Morgunblaðið - 25.09.2019, Síða 4
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Förgun bíla hefur aukist mjög undan-
farin ár. Met var slegið á síðasta ári
og miðað við þróunina það sem af er
þessu ári verður förgunin svipuð eða
jafnvel meiri. Meðalaldur bílaflotans
er samt rúm 12 ár, sem framkvæmda-
stjóri Bílgreinasambandsins telur að
sé tveimur árum of mikið. Hvetur
María Jóna Magnúsdóttir fram-
kvæmdastjóri til þess að skilagjald
fyrir bíla verði hækkað til að mynda
raunverulegan hvata til endurnýjun-
ar.
Fyrstu átta mánuði ársins var
7.869 bílum fargað, eða 984 bílum á
mánuði að meðaltali. Er það heldur
meira en á sama tímabili á síðasta ári,
þegar 967 bílum var fargað á mánuði.
Allt árið í fyrra var fargað 11.392 bíl-
um, sem var mikil aukning frá árun-
um á undan, eins og sést á meðfylgj-
andi töflu. Ólafur Kjartansson,
framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs,
áætlaði í byrjun árs að alls yrði um 11
þúsund bílum fargað í ár. Ekki er
ljóst hver niðurstaðan verður.
Síðustu ár hafa verið seldir 18-21
þúsund nýir bílar á ári. Er því inn-
streymi nýrra bíla til landsins nærri
tvöfalt meira en það magn sem fer
aftur út úr landinu sem brotamálmur.
Þyrftu að yngjast um tvö ár
Meðalaldur þeirra bíla sem fargað
hefur verið síðustu þrjú árin er um 17
ár. Er þetta um þremur árum hærri
aldur en var á árunum 2007 til 2010.
Þess má geta að bilið er mjög mikið
því eitthvað er um að nýlegir bílar
eyðileggist í umferðaróhöppum og í
förgun koma síðan 30 ára gamlir bílar
eða jafnvel eldri.
María Jóna bendir á að þetta sé hár
aldur og bætir því við að endurnýjun
hafi ekki verið næg. Þannig sé meðal-
aldur bílaflotans rúm 12 ár, sem sé
með því hæsta í Evrópu. Telur hún að
meðalaldurinn þyrfti að vera í kring-
um 10 ár ef vel ætti að vera. „Við þurf-
um því að spýta í lófana og auka förg-
un til að hraða endurnýjun
bílaflotans. Þegar eðlilegum hluta
flotans er fargað kaupa eigendurnir
væntanlega nýrri bíla og einhverjir
kaupa nýja bíla og þannig rúllar þetta
áfram,“ segir María.
Hún vekur athygli á markmiðum
stjórnvalda í loftslagsmálum þar sem
stefnt er að auknu hlutfalli rafbíla og
annarra vistvænna ökutækja og að
losun frá vegasamgöngum minnki um
35%. Hún segir einnig að enn sé mikil
þróun í vélum sem nýta jarðefnaelds-
neyti, sem dragi mjög úr losun
gróðurhúsalofttegunda. Gjörbreyting
hafi orðið á þessu síðustu 10 árin.
Endurnýjun bílaflotans sé því mikil-
væg til að draga úr losun, spara elds-
neytisnotkun og auka um leið öryggi
bílanna með betri öryggisbúnaði.
100 þúsund króna skilagjald?
Úrvinnslusjóður greiðir skráðum
eiganda bíls sem farið er með til förg-
unar og afskráningar 20 þúsund
króna skilagjald. Gjaldið hefur ekki
hækkað undanfarin ár og því lækkað
að raungildi. Bílgreinasambandið hef-
ur lagt til að gjaldið verði hækkað en á
sama tíma opnað fyrir þann mögu-
leika að endurgreiðslan verði notuð
sem inneign við kaup á nýrri bíl.
María Jóna segir að Bílgreinasam-
bandið hafi ekki lagt til ákveðna tölu
en hún telur að 100 þúsund krónur
gætu verið nærri lagi. Þá yrði kominn
hvati til endurnýjunar.
Ólafur Kjartansson segir að á sín-
um tíma hafi verið miðað við að förg-
unargjaldið gæti staðið undir kostn-
aði við að koma óökufærum bíl á
réttan stað, og kannski ríflega það,
með sama hætti og skilagjald fyrir
flöskur og dósir. Hann tekur fram að
gjaldið hafi ekki verið hugsað sem
hvati til endurnýjunar á bílaflotanum.
Segir Ólafur að rætt hafi verið um
að hækka skilagjaldið til að það fylgi
verðlagi, en til þess þurfi að breyta
lögum. Hins vegar hafi ekki verið um-
ræða um að breyta forsendum gjalds-
ins, það er að segja að hækka það svo
mikið að það gæti orðið hvati til
endurnýjunar.
Skilagjald bíla er fjármagnað með
úrvinnslugjaldi sem innheimt er með
bifreiðaskattinum tvisvar á ári. Gjald-
ið er 700 krónur á ári. Ólafur segir að
þetta gjald þurfi að hækka mikið ef
það eigi að standa undir margföldun
skilagjalds.
Skilagjald hvetji til endurnýjunar
Aldrei hefur jafnmörgum bílum verið fargað og í ár Samt hefur meðalaldur bílaflotans hækkað
Bílgreinasambandið vill margfalda skilagjald Tilgangurinn er að hraða endurnýjun flotans
Fjöldi ökutækja sem fóru til förgunar 2007 til 2019
Fjöldi Meðalaldur (ár)
Heimild: Úrvinnslusjóður
12.000
11.000
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
20
19
18
17
16
15
14
13
12
11
10
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
7.997
8.338
5.077
2.990 2.802
3.973
4.463
5.245
6.063
6.527
9.483
11.392
7.8697.737
Heildarfjöldi Fjöldi í jan.-ágúst
Meðalaldur
16,917,0
14,713,9
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
V ð f á
2024 SLT
L iðLé t t ingur
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
er r
3.190.000
án vsk.
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
Nokkur fyrirtæki á höfuðborg-
arsvæðinu taka við bílum til
förgunar og sveitarfélög í sam-
vinnu við fyrirtæki úti á landi.
Vaka er stórtækust. Daníel Ein-
arsson framkvæmdastjóri segir
að bílar séu sóttir á höfuðborg-
arsvæðið, fólki að kostnaðar-
lausu. Hann segir að leggja
þurfi töluverða vinnu í bílana,
losa eldsneyti og olíu af þeim
og fjarlægja rafgeyma og dekk.
Úrvinnslusjóður greiðir 6.300
kr. upp í þá vinnu. Daníel segir
að aðaltekjurnar af þessari
starfsemi komi frá sölu á bíl-
flökunum í brotamálmvinnslu
hjá Hringrás en greitt er kíló-
verð fyrir járnið. Málmurinn er
síðan fluttur úr landi.
Fá tekjur af
málminum
BÍLAR Í BROTAJÁRN
Átta sóttu um embætti dómara við
Hæstarétt Íslands, en eitt embætti
var laust til umsóknar samkvæmt
auglýsingu sem birt var 6. sept-
ember, en þeir Markús Sigur-
björnsson og Viðar Már Matthías-
son munu láta af störfum 1.
október. Fimm umsækjendanna eru
dómarar við Landsrétt.
Umsækjendurnir eru þau Aðal-
heiður Jóhannsdóttir, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands, Aðal-
steinn E. Jónasson, dómari við
Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófess-
or við lagadeild Háskóla Íslands,
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við
Landsrétt, Guðni Á. Haraldsson
lögmaður, Ingveldur Einarsdóttir,
dómari við Landsrétt, Oddný Mjöll
Arnardóttir, dómari við Landsrétt,
og Sigurður Tómas Magnússon,
dómari við Landsrétt.
Skipað verður í embættið hið
fyrsta.
Átta sóttu um stöðu
í Hæstarétti Íslands
Guðni Einarsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar
hefur fengið mál níu ára gamallar stúlku sem
brotið var á á skólatíma fyrr í þessum mánuði
inn á borð til sín og leggst nú yfir það hvernig
sé best að bregðast við. Engin ákvörðun hefur
verið tekin um hert eftirlit í skólum borgar-
innar.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frí-
stundasviðs, segir að Íslendingar hafi til þessa
ekki verið hlynntir lokuðum grunnskólum. „Ís-
lendingar vilja hafa skólana opna, meiri sveigj-
anleika og frelsi en tíðkast erlendis,“ segir
Helgi.
Hann segir umræðu um það hvernig eigi að
haga þessum málum í gangi en samtalið sé
stærra en margir geri sér grein fyrir. „Þetta
er samtal sem við þurfum sífellt að vera vak-
andi fyrir og stór samfélagsleg umræða sem
varðar foreldra, börnin og aðra aðila,“ segir
Helgi.
„Foreldrar sem hafa verið með börn í skól-
um erlendis kannast við það að þar eru skólar
gjarnan læstir þar til skólinn er opnaður og ör-
yggislæsingar á öllum hurðum svo enginn
komist inn án þess að gera grein fyrir sér,“
segir Helgi. Hérlendis er staðan önnur. Að
mati Helga er mikilvægast að starfsfólk sé á
verði en umgengnisreglur um skólana gera ráð
fyrir því að utanaðkomandi aðilar geri grein
fyrir sér á skrifstofu skólans.
Vilja herða eftirlit við skóla
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til á fundi
skóla- og frístundaráðs í gær að eftirlit við
grunn- og leikskóla í borginni verði endur-
skoðað sem og allir öryggisferlar. Starfsmenn
og kennarar verði auðkenndir t.d. með nafn-
spjaldi til að tryggja betur öryggi nemenda.
Eins er lagt til að kannaðir verði kostir þess að
koma upp öryggismyndavélum við skólana og
að þeim skólum sem þess óska standi slíkur
búnaður til boða.
Í greinargerð með tillögunni kemur fram að
brýnt sé að tryggja betur öryggi skólabarna,
hvort heldur er í skólahúsnæði eða á skólalóð-
um og er vitnað til atviksins í Austurbæjar-
skóla í því sambandi. Þá er bent á að öryggis-
myndavélar séu við innganga og lóðir sumra
skóla og hafi þegar sannað gildi sitt.
Engin ákvörðun um hert eftirlit í skólum
Íslendingar vilja hafa skólana opna, segir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar