Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íkalda stríðinuhéldu Íslend-ingar mörgum
boltum á lofti í al-
þjóðlegum sam-
skiptum. Engin
spurning var um það hvar Ís-
land stóð í þeirri viðureign, en
engu að síður áttu Íslendingar í
miklum viðskiptum við ríki
austan járntjalds og þá sér-
staklega Sovétríkin.
Þessi viðskipti Íslendinga
voru reyndar ekki óumdeild.
Árið 1954 lagði Dwight D. Ei-
senhower, þáverandi Banda-
ríkjaforseti, til á fundi þjóðar-
öryggisráðsins að Bandaríkja-
menn keyptu ársafla
Íslendinga til að koma í veg fyr-
ir að íslenskur fiskur yrði seld-
ur til Sovétríkjanna. Spurði Ei-
senhower hvort ekki mætti
komast að því hvað „Sovétmenn
greiða mikið fyrir aflann og
gefa hann einhverju ríki sem
hluta af aðstoð okkar“. Þar
kæmu til greina Ísrael og
Spánn, enda þjáðist fólk þar af
próteinskorti.
Var þessari tillögu forsetans
hafnað í ráðinu á þeirri for-
sendu að yrði þessi háttur hafð-
ur á við Íslendinga myndi fjöldi
annarra ríkja vilja vera með og
hóta ella að selja Sovétmönnum
framleiðslu sína. Og viðskipti
Íslands við Sovétríkin héldu
áfram.
Í Morgunblaðinu í dag er
rætt við Marc Lanteigne, dós-
ent í stjórnmála-
fræði við Háskól-
ann í Tromsö, sem
fjallaði um deilur
Bandaríkjanna og
Kína í fyrirlestri í
Háskóla Íslands. Hann er
þeirrar hyggju að Íslendingar
muni á næstu árum þurfa að
gera upp við sig hvort þeir
fylgja Kína eða Bandaríkjunum
í viðskiptum og alþjóðamálum.
Hann tekur sem dæmi
áherslu Bandaríkjamanna á að
önnur ríki, þar á meðal Ísland,
noti ekki 5G-búnað frá kín-
verska framleiðandanum Hua-
wei. Í Peking sé hins vegar litið
svo á að Huawei sé táknrænt
fyrir kínverska hagkerfið og
með því að velja það sé verið að
velja Kína.
Lanteigne bendir á að þrýst-
ingur Kínverja leiði til þess að
önnur ríki veigri sér við að
gagnrýna kínversk stjórnvöld
og vísar í þeim efnum til Nýja-
Sjálands. Stjórnvöld á Nýja-
Sjálandi tjái sig einfaldlega
ekki um deilur í Suður-Kínahafi
eða í Hong Kong. Þetta hafi
skapað umræður í landinu um
það hvort landið sé efnahags-
lega sjálfstætt.
Deilurnar í kalda stríðinu
voru öllu hatrammari, þótt
skiptust á þíður og frosthörkur,
en nú. Það er merkilegt ef Ís-
landi verður þrengri stakkur
sniðinn á okkar tímum en þá
var.
Er svo komið að
Ísland þurfi að velja
milli stórveldanna?}
Stillt upp við vegg?
Bretadrottninghefur flutt
stefnuræðu Bor-
isar Johnsons for-
sætiráðherra,
samkvæmt ensk-
um skikk og sið.
Óvenjumargir reyndu að rýna
í svipbrigði þjóðhöfðingja síns
að þessu sinni, en Elísabet II.
sem hefur setið lengur í há-
sæti en nokkur fyrirrennari
gaf ekkert upp með svip-
brigðum sínum. Þegar hátign-
in var horfin á ný úr þinghús-
inu tókust stjórn og stjórnar-
andstaða harkalega á.
Jeremy Corbyn og leiðtogar
annarra stjórnarandstöðu-
flokka sögðu að stefnuræða
ríkisstjórnarinnar væri
óvenjulega hjárænuleg að
þessu sinni, því að forsætis-
ráðherrann léti eins og það
hefði alveg farið fram hjá hon-
um að hann vantaði nærri því
50 atkvæði upp á til að hafa
meirihluta fyrir stefnu sinni á
þingi. Einn af talsmönnum
Frjálslyndra sagði að um
þessa stefnuræðu mætti segja
með sanni að þar væri farið
með draumórahjal.
Sá snjalli maður Tebbit lá-
varður, sem forðum var hand-
gengnari frú
Thatcher en flestir
aðrir og skrifar
enn, 87 ára gamall,
eftirtektarverða
pistla í Telegraph,
sagði þar að það
væri rétt lýsing. En vandi
stjórnarandstöðunnar væri að
fólkið í landinu deildi þessum
draumum með forsætisráð-
herranum. Corbyn, sem hefði
án hlés kallað eftir þingrofi og
nýjum kosningum í næstum
tvö ár, hefði óvænt fengið ósk-
ir sínar og kröfur uppfylltar í
síðasta mánuði með tillögu for-
sætisráðherrans um það. En
þá snarsnúið við blaðinu og
séð til þess að sú tillaga var
felld í þinginu. Forsætisráð-
herra hamraði á þessu sama í
svarræðu sinni við Corbyn.
Hann hrópaði eftir kosningum
í hundrað vikur en hafnaði svo
tillögunni þegar hún birtist.
Stundum væri sagt um menn
sem flæktust í net eigin vænt-
inga að þeir vildu bæði eiga
kökuna og éta hana. En Cor-
byn væri öfugt stefndur í því
sem öðru því að þegar gómsæt
kosningakaka hafnaði óvænt í
kjöltu hans vildi hann hvorki
eiga hana né éta.
Það eru óvenjulegir
tímar í Bretlandi og
þingstörfin draga
dám af því}
Corbyn biður um og vill ekki
Á
undanförnum árum hafa komið
fram alvarlegar ábendingar í
skýrslum, rannsóknum, umfjöll-
un fjölmiðla og ekki síst beint frá
brotaþolum kynferðisafbrota, að
þeir taki meðvitaða ákvörðun um að kæra
ekki brotin. Ein af ástæðunum er sú að þeir
treysta ekki réttarvörslukerfinu. Slíkt er
óboðlegt í íslensku réttarríki. Hér er um al-
varlega brotalöm að ræða sem brýnt er að
takast á við með ákveðnum og skilvirkum
hætti. Þeir sem kæra kynferðisafbrot þurfa
að vera þess fullvissir að tekið verði á málum
þeirra af fagmennsku.
Eitt af helstu verkefnum ríkisstjórnarinnar
er að vinna að umbótum í meðferð þessara
brota. Það rímar vel við þá vinnu sem hrundið
var af stað í tíð Ólafar Nordal innanríkis-
ráðherra snemma árs árið 2016. Samráðs-
hópur sem hún skipaði skilaði ítarlegum tillögum um að-
gerðir í kynferðisbrotamálum með það að markmiði að
tryggja vandaða, skilvirka og réttláta málsmeðferð við
rannsókn mála á þessu sviði og auka traust á réttar-
vörslukerfinu. Tillögur starfshópsins um aðgerðir voru
kynntar af þáverandi dómsmálaráðherra, Sigríði And-
ersen, í febrúar árið 2018.
Sú vinna hefur þegar leitt til mikilla bóta. Farið var í
átak við að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða af-
greiðslu þeirra. Það hefur meðal annars skilað sér í
styttri málsmeðferðartíma, sem var alltof langur. Ég
mun beita mér fyrir því að áherslur á landsvísu verði
samræmdar með þeim hætti þannig að lög-
regluembættin í landinu séu í stakk búin til að
sinna rannsókn og meðferð kynferðisbrota.
Ýmislegt hefur verið gert á liðnum árum til
að styrkja stöðu brotaþola. Þannig má nefna
verkefni á borð við Bjarkarhlíð, löggjöfin hef-
ur verið endurskoðuð, unnið er að því að ráða
sálfræðing hjá lögreglunni, unnið hefur verið
í endurmenntun hjá rannsakendum kynferð-
isbrota, fjárframlög til málaflokksins aukin
og þannig mætti áfram telja.
Allir sem komið hafa með einum eða öðrum
hætti að rannsóknum eða úrvinnslu kynferð-
isbrota vita að þau eru flókin úrlausnar. Það
verður aldrei undan því vikið. Sönnunar-
byrðin er oft erfið og við þurfum ávallt að
gæta að grundvallarreglum réttarríkisins.
Á sama tíma vinnum við markvisst að því
að tryggja að réttarvörslukerfið taki vel utan
um þolendur kynferðisafbrota og veiti þeim skjól á þeim
erfiða kafla sem fylgir slíkum brotum. Það þarf að gera
af fagmennsku og um leið af hlýju og tillitssemi. Í flest-
um tilvikum eru skjólstæðingar ríkisins tölur á blaði eða
málsnúmer, en í þessum tilvikum er mikilvægt að líta á
mannlega þáttinn og horfa til þess að annar aðili málsins
er brotinn einstaklingur sem þarf á nauðsynlegri aðstoð
að halda. Kerfið þarf að vera mannlegt og til þess fallið
að veita brotaþolum skjól. Ég mun beita mér fyrir því að
svo verði. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Ekki bara málsnúmer
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skráð atvinnuleysi hér álandi mældist 3,5% í sein-asta mánuði og varð enginbreyting á umfangi þess
frá mánuðinum á undan. Atvinnu-
leysistölurnar hafa stigmagnast á
seinustu misserum en hlutfall at-
vinnulausra var þó hærra í apríl
og maí en nú.
Atvinnuleysið mældist 2,3% í
september í fyrra og samkvæmt
yfirliti Vinnumálastofnunar um
ástandið á vinnumarkaði, sem birt
var í gær, voru 2.461 fleiri ein-
staklingar á atvinnuleysisskrá í
seinasta mánuði en í sama mánuði
fyrir ári.
Vinnumálastofnun gerir ráð fyr-
ir að skráð atvinnuleysi aukist lít-
ils háttar í október vegna árstíðar-
sveiflu og verði á bilinu 3,6% til
3,8%.
Fram kemur á yfirliti stofnunar-
innar að atvinnuleysi var mest á
Suðurnesjum í september eða
6,3% og jókst um 0,3 prósentustig
milli mánaða. Á höfuðborgarsvæð-
inu var atvinnuleysið 3,8% og
breyttist ekki frá ágúst.
Atvinnulausum ungmennum
hefur fjölgað um 313 frá í fyrra
Alls voru 787 einstaklingar á
aldrinum 18-24 ára atvinnulausir í
lok september í ár sem samsvarar
um 2,7% skráðu atvinnuleysi. At-
vinnulausum ungmennum hefur
fjölgað um 313 frá september 2018
þegar fjöldi atvinnulausra á þessu
aldursbili var 474.
Þegar sjónum er beint að þeim
sem hafa verið lengi án vinnu og á
skrá hjá Vinnumálastofnun kemur
í ljós að alls höfðu 1.389 verið án
atvinnu í meira en 12 mánuði í lok
september en þeir voru 905 í
septemberlok 2018. Hefur þeim
því fjölgað um 484 milli ára.
,,Hlutfall langtímaatvinnulausra
var 19,6% af öllum á atvinnuleys-
isskrá í september 2019 en um
21% í september árið 2018,“ segir
í greinargerð með atvinnuleys-
istölunum.
Þá kemur fram að atvinnulaus-
um fjölgaði í öllum atvinnugrein-
um í september ef miðað er við
sama mánuð fyrir ári. Mesta
fjölgun atvinnulausra var í flutn-
ingastarfsemi, í ýmiss konar sér-
hæfðri þjónustu og mann-
virkjagerð. Minnsta fjölgun
atvinnulausra var í fræðslu-
starfsemi, heilbrigðisstarfsemi og
fiskvinnslu.
7,5% atvinnuleysi meðal
erlendra ríkisborgara
Atvinnuleysið er sem fyrr mest
meðal erlendra ríkisborgara. 2.633
erlendir ríkisborgarar voru án at-
vinnu í lok september eða um 37%
allra atvinnulausra.
,,Þessi fjöldi samsvarar um
7,5% atvinnuleysi meðal erlendra
ríkisborgara. Þetta er talsverð
aukning frá því í september 2018
þegar hlutfall atvinnulausra er-
lendra ríkisborgara var um 33%
allra atvinnulausra eða sem svar-
ar um 4,8% atvinnuleysi. Flestir
erlendir ríkisborgarar á atvinnu-
leysisskrá komu frá Póllandi eða
1.473, sem er um 56% allra er-
lendra ríkisborgara á atvinnuleys-
isskrá,“ segir í greinargerð Vinnu-
málastofnunar.
2.461 fleiri án vinnu
en á sama tíma 2018
Skráð atvinnuleysi frá sept. 2017 til sept. 2019
3,5%
3,0%
2,5%
2,0%
1,5%
1,0%
0,5%
0%
Heimild: Vinnumálastofnun
2017 2018 2019
sept okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept.
3,5 3,53,43,4
3,63,7
3,23,13,0
2,7
2,5
2,3
2,4
2,32,22,12,2
2,32,42,42,42,22,1
1,91,8
Vinnusemi Íslendinga á sér enga
hliðstæðu í löndum OECD ef litið
er á tölur um atvinnuþátttöku
fólks á aldrinum 15-64 ára á
vinnumarkaði. OECD birti í gær
nýtt yfirlit yfir atvinnuþátttöku í
aðildarlöndunum og voru 85,6%
hér á landi virk á vinnumarkaði á
fyrstu mánuðum ársins en með-
altal atvinnuþátttöku í OECD er
68,7%. Ísland hefur haldið topp-
sætinu í þessum mælingum um
árabil. Aðeins eitt annað land
nær 80% markinu en það er
Sviss þar sem atvinnuþátttakan
mælist 80,5%.
Minni munur á atvinnuþátt-
töku kemur í ljós ef sjónum er
eingöngu beint að 25 til 54 ára
en þá ná margar þjóðir 80%
markinu. En Ísland sker sig ræki-
legast úr í atvinnuþátttöku elstu
aldurshópanna, 55 til 64 ára. Hér
er atvinnuþátttaka í þeim aldurs-
hópi 81,4% en meðaltalið í OECD
er 61,8%.
Vinnusemin
mest hér
ATVINNUÞÁTTTAKA Í OECD
Morgunblaðið/Hari
Störf Íslendingar eru eina þjóðin þar
sem atvinnuþátttakan mælist yfir 80%.