Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
BLUE THERAPY AMBER
ALGAE REVITALIZE
MÝKIR, ÞÉTTIR & GEFUR LJÓMA
NÝTT
BIOTHERM KYNNING
MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS
ÞESSI GLÆSILEGI KAUPAUKI FYLGIR ÞEGAR KEYPTAR ERU BIOTHERM
VÖRUR FYRIR 8.500 KR EÐA MEIRA Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST.
AFSLÁTTUR AF BIOTHERM
DÖMU OG HERRAVÖRUM20%
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Talsvert er um það að þeir sem fá
tímabundin afnot af borgarlandi
vegna nýframkvæmda brjóti setta
skilmála.
Þetta kom fram hjá Arnari Þór
Hjaltested, starfsmanni Skrifstofu
reksturs og umhirðu borgarlandsins
(SRU) hjá Reykjavíkurborg, þegar
hann kynnti aðgengi við fram-
kvæmdasvæði fyrir mannréttinda-,
nýsköpunar- og lýðræðisráði.
Fulltrúar í ráðinu bókuðu að það
yrði að teljast alvarlegt að reglur
væru brotnar, lagaóvissa væri varð-
andi málaflokkinn þar með talið varð-
andi viðurlög og skortur á úrræðum
til að bregðast við brotum afnotaleyf-
ishafa og framkvæmdaaðila. Full-
trúarnir leggja áherslu á mikilvægi
aðgengismála gangandi, hjólandi og
fatlaðs fólks að borgarlandinu, þar
með talið á framkvæmdatíma.
Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi
Flokks fólksins, bókaði að fjölmargar
ábendingar hefðu komið frá íbúum í
Úlfarsárdal, en þar væri umhirðu á
byggingarstöðum víða verulega
ábótavant. Þegar umhirðu væri
ábótavant væru meiri líkur á að slysa-
hætta skapaðist. Á byggingarstöðum
í Úlfarsárdal ægði sums staðar öllu
saman, tækjum, tólum og drasli.
Safnhaugar, ekki vinnustaðir
„Sjá má moldar- og vatnspytti á
byggingarstöðum, hauga af bygging-
arefni og annarri óreiðu jafnvel á göt-
um sem tengjast ekki bygging-
arsvæðinu sjálfu. Sagt er að
lóðarhafar til margra ára safni bygg-
ingaefni á lóðir án þess að hefja fram-
kvæmdir. Sumum finnst þetta ekki
vinnustaðir heldur safnhaugar,“ bók-
aði Kolbrún.
Fram kom í kynningu Arnars Þórs
að allt land utan skilgreindra lóðar-
marka, hafnarmarka eða þjóðvega í
þéttbýli, teldist land sem tilheyrði
borginni. Öll afnot af borgarlandi
þörfnuðust afnotaleyfa (fram-
kvæmdir, viðburðir, önnur afnot) og
leyfishafa bæri að tryggja aðgengi
fatlaðra og annarra vegfarenda með
því að afmarka gönguleið fram hjá
framkvæmdastað.
Þá skal fyllsta öryggis gætt meðan
á framkvæmdum stendur og að-
komuleiðum að húsum og fyrir-
tækjum haldið opnum. Einnig skal
leyfishafi sjá til þess að svæðið og
nánasta umhverfi sé snyrtilegt og
rusl og annað sem fellur til verði fjar-
lægt jafnóðum.
Arnar upplýsti ráðið um að undan-
farin tvö ár hefði verið unnið mark-
visst að breyttu verklagi við útgáfu
afnotaleyfa og eftirlit, m.a. með inn-
leiðingu rafræns umsóknarferlis.
Enn þurfi að bæta úr, t.d. með því
að skýra lagaóvissu, auka samráð,
bæta upplýsingamiðlun og þróa aukið
eftirlit með framkvæmdasvæðum.
Umhirðu við fram-
kvæmdir ábótavant
Kvartað er yfir drasli á byggingarsvæðum í Úlfarsárdal
Morgunblaðið/sisi
Úlfarsárdalur Hér er dæmi um góðan frágang á byggingarstað. Gámar eru undir úrgang og annað sem til fellur.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra, legg-
ur til að staða smærri aðila í veiði-
félögum verði efld þannig að
atkvæðavægi aðila og tengdra aðila
verði takmarkað við 30%, að því er
fram kemur í frumvarpi um breyt-
ingar á lögum um lax- og silunga-
veiði sem ráðherrann hefur lagt fyrir
Alþingi. Jafnframt er krafist 2/3 at-
kvæða allra félagsmanna til þess að
samþykktir séu löglegar eða þeim
breytt. „Breytingin hefur það í för
með sér að enginn einn aðili geti
drottnað yfir málefnum veiðifélaga,“
segir í fréttatilkynningu frá atvinnu-
vegaráðuneytinu.
Í greinargerð frumvarpsins er
þetta útskýrt nánar og bent á að
„lítt“ hafi verið hugað að stöðu
minnihluta félaga í veiðifélögum í
endurskoðun laganna vorið 2006, en
við hana féllu úr gildi fyrirmæli eldri
laga um að byggi maður á fleiri en
einni jörð skyldi hann engu að síður
aðeins hafa eitt atkvæði á félags-
fundi. „Þá hefur gerst frá þeim tíma
að meira kveður að því en áður að
keyptar séu upp laxveiðijarðir í einni
og sömu á í fjárfestingarskyni, sem
getur leitt til þess að minnihluti í
veiðifélagi verði til lengri tíma
áhrifalítill og einn aðili drottni yfir
málefnum félagsins. Hinar sérstöku
reglur laga um lax- og silungsveiði
um meðferð veiðiréttar og ráðstöfun
veiði gera það að verkum að rétt
þykir að bregðast við þessu.“
Milligöngu ríkisins hætt
Tillögur ráðherrans gera einnig
ráð fyrir að breyting verði gerð á
skipan arðskrárnefndar og mun Haf-
rannsóknastofnun tilnefna fulltrúa í
stað Hæstaréttar og hann verður
formaður nefndarinnar, verði frum-
varpið samþykkt.
„Þetta er gert til að auka fiski-
fræðilega þekkingu í nefndinni,“
segir í tilkynningu ráðuneytisins og
er vísað til þess að „veiðifélögum er
skylt að gera arðskrá, sem sýnir
hluta af veiði eða arð af veiði sem
koma skal í hlut fasteigna, lögaðila
eða einstaklinga sem eiga veiðirétt í
vatni á félagssvæði“.
Jafnframt er lagt til að milliganga
hins opinbera vegna greiðslu kostn-
aðar af arðskrármati verði felld nið-
ur, þannig munu veiðifélög greiða
arðskrárnefnd beint fyrir vinnu sína.
Minnihlutavernd
í veiðifélögunum
Svar við jarðakaupum í fjárfestingarskyni
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
og Reykjavíkurborg hafa gert með
sér samstarfsyfirlýsingu ásamt
samningi sem kveður á um þátt-
töku þjónustumiðstöðva velferðar-
sviðs í verkefnum geðheilsuteyma
heilsugæslunnar í Reykjavík. Svan-
dís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra og Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri staðfestu sam-
komulagið og samstarfsyfirlýs-
inguna við undirritun í gær.
Haft er eftir Svandísi í frétta-
tilkynningu að samstarfið marki
tímamót, það muni efla og bæta
þjónustu geðheilsuteymanna við
notendur. „Ég bind líka vonir við
að þessi samningur geti orðið fyr-
irmynd að fleiri verkefnum þar
sem ríki og sveitarfélög geta bætt
þjónustu við notendur með form-
legu samstarfi sem þessu,“ segir
Svandís.
Í sömu tilkynningu fagnar Dagur
B. Eggertsson borgarstjóri sam-
komulaginu og segir það mikilvægt
af mörgum ástæðum. „Borgin vann
ákveðið frumkvöðlastarf uppi í
Breiðholti með samstarfi þjónustu-
miðstöðvar og heilsugæslunnar í
geðheilbrigðismálum og fékk ný-
sköpunarverðlaun í opinberri þjón-
ustu fyrir það verkefni þar sem
innlagnardögum á geðdeild fækkaði
um 25-30% hjá þeim sem fengu
þjónustuna. Þetta nýja samstarf
byggist á sömu hugmyndafræði. Að
því sögðu er ég mjög ánægður og
stoltur af því að geta veitt borgar-
búum enn betri þjónustu í geð-
heilsumálum,“ segir Dagur.
Eru heilsugæslan og borgin sam-
mála um að þörf sé á nánara sam-
starfi heilbrigðis- og velferðar-
kerfis. Oft sé óljóst hvar mörk
þjónustunnar liggi og það geti haft
áhrif á að viðkomandi einstaklingur
fái viðeigandi þjónustu. Samkomu-
lagið byggist einnig á ályktun Al-
þingis frá árinu 2016 um stefnu og
aðgerðaáætlun í geðheilbrigðis-
málum.
Morgunblaðið/Eggert
Samstarf Heilbrigðisráðherra staðfesti samkomulagið við borgarstjóra.
Þjónusta geð-
heilsuteyma efld
Ranglega var greint frá niðurstöðu
yfirskattanefndar í Morgunblaðinu í
gær. Var þar deilt um tollflokk á
fjórhjólum og svonefndum „buggy-
bílum“ en samkvæmt yfirskatta-
nefnd er heimilt að flokka fjórhjól
sem dráttarvélar. Ekki er þó leyfi-
legt að flokka „buggy-bíla“ á sama
hátt. Beðist er velvirðingar á rang-
herminu.
LEIÐRÉTT
Fjórhjól eru dráttarvélar