Morgunblaðið - 10.09.2019, Side 32

Morgunblaðið - 10.09.2019, Side 32
Fyrstu tónleikar vetrarins í Tíbrá, tónleikaröð Salarins, fara fram í kvöld kl. 19.30. Strokkvartettinn Siggi mun þá flytja strengjakvart- etta eftir fimm kventónskáld, þær Kaiju Saariaho, Fanny Mendels- sohn, Karólínu Eiríksdóttur, Sofiu Gubaidulina og verk eftir Arngerði Maríu Árnadóttur verður frum- flutt. Terra Memoria með Sigga í Tíbrá ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Valur fer vel af stað í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, en liðið vann sex marka sigur gegn Fram í fyrstu umferð deildarinnar í Origo-höllinni á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með 20:14-sigri Vals en staðan í hálfleik var 10:7, Vals- mönnum í vil. Val er spáð góðu gengi í vetur en Fram er spáð í neðri hluta deildarinnar. »27 Öruggt hjá Val gegn Fram í Reykjavíkurslag ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Nýsjálendingurinn Betsy Hassett er leikmaður umferðarinnar hjá Morgunblaðinu í Pepsí-deild kvenna. Hassett lék vel fyrir KR í 4:0 stórsigri á Þór/KA og með frammistöðu sinni að undanförnu hafa KR-ingar forð- að sér frá bullandi bar- áttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í það virtist stefna fyrir nokkrum vikum. Topplið Vals á þrjá fulltrúa í liði um- ferðarinnar. »24 Hassett er leikmaður 16. umferðar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Réttarhelgin er skemmtilegasti tími ársins hér í sveitinni. Anna- samir dagar en líka ánægjulegir samfundir við skemmtilegt fólk, sem jafnvel kemur langt að til þess að upplifa þá einstöku stemningu sem fylgir göngum, réttum og fjárragi,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyrum í Svarfaðardal. Kona með talstöð Síðastliðinn föstudag voru gangnasvæði í vestanverðum daln- um smöluð, en það var árla morguns sem mannskapurinn lagði á bratt- ann í fjárleit. Farið var um hlíðar og upp á brúnir, en niðri á vegi stóð Gunn- hildur gangnastjóri með talstöðina og beindi fólki á réttu slóðina. Nokkuð af fénu var þegar komið úr högunum niður í byggð, svo aðeins þurfti að draga nokkra tugi fjár í dilka í réttinni við bæinn Urðir. Féð var hins vegar mun fleira í Tungurétt, sem er aðalrétt Svarf- dæla. Þær voru á sunnudaginn. Réttarstörfum lauk seinnipartinn og eftir það gerði fólk sér glaðan dag. Margir fóru á bæi og fengu sér hressingu og að Steindyrum komu rúmlega 100 manns í mat. Hangikjöt og geitalæri „Hér var á borðum kálfalæri, hangikjöt, nautatunga, geitalæri og hrátt reykt kiðalæri, svo eitthvað sé nefnt. Á sumum bæjum er kjötsúpa á boðstólum svo að fjölbreytnin er ráðandi. Réttarballið var svo í Höfða, sem er lítið samkomuhús hér í dalnum okkar. Siglfirðingarnir Stulli og Dúi sáu um fjörið eins og undanfarin ár. Fólk dansaði fram á nótt og sumir eru enn ekki komnir á fætur,“ sagði Gunnhildur þegar hún ræddi við Morgunblaðið um há- degisbil í gær. Þau Hjálmar Her- bertsson hafa lengi búið á Stein- dyrum; eru með um 100 fjár en kúabúskapur og mjólkurframleiðsla eru þó í aðalhlutverki. Vegan vekur ugg Nú þegar réttastörfum er lokið er næsta mál að koma fé í slátrun. „Við teljum okkur nokkuð vel sett í ár, því skilaverð afurðastöðvanna hefur verið hækkað nokkuð milli ára; hjá Norðlenska um rúmlega 10%,“ segir Gunnhildur, sem er formaður Bún- aðarsambands Eyjafjarðar. Þekkir því vel til mála í landbúnaði og er sjálf afdráttarlaus í skoðunum og málflutningi: „Í umræðu meðal bænda í dag ber hátt þessa undarlegu stefnu Reykja- víkurborgar að veganvæða skólana og draga úr neyslu á kjöti. Þetta vegur ugg, bændur hljóta að spyrja sig hvaða áhrif sú stefnubreyting al- mennt hefur á neyslumenningu þjóðarinnar – enda getur þetta haft mikil áhrif á landbúnaðinn. Svo höf- um við auðvitað líka ákveðnar áhyggjur af innflutningi á hráu kjöti sem nú stendur til að heimila. En auðvitað erum við ekki að velta okk- ur mikið upp úr þessum ósköpum núna um réttardagana; hér í Svarf- aðardal var um helgina fullt af kátu og glöðu fólki, sem tók þátt í göng- um og réttastússi sem í eðli sínu er hátíð.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndi Gunnhildur úti á mörkinni með sjónaukann sem er ómissandi við smalastörf. Buff að hætti forseta Íslands er þægilegt að hafa á höfði. Gangnastjóri á Steindyrum  Skemmtileg réttarhelgi í Svarfaðardal að baki  Einstök stemning ríkti í sveitinni  100 manns komu í matarboðið Kindur Féð þykir koma vænt úr högunum eftir sumarbeitina. *Heppinn áskrifandi fær að velja á milli Corolla Hatchback, Corolla Touring Sports og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra Hybrid- bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu. ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M O R 92 31 6 08 /1 9 ÁENDANUM VELURÞÚ COROLLU HEPPINN ÁSKRIFANDI verður dreginn út 16. október. Allir áskrifendurMorgunblaðsins erumeð í leiknum. Hérmá sjá valkostina sem einn af áskrif- endum okkar fær að velja um þegar hann fær að gjöf nýja og glæsilega Toyota Corolla.* Fylgstumeð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.