Morgunblaðið - 25.09.2019, Síða 26
VALUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Hin 19 ára gamla Hlín Eiríksdóttir
átti stóran þátt í sigri Vals á Íslands-
mótinu í knattspyrnu. Valur tryggði
sér sigurinn sem kunnugt er síðasta
laugardag með sigri á Keflavík 3:2 í
lokaumferð Pepsí Max-deildarinnar.
„Upplifunin var geggjuð og ég er
eiginlega bara í skýjunum. Stemn-
ingin var mjög góð þegar við gátum
fagnað á vellinum en einnig um
kvöldið eins og fólk hefur séð sem
fylgir stórstjörnunum okkar á sam-
skiptamiðlum. Ég held að öllum hafi
verið létt vegna þess að Valsliðið
hafði ekki unnið ógeðslega lengi og
það var komin ákveðin pressa á okk-
ur,“ sagði Hlín þegar Morgunblaðið
hafði samband við hana í gær og
segist hafa verið bjartsýn í byrjun
sumars en hún hafi svo sem einnig
verið bjartsýn árin á undan.
„Ég hafði einnig góða tilfinningu
fyrir síðasta sumri og sumrinu þar á
undan. Með þennan leikmannahóp
gerðum við að sjálfsögðu ráð fyrir
því að vera í efri hlutanum. Því
fylgir góð tilfinning að ná að skila
því sem ætlast er til af okkur. Mér
fannst við spila vel og úr varð góð
liðsheild. Fyrir okkur var heppilegt
að byrja mótið vel gegn frekar góðu
liði (5:2-sigur gegn Þór/KA). Þá
byggðist upp sjálfstraust hjá liðinu.
Liðsheildin verður einnig betri með
góðum úrslitum þótt yfirleitt sé tal-
að um að árangur náist út af liðs-
heild. Þetta er einhvers konar
blanda.“
Þær eldri í liðinu sjá tvo
leiki fram í tímann
Hlín hefur lengi þótt efnileg en
sprakk út í sumar. Skoraði flest
mörk í deildinni ásamt Berglindi
Björgu Þorvaldsdóttur og Elínu
Mettu Jensen. Fékk Hlín 12 M fyrir
frammistöðu sína í einkunnagjöf
blaðsins eins og tekið var saman í
blaðinu í gær. Auk þess tók Hlín
þátt í báðum landsleikjunum í und-
ankeppni EM og skoraði gegn Ung-
verjalandi. Hún fann sig vel í Vals-
liðinu í sumar sem lék á köflum
leiftrandi sóknarbolta.
„Það er gaman að spila með svona
liði. Þær eldri eru svo sterkar í
hausnum og alltaf búnar að hugsa
tvo leiki fram í tímann. Á æfingum
spilum við eiginlega alltaf með einni
snertingu. Það er eiginlega magnað
að sjá hvernig þær eldri gera það.
Við erum lítið í því að negla bolt-
anum fram og mjög skemmtilegur
leikstíll að taka þátt í. Enda gekk
okkur vel í sumar. Þær leikreyndu í
liðinu gera mig klárlega að betri
leikmanni.“
Langar alla leið
Hlín segir það vissan áfanga að fá
stórt hlutverk í mótsleikjum með
landsliðinu eins og undankeppni
EM. „Já það er það. Ég hafði tekið
þátt í einhverjum leikjum í fyrra en
núna finnst mér ég vera komin bet-
ur inn í hópinn. Það er heiður fyrir
mig og mér fannst ég spila ágætlega
í þessum leikjum. Að vera valin í
landsliðið er mjög hvetjandi og ég
hef alltaf stefnt að því að komast í
landsliðið,“ segir Hlín sem reiknar
fastlega með því að reyna fyrir sér
erlendis á einhverjum tímapunkti en
hún er samningsbundin Val út tíma-
bilið 2020.
„Mig langar að fara alla leið í
boltanum og reikna með því að
leggja allt undir. Mig langar að
spila erlendis og ná árangri með
landsliðinu. Allt þetta klassíska
sem örugglega mjög margar stelp-
ur stefna að,“ sagði Hlín sem lokið
hefur stúdentsprófi. „Ég mun
ákveða á næstunni hvað ég geri í
framhaldinu en það mun að hluta til
ráðast af því sem ég geri í fótbolt-
anum.“
Fjölskylduíþrótt
Systir Hlínar, Málfríður Anna,
varð einnig Íslandsmeistari með
Val og kom við sögu í tólf leikjum.
Þriðja systirin, Arna, leikur með
HK/Víkingi en meiðsli settu svip á
sumarið hjá henni. Móðir þeirra er
Guðrún Sæmundsdóttir sem lék
með Val og var fastamaður í lands-
liðinu þegar það fór að láta að sér
kveða á fyrri hluta tíunda áratug-
arins með því að komast í 8-liða úr-
slit EM.
„Það er mikið rætt um boltann í
fjölskyldunni en það er einnig ým-
islegt annað rætt á heimilinu.
Mamma fylgist mjög vel með og ég
held að hún hafi verið stressuðust
fyrir leiknum gegn Keflavík á laug-
ardaginn,“ segir Hlín Eiríksdóttir.
„Var komin ákveðin
pressa á okkur“
Eftirminnilegt keppnistímabil fyrir Valskonuna ungu Hlín Eiríksdóttur
Morgunblaðið/Hari
Áfanga náð Hlín Eiríksdóttir fyrir miðju fagnar Íslandsmeistaratitlinum ásamt samherjum sínum.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
England
Deildabikarinn, 32 liða úrslit:
Sheffield Wednesday – Everton ............ 0:2
Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu 14 mín-
úturnar með Everton.
Arsenal – Nottingham Forest................. 4:0
Colchester – Tottenham .......................... 0:0
Colchester áfram í vítakeppni, 4:3.
Crawley Town – Stoke............................. 1:1
Crawley áfram í vítakeppni, 5:3
Luton – Leicester..................................... 0:4
Portsmouth – Southampton .................... 0:4
Preston – Manchester City ..................... 0:3
Watford – Swansea .................................. 2:1
Frakkland
Dijon – Marseille...................................... 0:0
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
maður Dijon.
Ítalía
Hellas Verona – Udinese ......................... 0:0
Brescia – Juventus ................................... 1:2
Staða efstu liða:
Juventus 5 4 1 0 9:5 13
Inter Mílanó 4 4 0 0 9:1 12
Napoli 4 3 0 1 13:8 9
Roma 4 2 2 0 10:7 8
Lazio 4 2 1 1 7:3 7
Atalanta 4 2 1 1 9:8 7
B-deild:
Ascoli – Spezia ......................................... 3:0
Sveinn Aron Guðjohnsen var allan tím-
ann á bekknum hjá Spezia.
Spánn
Real Valladolid – Granada....................... 1:1
Real Betis – Levante................................ 3:1
Barcelona – Villarreal .............................. 2:1
Staðan:
Granada 6 3 2 1 12:6 11
Athletic Bilbao 5 3 2 0 6:1 11
Real Madrid 5 3 2 0 10:6 11
Barcelona 6 3 1 2 14:10 10
Real Sociedad 5 3 1 1 7:4 10
Sevilla 5 3 1 1 5:2 10
Atlético Madrid 5 3 1 1 5:4 10
Villarreal 6 2 2 2 13:10 8
Real Betis 6 2 2 2 9:10 8
Osasuna 5 1 4 0 4:3 7
Levante 6 2 1 3 7:8 7
Getafe 5 1 3 1 7:6 6
Real Valladolid 6 1 3 2 5:8 6
Valencia 5 1 2 2 6:8 5
Alavés 5 1 2 2 2:4 5
Celta Vigo 5 1 2 2 3:6 5
Mallorca 5 1 1 3 4:8 4
Espanyol 5 1 1 3 3:9 4
Eibar 5 0 2 3 4:7 2
Leganés 5 0 1 4 2:8 1
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Spánn
Valladolid – Barcelona ....................... 27:39
Aron Pálmarsson lék ekki með Barce-
lona.
Efstu lið: Barcelona 8, Cuenca 6, La
Rioja 4, Bidasoa 4, Nava 4, Ademar León 4.
Tottenham féll gríðarlega óvænt úr
leik gegn D-deildarliði Colchester í
enska deildabikarnum í fótbolta í
gærkvöldi. Tottenham var 75% með
boltann í venjulegum leiktíma en
tókst þrátt fyrir það ekki að skora.
Eftir markalausan leik réðust úr-
slitin í vítakeppni. Þar hafði Col-
chester betur, 4:3. Colchester sló
Crystal Palace úr leik í síðustu um-
ferð, einnig í vítakeppni.
Arsenal vann sannfærandi 5:0-
heimasigur á B-deildarliði Nott-
ingham Forest á heimavelli. Hinn
18 ára gamli Gabriel Martinelli
skoraði tvö mörk.
Manchester City vann þægilegan
3:0-sigur á Preston úr B-deildinni
og Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu
14 mínúturnar í 2:0-útisigri Ever-
ton gegn Sheffield Wednesday úr
B-deildinni. Átta leikir eru á dag-
skrá í keppninni í kvöld þegar
þriðju umferð lýkur.
Tottenham mjög óvænt
úr leik í deildabikarnum