Morgunblaðið - 16.10.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 2019
✝ GuðríðurHelga Magn-
úsdóttir fæddist í
Reykjavík 20. apríl
1938. Hún lést 8.
október 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Jósefsson, f. 28.12.
1911, d. 8.1. 1994,
og Ingibjörg Vil-
hjálmsdóttir, f.
22.8. 1912, d. 31.12.
2005.
Bræður Guðríðar eru: Jósef
tónlistarmaður, f. 18.12. 1933,
og Jakob Hörður, matreiðslu-
meistari og eigandi Hornsins í
Hafnarstræti, f. 1.8. 1950.
Guðríður giftist fyrri manni
sínum Degi Sigurðarsyni skáldi
árið 1958. Þau skildu. Sonur
hjónabandi eru Guðfríður
Björg, Stefanía Ósk, Kristín
Unnur og Kristján Arnór. 2)
Ragnar, myndlistarmaður, f.
31.8. 1977.
Guðríður ólst upp í foreldra-
húsum á Hofsvallagötu 22 í
Reykjavík. Hún fór snemma að
vinna fyrir sér. Að loknu námi í
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
réðst hún til starfa hjá ýmsum
stofnunum Reykjavíkurborgar,
vann lengst í borgarbókhaldi
og endurskoðunardeild borgar-
innar.
Hún tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð
árið 1981. Lauk síðar BA-prófi í
dönsku frá Háskóla Íslands og
diplómagráðu í hagnýtri þýð-
ingafræði.
Á seinni hluta ævi sinnar
starfaði Guðríður í stjórnsýslu
Háskóla Íslands, síðustu árin
sem skrifstofustjóri lagadeild-
ar.
Útför Guðríðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 16. októ-
ber 2019, klukkan 13.
þeirra er Sigurður
Thoroddsen, f. 8.6.
1958, matreiðslu-
maður og eigandi
veitingastaðarins
Deli. Börn Sig-
urðar og Elísabet-
ar Kjerúlf eru
Droplaug Lára
Smáradóttir og
Úlfur Thoroddsen.
Seinni maður
Guðríðar er Þórir
Ragnarsson, fv. bókavörður, f.
13.9. 1938. Börn þeirra eru 1)
Ingibjörg, leiklistarfræðingur
og verkefnisstjóri hjá Árna-
stofnun, f. 29.10. 1969, gift Guð-
mundi Möller. Dóttir Ingibjarg-
ar frá fyrra hjónabandi er
Þórhildur Helga Hrafnsdóttir.
Börn Guðmundar úr fyrra
Elsku elsku Gurrí systir.
Það er ljúft að minnast þín og
þakka þér fyrir allt, núna þegar
ég kveð þig. Ég man mig í fang-
inu á þér þegar ég var lítill og
þú passaðir mig svo vel. Ég man
líka lögin sem þú kenndir mér
og söngst fyrir mig, til dæmis
ég lonníetturnar lét á nefið og
mörg fleiri, ég raula þessi lög
stundum enn þann dag í dag.
Allar dýrmætu stundirnar á
Hofsvallagötunni hjá mömmu
og pabba og á draumastaðnum í
Kjósinni. Svo ótal margs er að
minnast.
Ég sé okkur fyrir mér á fal-
legum sumardegi á leiðinni í
sveitina glöð í bragði með okkar
fólki til að halda áfram að
byggja upp það sem mamma og
pabbi byrjuðu á, gróðursetja
tré, mála og dytta að. Það voru
gæðastundir.
Ógleymanlegt er líka þegar
við fórum að skoða Karen Blix-
en-safnið fyrir utan Kaup-
mannahöfn þegar þú heimsóttir
mig og Vallý og þú keyptir
myndina sem var fyrir ofan
rúmið þitt. Þá eru ótaldar fjöl-
skyldustundirnar með þér og
Þóri á Túngötunni þar sem þið
áttuð svo fallegt og smekklegt
heimili og þú varst fyrirmynd
okkar Vallýjar þegar við fórum
að búa.
Allt í einu eigum við heilt líf
að baki og höfum meira og
minna verið samferða. Það er
skrítið að kveðja þig núna, þú
hefur alltaf verið svo stór hluti
af lífi mínu og svo sjálfsagt að
þú værir til staðar fyrir mig. Ég
er svo þakklátur fyrir þig sem
góða systur og kveð ég þig með
miklum söknuði. Ég geymi í
minningunni gleðina, góðvild-
ina, húmorinn og hláturinn.
Við Vallý, Hlynur, Jakob
Reynir og Ólöf óskum þér góðr-
ar ferðar í Draumalandið, frjáls,
glöð og falleg, elsku Gurrí okk-
ar.
Takk fyrir allt og allt.
Samúðarkveðjur til Þóris,
barna og barnabarna þinna.
Þinn bróðir.
Jakob.
Við systur og Gurrí frænka
vorum bræðrabörn.
Á okkur var nokkur aldurs-
munur, við vissum af henni en
sambandið var ekki mikið fyrr
en á fullorðinsárum þegar ald-
ursmunurinn fór að skipta
minna máli. Fyrir um það bil
tveimur áratugum fórum við
systur að hitta þær mæðgur,
Gurrí og Imbu, reglulega. Við
nutum þessara stunda og kom
þá jafnan glöggt fram hve mikil
frásagnargáfa Gurríar var og
húmorinn leiftrandi. Við systur
ræddum það iðulega eftir þess-
ar samverustundir hversu
skemmtilegar þessar frænkur
okkar væru og hve dýrmætt það
væri að hafa náð þessum
tengslum við þær mæðgur.
Gurrí var menningarlega sinn-
uð, hafði áhuga á bókmenntum,
tónlist og myndlist og var vel að
sér á þeim vettvangi. Hún var
nokkuð pólitísk, hafði sterka
réttlætiskennd, var áhugasöm
um menn og málefni og lét sig
náungann varða þó að málefni
fjölskyldunnar væru henni hug-
leiknust. Það var aðdáunarvert
hve Gurrí hélt þessum lifandi
áhuga síðustu árin þrátt fyrir
alvarleg og erfið veikindi.
Frænka okkar háði veikinda-
stríð sitt árum saman heima og
naut þar einstakrar umhyggju
Þóris og fjölskyldunnar.
Við vottum Þóri, Sigga,
Imbu, Ragnari og fjölskyldunni
allri okkar dýpstu samúð og
þökkum frænku okkar sam-
fylgdina.
Guðríður, Helga Björg
og Ásta Vala.
Ég kynntist Gurrý, eins og
hún var gjarnan kölluð, 1966
þegar við unnum saman í bók-
haldinu á Borgarskrifstofum
Reykjavíkur.
Ég var þá tæplega tvítug,
hún var tíu árum eldri. Í bók-
haldinu á þessum árum unnu
sjö konur sem náðu vel saman.
Ég held ég geti talað fyrir
munn okkar allra þegar ég segi
að hún hafi haft mikil áhrif á
okkur.
Það duldist engum að þarna
fór merkileg, skemmtileg og
greind kona.
Gurrý var fróðleiksfús og víð-
lesin með ríka og skemmtilega
frásagnargáfu. Ég naut þess að
hlusta á hana segja frá. Hún
sagði okkur sögur frá þeim tíma
er hún stundaði kaffihúsið á
Laugavegi, 11 sem var sama-
staður listamanna, og Naustið.
Gegnum hana fengum við sögur
af menningarelítunni í borginni;
Ástu Sigurðardóttur, Þorsteini
frá Hamri, Jökli Jakobssyni og
fleiri vinsælum róttækum skáld-
um.
Ég leit upp til hennar og
fannst gaman að vera í návist
hennar. Stundum fórum við á
Mokka-Kaffi. Hún þekkti alla
listamenn á staðnum og upp-
fræddi mann um hvern og einn.
Þannig vakti hún áhuga minn á
fólki, ekki síst listafólki, sem ég
bý enn að.
Hún var róttæk í skoðunum
og lét þær óspart í ljós hvort
heldur á mönnum eða málefn-
um. Ég naut þess að ræða við
hana um stjórnmál og þjálfaðist
í rökræðum um þau.
Stundum bauð hún okkur í
sumarbústaðinn sinn við Með-
alfellsvatn. Sigurður, sonur
hennar, sem var henni afar kær
og hún hugsaði vel um, var allt-
af með í för. Setið var úti undir
vegg í sólinni eða farið í langar
göngur um nágrennið. Þetta
voru yndislegar stundir.
Síðustu ár höfum við ekki
verið í miklu sambandi. Fyrir
tæpum þremur vikum hringdi
hún í nokkrar okkar sem unnum
með henni á borgarskrifstofun-
um bara til að heyra í okkur,
eins og hún orðaði það. Þó að
það hafi ekki verið sagt hefur
hún vitað í hvað stefndi. Ég
votta Þóri, Sigurði, Ingibjörgu
og Ragnari mína dýpstu samúð.
Kristín Jónsdóttir.
Guðríður Helga
Magnúsdóttir
✝ HrafnhildurÁgústsdóttir
fæddist í Eyrarkoti í
Kjós 19. janúar
1931. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir í Reykjavík 8.
október 2019. For-
eldrar hennar voru
Katrín Sveinbjörns-
dóttir, f. 17. nóv.
1908, d. 22. des.
1966, og Einar
Ágúst Guðbrandsson, f. 19. ágúst
1900, d. 11. sept. 1976. Systir
Hrafnhildar er Rakel, f. 4. apríl
1934.
Eftirlifandi maður Hrafnhild-
ar er Tómas Lárusson, f. 23. sept.
1929. Börn þeirra eru: 1) Ágúst,
Ágúst Örn, Þór Trausti, Ingvi
Sigurður og Bergþór Hrafn. 2)
Katrín f. 23. júlí 1958, d. 12. júlí
2015, kennari. Eiginmaður Páll
Kristjánsson verslunarmaður, f.
7. apríl 1958. Börn: Fannar inn-
kaupastjóri, f. 1977, eiginkona
Agnes Ágústsdóttir innkaupa-
fulltrúi, f. 1979. Synir: Dagur og
Sindri. Bylgja markaðsstjóri, f.
1984, eiginmaður Sæmundur
Örn Kjærnested eldsmiður, f.
1980. Börn: Lilja Marín, Óðinn
Örn og Aníta Ósk.
Hrafnhildur ól aldur sinn
fyrstu árin í Kjósinni en flutti til
Reykjavíkur fyrir fermingu. Þar
bjó hún og starfaði á unglingsár-
unum en fluttist síðan í Mosfells-
sveit seint á sjötta áratugnum.
Hrafnhildur vann mestan hluta
starfsævinnar á Reykjalundi þar
sem hún aðstoðaði sjúkraþjálf-
ara.
Útför Hrafnhildar fer fram frá
Lágafellskirkju í dag, 16. októ-
ber 2019, kl. 15.
f. 12. júlí 1956, kenn-
ari. Eiginkona hans
er Elísabet Valgerð-
ur Ingvarsdóttir, f.
23.10. 1956, hönn-
unarsagnfræðingur
og kennari. Synir
þeirra eru Tómas
Hrafn læknir, f.
1991, unnusta Katrín
Birna Viktorsdóttir
læknir, f. 1993, og
Magnús Ingvar
hönnuður f. 1991, unnusta Paisley
Fried hönnuður, f. 1993. Sonur
Ágústar og Bergljótar Kristínar
Ingvadóttur, f. 1956: Ingvi tölv-
unarfræðingur, f. 1978, kvæntur
Þórhildi Sif Þórmundsdóttur upp-
eldisfræðingi, f. 1978, synir:
Í dag er einstök kona kvödd,
tengdamóðir mín Hrafnhildur
Ágústsdóttir, Hadda. Höddu og
tengdapabba sá ég fyrst fyrir
rúmum þrjátíu árum í heim-
sókn hjá Ágústi í tilhugalífinu.
Tengdapabbi, Tommi, með sína
hárfínu stríðni og glens búinn
að sjarmera mig á einni mínútu,
Hadda róleg, yfirveguð og var-
kár í samskiptum. Þessi fyrsta
mynd af þeim breyttist ekki.
Samband þeirra var fallegt og
þar ríkti jafnvægi og traust.
Á vissan hátt var Hadda dul
manneskja, bar tilfinningar sín-
ar ekki á torg, kvartaði sjaldan
og tókst á við lífið af yfirvegun
og styrk. Sem unglingsstelpa
fór hún að vinna fyrir sér í
Vinnufatagerðinni með móður
sinni og síðan eftirlifandi syst-
ur, Rakel. Hadda vandist fljótt
á að bjarga sér og nýta það sem
fyrir var og að sama skapi tím-
ann. Þessu lifði hún eftir alla
tíð og margt í hennar lífsvið-
horfum sem í dag á samhljóm
með nútíma sjálfbærnihug-
myndum. Hadda var í raun
náttúrubarn, sveitastelpa úr
Kjósinni sem kunni vel til
verka. Fátt sem hún tók sér
fyrir hendur vafðist fyrir henni.
Þessir eiginleikar nýttust jafnt
heimavið, í félagsstarfi og í
vinnu á Reykjalundi en bæði
Hadda og Tommi unnu þar nær
allan starfsferilinn. Reykja-
lundur var þeim kær og vel tal-
að um vinnustaðinn. Þar að-
stoðaði Hadda sjúkraþjálfara
og oft heyrðist hvað hún var
ómissandi hlekkur í starfi.
Hadda og Tommi voru útivist-
arfólk með dálæti á ferðalögum,
þekktu landið vel og nutu af-
skekktra staða ýmist í ferðabíl
útbúnum af þeim eða litlum
tjaldvagni.
Lengst af bjuggu þau í Eik í
Mosfellssveit sem stendur á
einstakri lóð við afleggjara að
Reykjalundi, lóð sem Hadda
gerði með sínum grænu fingr-
um að hreinni paradís. Þar voru
ræktaðir tómatar, gúrkur, vín-
ber, rósir o.fl. auk hefðbundins
græmetis og berja og voru
barnabörnin gerð þátttakendur,
enda eftirsóknarvert hjá þeim
öllum að vera hjá ömmu í Eik.
Hadda var einstaklega handlag-
in, saumaði hvað sem var,
prjónaði einstakar flíkur og
þegar hún eltist sótti hún ýmis
handverksnámskeið en tré-
skurður lá vel fyrir henni. Orð-
ið slór var ekki til í hennar
huga. Það var því reiðarslag er
hún greindist með alzheimer
rétt eftir aldamót og færni
þessarar sjálfbjarga og vinnu-
sömu konu fjaraði út. Lengst af
var hún með eitthvað í hönd-
unum, útbjó sokka og vettlinga
á sinn hátt fyrir barnabörn og
aðra þar til sjúkdómurinn yf-
irtók.
Tommi og Hadda fluttu úr
Eik þegar ljóst var hvert
stefndi og bjuggu í Garfarholti í
nokkur ár, en síðan í þjónustuí-
búð í Mosfellsbæ. Veikindin
tóku frekar yfir og ekki annað í
boði en að flytja á hjúkrunar-
deild alzheimersjúklinga og
stóð Tommi sem klettur að baki
Höddu sem fyrr. Þar bjuggu
þau saman síðustu árin hennar,
við góða þjónustu.
Hadda og Tommi eignuðust
tvö börn, Ágúst og Katrínu,
sem lést langt um aldur fram,
og var það mikil sorg fyrir aldr-
aða foreldra. Barnabörnin eru
fimm og eiga góðar minningar
um ömmu Höddu sem alltaf átti
tíma fyrir þau. Mér kenndi
Hadda margt en þó einna helst
að kunna að meta það sem fyrir
er og njóta þess. Ég kveð mína
kæru tengdamömmu með hlýju
og þakklæti.
Elísabet V. Ingvarsdóttir.
Amma var eins mikil amma
og hægt er að vera. Hún gerði
bestu pönnsurnar, bestu klein-
urnar og besta lambalærið. Allt
sem hún gerði var gott og allt
sem hún gerði fyrir okkur
barnabörnin var með það í huga
að okkur liði sem best.
Amma sá vel um okkur öll,
hún prjónaði ullarsokka, peys-
ur, vettlinga og trefla á barna-
börnin, sem við eigum ennþá.
Meira að segja þegar hunangs-
flugur slysuðust inn þá tók hún
þær varlega í lófann og hleypti
þeim aftur út í rósarunnann
fyrir utan gluggann í Eik.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem maður á um ömmu.
Flestar eru þær úr Eik þegar
gist var á beddanum um helgar.
Oftast lékum við okkur svo úti í
garði sem amma og afi höfðu
gert að ævintýraheimi, snjóhús
að vetri og fótbolti og blóma-
skoðun á sumrin. Þar lék mað-
ur sér allan daginn, fékk klein-
ur með kaffinu og svo eitthvað
gott að borða í kvöldmatinn.
Ein sterkasta minningin um
ömmu er að hún var alltaf
vöknuð á undan öllum, komin í
blómasloppinn og tilbúin að
stjana við mann þegar maður
vaknaði. Þá var oftast sest við
eldhúsborðið í morgunmat,
spjallað og fylgst með þröst-
unum fyrir utan eldhúsglugg-
ann.
Í seinni tíð í Grænlandsleið
hélt amma sig mest við að púsla
og það var orðin regla að setj-
ast niður og setja allavega eitt
púsl niður áður en maður fór
heim, en yfirleitt urðu þau fleiri
eða þar til maður skalf eftir alla
kaffibollana.
Það er merkilegt að hugsa til
þess að sterkustu minningarnar
um ömmu og með ömmu er
þegar hún er að dekra mann og
hugsa um aðra. Hún sýndi okk-
ur endalausa umhyggju, vænt-
umþykju og var og verður okk-
ur fyrirmynd.
Tómas Hrafn og Magnús
Ingvar Ágústssynir.
Hrafnhildur
Ágústsdóttir
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Fagurhólsmýri,
Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík,
sem lést föstudaginn 27. september, verður
jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 18. október klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Ágúst Sigurjónsson Sesselja Hrönn Jensdóttir
Helga Jónína Sigurjónsdóttir Hafsteinn Már Ársælsson
Guðný Sigurjónsdóttir Svavar M. Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýju vegna
andláts og útfarar ástkærs eiginmanns
míns og besta vinar, föður okkar,
tengdaföður, afa, tengdasonar, bróður,
mágs og frænda,
ÞORSTEINS GRÉTARS EINARSSONAR,
Hraunholti 2, Garði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja og krabbameinsdeildar Landspítalans v/Hringbraut
fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Erla Dögg Gunnarsdóttir
Sunna Rós Þorsteinsdóttir Svavar Ingi Lárusson
Óskírður Svavarsson
Ásgeir Þorsteinsson
Árni Gunnar Þorsteinsson Olivia Anna Canete Apas
Gunnar E. Sigurbjörnsson
systkini og frændsystkini
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN JÓHANNESSON,
áður til heimilis á Þórðarstöðum,
Húsavík,
sem lést á Skógarbrekku 8. október, verður
jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 19. október klukkan 14.
Dalrós Hulda Kjartansdóttir Ólafur Jón Héðinsson
Þórður Kjartansson Steinunn Hrund Jóhannsd.
Vilhelmína Ásdís Kjartansd. Vigfús Sigurðsson
Sigrún Kjartansdóttir Sigurður Gíslason
Árni Óskar Kjartansson
Aðalheiður Kjartansdóttir Jón Ingason
Rósa G. Kjartansdóttir Jónas Jónasson
Berta Jóhanna Kjartansd. Jóhann Garðar Ólafsson
Aðalsteinn Kjartansson G. Stella Árnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn