Morgunblaðið - 25.09.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 2019
Í blaðinu verður fjallað um tísku,
förðun, snyrtingu, heilsu, fatnað,
umhirðu húðarinnar, dekur og fleira.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 30. sept.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
SMARTLAND
BLAÐ
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 4. október
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Tónskáldið tvítuga Gabríel Örn
Ólafsson, sem helst gengur undir
listamannsnafninu Gabríel Ólafs,
hefur á skömmum tíma fengið tæp-
lega eina og hálfa milljón spilana á
streymisveitunni Spotify. Þá hlustar
rúmlega hálf milljón manns á tónlist
Gabríels á Spotify í mánuði hverj-
um. Lagið sem um ræðir heitir
„Staircase Sonata“, eða Stigagangs-
sónata, og er það af nýútgefinni
plötu Gabríels, Absent Minded.
Gabríel er píanóleikari og hóf
nám í píanóleik fimm ára gamall og
fór að semja tólf ára gamall. „Þetta
er náttúrulega mjög sérstök tilfinn-
ing. Ég bjóst ekki við þessu og sér-
staklega ekki svona góðum við-
tökum á Spotify. Það getur oft verið
erfitt að safna áheyrendahópi á
Spotify,“ segir Gabríel um viðbrögð
sín við viðtökum heimsbyggðar-
innar.
Spurður um ástæður vinsælda
„Staircase Sonata“ segir Gabríel:
„Maður getur í raun ekki haft áhrif
á þessar spilanir en Spotify getur
sjálft haft áhrif. Spotify er með
deild sem velur lög inn á spilunar-
lista og velur hvort það vill ýta lag-
inu upp eða ekki. Það setti lagið inn
á ellefu spilunarlista sem það
stjórnar sem er frábært og það sýn-
ir að fólk þar hefur greinilega fílað
lagið.“
Vinsælasta lagið lán í óláni
Lagið varð til, eins og fleiri góðar
uppfinningar, út frá einskæru
óhappi, að sögn Gabríels. „Ég vann
að plötunni í fyrra í stúdíói sem er í
kjallara. Einn daginn var brjálað
veður í Kópavogi, Breiðholti og víð-
ar. Það var svo mikil rigning að það
flæddi inn í hús hjá fólki og það
gerðist líka í stúdíóinu hjá mér.
Þegar ég kom inn í stúdíó voru öll
hljóðfærin mín, snúrur, hljóðnemar
og fleira á bólakafi. Það var rosalegt
áfall fyrir mig. Slökkviliðið keyrði á
milli húsa og slökkviliðsmenn komu
og báru píanóið mitt upp á stiga-
gang. Þá hafði píanóið eiginlega
verið á kafi í vatni. Þegar þetta var
allt búið fór ég að spila á píanóið
inni á stigagangi og ég fílaði hljóm-
burðinn þar mjög vel. Þar samdi ég
þetta lag og ákvað að nefna stykkið
„Staircase Sonata“.“
Gabríel útskrifaðist frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð árið 2017
en á meðan hann var nemandi þar
vann hann bæði lagasmíðakeppni
skólans og lék frumsamið lag á
píanó í skemmtiatriði skólans í
Gettu betur á RÚV. Þannig upp-
götvaði breska útgáfufyrirtækið
One Little Indian Gabríel, sem
skrifaði undir útgáfusamning hjá
fyrirtækinu í fyrra. One Little Indi-
an hefur gefið út tónlist eftir fleiri
íslenska tónlistarmenn, til dæmis
Björk, Ásgeir Trausta og Emilíönu
Torrini.
Fagnar því að vera fjarhuga
Titillag plötunnar, „Absent
Minded“, samdi Gabríel þegar hann
var 14 ára, en það er einmitt sama
lag og færði honum sigur í laga-
smíðakeppni Menntaskólans við
Hamrahlíð.
„Platan heitir Absent Minded því
ég hef alltaf verið sagður frekar
annars hugar. Á þessari plötu er ég
í raun að fagna því að ég sé annars
hugar, frekar en að horfa á það sem
eitthvað neikvætt að láta sig
dreyma og leyfa huganum að reika.
Innblásturinn að lögunum er ótrú-
lega mismunandi. Hann er mjög
persónulegur,“ segir Gabríel, sem
sækir gjarnan innblástur í kvik-
myndir og kvikmyndatónlist. „Þetta
er í raun kvikmyndatónlist fyrir ein-
hverja kvikmynd sem er ekki til.“
Gabríel tekur lagið „Cyclist
Waltz“ sem dæmi. „Innblásturinn í
því lagi kemur frá plakati sem ég er
með inni í stúdíói. Það er frönsk
auglýsing fyrir hjól án keðju. Hjól-
reiðamaðurinn er með yfirvara-
skegg og mér fannst hann áhuga-
verður náungi svo ég ákvað að
semja svona þema fyrir hann eins
og oft er gert í kvikmyndum, þá eru
stundum samin þemu fyrir hvern
karakter.“
Listamennirnir 18-22 árs
Þó að Gabríel hafi samið, útsett
og hljóðritað plötuna sjálfur er ekki
þar með sagt að verkefnið sé ein-
staklingsverkefni.
„Einungis ungir Íslendingar spila
með mér á þessari plötu og þeir eru
allir vinir mínir, Andri Ólafsson úr
Moses Hightower spilar reyndar á
bassa en að honum frátöldum eru
allir sem spila á plötunni á aldrinum
18 til 22 ára.“
Gabríel nefnir sérstaklega Ragn-
heiði Ingunni Jóhannsdóttur, sem
er 18 gömul. Hún spilaði alla helstu
fiðlukaflana á plötunni. Fleiri hljóð-
færaleikarar sem skapa plötuna
með Gabríel eru þau Sólrún Ylfa
Ingimarsdóttir, Sólveig Vaka
Eyþórsdóttir, Anna Elísabet
Sigurðardóttir, Rögnvaldur Borg-
þórsson, Magnús Jóhann Ragn-
arsson, Svanhildur Lóa Bergsveins-
dóttir og Hjörtur Páll Eggertsson,
sem Gabríel segir stórkostlegan
einleikara. Bergur Þórisson, annar
ungur Íslendingur, var upptöku-
stjóri plötunnar.
Gabríel er strax farinn að vinna
að næstu plötu.„Ég er mjög spennt-
ur fyrir henni. Maður lærir mikið á
fyrstu plötunni, sérstaklega ef mað-
ur reynir að gera allt sjálfur. Ég er
eiginlega búinn að semja allt efni á
hana og mun bráðlega hefja upp-
tökur. Svo horfi ég líka fram á að
fara að spila í Evrópu í kringum
tónlistarhátíðina Iceland Airwaves
svo ég er núna að vinna að því að
skapa gott tónleikasett,“ segir
Gabríel, sem spilar einmitt á Ice-
land Airwaves í nóvember.
Absent Minded er aðgengileg á
helstu streymisveitum en einnig
kemur hún út á vínyl og geisla-
diskum.
Kvikmyndatónlist án kvikmyndar
Hinn tvítugi Gabríel Ólafs á góðri leið með að fá tvær milljónir spilana á lagið „Staircase Sonata“
Gaf nýverið út fyrstu plötu sína, sem hefur fengið góðar viðtökur Hóf nám í píanóleik fimm ára
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinsæll Gabríel hefur nú þegar getið sér gott orð í tónlistarheiminum. Yfir milljón manns hlustar á hann í mánuði
hverjum á Spotify. Á plötu sinni Absent Minded fagnar hann því að hann sé annars hugar, að eigin sögn.
Moldóvski bari-
tónsöngvarinn
Andrey Zhili-
khovskíj og
hljómsveitar-
stjórinn Bjarni
Frímann Bjarn-
ason koma sam-
an á tónleikum í
Norðurljósum í
Hörpu í kvöld
kl. 20. Munu
þeir flytja úrval sönglaga eftir
tónskáldin Sergei Rachmaninoff
og Pjotr Tsjajkovskíj.
Zhilikhovskíj heimsækir nú
Ísland í annað sinn en hann fer
þessa dagana með hlutverk greif-
ans í uppfærslu Íslensku óper-
unnar á Brúðkaupi Fígarós í
Þjóðleikhúsinu. Hann fór með
tiltilhlutverkið í uppfærslu
Íslensku óperunnar á Évgení
Onegin fyrir þremur árum eftir
að hafa sungið það í Bolshoj-leik-
húsinu í Moskvu.
Söngvarinn hefur á síðustu
misserum sungið í stærstu óperu-
húsum víða um Evrópu og heldur
frá Íslandi á svið Metropolitan-
óperunnar í New York þar sem
hann mun syngja í fyrsta sinn í
La Boheme.
Bjarni Frímann hljómsveitar-
stjóri er tónlistarstjóri Íslensku
óperunnar auk þess að gegna
stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Zhilikhovskíj og Bjarni á kvöldtónleikum
Andrey
Zhilikhovskíj
Háskóla-
tónleikar hefjast
á ný í dag eftir
sumarfrí og á
þeim fyrstu, sem
fram fara á Litla
torgi Háskóla-
torgs í Háskóla
Íslands kl. 12.30,
flytur þjóðlaga-
sextett Ásgeirs
Ásgeirssonar ís-
lensk þjóðlög í útsetningum með
austrænum áhrifum.
Sextettinn skipa Ásgeir Ásgeirs-
son, sem leikur á ýmis strengja-
hljóðfæri, Haukur Gröndal á klar-
ínett, Matti Kallio á harmóníku,
Þorgrímur Jónsson á kontrabassa,
Erik Qvick á slagverk og Sigríður
Thorlacius sem syngur.
Á tónleikunum hljóma íslensk
þjóðlög, sum vel þekkt, önnur síður,
að því er fram kemur í tilkynningu.
Leikin verða lög af einleiksplötum
Ásgeirs, Two sides of Europe og
Travelling through cultures en á
þeim má finna nýja kafla við íslensk
þjóðlög sem Ásgeir samdi og útsetti
með austrænan hljóðheim í huga og
í samstarfi við Borislav Zgurovski
frá Búlgaríu og Yurdal Tokcan frá
Tyrklandi. Aðgangur að tónleik-
unum er ókeypis.
Íslensk þjóðlög með austrænum blæ
Ásgeir
Ásgeirsson