Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Marc Lanteigne, dósent í stjórn- málafræði við Háskólann í Tromsö, telur að Íslendingar muni á næstu ár- um þurfa að gera upp við sig hvort þeir fylgja Kína eða Bandaríkjunum í viðskiptum og alþjóðamálum. Það sé ekki mikill tími til stefnu. Lanteigne rakti deilur kínverskra og bandarískra stjórnvalda í fyrir- lestri í Háskóla Íslands en hann var þar áður kennari. Lanteigne seg- ir aðspurður að Ísland sé í sér- stakri stöðu efna- hagslega og stjórnmálalega. Ísland sé smáríki með töluverð efnahagsleg- og stjórnmálaleg tengsl við bæði Kína og Bandaríkin. Ísland sé kennslubókardæmi um land sem hafi reynt að hagnast sem mest á samskiptum sínum við stórveldin tvö. Þrýstingurinn er að aukast „Ísland hefur verið með fríversl- unarsamning við Kína [frá árinu 2013]. Samningurinn hefur verið álit- inn afar hagfelldur íslensku efna- hagslífi en hann veitir aðgang að kín- verskum markaði og vörum. Við höfum undanfarið séð Bandaríkin auka hernaðarleg umsvif á norður- slóðum. Það birtist meðal annars í notkun flugvallarins í Keflavík á ný og áhuga á að tryggja að Ísland heyri ekki undir Belti og braut-stefnuna [hjá Kína]. Þrýstingurinn á Ísland frá báðum hliðum hefur aukist mikið. Það skapar áskorun fyrir hvaða ríki sem er. En fyrir lítið hagkerfi sem reiðir sig mjög á innflutning veldur það vissulega auknum þrýstingi,“ segir Lanteigne um þróun mála. Mike Pence, varaforseti Banda- ríkjanna, lagði í heimsókn sinni til Ís- lands áherslu á að Íslendingar not- uðu ekki 5G-búnað frá Huawei. Spurður um þetta segir Lanteigne að í Peking sé litið svo á að Huawei sé táknrænt fyrir kínverska hagkerfið. Með því að velja Huawei sé verið að velja Kína. Með það í huga telur hann að Ísland hafi ekki langan tíma til að ákveða hvort stórveldið það velur, Kína eða Bandaríkin. Þá bendir hann á að það eigi eftir að koma í ljós hvernig Evrópuríkin bregðist við þessari spennu milli stórveldanna. Það eigi eftir að skýr- ast hvort Evrópuríkin muni geta mótað eigin efnahagsstefnu – og Ís- land mögulega taka þátt í því – eða þurfa að velja milli stórveldanna. Gagnrýna ekki Kínverja Lanteigne er Kanadamaður og hefur m.a. kennt á Nýja-Sjálandi. Það vakti athygli að í fyrirlestri sínum lagði hann áherslu á áhrif Kín- verja í Nýja-Sjálandi. Þau áhrif hefðu aukist samhliða auknum við- skiptum ríkjanna eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna haustið 2008. Hann segir þau áhrif meðal annars birtast í því að stjórnvöld á Nýja-Sjá- landi tjái sig ekki um deilur í Suður- -Kínahafi eða í Hong Kong. „Ný-Sjálendingar rökræða nú um hvort landið sé efnahagslega sjálf- stætt. Spurt er hvort landið hafi gefið of mikið eftir af efnahagslegu sjálf- stæði sínu til eins markaðar,“ segir Lanteigne um stöðuna syðra. Spurður um áhuga Kínverja á að auka flug milli Kína og Íslands bendir hann á að í miðri niðursveiflu í íslenskri ferðaþjónustu sé mikilvægt að fá fleiri ferðamenn frá Kína. „Það er svo annað mál að Kína vill nota norðurskautið fyrir siglingar. Hvenær verður Ísland álitið vera mögulega mikilvæg höfn? Það á eink- um við ef Grænland verður áhuga- verðara fyrir Kína í efnahagslegu til- liti. Spurningin er þá hvernig Bandaríkin munu bregðast við því en þau álíta Ísland mikilvægan hluta norðurslóða. Hvers kyns þrýsting gæti Bandaríkjastjórn sett á Ísland til að landið samlagist ekki kínverska hagkerfinu jafn mikið og raun ber vitni?“ segir Lanteigne. AFP Leiðtogar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Xi Jinping, Kínaforseti, á fundi í Kína haustið 2017. Ríkin tvö mynda stóran hluta af heimshagkerfinu. Ísland gæti þurft að velja milli stórvelda  Dósent bendir á gjána milli Bandaríkjanna og Kína Marc Lanteigne 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019 Færð þú í magann af mjólkurvörum? Ekki láta laktósaóþolið hafa áfhrif á þitt daglega líf. Laktase töflunar frá tetesept aðstoða við meltingu á mjólkursykri. Forðatöflur með virkni sem varir í 4 klukkustundir. Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Fæst í öllum helstu Apótekum Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt fyrir sitt leyti sam- komulag ríkisins og sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun á sam- gönguinnviðum, meðal annars borg- arlínu, til fimmtán ára. Á borgar- stjórnarfundi í gær greiddu allir borgarfulltrúar minnihlutaflokk- anna atkvæði gegn staðfestingu samkomulagsins og fulltrúar meiri- hlutaflokksins Pírata samþykktu það með fyrirvara um útfærslu veggjalda. „Því betur sem málið er skoðað koma fram fleiri spurningar sem er ósvarað. Borgarstjóri gat ekki svar- að ýmsum þeirra,“ sagði Eyþór Lax- dal Arnalds, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, eftir fundinn. Hann rökstyður andstöðu sjálfstæð- ismanna þannig: „Það er algerlega óútfært hvernig á að innheimta 60 milljarða í vegtollum. Það er alger- lega óljóst hver á að greiða umfram- kostnaðinn ef og þegar fram- kvæmdir fara fram úr áætlun sem þær gera yfirleitt. Ríkið skuldbindur sig ekki til að taka á sig frekari kostnað. Fyrst það er ekki gert í þessu skjali á ég ekki von á að Al- þingi bæti þeirri skuldbindingu við. Það er reynslan að þegar ríkið og sveitarfélög hafa unnið saman að verkefnum, eins og til dæmis bygg- ingu menningarhúsa, þá hefur fram- úrkeyrslan yfirleitt lent á sveitar- félögunum. Borgarstjóri kallaði þetta tæknilegt smáatriði. Við köll- um þetta 10 milljarða.“ Sammála um framkvæmdir Eyþór tekur fram að sjálfstæð- ismenn séu sammála um að bæta þurfi í samgöngumálin enda hafi vegafé skilað sér í litlum mæli til Reykjavíkur síðasta áratuginn en ósammála því að það sé gert með loftköstulum. helgi@mbl.is Hver greiðir framúrkeyrslu? Morgunblaðið/Hari Fundur Eyþór Arnalds að störfum í borgarstjórn Reykjavíkur.  Allur minnihlut- inn á móti sam- göngupakkanum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landsnet vinnur að stofnun verk- efnaráðs til undirbúnings Blöndu- línu 3. Það verður 220 kV raflína milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Markmiðið með nýju línunni er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi þannig að það ráði betur við truflanir og auki hagkvæmni í orkuvinnslu með sam- tengingu virkjanasvæða. Það mun þjóna allri uppbyggingu og núver- andi starfsemi á Norður- og Austur- landi. Landsnet hefur leitað til fimm sveitarfélaga um að tilnefna fulltrúa í verkefnaráð Blöndulínu 3. Þau eru Akrahreppur, Akureyrarbær, Húnavatnshreppur, Hörgársveit og Sveitarfélagið Skagafjörður. Einnig er óskað eftir því að Atvinnuþróun- arfélag Eyjafjarðar, Eyþing, sam- band sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Háskólinn á Ak- ureyri, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Skógræktin, SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverf- issinnar tilnefni fulltrúa í verk- efnaráðið. „Við stofnum verkefnaráð vegna allra stærri framkvæmda okkar í dag og leitum til staðbundinna hags- munaaðila um að koma snemma að borðinu. Þeir verða okkar augu og eyru inn í samfélagið,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Hann sagði að verkefnaráð hefði gefist vel vegna Kröflulínu 3, þar sem framkvæmdir væru hafnar. Einnig var sett á stofn verkefnaráð vegna Hólasandslínu. Landsnet er nýlega búið að fá álit Skipulags- stofnunar vegna Hólasandslínu og leyfi Orkustofnunar. „Við erum að hnýta síðustu hnútana til að geta sótt um framkvæmdaleyfi vegna Hólasandslínu,“ sagði Sverrir. Hægt er að nýta hluta línunnar sem var lögð vegna stóriðjunnar á Bakka við Húsavík til að tengja Kröflulínu og Hólasandslínu. Blöndulína 3 verður þriðja línan í þessu samtengda flutn- ingskerfi. „Ef við náum að byggja upp þetta kerfi erum við búin að tengja saman helstu byggðir á Norður- og Austur- landi. Það verða stórar virkjanir á hvorum enda, Blöndustöð vestan megin og Fljótsdalsstöð austan megin. Blöndustöð hefur ekki verið nýtt með fullum afköstum síðan hún var byggð. Einnig tengjast tvær jarðvarmavirkjanir, Þeistareykir og Krafla, auk Laxárvirkjunar þessu kerfi. Þetta mun auka mikið afhend- ingaröryggi og gefa ýmsa mögu- leika,“ sagði Sverrir. Hann sagði að Eyjafjarðarsvæðið hefði ekki fengið allt það rafmagn sem það þyrfti und- anfarin ár. Austfirðir notuðu tölu- vert mikla raforku í fiskiðnaði og sú notkun væri sveiflukennd. Þessi tenging mun auðvelda það að jafna sveiflurnar. Í Rammaáætlun er virkjunarkostur sem heitir aðrennsli Blöndu og felst í því að virkja skurðina sem liggja að Blönduvirkj- un. Þar eru um 30 MW tiltæk. Styrking flutningskerfisins gerir kleift að dreifa því rafmagni. Stofna verk- efnaráð vegna Blöndulínu 3  Landsnet undirbýr tengingu milli Blöndustöðvar og Akureyrar Ljósmynd/Landsnet Kröflulína Landsnet vinnur að styrkingu flutningskerfisins. Styrking flutningskerfis » Kröflulína 3 verður 122 km löng og tengir Kröflustöð og Fljótsdalsstöð. Framkvæmdir eru hafnar. » Hólasandslína verður 72 km löng og tengir Akureyri við tengivirki á Hólasandi. » Blöndulína 3 verður um 107 km og mun tengja Blöndustöð og Akureyri. Fram kom í svari Lanteigne við fyrirspurn úr sal að kanadísk stjórnvöld hefðu hvatt hann til að ferðast ekki til Kína vegna spennu og ótryggs ástands. Hann hefði kennt sumar- námskeið við Peking-háskóla. Lanteigne fjallaði um tolla- stríð Kína og Bandaríkjanna og hvernig það gæti haft afleið- ingar fyrir heimshagkerfið. Hann sagði Kínastjórn undir- búa nýtt stigakerfi fyrir þegn- ana og fyrirtækin (e. social credit system). Með nýrri tækni verði rafrænt eftirlit með þegn- unum og fyrirtækjunum hert og þeim eftir atvikum refsað eða umbunað eftir breytni. Refsing geti falist í að fá ekki vegabréf. Sá möguleiki sé fyrir hendi að bandaríska og kínverska hag- kerfið muni skiljast í sundur og hvort hagkerfið fyrir sig beita áhrifum sínum í heiminum. Ríki heims geti þurft að taka tillit til útfærslu hvors ríkis á markaðs- búskap. Þá sagði Lanteigne bandarísk stjórnvöld áhyggju- full yfir því að Kína hefði tekið fram úr Bandaríkjunum í ýmissi tækni. Spár um að Kína gæti ekki búið lengi við hagvöxt án lýðræðis hefðu reynst rangar. Ferðist ekki til Kína ÓTRYGGT ÁSTAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.