Morgunblaðið - 25.09.2019, Page 6

Morgunblaðið - 25.09.2019, Page 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þörf er á margvíslegum úrbótum innan lögreglunnar á Íslandi, ekki síst hvað snertir skipulag og svo verkferla til að taka á spillingu. Þetta er meðal niðurstaðna skýrslu GRECO, ríkjahóps gegn spillingu innan Evrópuráðsins, sem kom út vorið 2018. Það var fjórða út- tektin af því tagi síðan Ísland gerðist aðili að GRECO árið 1999. Fulltrúar GRECO komu til Ís- lands í október 2017 og funduðu þá m.a. með þáverandi dómsmálaráð- herra, fulltrúum dómsmálaráðu- neytisins og ríkislögreglustjóra. Markmiðið var m.a. að meta árangur aðgerða til að draga úr spill- ingu meðal embættismanna í stjórn- unarstöðum. „Það vekur sérstaka eftirtekt í því samhengi að stýrihóp- ur gegn spillingu, sem stjórnvöld settu á fót 2014, skuli ekki hafa út- fært kerfisbundnar aðgerðir eða ofansækna stefnumótun til að stuðla að heiðarlegum starfsháttum hjá fulltrúum opinberra stofnana,“ skrif- uðu skýrsluhöfundar m.a. Almennt hafi fulltrúar GRECO komið auga á misræmi milli siða- reglna á blaði og starfshátta í raun. Skortur á eftirlitsaðila Varðandi lögregluna var bent á að ýmsir kerfislægir þættir hömluðu innleiðingu metnaðarfyllri aðgerða til að tryggja góða starfshætti, ásamt því að fela í sér vissa áhættu. Setja þyrfti skýrari starfsreglur. Athygli var vakin á því að í ís- lenska stjórnkerfinu sé ekki sérstakt embætti sem beri ábyrgð á eftirliti með málum sem varða spillingu og skylt misferli innan lögreglunnar. „Á sama tíma hefur dómsmála- ráðuneytið eftirlitshlutverk með lög- reglunni og Landhelgisgæslunni og er líka yfirvald embætta sem fara með ákæruvald. Og þótt lögreglan eigi að vera undir stjórnvaldi og verkstjórn ríkislögreglustjóra fylgir skipulag lögreglunnar í raun ekki píramídaskipulagi heldur flatri stjórn. Því heyra svæðisbundnu lög- reglustjórarnir jafnt og ríkislög- reglustjóri undir dómsmálaráð- herra. Því fer sérhver þessara níu lögreglustjóra með stjórn löggæslu í daglegum störfum í sínu umdæmi,“ skrifuðu skýrsluhöfundar GRECO. Á Íslandi eru níu lögregluembætti en jafnframt starfa lögreglumenn hjá héraðssaksóknara og hjá ríkis- lögreglustjóra. Alls tæplega 700. Skortir nauðsynlega fjarlægð Þá hafi viðmælendur GRECO á Íslandi lýst efasemdum um það hvort lögreglumenn sem starfa dag- lega með öðrum lögreglumönnum hafi þá fjarlægð sem þarf til að vera hlutlausir þegar meta þarf fram- göngu starfssystkina sinna. Telja fulltrúar GRECO ljóst að heppilegra væri að stofna miðlægt embætti fyrir ýmis innri mál sem heyri undir ríkislögreglustjóra. Samandregið telja fulltrúar GRECO tilefni til að gera umbætur á valdbrautinni innan lögreglunnar með því að veita ríkislögreglustjóra skýrt vald til að stýra og leiða innri stefnumótun í orði og á borði. Dæmdir fyrir brot í starfi Bent er á að lögreglan og Land- helgisgæslan séu meðal stofnana sem njóta mests trausts á Íslandi. Fjölmiðlar hafi ekki fjallað um mörg deilumál þar sem heiðarleiki lögreglumanna var dreginn í efa. Rifjað er upp að í nóvember 2015 hafi íslenskur lögreglumaður verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að eiga við hraðamælingu og þegið greiðslur. Þá hafi lögreglumaður verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í apríl 2017 fyrir að selja trúnaðar- upplýsingar til eiturlyfjasmyglara. Vikið er að fundum fulltrúa GRECO á Íslandi haustið 2017. „Viðræðurnar í október 2017 leiddu í ljós viss kerfislæg vandamál innan lögreglunnar og hættuna á pólitískum afskiptum, sem gætu reynst hindrun í að greina frá vissum vandamálum, þar með talið er varða heilindi í starfi,“ sagði þar m.a. „Enn sem komið er er engin sér- stök stefna til að koma í veg fyrir spillingu innan lögreglunnar. Stjórn- völd eru að ljúka stefnusmíði fyrir lögregluna, sem varðar hlutverk hennar í að tryggja öryggi almenn- ings og koma í veg fyrir og takast á við glæpi,“ sagði þar jafnframt. Fyrirspurn varðandi þetta atriði var send til dómsmálaráðuneytisins sem vísaði til löggæsluáætlunar dómsmálaráðherra fyrir 2019-23. Skýrsluhöfundar segja það ánægjuefni að til séu siðareglur fyrir lögreglumenn. Án frekari leiðbein- inga kunni hins vegar að vera óþarf- lega erfitt fyrir lögreglumenn að til- einka sér sumar þeirra í starfi. „Til dæmis vísa siðareglur lög- reglunnar til mútugreiðslna og spill- ingar en það eru engar skilgreining- ar, leiðbeiningar eða dæmi um hvað heyrir undir þessi hugtök í raun. Fjallað er um hagsmunaárekstra en það sem leiðir af því er ekki alltaf ljóst (hvað eigi að gera í vissum að- stæðum, til dæmis að draga ákvörð- un til baka eða greina frá aðstæðum) … Síðast en ekki síst eru engir skýr- ir verkferlar til staðar sem myndu eiga við séu siðareglurnar brotnar.“ Geti veitt hlutlausa ráðgjöf Með þetta í huga er mælst til þess að íslensk stjórnvöld þurfi að koma á vettvangi þar sem sérfræðingar, sem séu ekki í daglegum samskiptum við lögreglumenn, geti í trausti trúnaðar veitt hlutlausa ráðgjöf varðandi heil- indi lögreglumanna í starfi. Því sé rétt að endurskoða siðareglurnar. Þá er talið tilefni til að skerpa á vinnureglum varðandi afhafnir lög- reglumanna utan vinnu. Þá til dæmis önnur störf. Loks er rifjað upp að í ársbyrjun 2017 hafi nefnd um eftirlit með lögreglu tekið til starfa á Íslandi sem hafi það hlutverk að fást við um- kvartanir og kærur sem beinast að lögreglunni og starfsháttum hennar. Nefndin hafi þó ekki rannsóknar- heimildir. Skoða þarf skipulag lögreglu  Fulltrúar ríkjahóps gegn spillingu innan Evrópuráðsins leggja til breytingar á skipulagi lögreglu  Núverandi fyrirkomulag sé óheppilegt hvað varðar viðbrögð við mögulegum brotum í starfi Morgunblaðið/Golli Lögreglustöðin við Hlemm Málefni lögreglunnar og ríkislögreglustjóra hafa verið til umræðu undanfarið. Framlengdu frestinn » GRECO óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum varð- andi skýrsluna fyrir 30. sept- ember 2019, þ.e. fyrir næst- komandi mánudag. » Þær upplýsingar fengust frá dómsmálaráðuneytinu að boð hefði komið frá GRECO um að frestur yrði framlengdur til loka þessa árs, án þess að eftir því hefði verið leitað. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík •Glæsilegar íbúðir í lyftuhúsi • Jarðhæð með sér garði •Miðhæðir með stórum svölum •Efsta hæð með sér þaksvölum og heitum potti • 3 svefnherbergi – 2 baðherbergi • Flottur sundlaugargarður • Líkamsræktaraðstaða • Leiksvæði fyrir börnin •Göngufæri á veitingastaði og í verslanir • Stutt á strönd og í golf Verð frá 23.300.000 Ikr. (169.900 Evrur, gengi 1Evra=137Ikr) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 Villamartin / La Zenia Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Rannsókn ríkissaksóknara á meintum leka á viðkvæmu trún- aðarskjali lögreglunnar, sem rataði í hendur verjanda í svonefndu EuroMarket-máli, var hætt 3. júlí í sumar án þess að upplýst væri hver hefði gerst sekur um að leka skjalinu. „Rannsókn málsins var hætt/ lokið þann 3. júlí sl. án þess að upplýst væri hver hefði framið ætl- að þagnarskyldubrot,“ segir í skriflegu svari Sigríðar J. Frið- jónsdóttur ríkissaksóknara við fyr- irspurn frá mbl.is. EuroMarket-málið kom upp í desember 2017 og snýst um meint fjársvik, peningaþvætti og fíkniefnainnflutning hingað til lands. Pólsk hjón ákærð fyrir þvætti Fjallað var um það í gær að hér- aðssaksóknari hefði ákært pólsk hjón vegna rúmlega 60 milljóna króna peningaþvættis en ákæran er hluti EuroMarket-málsins sem er ein umfangsmesta rannsókn lögreglu hér á landi á skipulagðri glæpastarfsemi og hefur verið unnið að rannsókninni í samstarfi við evrópsk lögregluyfirvöld. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins í október á síðasta ári kom fyrst upp grunur um að verjandi meints höfuðpaurs í EuroMarket-málinu hefði skjalið undir höndum um áramótin 2017/2018 og hann síðan endanlega fengist staðfestur þegar verjandinn, Steinbergur Finn- bogason, hefði lagt það fram fyrir dómi um vorið eftir. Skjalið er minnisblað þar sem talin eru upp ýmis sakamál sem lögreglan hefur haft meintan höf- uðpaur grunaðan um að tengjast undanfarin ár. Steinbergur taldi minnisblaðið sýna að skjólstæðingur hans hefði fengið óeðlilega meðferð hjá lög- reglunni. Reynt var að fá Steinberg til þess að upplýsa hver hefði komið skjalinu með úrskurði dómara í byrjun febrúar en án árangurs. Fjögur embætti hafa komið að rannsókn EuroMarket-málsins og höfðu aðgang að minnisblaðinu; lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurnesjum, ríkislög- reglustjóri og tollstjóri. Tókst ekki að upp- lýsa meintan leka  Rannsókn málsins hætt 3. júlí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.