Morgunblaðið - 21.10.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 2019
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Ályktun um rafrettur, sem ætlað er
að sporna við aukinni dreifingu og
markaðssetningu á nikotíni, álykt-
un um verkfallsrétt lögreglu og
ályktun um sextán ára kosningaald-
ur eru á meðal þeirra fjölmörgu
ályktana sem
samþykktar voru
á landsfundi
Vinstri grænna
sem fram fór á
Grand hotel um
helgina og lauk
um hádegi í gær.
Þá var ný
stjórn kjörin og
var Guðmundur
Ingi Guðbrands-
son, umhverfis- og auðlindaráð-
herra, kjörinn nýr varaformaður
flokksins.
Ályktun sem lögð var fram af
ungum vinstri grænum, og vissi að
því að stjórn hreyfingarinnar beitti
sér fyrir því að hætt yrði að bjóða
upp á dýraafurðir á viðburðum
hreyfingarinnar, var ekki samþykkt
en markaði einn af helstu átaka-
punktunum, segir Hreindís Ylva
Garðarsdóttir Holm, formaður ung-
liðahreyfingarinnar, í samtali við
Morgunblaðið.
„Ólík viðhorf“
„Við áttum þessa tillögu, sem
ákveðið var að yrði ekki afgreidd á
þessum fundi, heldur tekin áfram í
frekari vinnu,“ segir Hreindís spurð
um tillöguna. „Eins og gefur að
skilja eru alveg svakalega ólík við-
horf á þessu máli,“ segir hún og seg-
ir ung vinstri græn vera stolt af því
að leggja fram tillögur sem miði að
því að víkka sjóndeildarhring flokks-
manna. Spurð hvort það hafi heldur
verið eldri flokksmenn sem settu sig
gegn tillögunni segir Hreindís að svo
hafi ekki verið, og það hafi komið
henni á óvart. „Þegar ég fór í þessa
umræðu komst ég að því að fólk á
öllum aldri er með og á móti. Það
kom mér svolítið á óvart. Það er
kannski bara mitt eigið vanmat að
halda að eldra fólk yrði á móti þessu
og yngra fólkið með.“
Spurð um hvað fleira hafi verið
tekist á á fundinum svarar Hreindís:
„Ég held að það hafi ekki verið neitt
stórt drama. Það var bara tekist á á
málefnalegum grundvelli,“ segir
Hreindís og bætir við í léttum dúr:
„En svo þegar fundurinn hafði stað-
ið lengi, allir búnir að sitja frá föstu-
dagseftirmiðdegi, fer maður bara
bókstaflega að þræta um punkta og
kommur. En það voru engar stórar
átakalínur.“
Vilja ganga lengra
Sem fyrr segir var aragrúi álykt-
ana og stefnuskjala samþykktur á
fundinum um helgina og sneri stór
hluti þeirra með einum eða öðrum
hætti að loftslags- og umhverfis-
málum. „Loftslagsmálin voru stóru
málin á þessum fundi,“ segir Hrein-
dís. Sem dæmi samþykkti lands-
fundurinn ályktun sem kallar eftir
því að gengið verði lengra en að ná
kolefnishlutleysi árið 2040 og mörk-
uð stefna sem tryggir að meira kol-
efni verði bundið en sem nemur
nettólosun. Þá samþykkti fundur-
inn einnig ályktun um stjórnar-
skrána, en í þeirri ályktun var sér-
staklega kveðið á um að tímabært
væri að ákvæði um umhverfisvernd
yrði leitt í stjórnarskrá.
Með öllum atkvæðum
Eins og greint var frá á mbl.is á
laugardaginn fór bæði fram for-
manns- og varaformannskjör á
fundinum um helgina, en í bæði
embætti var einungis einn í fram-
boði. Sitjandi formaður, forsætis-
ráðherrann Katrín Jakobsdóttir,
var endurkjörin með öllum atkvæð-
um viðstaddra, 187 talsins. Eins og
að ofan greinir var Guðmundur
Ingi Guðbrandsson kjörinn nýr
varaformaður með 187 atkvæðum,
en fimm skiluðu auðu.
Tvær voru í framboði til ritara
flokksins, Ingibjörg Þórðardóttir
og Una Hildardóttir, og fékk sú
fyrrnefnda tæp 62 prósent greiddra
atkvæða. Þá var Rúnar Gíslason
kjörinn gjaldkeri flokksins með
tæpu 61 prósenti atkvæða, en auk
hans var Ragnar Auðun Árnason í
framboði.
Loftslagsmálin „stóru málin“
Guðmundur Ingi kjörinn nýr varaformaður Vinstri grænna Tillaga um að viðburðir yrðu vegan
komst ekki í gegn Fundarmenn þrættu um „punkta og kommur“ „Engar stórar átakalínur“
Morgunblaðið/Hari
Hamingjuóskir Guðmundur Ingi Guðbrandsson og formaðurinn Katrín Jakobsdóttir fagna er sá fyrrnefndi var kos-
inn varaformaður VG um helgina. Katrín náði einnig kjöri sem formaður. Allir fundarmenn greiddu henni atkvæði.
Hreindís Ylva
Garðarsdóttir Holm
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur
samþykkt tillögu um að varptími í
friðlandinu við Vífilsstaðavatn
verði lengdur. Á varptíma er
hundum bannaður aðgangur í frið-
landinu en utan varptímans eru
hundar aðeins leyfðir í taumi.
„Sumir hundaeigendur hundsa
hundabannið yfir varptímann og
hleypa jafnvel hundum sínum
lausum í friðlandinu sem er
stranglega bannað á öllum tímum
ársins. Þetta er gert í óþökk fugla
og annarra gesta friðlandsins,“
segir m.a. í bréfi tveggja starfs-
manna Garðabæjar sem lagt var
fyrir fund umhverfisnefndar í vik-
unni.
Vífilsstaðavatn og nágrenni var
friðlýst sem friðland árið 2007 og
var varptími skilgreindur frá 15.
apríl til 1. júlí, en hefur nú verið
lengdur til 15. ágúst. Í fyrrnefndu
bréfi kemur fram að frá því í jan-
úar til loka september í ár höfðu
tæplega 53 þúsund gestir heimsótt
friðlandið eða um 250 manns á
dag. Svæðið njóti vinsælda meðal
hundaeigenda „sem sækja í þetta
mikilvæga varpland til að viðra
hunda sína og er þá friðhelgi
fuglanna því miður ekki alltaf
virt.“ Starfsfólk á vegum garð-
yrkjudeildar Garðabæjar hefur
umsjón með að friðhelgi fugla sé
virt, hundabanni sé fylgt eftir og
að umgengnisreglur við Vífils-
staðavatn séu virtar.
Fuglategundir sem sjást helst
við Vífilsstaðavatn yfir sumartím-
ann eru skúf-, stokk- og topp-
endur, kríur, álftir og flórgoðar
sem hafa mikið aðdráttarafl fyrir
fuglaáhugafólk. Í bréfinu segir að
umferð gesta og ferfætlinga í
kjörlendi og á varpstöðvum geti
truflað og skemmt varp. Sé frið-
helgi fugla við Vífilsstaðavatn virt
sé líklegt að fleiri ungar komist á
legg og fuglum í friðlandinu fjölgi.
Ef fuglavarp eigi að takast þurfi
fuglar ró og næði frá því að varp
hefst og allt þar til ungarnir verða
fleygir í ágúst. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vífilsstaðavatn Vatnið og nágrenni þess var friðlýst sem friðland 2007. Varptími hefur verið lengdur til 15. ágúst.
Fuglar fái meiri frið
við Vífilsstaðavatn
Sumir hundaeigendur hundsuðu bann yfir varptímann
Drög að reglugerð um bann við sel-
veiðum var birt í Samráðsgátt
stjórnvalda á föstudaginn. Veiði-
bannið mun gilda um allar selateg-
undir, þar með talið bæði landsel og
útsel hér við land.
Á þessu ári var lögfest breyting
sem heimilar sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra að setja reglugerð
um selveiðar og að banna eða tak-
marka þær telji Hafrannsóknastofn-
un það nauðsynlegt.
Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
um landsel í sumar kom fram að mik-
il fækkun hafði orðið í landselsstofn-
inum. Lágmarksstofnstærð á að
vera um 12.000 selir en talið er að
fjöldinn sé nú um 21% minni. Haf-
rannsóknastofnun leggur því til að
sett verði bann við beinum veiðum á
landsel. Einnig verði leitað leiða til
að draga úr meðafla landsels við
netaveiðar.
Útselsstofninn er metinn „í nokk-
urri hættu“ á nýlega birtum válista
Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hafrannsóknastofnun leggur því til
að útselur falli einnig undir reglu-
gerðina og að beinar veiðar á honum
verði bannaðar.
Umsagnarfrestur um drögin er til
4. nóvember. Engar umsagnir höfðu
borist í gær en þær eru birtar jafn-
óðum og þær berast. gudni@mbl.is
Drög að reglugerð
um selveiðibann
Bæði landsel og útsel hefur fækkað