Brúðkaup Fígarós (Le nozze di Figaro)
K492 eftir W.A. Mozart. Líbrettó:
Lorenzo Da Ponte. Leikstjórn: John
Ramster. Hljómsveitarstjóri: Bjarni
Frímann Bjarnason. Leikmynd og bún-
ingar: Bridget Kimak. Lýsing: Halldór
Örn Óskarsson. Sviðshreyfingar: Katrín
Gunnarsdóttir. Ísl. skjátextaþýðing: Karl
Jóhann Bjarnason. Kór og hljómsveit ÍÓ
(kórstj.: Magnús Ragnarsson, konsert-
meistari: Nicola Lolli). Söngvarar:
Andrey Zhilikhovsky Bar. (greifinn),
Eyrún Unnarsdóttir S (greifynjan),
Andri Björn Róbertsson B (Fígaró), Þóra
Einarsdóttir S (Súsanna), Karín Björg
Torbjörnsdóttir S (Cherubino), Davíð
Ólafsson B (dr. Bartolo), Hanna Dóra
Sturludóttir MS (Marcellina), Sveinn
Dúa Hjörleifsson T (Don Basilio), Eyjólf-
ur Eyjólfsson T (Don Curzio), Valdimar
Hilmarsson B (Antonio), Harpa Ósk
Björnsdóttir S (Barbarina) og Sigur-
bjartur Sturla Atlason (Zanni). Frum-
sýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins
laugardaginn 6. september 2019.
RÍKARÐUR
Ö. PÁLSSON
TÓNLIST
Orgelkvartettinn Apparat hélt í
gær upp á 20 ára afmæli sitt en
hinn 9. september árið 1999 hélt
kvartettinn sína fyrstu tónleika í
Tjarnarbíói á vegum Tilraunaeld-
hússins og Jazzhátíðar Reykjavík-
ur. Hann var þá skipaður Herði
Bragasyni, Jóhanni Jóhannssyni,
Sighvati Ómari Kristinssyni og
Úlfi Eldjárn og bættist síðar við
trommuleikarinn Þorvaldur
Gröndal en árið 2001 tók Arnar
Geir Ómarsson við af honum sem
trymbill. Jóhann hætti í hljóm-
sveitinni árið 2016 en hann lést í
fyrra.
Hljómsveitin hefur gefið út
tvær breiðskífur, annars vegar
Apparat Organ Quartet árið 2002
og Pólýfóníu árið 2010. Hún hef-
ur einnig gefið út plötu með
endurhljóðblöndunum, Pólifóníu
Remixes árið 2012.
Hljómsveitin hefur komið fram
víða bæði hér á landi og erlendis
og í tilefni af afmælinu í gær
sendi hún frá sér nýtt lag, „Alfa
partý“, sem kemur út á vegum
danska tónlsitarútgáfufyrirtæk-
isins Crunchy Frog. Er það fyrsta
útgáfa hljómveitarinnar í heil sjö
ár og er laginu lýst í tilkynningu
sem laufléttum samkvæmissmelli
og að honum fylgi nýtt dansspor
sem kvartettinn hafi verið að
þróa. Dans þessi verður kynntur
tónleikagestum í Danmörku á
næstunni þar sem Apparat mun
koma fram á tónleikum í Kaup-
mannahöfn um næstu helgi, 13.
september, á tónleikastaðnum
Alice og degi síðar, 14. septem-
ber, í Pumpehuset.
Fyrsta lag
tvítugs Appa-
rats í sjö ár
Apparat Hljómsveitin Apparat, frá vinstri
Arnar, Hörður, Sighvatur og Úlfur.
Tónlistarborgin Reykjavík er nýj-
asti meðlimur í alþjóðlegu tengsla-
neti tónlistarborga, Music Cities
Network (MCN), ásamt Bergen og
Manchester, að því er fram kemur í
tilkynningu. Í MCN eru níu borgir:
Berlín, Hamborg, Sydney, Man-
chester, Groningen, Nantes, Árós-
ar, Bergen og Reykjavík. Markmið
netsins er að stuðla að samtali og
samstarfi tónlistarfólks, fagaðila og
menningar- og menntastofnana
þvert á tónlistarborgir, vinna að
rannsóknum og miðla þekkingu og
reynslu, auk þess að rýna í og miðla
hugmyndum er varða tónlistar-
stefnu borga svo
þátttökuborg-
irnar geti lært af
fyrirmyndum og
þannig orðið enn
betri tónlistar-
borgir. „Þátt-
taka Reykjavík-
ur í Music Cities
Network mun án
efa styrkja
Reykjavík sem tónlistarborg auk
þess sem tónlistarfólk, fagfólk í
tónlist og mennta- og menningar-
stofnanir í tónlist munu njóta góðs
af,“ segir í tilkynningu.
Þann 19. september nk. mun
Teitur Magnússon leika á Reeper-
bahn-hátíðinni á sérstöku MCN-
kvöldi.
Í tengslaneti
tónlistarborga
Teitur Magnússon
Gerður Kristný
hlýtur lofsam-
legan dóm á
danska vefnum
Nordjyske fyrir
ljóðabálk sinn
Sálumessu.
Segir gagn-
rýnandi að þegar
horft sé til helstu
þungavigtar-
manna í ljóðlist
samtímans sé enginn vafi á því að
Gerður sé þeirra á meðal. Bók
hennar hlýtur fullt hús stjarna, sex
af sex mögulegum. Níunda ljóðabók
Gerðar, Heimskaut, er væntanleg.
Gerður
Kristný
Gerður þunga-
vigtarljóðskáld
Myndlistar-
maðurinn Guð-
mundur Ármann
opnaði sýningu á
nýjum vatns-
litamyndum í sal
Íslenskrar graf-
íkur í Hafnarhús-
inu, Tryggva-
götu 17, um
helgina. Sýn-
ingin heitir Litað
vatn og er myndefnið sótt í landslag
á Tröllaskaga. Allar eru myndirnar
málaðar úti undi berum himni. Guð-
mundur á að baki langan feril sem
myndlistarmaður og -kennari.
Guðmundur
Ármann
Guðmundur sýnir
Litað vatn hjá ÍG