Morgunblaðið - 25.09.2019, Page 8

Morgunblaðið - 25.09.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost- naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi. Fimmtudaginn 26. sept. og föstudaginn 27. sept. 2019 – Báða dagana frá kl. 10-17 Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku. EBK HUSE A/S hefur meira en 43 ára reynslu í uppsetningu á sumarhúsum, þar sem dönsk hönnun og gæði eru í fyrrirúmi. EBK hús eru meðal hinna leiðandi á markaðinum með 4 deildum í Danmörku, 3 í Þýskalandi, 1 í Noregi og 1 í Svíþjóð. Við höfum líka margra ára reynslu í að byggja á Íslandi, í Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 19 28 6 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK-HUS.IS DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR Marta Guðjónsdóttir, borg-arfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, skrifaði grein hér í blaðið og færði rök fyrir því að ófremdar- ástandið í umferðarmálum í borg- inni væri ekki eitt- hvað sem gerst hefði fyrir mistök heldur afleiðing skipulegra aðgerða meirihlutans.    Marta nefndisem dæmi tíu ára samgöngu- samning sem borgin gerði við ríkið árið 2012 þar sem borgin afsalaði sér einum milljarði á ári í stofn- brautaframkvæmdir og olli algeru framkvæmdastoppi. Í staðinn hafi fénu verið dælt í strætó án þess að það hafi haft nokkur áhrif á notkun þess samgöngumáta.    Hún nefndi einnig að meirihlut-inn hefði alltaf verið andvígur Sundabraut „sem þó hefur verið talin ein allra arðbærasta vega- framkvæmd sem ráðist yrði í hér á landi og myndi létta mjög á umferð- arþunga um Ártúnsbrekku, Höfða- bakka og Gullinbrú.“    Þá nefndi Marta að tillögu sjálf-stæðismanna um sveigj- anlegan starfstíma stofnana og skóla til að draga úr álagstoppum hefði verið hafnað og að meirihlut- inn hefði einnig fellt tillögu um snjallvæðingu umferðarljósastýr- ingar, sem talið væri að gæti skilað mikilli styttingu biðtíma og miklum fjárhagslegum ábata.    Við þetta bættist að nú ætti aðbjóða upp á svokallaða borg- arlínu, sem enginn vissi hvað merkti, og ætti ekki að koma til fullra framkvæmda fyrr en árið 2040. Að auki teldi ráðgjafarfyr- irtækið sem vann að henni að hún mundi ekki leysa umferðarvand- ann. Marta Guðjónsdóttir Umferðarvandinn er ekki mistök STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Upp úr kjaraviðræðum BSRB við ríkið slitnaði í gær. Formaður BSRB hefur boðað samningseiningar bandalagsins til fundar í dag, sam- kvæmt tilkynningu. Þar er vitnað í Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formann BSRB, sem sagði viðræðurnar ekk- ert hafa þokast áfram undanfarið og því yrði gerð sú tillaga á fundinum í dag að vísa deilunni til ríkissátta- semjara. Fulltrúar ríkisins lögðu fram til- lögu að lausn kjaradeilunnar í gær sem BSRB telur algjörlega óað- gengilega. Að sögn Sonju var tilboð ríkisins í raun það sama og samn- inganefndin lagði upp með við upp- haf kjaraviðræðna í vor. Hún sagði að formaður samninganefndarinnar hefði sagt á fundinum að nefndin hefði ekki umboð til að ganga lengra. Aðallega er deilt um kröfu BSRB um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án kjaraskerðingar, með meiri styttingu fyrir vaktavinnufólk. Í tilboði ríkisins var miðað áfram við 40 stunda vinnuviku en opnað á möguleika á að samið yrði um að stytta vinnuvikuna á einstökum vinnustöðum með því að sleppa kaffi- tímum. Ekki er hægt að undirbúa aðgerð- ir nema ríkissáttasemjari hafi áður reynt að miðla málum. Sonja sagði að ef undirbúa þyrfti aðgerðir til að fylgja kröfunum eftir þá yrði það gert. gudni@mbl.is BSRB hyggst vísa til sáttasemjara  Upp úr viðræðum við ríkið slitnaði í gær  Tilboð ríkisins sagt óaðgengilegt Morgunblaðið/Eggert BSRB Sonja Ýr formaður segir við- ræður ekkert hafa þokast áfram. Guðni Einarsson Jón Pétur Jónsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem lög- reglumenn höfðu veitt eftirför á Vesturlandsvegi. Lögreglan á Vest- urlandi veitti bifreið mannsins fyrst athygli þar sem hann sást aka á miklum hraða við Hvalfjarðargöng og í átt til Reykjavíkur. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við beiðni lögreglunnar á Vest- urlandi um aðstoð rétt fyrir hádeg- ið í gær. Að sögn lögreglu virti ökumaðurinn ekki ítrekuð stöðv- unarmerki lögreglu og var hann talinn valda mikilli hættu, enda var bifreiðin mæld á rúmlega 200 km/ klst hraða þegar mest var. Loksins tókst að stöðva bifreið- ina í Mosfellsbæ en þar var lögð naglamotta í veg fyrir hana. Þar veittist ökumaðurinn að lög- reglumönnum og var hann hand- tekinn. Málið er í rannsókn og ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu, að því er lögreglan greindi frá í gær. Ók á rúmlega 200 km hraða  Naglamotta notuð til að stöðva bíl Lögregluaðgerð Naglamotta var breidd á veginn til að stoppa bílinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.