Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 19

Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019 Handan við fjöllin heimabyggð mín er hrjóstrugu fjörugrjóti bundin úr múgsins hruna- dansi hugann þangað ber því hjörtu sorgmædd tregi sker. Brimströndin heima hlustar eftir mér hrollköldum nætur skugga vafin, í móðurgleði brosir birta þegar fer og bíður meðan dagur er. (Helgi Sæmundsson) Nú þegar afi Ástbjartur er horfinn á braut er léttir að hann skuli hafa fengið friðinn sem hann þráði. Samt er treginn til staðar. Ástbjartur Sæmundsson ✝ Ástbjartur Sæ-mundsson fæddist 7. febrúar 1926. Hann lést 9. ágúst 2019. Útför Ástbjarts fór fram í kyrrþey. Ég trúi því þó að hann hafi nú hald- ið á nýjar slóðir, á vit nýrra ævin- týra, með öllum sem hann saknaði. Orðið sem helst kemur upp í hug- ann þegar ég minnist afa míns er nefnilega ævin- týri. Því afi sagði sögur af hjartans lyst, þannig að löngu horfnir atburðir urðu einhvern veginn nýir í huga manns.Til dæmis þegar hann hélt til sjós, ungur að árum, ásamt Guðmundi Vigfússyni, skipstjóra í Holti, og fleiri hraustmennum úr Eyjum. Einnig voru honum minnisstæðir hermenn sem hann kynntist kornungur í vegavinnu fyrir austan og voru honum góðir. Þegar afi sagði sögur skipti nú kannski ekki alltaf öllu þótt svolítið væri kryddað á köflum, því skáldaleyfi taka sér allir góðir sögumenn. Afi var sannkallað náttúru- barn og leið einna best úti í fal- legu veðri með Maggý sinni. Að nýta það sem fékkst var þeirra háttur og sóðaskap eða sóun var ekki að finna í þeirra orðabók. Afi og amma voru miklir dýravinir og fengu margir fuglar góða aðhlynn- ingu í bílskúrnum við Álfhóls- veginn. En stundum birtist kærleikurinn með öðru móti. Ég man þegar ég var lítill er afi gekk um móa og endaði þjáningar máva, sem einhverjir höfðu gert að leik sínum að skjóta og særa illa. Eftir að amma lést snögg- lega var afi á hálfgerðum hrak- hólum í kerfinu áður en hann eignaðist fallegt heimili á Höfða, hjúkrunar- og dvalar- heimili á Akranesi. Það sem helst stendur upp úr frá þess- um tíma er þó sú hlýja og vel- vild sem honum var alltaf sýnd og þakka ég fyrir það hér. Einnig vil ég þakka Vegagerð- inni fyrir að muna alltaf eftir fyrrum aðalgjaldkera sínum, þótt hann væri löngu, löngu kominn á eftirlaun og fluttur á Skagann. Á Höfða leið afa mjög vel og þar vildi hann helst alltaf vera. Honum fannst þó gaman að skreppa í bíltúr, en virtist allt- af feginn að komast aftur heim. Því þrátt fyrir að hafa verið svona fyndinn og skemmtilegur fannst honum líka stundum gott að vera einn. En á meðan afa entist heilsa þótti honum líka mjög gaman að ræða við fólk á staðnum um gömlu tím- ana. Langar mig að þakka starfsfólki og íbúum á Höfða af öllu hjarta fyrir einstaka góð- mennsku og hlýju. Þar átti afi sannarlega griðastað. Að lokum biðjum við feðg- arnir og mamma og pabbi inni- lega að heilsa í Sumarlandið. Góða ferð, elsku afi, og takk fyrir allt. Takk fyrir að vera svona góður afi og langafi. Fyrir stuðninginn, skilninginn, gjafirnar og vináttuna. Fyrir minningarnar. Fyrir ævintýrið. Svo þegar ég loksins kem því í verk að heimsækja Vestmanna- eyjar, eins og við töluðum nú um, þá verðið þið amma með í för. Við sjáumst, einhvern tím- ann. Í hjarta mínu geymi ég þig. Þinn dóttursonur, Bjarki Þór. Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum. Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát Minningargreinar Hægt er að lesa minningargreinar, skrifa minningargrein ogæviágrip. Þjónustuskrá Listi yfir aðila og fyrirtæki sem aðstoða þegar andlár ber að höndum. Gagnlegar upplýsingar Upplýsingar og gátlisti fyrir aðstandendum við fráfall ástvina Nýr minningarvefur á mbl.is Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, stjúpdóttir, systir og stjúpsystir, ELÍN MAGNADÓTTIR, lést á Landspítalanum 20. september. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 1. október klukkan 13. Tryggvi Egilsson Valgerður Tryggvadóttir Björgvin Ragnar Hjálmarsson Þórdís Tryggvadóttir Magni Guðmundsson Halldóra Anna Þorvaldsdóttir Ingibjörg Magnadóttir Marteinn Þór Sigurðarson Rakel Marteinsdóttir Hrafnkell Ívarsson Petra Marteinsdóttir Þorvaldur Ingvarsson Rúna Alexandersdóttir Kristín Ingvarsdóttir Guðmundur Thoroddsen Sveinn Ingvarsson Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir Örn Hauksteinn Ingólfsson Ásdís Arna Björnsdóttir Haustið 1958, fyr- ir sextíu og einu ári, lét ég gamlan draum rætast og fór í Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Þar sem ég var ein á ferð var ég mjög ánægð þegar ég komst að því að tvær stelpur sem sátu fyrir aftan mig í rútunni, Sonný og Rósa Ragnarsdóttir, voru á leið í sama skóla. Þetta voru fyrstu kynni mín af Sonný og lögðu þau grunn að ævilangri vin- áttu. Í skólanum lentum við allar þrjár í sama herbergi ásamt Ellu, en þær voru allar af Suðurnesj- um. Þó að við værum fjórar í her- bergi var aldrei rifist. Við Sonný vorum á sama tíma í helgarfríum og þá var oft farið á ball á Ak- ureyri. Veturinn eftir að við útskrifuð- umst fórum við Sonný til Vest- mannaeyja til að vinna í mötu- neyti enda fullnuma úr húsmæðraskóla. Ekki fannst okk- ur námið nýtast vel en við unnum mjög mikið enda voru margir í Sólveig Guðný Gunnarsdóttir ✝ Sólveig GuðnýGunnarsdóttir fæddist 26. október 1939. Hún lést 6. september 2019. Útför Sólveigar fór fram 16. sept- ember 2019. mat. Ég man vel hvað Sonnýju fannst Ora-fiskibollur með tómatsósu góðar. Í Eyjum vorum við saman allan sól- arhringinn, bjugg- um í litlu herbergi og sváfum í kojum. Þegar vertíðinni lauk keyptum við okkur eins stóla hjá pabba Sonnýjar sem rak húsgagnaverslun og minn gegnir ennþá hlutverki sínu. Ég kom oft til Sonnýjar og for- eldra hennar á Hafnargötuna í Keflavík á þessum árum og alltaf var tekið hlýlega á móti mér. Í rúma fjóra áratugi höfum við hist einu sinni í mánuði ásamt öðrum stelpum úr húsmæðraskólanum. Ég minnist Sonnýjar með söknuði og þökk fyrir góða vin- áttu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Valborg Guðmundsdóttir (Vallý). Elsku Svana okkar. Við viljum þakka þér fyrir all- ar góðu stundirn- ar, stuðninginn og kærleikann sem þú alltaf veittir okkur. Við vorum svo óendanlega heppin að hafa þig sem þriðju ömmu Ólöf Svana Samúelsdóttir ✝ Ólöf SvanaSamúelsdóttir fæddist 9. maí 1944. Hún lést 6. september 2019. Útför Svönu fór fram 16. september 2019. okkar og erum þér ævinlega þakklát fyrir að sjá um okkur og elska sem þín eigin. Þú varst dásamleg fyrir- mynd sem við munum alltaf líta upp til og muna í gegnum líf okkar. Við elskum þig og söknum þín enda- laust. Þín, Kristín Hekla, Andrea, Össur Anton og Örvar Gauti. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.