Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  225. tölublað  107. árgangur  NÝTT WOW Í LOFTIÐ Á NÆSTUNNI NÆSTUM 2 MILLJÓNIR SPILANA MILLJARÐA- SAMNINGAR Í RÚSSLANDI GABRÍEL ÓLAFS, 28 200 MÍLUR 40 SÍÐURVIÐSKIPTAMOGGINN Guðni Einarsson Baldur Arnarson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms- málaráðherra segir til skoðunar að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hún setti af stað vinnu í ráðuneytinu í síðustu viku varðandi skipulag lög- reglunnar og miðar vinnunni vel. Ás- laug sagði það hafa áður komið fram að núverandi skipulag væri svolítið „komið á endastöð“. Ráðherrann leggur áherslu á það stefnumið „að lögreglan í landinu verði í vaxandi mæli rekin sem ein samhent heild, óháð því hvernig yfirstjórn hennar verður háttað“. Þetta kom fram í bréfi ráðherrans til lögreglunnar sl. föstudag. Á næstu dögum verður haft nánara samráð við viðtakendur bréfs- ins. Ráðherrann sér fyrir sér að breytingarnar verði í skrefum. „Við getum tekið fyrstu skrefin mjög hratt,“ sagði hún í samtali í gær- kvöldi. Fulltrúar GRECO, ríkjahóps gegn spillingu innan Evrópuráðsins, telja rétt að taka skipulag lögreglunnar á Íslandi til endurskoðunar. Meðal ann- ars starfi níu lögreglustjórar á Íslandi sjálfstætt þótt þeir eigi að heyra und- ir ríkislögreglustjóra. Þetta er meðal þess sem kom fram í síðustu skýrslu GRECO en hún byggðist m.a. á samtölum við dóms- málaráðherra, fulltrúa dómsmála- ráðuneytis og ríkislögreglustjóra. Lýstu þessir aðilar því sem betur mætti fara í núverandi skipulagi. Þá bentu fulltrúar GRECO á að bæta þyrfti verkferla til að takast á við spillingu innan lögreglunnar. Jafnframt þyrfti að skýra reglur er vörðuðu aukastörf lögreglumanna og mögulega hagsmunaárekstra. Málefni ríkislögreglustjóra hafa verið til umræðu að undanförnu, þá ekki síst í kjölfar viðtals við Harald Johannessen í Morgunblaðinu. Taldi hann brýnt að endurskipuleggja lög- regluna og fækka lögregluembætt- um. Með því mætti hagræða og bjóða borgurunum betri löggæslu. Úrbóta þörf hjá lögreglu  Til skoðunar er að sameina embætti Ríkislögreglustjóra og LRH  Fulltrúar ríkjahóps gegn spillingu telja rétt að endurskoða skipulag íslensku lögreglunnar MMálefni lögreglu »2 & 6 Morgunblaðið/Eggert Húsgögn Magnús og Júlíana opn- uðu NORR11 hér á landi árið 2014. Magnús Berg Magnússon tók við for- stjórastöðunni hjá skandinavíska hönnunarhúsgagnafyrirtækinu NORR11 árið 2017. Fyrirtækið selur vörur sínar í 40 löndum en stefnir á Bandaríkjamarkað. „Stefnan er á næstu árum að ráða sölufólk inn á Bandaríkjamarkað og vonandi koma upp vöruhúsi og vera með söluskrif- stofur þar. Það er náttúrlega gríðar- lega kostnaðarsamt að gera þetta rétt, að ráða rétta fólkið frá byrjun og setja þetta rétt upp,“ segir Magnús í ítarlegu viðtali á miðopnu Viðskipta- Moggans í dag. Fyrirtækið leitar nú að fjárfestum til að leiða þá uppbygg- ingu en verði af því má í raun segja að hringnum hjá Magnúsi og Júlíönu Sól Sigurbjörnsdóttur, konu hans, sem opnaði verslun NORR11 hér á landi ásamt Magnúsi, verði lokað. Upphaf- lega gerðu þau hjónin, er þau bjuggu í New York, viðskiptaáætlun með það í huga að opna verslun NORR11 vest- anhafs. Stofnendur fyrirtækisins töldu þá að í ljósi ungs aldurs NORR11 væri það ekki reiðubúið fyr- ir svo stórt skref og sköluðu þá niður viðskiptaáætlunina fyrir Íslands- markað. »ViðskiptaMogginn Stefna á Bandaríkjamarkað  NORR11 leitar fjárfesta fyrir uppbyggingu vestanhafs Stærsti gámakrani landsins, Straumur, og hæsta mannvirki höfuðborgarsvæðisins gnæfir yfir flutningaskipin við hafn- arbakkann. Nýi gámakraninn var tekinn í notkun í ágúst síð- astliðnum. Hann er hluti af uppbyggingu Eimskips í höfninni og getur þjónað stærri skipum og er mun afkastameiri en for- veri hans, Jaki, sem var tekinn í notkun 1984. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vörur streyma inn og út um Sundahöfn „Hin „nýja stétt“ yfirmanna á Efl- ingu tamdi sér þann stjórnunarstíl að þeir sem andmæltu þeim eða reyndu að leiðbeina þeim féllu þegar í stað í ónáð. Annaðhvort var að hlýða yfirmönnum í einu og öllu eða taka pokann sinn,“ skrifar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrif- stofustjóri Eflingar, í aðsendri grein. Hann segir að starfsmenn sem urðu fyrir þessari framkomu hafi haft langa reynslu og víðtæka þekkingu af starfi fyrir félagið. Þráinn segir að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi tilkynnt það á fjölmennum starfs- mannafundi í maí 2018 að honum yrði vikið úr starfi skrifstofustjóra. Þá hafði hann starfað í hálfan fjórða áratug fyrir verkalýðshreyfinguna. Hann segir að forystumenn Eflingar hagi sér eins og verstu atvinnurek- endur. „Mál fjögurra starfsmanna eru nú í meðferð lögmanna sem starfsmenn hafa þurft að útvega sér til að verja hagsmuni sína. Þá eru einnig fleiri starfsmenn í langtíma- fjarvistum sem hafa hrakist burt af vinnustaðnum vegna framkomu stjórnenda.“ »16 Þeir sem andmæla forystunni falla í ónáð  Fyrstu átta mánuði ársins var tæplega 7.900 bílum fargað, eða 984 bílum að meðaltali á mánuði. Það er heldur meira en sömu mánuði í fyrra. Allt árið í fyrra var tæplega 11.400 bílum fargað sem er mikil fjölgun frá árunum þar á undan. Búast má við að svipað mörgum bílum verði farg- að í ár. Skráður eigandi fær 20 þúsund krónur fyrir bíl sem er afhentur til förgunar og afskráður. Gjaldið hefur ekki breyst í mörg ár. Bílgreinasambandið vill hækka gjaldið umtalsvert til þess að skapa hvata til hraðari endurnýj- unar bílaflotans sem sambandið telur að sé a.m.k. tveimur árum of gamall. »4 Tæplega 1.000 bíl- um fargað á mánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.