Morgunblaðið - 21.10.2019, Side 2
Kort/vedur.is
Öxarfjörður Algengt er að jarð-
skjálftar verði á svæðinu.
Um 450 jarðskjálftar höfðu orðið í
Öxarfirði um kl. 21.30 í gærkvöld frá
því að jarðskjálftahrina hófst þar
seinnipartinn á laugardag. Tveir
þeir stærstu voru 3,2 stig og urðu í
gær kl. 11.03 og 19.19. Flestir voru á
bilinu 1,0-2,0 stig. Öflug hrina varð
þarna í mars sl. og stóð í um viku.
Einar Bessi Gestsson, náttúruvár-
sérfræðingur á Veðurstofu Íslands,
sagði að Tjörnesbrotabeltið væri
þekkt jarðskjálftasvæði. Grímseyj-
arbeltið liggur úr Öxarfirði að
Grímsey og þetta er út af því miðju.
Upptökin eru tæpa 30 km vestur af
Kópaskeri og tæpa 40 km frá Húsa-
vík og Grímsey. Engar tilkynningar
höfðu borist um að fólk hefði fundið
fyrir skjálftunum. gudni@mbl.is
Um 450
jarðskjálftar
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
Ragnhildur Þrastardóttir
Páll Matthíasson, forstjóri Landspít-
alans, segir að það sé sérstakt að sjá
Reyni Arngrímsson, formann
Læknafélags Íslands, segja að spít-
alinn sé að hygla einstökum stéttum.
Þetta kom fram í viðtali við Reyni
um fjárhagsvanda Landspítalans á
mbl.is á laugardag. Hann sagði að
hjúkrunarfræðingum og ljósmæðr-
um hefði verið hyglað með ívilnunum
umfram samningsviðmið og áætlanir
ríkisins á fjárlögum.
„Spítalinn þurfti að bregðast við
neyðarástandi í mönnun og réðist í
tilraunaverkefni þar sem skýr gögn
sýndu að það vantaði fólk svo sjúk-
lingum gæti stafað hætta af,“ sagði
Páll. Hann sagði þetta hafa snúið að
hjúkrun í vaktavinnu. Um var að
ræða klasa verkefna og eitt þeirra
var Hekluverkefnið. Í því fólust
álagsgreiðslur til hjúkrunarfræð-
inga. Til stendur að leggja það af.
„Það kemur mér á óvart ef for-
maðurinn er þarna að tala fyrir hönd
allra lækna,“ sagði Páll. „Þetta er
ekki í samræmi við samtalið sem á
sér stað á spítalanum. Lengi hefur
verið ljóst að það er þörf á fleiri
höndum við hjúkrun í vaktavinnu og
það þarf að bæta þar úr. Það eru
fleiri tugir rúma lokaðir vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum.“
Upphæð úr lausu lofti gripin
Reynir sagði í viðtalinu að innleið-
ing jafnlaunavottunar hefði kostað
Landspítalann 320 milljónir króna.
„Þessi tala er úr lausu lofti gripin
og hefur reyndar meira en þrefald-
ast frá því að formaðurinn ræddi síð-
ast kostnað við jafnlaunavottun spít-
alans 7. október síðastliðinn í
fjölmiðlum. Þá talaði hann um allt að
100 milljónir. Báðar tölurnar eru al-
rangar. Heildarkostnaður við jafn-
launavottun, sem er lagaskylda að
sinna, er nærri 30 milljónum króna
fram að þessu. Þótt við reiknum full
laun með launatengdum gjöldum á
alla sem sótt hafa vinnustofur um
málið væri kostnaðurinn samt vel
undir 50 milljónum,“ sagði Páll.
Reynir sagði að stöðugt væri verið
að bæta verkefnum á sjúkrahúsið
sem væri skynsamlegra að væru í
höndum annarra sem gætu veitt
þjónustuna á hagkvæmari hátt.
Hvað segir Páll um það?
Hann kvaðst ekki vita nákvæm-
lega við hvað Reynir átti með þess-
um orðum en nefndi sem einn mögu-
leika að Landspítalinn væri nú eitt af
stærri hjúkrunarheimilum landsins.
„Við erum ábyggilega ekki best til
þess fallin að sinna því, en það er
áætlun í gangi hjá stjórnvöldum um
að efla mjög uppbyggingu hjúkrun-
arheimila og stuðning við eldri borg-
ara sem þurfa hjúkrun í heimahús-
um. Það tekur sinn tíma að hrinda
því í framkvæmd,“ sagði Páll.
Veitir stjórnendum aðhald
Þá taldi Reynir að setja þyrfti
stjórn yfir Landspítalann sem veitti
forstjóra og framkvæmdastjórn að-
hald og stuðning.
Páll benti á að starfandi væri Ráð-
gjafarnefnd Landspítala lögum sam-
kvæmt þar sem sætu níu aðalmenn
og níu varamenn undir forystu
Kristínar Ingólfsdóttur, fyrrverandi
rektors Háskóla Íslands. Í nefndinni
sitja m.a. tveir fyrrverandi heil-
brigðisráðherrar.
„Ráðgjafarnefndin gegnir því
hlutverki að veita mér og fram-
kvæmdastjórn spítalans aðhald og
stuðning,“ sagði Páll.
Kjarnastarfsemi og annað
„Ég segi sem almennur þjóð-
félagsþegn að Landspítalinn sé einn
af hornsteinum velferðarkerfisins.
Þess vegna hefur maður áhyggjur
þegar umræðan um rekstur spítal-
ans er á þessu stigi,“ sagði Pétur
Magnússon, forstjóri Hrafnistu, for-
maður Samtaka fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu og nefndarmaður í
Ráðgjafarnefnd Landspítalans.
Hann sagði að stjórnendur Land-
spítalans, rétt eins og stjórnendur
annarra fyrirtækja og stofnana,
þyrftu að velta við öllum steinum
þegar fjárhagsstaða spítalans væri
jafn alvarleg og hún er núna.
„Það er ekkert óeðlilegt að stjórn-
endur á spítalanum fari vel yfir það
hvað er kjarnastarfsemi og hvað eru
hliðarverkefni sem Landspítalinn
ætti kannski ekki að sinna og fá held-
ur aðra til að gera.
Við þekkjum það að langflest
hjúkrunarrými á Íslandi eru rekin af
öðrum en opinberum heilbrigðis-
stofnunum. Þau hjúkrunarrými sem
Landspítalinn rekur til dæmis á
Vífilsstöðum eru dýrari en hefð-
bundin hjúkrunarrými á hjúkrunar-
heimilum. Manni fyndist til dæmis
ekki óeðlilegt að það yrði einn af
þeim þáttum sem yrðu skoðaðir
betur,“ sagði Pétur.
Hann sagði að innan Samtaka
fyrirtækja í velferðarþjónustu væru
t.d. Krabbameinsfélagið og SÁÁ sem
m.a. rekur Sjúkrahúsið Vog. Þessi
félög gætu ef til vill tekið við ein-
hverjum verkefnum sem nú er sinnt
á Landspítalanum.
30 milljónir í jafnlaunavottun
Forstjóri Landspítala segir formann Læknafélagsins fara með rangt mál Álagsgreiðslur vegna
neyðarástands Skilgreina þarf kjarnastarfsemi, segir formaður Samtaka í velferðarþjónustu
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Veðrabrigði eru nú fram undan og
hefur Veðurstofan gefið út gula
stormviðvörun fyrir austanvert
landið. Gildir hún á svæðinu frá
Seyðisfirði suður á Mýrdalssand.
Spáð er norðvestan hvassviðri eða
stormi, 18-25 m/sek, og við fjöll má
reikna með snörpum vindhviðum
sem geta verið varhugaverðar fyrir
vegfarendur á bílum með til dæmis
aftanívagna. Sérstaklega er varað
við hvassviðri í Öræfasveit.
„Hvassviðrinu fylgir éljagangur
og sumarstaðar snjókoma um
norðanvert landið. Þar byrjar með
slyddu í byggð en síðan kólnar svo
reikna má með hálku þegar frystir
og snjóar við vegina. Fólk þarf því að
fara varlega, sérstaklega á fjall-
vegum nyrðra,“ segir Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur. Í þessu
sambandi tiltekur hann meðal ann-
ars Þverárfjall, Öxnadalsheiði og
Mývatns- og Möðrudalsöræfi.
„Svo má reikna með norðlægum
áttum í raun alla vikuna; því sem við
getum kallað hríðarhraglanda með
köflum. Á miðvikudag og fimmtudag
berst svo heimskautaloft norðan úr
íshafi að landinu svo búast má við 5-
10 stiga víða inn til landsins. Með
vindkælingu verður þetta því ansi
skarpt miðað við árstíma,“ segir Ein-
ar enn fremur.
Þótt frysti víða spáir Einar þó
ekki snjókomu á Suðurlandi og
Faxaflóasvæðinu. Á Vestfjörðum
verði éljagangur en ekkert muni þó
snjóa að ráði. sbs@mbl.is
Stormur og hríðarhraglandi
Stormviðvörun Heimskautaloftið berst að landinu
Morgunblaðið/Golli
Vetrarveður Allur er varinn góður
og þó er október enn ekki úti.
Dansað var í takt með tilfinningu góðri á Opna
dansmótinu sem haldið var í Smáranum í Kópa-
vogi í gær, sunnudag, á vegum dansfélaganna
sem starfandi eru þar í bæ. Keppt var í öllum
aldursflokkum og sáust góð tilþrif, ekki síst á
meðal unglinga sem tóku skrefin í samkvæmis-
dönsum. Fjölmargir mættu á svæðið til þess að
fylgjast með dansinum sem og dómarar sem
lögðu mat á árangur og hæfileika keppenda.
Morgunblaðið/Hari
Samkvæmisdansinn tekinn í Smáranum