Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.09.2019, Blaðsíða 32
Óseyrarbraut 12 | 220Hafnarfirði | Klettagörðum5 | 104 Reykjavík Hafðu samband 5680100 www.stolpigamar.is Stólpi Gámar bjóða gámalausnir fyrir atvinnulífið – til leigu eða sölu Gámahús og salernishús frá Containex,Algeco og Trimo Færanleg starfsmannaðstaða frá EuroWagon.net Gámar og vöruskemmur fráBOS Vörulyftur fráMaber Skemmur fráHallgruppen StólpiGámar fyrir atvinnulífið  þurrgámar  hitastýrðir gámar  geymslugámar  einangraðir gámar  fleti og tankgámar  gámarmeð hliðaropnun Þeramínleikarinn Hekla Magn- úsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestu frumsömdu kvikmyndatónlist á há- tíð í Slóveníu um nýliðna helgi, Festival Slovenskega Filma eða Slóvensku kvikmyndahátíðinni. Verðlaunin hlaut hún fyrir tónlist við leikna kvikmynd sem heitir í enskri þýðingu Chestnut Forest Stories, eða Hnotskógarsögur. Hlaut verðlaun á kvik- myndahátíð í Slóveníu MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 268. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Upplifunin var geggjuð og ég er eiginlega bara í skýjunum. Stemningin var mjög góð þegar við gátum fagnað á vellinum en einnig um kvöldið eins og fólk hefur séð sem fylgir stórstjörn- unum okkar á samskipta- miðlum,“ segir Hlín Eiríks- dóttir, leikmaður Vals, m.a. í viðtali í blaðinu. »26 Hlín nánast í skýjunum eftir Íslandsmótið ÍÞRÓTTIR MENNING Pétur Theódór Árnason skoraði 15 mörk í 22 leikjum fyrir Gróttu, sem kom öllum á óvart og vann 1. deildina í fótbolta í sumar. Grótta, sem var nýliði í deildinni, fékk 43 stig, tveimur meira en Fjölnir, og tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið. Pétur hafði skor- að eitt mark í 25 leikjum í 1. deild fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að hann hafi heldur bet- ur sprungið út í sumar. »25 Draumatímabil hjá Pétri og Gróttu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bolvísku hjónin Katrín Pálsdóttir og Þorsteinn Másson og börn þeirra, nær 12 ára gamlir tvíburar, Már Óskar og Valdís Rós, eru sannkölluð járnfjölskylda. Foreldrarnir hafa keppt í hálfum járnkarli frá 2017 og eru að búa sig undir næstu keppni, sem verður í Svíþjóð næsta sumar. Systkinin, sem æfa sund, eru komin á bragðið eftir að hafa tekið þátt í járnkeppni fyrir krakka í Indónesíu í liðnum mánuði og stefna á að taka aftur þátt í keppni á næsta ári. Eftir að hafa verið með á minni mótum hófst alvaran með þátttöku í Landvættakeppninni 2016. „Ég byrjaði á undan Þorsteini að keppa í þríþraut en hann smitaðist fljót- lega,“ rifjar Katrín upp. Þau kláruðu þrjár fyrstu þrautirnar í Landvætt- unum en vegna andláts í fjölskyld- unni urðu þau frá að hverfa og náðu ekki að ljúka síðustu þrautinni. „Þá ákváðum við að snúa okkur að hálf- um járnkarli,“ heldur hún áfram. Hún bætir við að þau hafi reynt að sameina ferðalög og keppni og þann- ig hafi þau fundið nýjar slóðir á hverju ári. „Flest fríin okkar snúast um hreyfingu og það er gott að eiga svona áhugamál.“ Keppniskona og krabbi Katrín æfði sund og segist vera mikil keppnismanneskja. Hún hafi valið járnkarlinn í Indónesíu með sigur í huga. Um þrem mánuðum fyrir keppnina greindist hún óvænt með lungnakrabbamein og þurfti að fjarlægja hálft hægra lungað. Sú að- gerð var sjö vikum fyrir mótið. „Ég ákvað samt að fara í keppnina og rúllaði í gegnum hana á þægilegum hraða en náði engu að síður ágætum árangri, fór þrautina á sex og hálfum klukkutíma og varð í 10. sæti í mín- um flokki.“ Þorsteinn varð í 24. sæti í sínum flokki á fimm tímum og 24 mínútum og krakkarnir stóðu sig vel í hlaupakeppni barnanna. „Þau verða örugglega þríþrautarfólk enda sagði Valdís Rós að hún ætlaði strax að fara að æfa þríþraut.“ Í hálfum járnkarli er synt 1,9 km vegalengd, hjólaðir 90 km og hlaupið hálft maraþon eða um 21 km. Frum- raun þeirra var í Járnkarlinum í Hvalfirði 2017. Katrín segir að þrátt fyrir að þau hafi ekki átt nauðsyn- legan búnað eins og þríþrautarhjól og fleira hafi þeim gengið mjög vel. „Við vorum um sex tíma en ég lenti í 3. sæti í mínum flokki. Eftir það fengum við boð um að taka þátt í heimsmeistarakeppni í Slóvakíu ári síðar. Okkur gekk mjög vel, þrátt fyrir um og yfir 35 stiga hita,“ segir Katrín, sem fór þrautina á samtals fimm tímum og 21 mínútu og hafnaði í 8. sæti. Þorsteinn fór á fimm tímum og 34 mínútum. Hjónin eru í þríþrautarfélagi Hafnarfjarðar, 3SH, og hafa fengið aðstoð þaðan við æfingar. „Fáir stunda þríþraut hérna fyrir vestan en fleiri eru að hugsa sér til hreyf- ings sem er frábært,“ segir Katrín. Hjónin stefna á æfingaferð til út- landa í vetur og síðan er markmiðið að ljúka keppni í járnkarli á góðum tíma í Jönköping í vor. Katrín segir að hún hafi ekki enn náð sér eftir að- gerðina og því verði hún að vera raunsæ. „Ég gef samt ekkert eftir og stefni alltaf að því að ná góðu sæti.“ Á einu og hálfu lunga í járnkarlinn Járnkarlinn Katrín Pálsdóttir á fleygiferð á hjólinu í Indónesíu.  Sannkölluð járnfjölskylda í Bolungarvík undirbýr næstu keppni Járnfjölskyldan Þorsteinn, Valdís Rós, Katrín og Már Óskar í Indónesíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.